Morgunblaðið - 23.09.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 23.09.2009, Síða 14
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einbeittar Í leik á pæjumóti , en all- ir flokkar KR hafa æft við Starhaga. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is KR-ingar gera sér vonir um að æf- ingasvæði þeirra við Starhaga, vestan við Suðurgötu, verði komið í endanlega mynd eftir tvö til þrjú ár. Þar eiga að vera á afmörkuðu svæði tveir knattspyrnuvellir í fullri stærð og minni sparkvöllur. Jónas Kristinsson, framkvæmda- stjóri KR, segir að unnið sé að þessu verkefni í góðu samkomulagi við borgaryfirvöld. Breyting á deiliskipulagi þessa fimm hektara svæðis við Starhaga var auglýst í sumar. Svæðið er í nágrenni við vinsælar göngu- og hjólaleiðir meðfram Ægisíðu. Vegna aukinnar umferðar á Ægi- síðustígnum hefur verið bætt við nýjum hjólareiðastíg. 34 minjastaðir Í tengslum við deiliskipulags- breytinguna og fyrirhugaðar fram- kvæmdir var unnin sérstök forn- leifaskráning á skipulagssvæðinu af Minjavernd Reykjavíkur. Á svæð- inu var býlið Þormóðsstaðir sem var á sínum tíma hluti af Skild- inganesjörðinni. Við skráningu fornminjanna komu í ljós 34 minja- staðir á skipulagssvæðinu og í ná- grenni þess. Auk minja um bæj- arstæði Þormóðsstaða er að finna Sundskálann, lifrarbrennsluhúsið, fiskverkun Alliance og her- skálahverfið Camp Thornhill. Ákveðin svæði skulu vernduð fyrir jarðraski. Deiliskipulagið hefur verið sam- þykkt í skipulagsráði og borg- arráði. Ein athugasemd barst á auglýsingatíma og var henni svarað með umsögn skipulagsstjóra. Skipulagið er nú til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun ríkisins áður en það verður auglýst í b-deild Stjórn- artíðinda. Stórbætt aðstaða KR við Starhaga                                                   !"  "#!$# #$! "  ! " 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 „HANN var nú bara ungur drengur á uppleið, hafði verið í Verkmennta- skólanum í Neskaupstað og færði sig svo yfir í Menntaskólann á Egils- stöðum og var bara að taka á því, vann að því að verða stór og sterkur. Mataræði og tækjasalurinn var hans líf og yndi,“ segir Óðinn Magnason, faðir Guðlaugs Magna, sem lést í bíl- slysi í Fáskrúðsfirði 16. maí sl. Stofnaður hefur verið minning- arsjóður um Guðlaug Magna og Óð- inn segir markmiðið með stofn- uninni vera að styrkja forvarnir fyrir unga ökumenn í umferðinni með opnum fundum í framhalds- skólum og byggðakjörnum Austur- lands og öðrum sambærilegum verkefnum þar. Guðlaugur Magni var farþegi í bifreiðinni þegar hún fór út af vegi. Samfélagið á Austfjörðum var í miklu uppnámi í kjölfar slyssins og er enn, segir Óðinn. „Við stofnuðum sjóðinn vegna þess að þegar þetta skall á lamaðist all samfélagið, allir voru að kaupa blóm og fleira til að minnast hans. Við vildum frekar að peningarnir færu í eitthvað sem gerði meira gagn og höfðum þá sam- band við Umferðarstofu,“ lýsir hann. Þar var ekkert fyrir hendi sem hægt var að styrkja. „Og við ákváðum að stofna þennan minning- arsjóð sem er þá sérstaklega tileink- aður forvörnum fyrir unga ökumenn í umferðinni,“ segir Óðinn. Nú er unnið að því að sjóðurinn nái ákveðnu lágmarki og þá tekur við honum