Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
%&'
%&'
(
(
%&'
)'
(
(
* +,
-
.
(
(
012
*3'
(
(
%&' %&'4
(
(
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
BAUGUR Group var kominn í vand-
ræði á vordögum 2008 og fyrirséð
var að fyrirtækið myndi ekki greiða
af skuldabréfum sem áttu að falla á
gjalddaga. Til dæmis 11 milljarða
króna skuldabréfaútgáfa sem var á
gjalddaga í mars sama ár.
Salan á Högum úr Baugi Group til
eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í júlí
2008 var m.a. til þess fallin að vernda
hagsmuni Kaupþings og draga úr
tjóni bankans vegna lánveitinga til
þessa móðurfélags stærstu verslana-
keðja á Íslandi, samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins.
Greiðsluvandræði
Í Íslenska efnhagsundrinu, bók
Jóns Fjörnis Thoroddsen, kemur
fram að forstöðumaður skuldabréfa-
miðlunar Kaupþings hafi kallað
miðlara bankans á fund til sín og til-
kynnt þeim að Baugur myndi ekki
geta greitt af skuldabréfum, en fyr-
irtækið hafði gefið út skuldabréf á
Íslandi fyrir marga milljarða. Þetta
var hinn 19. mars 2008. Kaupþing
banki bjó því yfir vitneskju um
rekstrarvandræði félagsins á þess-
um tímapunkti.
Þetta hefur ekki verið vefengt af
stjórnendum bankans opinberlega.
Kaupþing banki naut góðs af
Söluverðið á Högum, 30 milljarðar
króna, skiptist í tvennt. Helmingur-
inn var notaður til að kaupa eigin
bréf af hluthöfum Baugs Group sem
notuðu síðan söluandvirðið til að
greiða niður eigin ógjaldfallnar
skuldir við Kaupþing. Kaupþing
banki naut á endanum góðs af þessu
og hluthafarnir einnig, því þeir losn-
uðu við skuldir við bankann og hluta-
bréf í Baugi Group.
Eftir það átti Baugur Group meira
en 20% af eigin bréfum. Leiðrétta
hefði þurft þá stöðu með því að selja
hlutabréfin eða færa hlutafé niður, í
samræmi við 60. og 61. gr. laga um
hlutafélög. Það var hins vegar ekki
gert, en Baugur Group var í viðræð-
um við erlenda fjárfesta um sölu
þessara hlutabréfa lungann úr árinu
2008, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar. Því er gefið að fyrirtækið
reyndi að haga sér í samræmi við
fyrrnefnd ákvæði, þótt það hafi ekki
gengið eftir.
Hinn helmingurinn af söluverðinu
á Högum var nýttur, eins og fram
hefur komið, til að greiða 10 millj-
arða skuld Baugs við Kaupþing og
fimm milljarða veðskuld við Glitni.
Þrotabú Baugs mun krefjast fé-
bóta frá Nýja Kaupþingi og hluthöf-
um Baugs vegna sölunnar á Högum.
Fyrrverandi hluthafa Baugs, Nýja
Kaupþing og skiptastjóra þrotabús-
ins greinir hins vegar á um þessar
kröfur og því má teljast líklegt að úr
þeim verði leyst fyrir dómstólum.
Salan á Högum dró
úr tjóni Kaupþings
Í HNOTSKURN
»Baugur Group fékk Út-flutningsverðlaun forseta
Íslands hinn 23. apríl 2008,
rúmum mánuði áður en til-
kynnt var að fyrirtækið myndi
ekki greiða af skuldabréfum.
»Hagar er langstærstaverslunarfyrirtæki lands-
ins en meðal eigna þess eru
m.a. Hagkaup, Bónus, 10-11,
Útilíf og fleiri verslanir.
Baugur Group var kominn í vandræði á vordögum 2008
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
FÁIR virðast gera ráð fyrir því
að peningastefnunefnd Seðla-
banka Íslands lækki stýrivexti
bankans á vaxtaákvörðunardegi
hans á morgun, þótt flestir voni
það eflaust. Vextirnir eru nú
12,0%, og eru með því hæsta sem
þekkist. Í helstu viðskiptalöndum
eru vextirnir í sögulegu lág-
marki, víða nálægt núlli.
Seðlabankinn tók upp verð-
bólgumarkmið í mars 2001 og fór
þá að beita stýrivöxtum til að
freista þess að hafa hemil á verð-
bólgunni. Þegar þenslan í þjóð-
félaginu hófst fyrir alvöru árið
2004 hækkaði bankinn stýrivext-
ina, meðal annars með þeim af-
leiðingum að erlendir spákaup-
menn fjárfestu í íslenskum
krónum, krónan styrktist og al-
menningur jók mikið lántökur í
erlendri mynt, sem hefur komið
illa við marga eftir fall krón-
unnar.
Á meðfylgjandi teikningu má
sjá þróun verðbólgunnar, geng-
isvísitölu krónunnar og stýrivexti
Seðlabankans og samanburð á
þeim við vextina í völdum lönd-
um.
Stýrivextir verða líklega
áfram hæstir hér á landi
Flest bendir til
þess að vextirnir
verði óbreyttir
.5
6
.
7
6
.
7+++8"8
(
9 9 9 9 4 9 " 9 # 9 : 9 $ 9 ;
(< ( = (>
2 8
8
) ). <
!
