Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. S E P T E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
258. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«HEIMILDARMYND UM HRÓARSKELDU
TÖFRUM SLEGIN
EN LÍKA ROSALEG
«SPILAÐ OG MÁLAÐ
Tónlistarhátíðin
Réttir hefst í dag
SÍÐASTI vetur
var mörgum Ís-
lendingum í Dan-
mörku mjög erf-
iður að sögn
Þóris Jökuls Þor-
steinssonar
sendiráðsprests í
Kaupmannahöfn.
Nú sé fólk hins-
vegar farið að
átta sig á stöðunni og farið að sníða
sér stakk eftir vexti. Íslensku krón-
urnar dugðu stundum skammt og
lífeyrisþegar sem höfðu t.d. ekki
áunnið sér rétt til greiðslna úr fé-
lagslega kerfinu í Danmörku
þurftu m.a. að leita sér aðstoðar í
Hjálpræðishernum. »4
Íslendingar eiga erfitt með
að fóta sig í Danmörku
KAUPÞING
banki vissi þegar
á vordögum
2008 af rekstrar-
vandræðum
Baugs. Fyrirséð
var að fyrir-
tækið myndi
ekki greiða af
skuldabréfum
sem áttu að falla
á gjalddaga um
vorið. Þá var salan á Högum úr
Baugi Group til eignarhaldsfélags-
ins 1998 ehf. í júlí 2008 meðal ann-
ars til þess fallin að draga úr skaða
Kaupþings vegna lánveitinga bank-
ans til Baugs. Jón Ásgeir Jóhannes-
son sendi frá sér yfirlýsingu vegna
málsins og birtist hún á mbl.is í
gær. Þar segir hann að hann hafi
aldrei átt hlutabréf í Baugi Group
heldur hafi þau verið í eign Gaums
ehf. »15
Kaupþing vissi af rekstrar-
vandræðum Baugs Group
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÉG VAR að fara yfir hugmyndir
sem við höfum verið að vinna með.
Það er ennþá dálítil vinna eftir í að
vinna úr þeim en við vonumst til að
standa við að vera tilbúin fyrir mán-
aðamót,“ sagði Árni Páll Árnason
félagsmálaráðherra, eftir að hann
kynnti tillögur um hugmyndir að
lausn á skuldavanda heimilanna á
sameiginlegum þingflokksfundi
stjórnarflokkanna síðdegis í gær.
„Við viljum bæði létta greiðslu-
byrði fólks og svo auðvitað styrkja
þessi sértæku úrræði og gera þau
þjálli og auðveldari í notkun.“
Aðspurður hvort niðurfellingar-
leið komi til greina, að fella niður
hluta íbúðarlánaskulda, sagði Árni
Páll reynt að vinna á þessum tveim-
ur forsendum, að mæta erfiðleikum í
greiðslubyrði og síðan greiða úr
vanda erfiðari skuldamálanna.
Hann útilokar ekki að lántakend-
um verði gert kleift að laga afborg-
anir að greiðslugetu sinni.
Inntur eftir því hvort til greina
kæmi að flytja íbúðalán frá bönk-
unum yfir til Íbúðalánasjóðs – þar
með talið myntkörfulán – sagði Árni
Páll verið að horfa á kosti og galla
slíkrar yfirfærslu í heild. Allt kæmi
til greina en ekkert væri ákveðið. | 2
Styttist í greiðsluúrræði
Félagsmálaráðherra segir ríkisstjórnina meta kosti og galla
þess að flytja íbúðalán bankanna í heild til Íbúðalánasjóðs
» Þingflokkar funduðu
» Öll íbúðalán til ÍLS
» Léttari greiðslubyrði
» Lagað að getu fólks
Morgunblaðið/G.Rúnar
Íbúðir Lánin hafa snarhækkað.