þriggja manna stjórn sem ákveður hvernig fjármununum verð- ur varið. Laugardaginn 3. október nk. verða styrktartónleikar í Félags- heimilinu Skrúð, Fáskrúðsfirði, og dansleikur um kvöldið. Fjölmargir tónlistarmenn gefa vinnu sína á tón- leikunum og má þar nefna Jónsa og hljómsveitina Í svörtum fötum og Idolstjörnuna Hröfnu. Enginn að- gangseyrir er á tónleikana en söfn- unarkassi verður á staðnum fyrir frjáls framlög í minningarsjóðinn. Miðaverð á dansleik verður 2.500 kr. Reikningur sjóðsins er í Lands- bankanum, 0171-15-630100, kt. 281060-3419. Einnig er hægt að senda póst á sumarlina@simnet.is. „Var ungur drengur á uppleið“  Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Guðlaug Magna Óðinsson sem lést í bílslysi 16. maí sl.  Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnir fyrir unga ökumenn í umferðinni Í HNOTSKURN »Upphafleg hugmynd meðstofnun sjóðsins var að farið yrði í átaksverkefni á Austurlandi nk. vor, rétt áð- ur en skólum lýkur. »Jafnframt verða haldniropnir fundir í samráði við Umferðarstofu og trygginga- félögin. »Nánar um dagskrá tón-leikanna verður að finna á www.123.is/sumarlina Í góðum gír Guðlaugur Magni Óðinsson á gamlársdag 2008. SKÓLATÖSKUDAGAR Iðjuþjálfafélags Íslands fara fram þessa dagana en í því felst að iðjuþjálf- ar heimsækja grunnskólabörn, bjóða þeim upp á fræðslu og vigtun á skólatöskum. Að sögn Helgu Kristínar Gestsdóttur iðjuþjálfa verða börnin frædd um hvernig fylla eigi skólatöskuna, hvernig eigi að stilla hana miðað við líkama þeirra og hvernig sé best að raða í hana. „Við kennum líka hvernig á að bera skólatöskuna, t.d. nota báðar axlarólarnar og spenna mittisólina.“ Að auki vigta iðjuþjálfarnir skólatöskur barnanna en miðað er við að skólataska vegi ekki meira en 10% af líkamsþyngd barnsins. Að sögn Helgu er það því miður of algengt að krakkar beri of þungar töskur á bakinu. Burður of þungra skólataskna stóran hluta ársins geti valdið stoðkerfisvanda, s.s. höfuðverk og vöðva- bólgu, og það sé vaxandi vandamál. „Ef börnin nota töskuna rétt minnka líkurnar á þessum stoðkerfisvanda. Þar kemur líka inn í mikil kyrr- seta, sem er aukinn álagsþáttur.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi OF ÞUNGAR BYRÐAR VALDA STOÐKERFISVANDA Allsherjarnefnd Alþingis ræddi stöðu fangelsis- mála á fundi sín- um í gær. Fyrir liggur að ekki verður ráðist í byggingu nýs fangelsis á næst- unni og verður bilið brúað með leiguhúsnæði. Um helgina var auglýst eftir hús- næði til leigu undir fangelsi til tveggja ára, með möguleika á fram- lengingu, í nágrenni Litla-Hrauns. Það svæði er valið svo að menntaðir starfsmenn fangelsisins geti líka starfað í leiguhúsnæðinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segir að gestir frá Fangelsismálastofnun, dómsmálaráðuneytinu, Litla- Hrauni og Fangavarðafélaginu hafi mætt á fundinn í gær og farið hafi verið yfir stöðuna. Ljóst sé að nú sé ekki til fjármagn til að ráðast í miklar aðgerðir en langtímavand- ann verði að leysa á næstu árum með byggingu nýs fangelsis á höf- uðborgarsvæðinu. steinthor@mbl.is Brúa bilið með leigu- húsnæði Bygging nýs fang- elsis langtímalausn Formaður Stein- unn Valdís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.