Morgunblaðið - 23.09.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
FLESTIR landsmenn þekkja ein-
hvern sem þurft hefur á aðstoð end-
urhæfingarteym-
isins á Grensás-
deild að halda,
jafnvel þó þeir hafi
ekki dvalið þar
sjálfir. Tengsl
starfsfólks og eig-
enda Hótels
Geysis eru einnig
sterk. En þau
Sigríður Vil-
hjálmsdóttir og
Már Sigurðsson,
sem eiga Geysi,
hafa bæði dvalið á
Grensásdeild.
Þessar vikurnar
nýtur svo Hákon
Atli, sonur Bjarka
Hilmarssonar,
kokks á Hótel
Geysi, aðstoðar
endurhæfingar-
teymisins. En Há-
kon Atli, sem er
17 ára gamall, hryggbrotnaði í
umferðarslysi í sumar.
„Á Grensásdeild er gott starfsfólk
sem vinnur óeigingjarnt starf,“ segir
Sigríður. Hún lenti í umferðaróhappi
í janúar 1990 þar sem hún bæði hæl-
og hryggbrotnaði og var hryggbrotið
opið brot í mænu. Eftir hálfsmán-
aðardvöl á Borgarspítalanum var hún
því flutt upp á Grensásdeild og dvaldi
þar í rúma fjóra mánuði. Er hún fyrst
kom upp eftir gat hún ekki snúið sér
við í rúminu og þurfti á mikilli aðstoð
að halda.
„Bjalla var næld við dýnuna og
mér fannst mikilvægt að hún væri við
höndina. Í dag brosi ég á móti sól-
inni,“ segir hún. Endurhæfing hófst
strax og Sigríður tók fljótt fram-
förum með daglegum æfingum, þó
vissulega tæki þetta tíma. „Ég gat
ekki lyft fætinum fyrst á eftir og það
var skrýtin tilfinning. Hugurinn sagði
eitt en fóturinn hlýddi ekki.“
Hugsað um sál og líkama
Fyrir tveimur árum þurfti Már,
maður Sigríðar, að leggjast inn á
Grensásdeild í viku eftir að hafa
mjaðmagrindarbrotnað. Þau kunnu
ekki síður vel að meta aðstoðina sem
þau fengu þá. „Már fékk þá að kynn-
ast deildinni af eigin raun,“ segir Sig-
ríður.
Vel er hugsað um aðstandendur á
Grensásdeild og þeir alltaf velkomnir
þó rými sé af skornum skammti.
Ekki er þó síður erfitt að vera sjúk-
lingur en aðstandandi. „Við sem dett-
um út úr lífinu erum nefnilega ekki
þátttakendur á meðan aðstandandinn
þarf að hugsa um sjúklinginn og allt
það daglega. Álagið verður tvöfalt.“
Grensásdeild er líka að hennar
mati besta sjúkrastöð landsins. „Þar
er hugsað um allar þarfir – ekki bara
þær líkamlegu, það er líka fylgst með
sálartetrinu og félagslegu þátt-
unum.“
Allt starfsfólk Hótels Geysis hefur
fullan hug á að þakka fyrir þá aðstoð
sem fólk nýtur á Grensásdeild með
því að leggja sitt af mörkum til söfn-
unarátaksins Á rás fyrir Grensás.
Þannig verður efnt til hátíðar-
kvöldverðar á Hótel Geysi 3. október
nk. þar sem starfsfólk gefur vinnu
sína og allur ágóði rennur til Grens-
ásdeildar.
„Þegar Gunnlaugur Júlíusson
hljóp norður til Akureyrar, þá sögð-
um við hér heima: Nú er komið að
okkur að gera eitthvað. Mér fannst
þetta svo frábært framtak. Ég upp-
lifði þetta mjög sterkt þar sem við
höfum verið á Grensásdeild og sonur
Bjarka dvelur þar núna. Það var því
fullur einhugur í starfsfólkinu að
leggja þessu málefni lið. Það eru allir
tilbúnir að taka þátt.“
„Nú er komið að okkur“
Morgunblaðið/Golli
Ákveðin í að ganga á ný Hákon Atli mætir í sjúkraþjálfun tvisvar til þrisvar sinnum á dag á Grensás.
Hjónin á Hótel Geysi þekkja af eigin raun endurhæfingarstarfið sem fram fer á Grensásdeild
Nú liggur sonur kokksins á Hótel Geysi á deildinni Einhugur í starfsfólki að leggja málefninu lið
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
REIKNAÐ er með fundi stjórnvalda
og aðila vinnumarkaðarins í dag um
úrræði varðandi skuldavanda heim-
ilanna. Miðstjórn ASÍ fundar einnig í
dag og ganga má út frá því að tillögur
um aðgerðir til að létta á greiðslu-
vanda heimila verði þar efst á baugi.