EINN ástsælasti söngvari sem Ísland hefur alið, sjálfur Ragnar Bjarnason, bauð þjóð sinni í afmælisveislu í
gær í tilefni af 75 ára afmælinu. Gleðin átti sér stað í Laugardalshöll og var margt um manninn. M.a. sóttu
góðir og gegnir félagar Ragnars í gegnum tíðina veisluna og tóku lagið saman, honum til heiðurs. Og að
sjálfsögðu tók afmælisbarnið sjálft líka lagið. Afastrákarnir Aron Ragnar og Alex Evan knúsuðu afa. | 37
Morgunblaðið/Ómar
„HANN Á AFMÆLI Í DAG!“
Raggi Bjarna fagnaði 75 ára afmæli sínu í Laugardalshöll
„Í DAG brosi ég á móti sólinni,“
segir Sigríður Vilhjálmsdóttir, sem
hryggbrotnaði í umferðaróhappi
árið 1990 og dvaldi í kjölfarið í end-
urhæfingu á Grensásdeild í rúma
fjóra mánuði. Eiginmaður hennar,
Már Sigurðsson, hefur líka dvalið á
deildinni og þriðji einstaklingurinn
frá Hótel Geysi, Hákon Atli Bjarka-
son, er þar nú í endurhæfingu.
„Ég er núna kominn með litla
göngugrind til að ganga í,“ segir
Hákon Atli og bætir við að hann
ætli sér að ganga fyrir jól.
Sigríður segir að Grensásdeild sé
besta sjúkrastöð landsins og allt
starfsfólk Hótels Geysis ætli að
þakka fyrir sig og leggja sitt af
mörkum til söfnunarátaksins Á rás
fyrir Grensás. Efnt verður til hátíð-
arkvöldverðar 3. október og rennur
allur ágóði til Grensásdeildar. »8
Brosir á móti sólinni og
styrkir Grensásdeild
Morgunblaðið/Golli
Í hjólastól Hákon Atli Bjarkason.
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
KOSTNAÐUR við stofnun og rekstur sendi-
ráðs Íslands í Tókýó í Japan hefur numið
tæplega 1,5 milljörðum króna miðað við verð-
lag hvers árs. Stofnkostnaður nam í fjár-
lögum 2000-2001
alls 815 m.kr., að
sögn Urðar Gunn-
arsdóttur, fjöl-
miðlafulltrúa utan-
ríkisráðuneytisins.
Í fjárlögum 2001-
2009 var sendi-
ráðinu ætlað að fá í
rekstrarkostnað
662,9 m.kr, eða um
73,7 m.kr. á ári að
jafnaði. Kostnaður
er reiknaður skv.
fjárlögum á verð-
lagi hvers árs og
uppreiknaður
kostnaður yrði
talsvert hærri.
Aðspurð hvort
rekstur sendiráðs í Japan skili Íslandi nægj-
anlega miklu til að forsvaranlegt sé að reka
það segir Urður að hlutverk utanríkisþjón-
ustunnar hafi aldrei verið mikilvægara en nú,
þegar leita þarf allra leiða til að viðhalda og
bæta samskipti Íslands við erlend ríki og búa
í haginn fyrir íslenska aðila, fyrirtæki og
aðra sem hyggi á viðskipti erlendis. „Þetta er
langtímaverkefni utanríkisþjónustunnar, og
þá ekki síst sendiráða í viðkomandi löndum,“
segir Urður og bendir á að Japan sé annað
stærsta hagkerfi í heimi og í 8. sæti yfir
helstu viðskiptalönd Íslands þar sem vöru-
skiptajöfnuðurinn er hagstæður Íslandi.
„Engu að síður þarf utanríkisráðuneytið, í
ljósi efnahagsástandsins, að skera rekstrar-
útgjöld verulega niður og hagræða eins og
kostur er,“ segir Urður en m.a. hefur sendi-
skrifstofum verið fækkað.
Sendiráð
upp á 1,5
milljarða
Stofnkostnaður sendi-
ráðs í Japan 815 m.kr.
Í HNOTSKURN
»Risavaxiðverkefni bíð-
ur stjórnvalda að
koma böndum á
ríkisreksturinn.
»Flatur nið-urskurður
hefur verið vin-
sælasta leiðin.
»Þægilegastfyrir stjórn-
völd, segir stjórn-
málafræðingur.
Ráðstöfun ríkisfjár | 12-13