"# $
%&
"
$
(
$
#
4
$
#
4
#
4
$
#
4
EYJÓLFUR Sveinsson, fyrrverandi
blaðaútgefandi og framkvæmda-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, hefur
nýtt sér heimild í lögum um gjald-
þrotaskipti um greiðsluaðlögun og
hefur því forðað sér frá persónu-
legu gjaldþroti. Ákvæði um
greiðsluaðlögun voru lögfest í mars
sl. en þrotabú Eyjólfs var tekið til
gjaldþrotaskipta í desember 2002.
Að sögn Sigurðar Gizurarsonar,
skiptastjóra í þrotabúi Eyjólfs, hef-
ur hann fengið bú sitt til umráða að
nýju. Eyjólfur hafði heimild til að
leita nauðasamninga þegar lögum
var breytt og hafði þegar náð sam-
komulagi við lánardrottna sína.
Eyjólfur var í persónulegum
ábyrgðum fyrir skuldum fyrirtækja
sinna, en heildarfjárhæð lýstra
krafna í þrotabú hans, sem samn-
ingar náðust um við lánardrottna,
var rúmlega 477 milljónir króna.
Þar á meðal eru kröfur norska
pappírsframleiðandans Norske
Skog vegna útgáfu Fréttablaðsins,
en Eyjólfur var í ábyrgðum fyrir
þeim. thorbjorn@mbl.is
Eyjólfur Sveinsson
fékk greiðsluaðlögun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðlögun Eyjólfur Sveinsson
ÞETTA HELST...
● ÚRVALS-
VÍSITALAN í Kaup-
höllinni á Íslandi
hækkaði um 0,9% í
gær og er lokagildi
hennar 805 stig.
Viðskipti með hluta-
bréf voru hins vegar
lítil, því þau náðu
ekki þremur millj-
ónum króna. Gengi hlutabréfa Icelandair
hækkaði um 20% í einum viðskiptum.
Gengi krónunnar veiktist um 0,2% í
gær og er gengisvísitalan 233,35 stig,
samkvæmt upplýsingum frá Íslands-
banka. Dollarinn kostar 123,13 krónur og
evran 182,20 krónur. gretar@mbl.is
Hækkun í Kauphöllinni
en veiking krónunnar
● ÞORSTEINN Már Baldvinsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður Glitnis, segir í
yfirlýsingu að fullyrðingar um hugs-
anlegt lögbrot er Glitnir lagði lítinn
hluta lána bankans til sjávarútvegsfyr-
irtækja að veði fyrir láni hjá Seðlabanka
Evrópu séu byggðar á misskilningi.
Sjávarútvegsfyrirtækjum sé heimilt
að taka lán hjá erlendum aðilum og hafi
gert í tugi ára. Á sama hátt sé lána-
stofnunum heimilt að setja kröfur sínar
á hendur íslenskum sjávarútvegsfyr-
irtækjum að veði til tryggingar.
„Komi til þess að erlendir aðilar þurfi
að ganga að veðum í íslenskum fiski-
skipum er þeim hins vegar óheimilt að
gera þau út og þurfa að selja þau innan
tiltekins tíma.“ bjorgvin@mbl.is
Fullyrðingar um veðlán
byggðar á misskilningi
ÁRNI Tómasson,
formaður skila-
nefndar Glitnis,
kynnti á fundi
kröfuhafa á Hil-
ton Hóteli í
Reykjavík í gær
hvernig uppgjöri
á milli bankans og
Íslandsbanka
væri háttað.
Jafnframt voru kynntir þeir
möguleikar sem kröfuhafar standa
frammi fyrir: Að eignast allt að 95
prósent beint í bankanum eða fá
greiðslu í formi skuldabréfs sem út-
gefið er af Íslandsbanka og kauprétt
á allt að 90 prósentum í bankanum á
árunum 2011 til 2015.
Fulltrúar allra stærstu kröfuhaf-
anna voru mættir til að gæta að
hagsmunum umbjóðenda sinna. Var
meðal annars gagnrýnt á grundvelli
hvers kröfuhafar ættu að taka af-
stöðu og hvernig sú afstaða endur-
speglaðist í endanlegri ákvörðun
skilanefndar.
Þá kom fram samkvæmt fundar-
manni að Fjármálaeftirlitið hefði
skipað skilanefndir og ríkið hefði í
raun verið að semja við sína fulltrúa
um uppgjörið. bjorgvin@mbl.is
Skilanefnd
Glitnis var
gagnrýnd
Aðkoma kröfuhafa að
ákvörðun er óljós
Árni Tómasson
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
•
91
53
4
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
VELKOMIN TIL BARCELONA
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is
Ný viðskiptatækifæri
Útflutningsráð Íslands undirbýr ferð viðskipta-
sendinefndar til Barcelona, sem er stór og mikilvægur
markaður á Spáni. Þar bjóðast tækifæri sem áhugavert er
fyrir íslensk fyrirtæki að kanna og fræðast nánar um.
Viðskiptasendinefndin verður í Barcelona
4.-6. nóvember. Viðskiptatækifæri fyrir íslensk
fyrirtæki eru m.a. í lyfjaiðnaði, hátækni, matvæla-
iðnaði, ferðaþjónustu og samstarfi háskóla.
Viðskiptafundir verða skipulagðir með aðstoð
þarlendra ráðgjafa.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Elsu Einarsdóttur,
elsa@utflutningsrad.is, sími 511 4000.