Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 K ynferðislegt ofbeldi og of- beldi á heimilum er vanda- mál, sem erfiðlega hefur gengið að glíma við á Ís- landi. Í þessum málaflokk- um hefur ýmislegt gerst á undanförnum árum, en þó hefur ríkt sinnuleysi gagn- vart þeim og vandinn er mun stórfelldari en flestir átta sig á. Ranghugmyndirnar eru einnig margar. Fyrir nokkrum dögum kom út bók eft- ir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þar sem fjallað er um þetta mál með yfirgripsmiklum hætti. Bókin nefnist Á mannamáli og ber yfirtitilinn Ofbeldi á Íslandi. Í þessari bók er tekist á við ranghugmyndir, sem fólk gerir sér um kyn- ferðislegt ofbeldi. Þar er að finna skarpa grein- ingu á mótsögnum í dómskerfinu, hvassa gagn- rýni á stjórnvöld og fjölmiðlar fá sinn skerf. Sýkna þótt sýnt væri fram á glæp Kveikjan að því að Þórdís Elva skrifaði bókina var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í nauðg- unarmáli, sem átti sér stað á Hótel Sögu vorið 2007: „Þótt fram kæmi í dóminum að óhætt væri að slá því föstu að samfarirnar hefðu farið fram gegn vilja brotaþolans, var árásarmað- urinn engu að síður sýknaður. … Í stuttu máli sagt hélt ég að ég hefði heyrt og séð flest sem viðkom þessum málaflokki. En nú kvað við nýj- an tón, því í áðurnefndum dómi þótti sýnt að ráðist hefði verið inn í líkama konu án leyfis hennar. Það var bara ekki nóg til sakfellingar. Þolinmæði minni reyndust takmörk sett. Hingað og ekki lengra.“ Ísland er í tíunda sæti á lista yfir nauðganir eftir löndum samkvæmt tölfræði frá árunum 1998 til 2002. Ástandið í löndunum, sem á list- anum eru, er ólíkt, en telji menn samanburðinn ómarktækan hlýtur að mega miða við hin Norðurlöndin. Noregur er í 18. sæti, Finnland í því 21. og Danmörk því 23. Svíþjóð kemst ekki á blað. Eins og Þórdís Elva bendir á kæra að meðaltali tíu íbúar af hverjum 100.000 nauðg- anir annars staðar á Norðurlöndunum, en 24 á Íslandi. „Þetta er ekki eina dæmið um niðurstöður þar sem Ísland trónir á toppnum í norrænum samanburði,“ skrifar hún. „Í rannsókn á vegum Norvold sem var birt árið 2003 kom í ljós að 38- 66% kvenna á Norðurlöndunum höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi einhvern tíma á ævinni, 19- 37% kynferðislegt ofbeldi, en þar var svörun hæst á Íslandi. Með öðrum orðum hafði þriðja hver íslensk kona sem tók þátt verið beitt kyn- ferðisofbeldi á lífsleiðinni að eigin sögn. Til samanburðar var hlutfallið 16,6% í Svíþjóð, eða helmingi lægra. Íslendingar áttu einnig vinn- inginn hvað varðaði nýlegt kynferðisofbeldi. 2,6% íslenskra kvenna sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á síðustu 12 mánuðum fyrir rannsóknina, sem er fjórfalt hærri tala en í Sví- þjóð (0,6%) og sexfalt hærri en í Danmörku (0,4%).“ Í könnuninni sögðust 22,4% íslenskra kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af al- varlegasta stigi, nauðgun eða tilraun til nauðg- unar um leggöng, endaþarm eða munn, annað hvort með getnaðarlim eða hlut: „Sé talan um- reiknuð gerir það 22.632 konur miðað við mannfjöldatölur á þeim tíma sem rannsóknin var gerð [2001]. Rúmlega 60% þeirra voru und- ir átján ára aldri þegar atburðurinn átti sér stað, eða 13.579 stúlkur.“ Ekki hafa margar kannanir verið gerðar um þessi mál hér á landi. Í annarri könnun, sem gerð var að undirlagi Alþingis um miðjan tí- unda áratuginn sögðu 4,5% kvenna að þeim hefði verið nauðgað. Ýmislegt getur skýrt þennan mismun og bendir Þórdís Elva á að í Norvold-könnuninni var verknaðinum lýst, en í hinni könnuninni voru notuð orðin nauðga eða nauðgun. Rannsóknir hafa sýnt að „einungis minnihluti kvenna sem skýrir frá þvingun til kynlífs muni lýsa þeirri lífsreynslu sem nauðg- un.