Innan launþegahreyfingarinnar eru
menn á einu máli um að aðgerðir sem
samkomulag varð um við gerð stöð-
ugleikasáttmálans gangi mjög hægt
fyrir sig. Það styttist í endurskoðun
kjarsamninganna 1. nóvember. Þó
viðmælendum á vinnumarkaði og
innan lífeyrissjóðanna beri saman
um að nokkur hreyfing sé komin á
viðræður um verklegar stór-
framkvæmdir liggur enn ekkert fyrir
um hvaða verk verða fyrir valinu.
Undirhópar eru að störfum en upp-
haflega var sett það mark að viðræð-
unum yrði lokið 1. september.
Þá er í stöðugleikasáttmálanum
skýrt kveðið á um að engar hömlur
skuli vera í vegi fyrir nýjum fjárfest-
ingum í atvinnulífinu 1. nóvember.
„Menn þurfa að taka sig verulega á
ef klára á öll þessi mál,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
„Við gengum algjörlega út frá því að
stýrivextirnir yrðu komnir í eins
stafs tölu 1. nóvember og að vaxta-
stig hefði lækkað samsvarandi. Sú
áætlun sem Seðlabankinn lagði fram
um gjaldeyrishöftin er afar metn-
aðarlítil. Það sýnir sig að þau fara al-
gerlega eftir kennslubókinni og virka
alls ekki. Öll viðleitni til að herða þau
mun ekki heldur virka. Þess vegna
þarf að afnema þau og með miklu
kraftmeiri hætti en Seðlabankinn
lagði fram,“ segir Vilhjálmur. Hann
segir lífsnauðsyn að koma á eðlileg-
um fjármagnsviðskiptum og flæði
gjaldeyris inn og út úr landinu til að
ná gengi krónunnar til baka.
„Við munum leggja okkur fram um
að vinna með okkar samningsaðilum
og ríkisstjórninni að ná því fram sem
þarf svo þetta gangi eftir en það er
sannarlega verk að vinna.“
„Þurfa að taka sig veru-
lega á ef klára á öll mál“
Ræða greiðsluvanda í dag Viðræður um stór verk þokast
» Stýrirvextir Seðla-
banka undir 10%
» Staða lántakenda
verði bætt til muna
» Hindrunum verði
rutt úr veginum
» Framkvæmdir í gang
Stöðugleikasáttin náðist í júní.
ÓÞOLINMÆÐI meðal stétt-
arfélaga og atvinnurekenda fer
vaxandi dag frá degi en nokkur
stórmál sem gengið var frá við
gerð stöðugleikasáttmálans í
júní eru enn á eftir áætlun.
Hákon Atli Bjarkason hefur dvalið á Grensásdeild frá
því í sumar. „Ég sofnaði undir stýri og bíllinn valt fjóra-
fimm hringi áður en ég skaust út úr honum eina 10-20
metra,“ segir hinn 17 ára gamli Hákon Atli og viður-
kennir að lífið hafi óneitanlega tekið miklum breyting-
um við slysið.
Hákon Atli braut þrjá hryggjarliði, skaddaði mænuna
og er nú í hjólastól sem hann ferðast fimlega um í á
milli deilda á Grensási. Hákon Atli hefur mikinn mátt í
fótum niður að ökkla og er harðákveðinn í að vera far-
inn að ganga með ökklaspelkum fyrir jól. Hann mun þó
væntanlega alltaf þurfa að styðja sig að einhverju leyti
við hjólastólinn.
„Ég ætla að labba,“ segir Hákon Atli. Hann hefur
dvalið á legudeild Grensáss í ellefu vikur og mætir í
sjúkraþjálfun tvisvar til þrisvar dag hvern. Og æfing-
arnar ganga vel, þótt árangurinn komi í stökkum, frek-
ar en jafnt og þétt. „Ég er núna kominn með litla
göngugrind til að ganga í,“ segir Hákon Atli sem nýtur
við það aðstoðar sjúkraþjálfa.
Harðákveðinn í að vera farinn að ganga fyrir jól
Már
Sigurðsson
Sigríður
Vilhjálmsdóttir
Kynningarfundur
Umbætur í
virðiskeðju matvæla
Hvað er hægt að gera til að draga úr sóun við framleiðslu og dreif-
ingu matvæla? Hverju skilar bætt meðferð og bætt upplýsingaflæði
milli aðila í virðiskeðjunni?
Samtök iðnaðarins, Tækniþróunarsjóður, Norðlenska, Sláturfélag
Suðurlands, Kaupás, AGR, Matís og Rannsóknarsetur verslunarinnar,
boða til opins fundar þar sem kynntar verða niðurstöður þróunar-
verkefnis um þetta efni.
Staðsetning: Setrið, Grand Hótel Reykjavík
Tími: Fimmtudagur 24. september kl. 15-17
Dagskrá:
Ávinningur af bættri meðferð og þekkingu á matvælum•
Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur, Matís
Notkun upplýsingakerfa til að bæta framleiðslustýringu og•
minnka birgðakostnað
Einar Karl Þórhallsson og Hlynur Stefánsson, verkfræðingar AGR
Vörustjórnun ferskra matvæla – fordæmi og reynsla•
Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar
Almennar umræður•
Fundarstjóri: Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar
og nýsköpunar, SI
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið mottaka@si.is