Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 4
Óhöpp af svipuðu tagi, þegar flutningabifreiðar rekast í brýr, koma reglulega fyrir. Yfirleitt er um að kenna mannlegum mis- tökum; kranar eru ekki festir sem skyldi, pallar ekki settir í neðstu stöðu og hurðir og hler- ar ekki festir. Nokkrar brýr á höfuðborgarsvæðinu hafa skemmst af þessum sökum og endar Hvalfjarðarganganna. Mannleg mistök Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is „ÉG man voðalega lítið eftir því sem gerðist. Ég man eiginlega fyrst eftir mér uppi á spítala,“ segir Jónína Klara Pétursdóttir við Morgunblaðið, en hún var á leiðinni í skólann í gær- morgun þegar hliðarhleri flutninga- bifreiðar skall á þaki fólksbifreiðar- innar sem hún ók, með þeim afleiðingum að framrúðan mölbrotn- aði og þakið flettist að mestu af fólks- bílnum. Slysið átti sér stað um hálftíuleytið í gærmorgun undir Höfðabakka- brúnni í Reykjavík. Jónína, sem er 19 ára, var ein á ferð og á leiðinni í skól- ann á bíl móður sinnar. Næst á undan henni var flutningabifreiðin, sem ekið var undir brúna með hliðarhlerann opinn. Þykir mesta mildi að Jónína Klara skyldi ekki stórslasast. Jónína sagðist hafa séð bílinn í frétt mbl.is um málið í gær og henni brá við að sjá hversu illa hann var far- inn. ,,Ég er bara rosalega glöð hvað ég slapp vel,“ segir Jónína sem skarst þó töluvert í andliti og er mikið saumuð. Móðir Jónínu, Svanfríður Hjalta- dóttir, sagði upplifunina þegar henni var tilkynnt um slysið hafa verið mjög hræðilega. Þakka fyrir að hún sé á lífi „Manni bregður alveg hræðilega. En ég bara þakka fyrir að hún skuli vera á lífi,“ sagði Svanfríður. Eins og gefur að skilja fékk slysið mikið á Jónínu. „Ég er í rauninni ekki alveg búin að gera mér grein fyrir þessu ennþá,“ sagði Jónína að endingu við Morg- unblaðið en hún var þá nýkomin heim af slysadeild Landspítalans í Foss- voginum, þar sem gert var að sárum hennar. Morgunblaðið/Júlíus Rifnaði Eins og sjá má rifnaði þak fólksbílsins af að mestu. Glöð hvað ég slapp vel  Þak rifnaði af fólksbifreið þegar hleri flutningabifreiðar þeyttist á hana  Ökumaðurinn ungi man lítið eftir slysinu Morgunblaðið/Júlíus Hleri Hliðarhleri flutningabifreiðarinnar hafði ekki verið festur og losnaði af. Hann þeyttist síðan á nálæga fólksbifreið undir brúnni. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is GYLFI Magnússon viðskiptaráð- herra sagðist eftir ríkistjórnarfund í gær ekki sjá neinn flöt á setningu bráðabirgðalaga til að mæta óskum Hollendinga og Breta og afgreiða þannig Icesave-málið. Hann segir ríkisstjórnina vera að fara yfir hvort Alþingi þurfi að fjalla um Icesave- málið að nýju eða hvort rúm sé fyrir óskir þjóðanna í lögunum um ríkis- ábyrgðina. Spurður hvort dagsetning sé kom- in á lok Icesave-málsins sagðist Gylfi ekki geta sagt til um það, það yrði hins vegar að gerast „alveg á næst- unni“. Hann sagði ekki mikið bera á milli en það þyrfti að koma í ljós hvort næðist saman með þjóðunum. „Ég vona það og trúi því.“ Gylfi var eini ráðherra ríkis- stjórnarinnar sem gaf sér meira en augnablik til að ræða við fjöl- miðla eftir fund- inn í gær. Fund- urinn stóð óvenjulega lengi, hófst kl. 9.30 en lauk ekki fyrr en eft- ir kl. 13. Á dagskrá voru meðal ann- ars endurreisn fjármálakerfisins, skuldir heimilanna og breytingar á viðaukum og bókunum við EES- samninginn. Einnig var rætt um endurnýjun samnings um kolefnis- jöfnun bílaflota ríkisins og ráðherra- nefnd um efnahagsmál. Oddvitar stjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son, héldu þegar á annan fund eftir ríkisstjórnarfundinn og aðrir ráð- herrar þutu framhjá fjölmiðlamönn- um á miklum hraða og báru við miklu annríki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki enn sett efnahagsáætlun Ís- lands