“ Þórdís Elva vísar einnig í könnun ICVS sem var gerð 2004 og 2005 og náði til 30 landa. Þar mældust Íslendingar með hæsta tíðni kyn- ferðisofbeldis í garð kvenna ásamt Bandaríkja- mönnum. Á einu ári urðu 1,4% íslenskra kvenna fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er rúm- lega tvöfalt hærra en meðaltíðnin í könnuninni. Á fimm ára tímabili höfðu 4,4% íslenskra kvenna orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðg- unar eða grófri kynferðislegri áreitni á fimm ára tímabili. „Rifjum upp tíðni nauðgana í Alþingiskönn- uninni, þeirri íhaldssömustu af þeim rann- sóknum sem reifaðar eru að framan. Séu nið- urstöður hennar umreiknaðar má gera ráð fyrir að 3.398 konum á aldrinum 18-60 ára hafi verið nauðgað. 3.398 einstaklingar myndu fylla átján Boeing 757-200 þotur af þeirri gerð sem Flugleiðir nota. Ímyndum okkur að átján ís- lenskar flugvélar lentu í flugslysi. Þótt allir far- þegarnir lifðu slysin af og þrátt fyrir að ein- ungis 13,5% þeirra færu í kærumál (líkt og niðurstöður Alþingiskönnunarinnar leiddu í ljós) yrði samt allt vitlaust í samfélaginu.“ Áhugaleysi stjórnmálaflokka Af einhverjum ástæðum varð hins vegar ekki allt vitlaust í samfélaginu. Alvara þessara mála hefur ekki verið endurspegluð sem skyldi í fjöl- miðlum og er Morgunblaðið þar ekki undan- tekning. Stjórnmálaflokkarnir hafa heldur ekki sett þessi mál á oddinn fyrir utan Vinstri græn og hefur Atli Gíslason gengið sérstaklega fram fyrir skjöldu. Þórdís Elva fór yfir markmið stjórnmálaflokkanna í málaflokknum fyrir kosningarnar 2007: „Að Vinstri grænum und- anskildum lagði ég saman það sem ég gat fund- ið um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi hjá hinum fimm stjórnmálaflokkunum. Sjálfstæð- isflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylk- ingin, Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyf- ingin eyddu samtals 154 orðum í þennan málaflokk í stefnumálum sínum. Þess má geta að það eru 160 orð á venjulegri kókómjólkurfernu.“ Hér þarf að verða hugarfarsbreyting. Þegar José Luis Rodríguez Zapatero varð forsætis- ráðherra Spánar ákvað hann að skera upp her- ör gegn mismunun kvenna. Heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi varð eitt af lykilmálum stjórnar hans. Markmið Zapateros var að knýja fram breytingu á hegðun og hugarfari með því að draga fram kerfislægan vanda, sem legið hafði í þagnargildi. Hugarfarsbreytingar þörf Eitthvað svipað þarf að gerast hér á landi því að ofbeldið er kerfislægt. „Okkur hryllir við beinu ofbeldi,“ skrifar Þórdís Elva. „Pynting- arnar í Abu Ghraib í Írak vöktu viðbjóð og reiði alþjóðasamfélagsins. Árásir á útlendinga sem knúnar eru af kynþáttahatri vekja sterk við- brögð hér á landi (og víðar). Beint ofbeldi nær athygli okkar og stuðar okkur. Kerfislægt of- beldi er hins vegar ósýnilegt, falið afl sem er samofið samfélaginu og viðhaldið af stofnunum og siðvenjum. … Dæmigerð nauðgun, þar sem karlmaður notfærir sér aflsmuni sína á kostnað konu, sem í kjölfarið ásakar sjálfa sig og þegir yfir atvikinu sökum samfélagslegra fordóma, er ein ljótasta birtingarmynd kynbundins, en um leið kerfislægs, ofbeldis.“ Þetta endurspeglast í íslensku réttarfari, fjölda nauðgana, sem eru kærðar, fjölda ákæra og fjölda dóma. Á árunum 2002 til 2006 bárust 155 kærur til ríkissaksóknara. 105 kærur voru niðurfelldar, eða 71%, en að jafnaði voru 40% þeirra kæra, sem bárust, felldar niður. Ákært var í 50 málum og sýknaði héraðsdómur í 22 en sakfelldi í 24. 