á dagskrá og óvíst hvenær málefni landsins verða tekin fyrir. Viðskiptaráðherrann segir Icesave- málið valda vandræðum og telur ekki að áætlun Íslands verði á dag- skrá í þessum mánuði. Þar spili þó einnig inn í væntan- legur ársfundur AGS sem tefur önn- ur mál. Gylfi telur líklegt að sjóð- urinn geti tekið Ísland á dagskrá fljótlega eftir ársfundinn, þá í næsta mánuði. Icesave verður að af- greiða „á næstunni“ Ráðherra segist ekki sjá flöt á setningu bráðabirgðalaga Gylfi Magnússon Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „FÓLK hélt oft að það yrði auðsóttt að fá vinnu. En maður stekkur ekki inn í nýtt land mállaus og fær vinnu eins og smellt sé fingri,“ segir Þórir Jökull Þorsteinsson, sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn. Hann segir að síðasti vetur hafi verið mörg- um Íslendingum í Danmörku mjög erfiður og það ástand hafi staðið fram á sumar. Nú sé hins vegar að hægjast um. Fólk sé farið að átta sig á stöðunni og búið að sníða sér stakk eftir vexti. „Í vetur voru það mest lífeyrisþegar, Íslendingar sem ætl- uðu sér að búa hér og lifa af lífeyri, örorkubótum eða öðru í íslenskum krónum, sem leituðu til okkar,“ seg- ir Þórir. Margt af þessu fólki hafði ekki áunnið sér rétt til greiðslna úr félagslega kerfinu í Danmörku. Leituðu til Hjálpræðishersins „Þetta fólk var því margt bág- statt, leitaði ekki bara til sendiráðs- ins og mín, heldur til Hjálpræðis- hersins og hinna og þessara líknarfélaga.“ Fólk var þá komið í vanskil með húsaleigu og rafmagn og var við það að missa ofan af sér þakið. „Það var þá stundum að leita til okkar í von um að einhvers stað- ar væri hægt að fá peninga, sem auðvitað var ekki hægt.“ Um jólin hafi þó verið hægt að hjálpa fólki, með aðstoð styrktarsjóðs á vegum íslenska safnaðarins. Hann segir eitthvað um að fólk hafi flutt heim til Íslands og þá jafnvel fengið fjár- hagslega aðstoð við það, enda flutn- ingskostnaður oft ærinn. Í sumar var svo töluvert um að ís- lenskar fjölskyldur kæmu til að setj- ast að í Danmörku, en komust fljótt að því að það væri hægara sagt en gert. Sumt fólkið hafi ekki talað dönsku og jafnvel ekki ensku held- ur. Í Danmörku er efnahagsástand ekki gott og atvinnuleysi töluvert. Íslendingarnir voru því væntanlega að keppa um störf við dönskumæl- andi fólk. Þórir segist telja Noreg mun vænlegri kost en Danmörku núna, fyrir þá sem ætla að flytja ut- an. „Fólk þarf aðeins að þreifa á veruleikanum áður en það reynir þetta,“ segir Þórir. Hann veit um fjölskyldu sem kom til Danmerkur en þurfti frá að hverfa og endaði í Noregi. Þrjár aðrar fjölskyldur sem hann þekki til hafi verið að reyna að koma sér fyrir en gengið erfiðlega. Síðastliðinn vetur ferðuðust sendiherra og starfsfólk íslenska sendiráðsins um Danmörku og héldu fundi með Íslendingafélögum, þar sem þau eru. „Þar voru tekin niður nöfn hjá fólki sem taldi illa fyrir sér komið. Starfsmenn skiptu því svo á milli sín að skoða hagi fólksins með því og reyna að koma með einhverjar til- lögur til úrbóta.“ Hann segir að tug- ir fólks hafi fengið slíka aðstoð. Það versta búið hjá Íslendingum í Danmörku Sumir fluttu heim eftir gengishrunið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Köben Íslendingar eiga erfitt með að fóta sig í Danmörku. Í HNOTSKURN »Fyrir hrun var álag ásendiráðinu vegna Íslend- inga sem fóru til Danmerkur og skemmtu sér úr hófi fram, voru í fíkniefnaneyslu og end- uðu á götunni eða í fangelsi. »Þórir segir þessa farfuglanú sjaldséða, enda orðið of dýrt fyrir þá að fara utan í þessum erindagjörðum. Það sé ákveðið lán í óláni. Þórir Jökull Þorsteinsson Faxafeni 5 • Sími 588 8477 Tækifæri Aðeins í örfáa daga 20-40% afsláttur af sýningarvörum Fyrstir koma – Fyrstir fá!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.