20 málum var áfrýjað til Hæsta- réttar og var sýknað í tveimur þeirra. Alls lauk 22 málum með sakfellingu á þessum tíma. Til samanburðar leituðu 472 einstaklingar á neyð- armóttökuna í Fossvogi á þessum árum, 408 nauðganir voru tilkynntar til Stígamóta, 156 konur komu í Kvennaathvarfið vegna kyn- ferðisofbeldis og 67 á Neyðarmóttökuna á Ak- ureyri. Þarna er hróplegt misræmi milli um- fangs glæpanna og fjölda dóma. Það ýtir ekki beinlínis undir það að brotaþoli leiti réttar síns að líkurnar á sakfellingu eru hverfandi. Í samfélaginu ríkir reiði vegna þess hvað dómar í kynferðisbrotamálum eru vægir. Til dæmis var ákært í sjö málum fyrir samræði eða önnur kynferðismök við barn árið 2006. Hinir sakfelldu fengu að meðaltali rúmlega níu mánaða refsingu. Brotaþolarnir voru að með- altali tíu ára gamlir. Í sumar var maður dæmd- ur fyrir fimmtán nauðganir, þar á meðal ítrek- aðar hópnauðganir ókunnugra manna á sambýliskonu sinni. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi eða helming hámarksrefsingar. Yf- irleitt eru dómar hins vegar mun vægari. Mörg dæmi eru um að gerendur hafi nánast gengið af brotaþola dauðum án þess að refsiramminn sé nýttur nema að litlum hluta. Vissulega má deila um fælingarmátt refsinga, en samanburðurinn við dóma vegna annarra brota vekur alvarlegar spurningar um gildismatið þegar um kynferð- islegt ofbeldi er að ræða. Áherslan á áverka vekur einnig efasemdir því að brotaþolinn kall- ar yfir sig meira ofbeldi með því að streitast á móti. Refsiramminn vannýttur í 70 ár Þyngd dóma í nauðgunarmálum hefur lítið breyst í áranna rás og er langt frá því að refsi- ramminn sé nýttur til fullnustu. Megin- röksemdin er sú að samræmi verði að vera milli dóma. Ekki sé hægt að dæma einn einstakling til þyngri refsingar en annan fyrir sama brot og varasamt að láta undan þrýstingi frá al- menningi. Það lögmál gildir hins vegar ekki á öllum sviðum eins og Þórdís Elva dregur fram: „Árið 1970 var refsihámark fyrir fíkniefnabrot sex ára fangelsisvist. Árið 2001 var það 12 ár. Þeir vindar blésu í þjóðfélaginu að fíkniefna- brot væru alvarlegt samfélagsmein og löggjaf- inn hagaði seglum sínum eftir vindi með því að tvöfalda lengd hámarksrefsingar í þessum brotaflokki. Hækkun ein og sér dugir skammt; dómstólar verða í kjölfarið að nýta sér hana og fella þyngri dóma ef hún á að hafa áhrif. Síð- asta hækkun refsirammans í fíkniefnamálum átti sér stað á Alþingi hinn 30. apríl 2001, en þá var hann hækkaður úr 10 árum upp í 12 ár. Innan við níu mánuðum síðar, hinn 14. janúar 2002, féll dómur í héraðsdómi yfir manni þar sem heimildin var nýtt í botn: 12 ára fangels- isvist. Þarna blésu greinilega sterkir vindar. Það liðu 259 dagar frá hækkun refsihámarks þang- að til búið var að berja hamri í borð og fullnýta brakandi nýjan refsirammann. Til saman- burðar hefur hámarksrefsing við nauðgun ver- ið 16 ára fangelsi í tæp 70 ár.“ Hér hefur aðeins verið tæpt á þeim vanda- málum, sem tekið er á í bók Þórdísar Elvu. Sér- stakt áhyggjuefni er hvað börn eru stór hluti brotaþola. Stundum þarf þjóðfélag að hrökkva við til að taka við sér. Þessi bók fær lesandann til að hrökkva við og er skyldulesning bæði fyr- ir konur og karla. Kynferðisofbeldi er mein á samfélaginu Reykjavíkurbréf 190909 408 Fjöldi nauðgana, sem komu inn á borð til Stígamóta 2002 til 2006. 22 Fjöldi mála sem lauk með endanlegri sakfellingu. 105 Fjöldi kæra, sem voru niðurfelldar 2002 til 2006. 155 Fjöldi kæra, sem bárust ríkissaksókn- ara vegna nauðgana 2002 til 2006. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.