Morgunblaðið - 23.09.2009, Side 22

Morgunblaðið - 23.09.2009, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 NÝVERIÐ hefur mikið borið á fréttum af skorti á fangelsis- rými í landinu. Svo langt gengur þetta að dæmdir menn þurfa að bíða, jafnvel í mörg ár, eftir að geta setið af sér dóma. Höfundur man eftir svona tilfelli fyrir mörgum árum þar sem ungur maður beið í ein þrjú ár en var þá orðinn gerbreyttur mað- ur. Á meðan hann beið sneri hann frá villu síns vegar, fékk fasta vinnu og eignaðist fjölskyldu. Þá bankaði lögreglan uppá! Nú skilst manni að svipuð biðstaða sé að koma upp. Fangelsin yfirfull og jafnvel imprað á að sumstaðar verði að hafa tvo í sama klefa. Sér er nú hver gest- risnin! Lausnin, er sagt, á að felast í að byggja, eða leigja hentugt húsnæði undir fangelsi. Skoðum fleiri hliðar þessa máls Í mörgum tilfellum er dvöl refsi- vist til að sannfæra hinn brotlega um að afbrot borgi sig ekki og hann skuli ekki brjóta af sér aftur, það sjónarmið á e.t.v. rétt á sér þegar um Íslendinga er að ræða. Það sem breyst hefur í áranna rás er hins vegar það að eitt af hverjum fjórum fangarýmum er notað fyrir erlent fólk. Fólk hefur í vaxandi mæli nýtt sér hina landamæralausu Evrópu til að bregða undir sig betri fæt- inum, flest í ferðamannahópum vopnað myndavél og áhuga á fram- andi menningu okkar sem betur fer. En misjafn sauður leynist í mörgu fé. Sumir hinna erlendu ferðalanga hafa í pússi sínu hnífa, hnúajárn og fíkniefni. Þeir hafa lít- inn áhuga á lopapeysum, fallhæð Dettifoss eða hvernig skyr er búið til. Þeir eru hér í öðrum erinda- gjörðum. Hluti þessara manna næst og þeir taka nú upp fjórðung fangelsis- rýmis á Íslandi. Og nú á þjóðin að nota meira af peningunum sem hún ekki á til að fjölga gistirýmunum. Af hverju þessi fjöldi? Sagt er að auðvelt sé að fá Aust- ur-Evrópubúa til að smygla fíkni- efnum til Íslands. Þar og víðar, s.s. suður í Ameríku, eru fangels- isyfirvöld ekki haldin íslenskri gestrisni. Klefi sem smíðaður var fyrir fjóra hýsir auðveldlega tuttugu. Einhverjum „mat“ er sjálfsagt gaukað að föngunum þegar kokk- urinn er í stuði, en líka heyrist af því að fang- arnir veiði sér til mat- ar í klefunum; t.d. kakkalakka. Þetta er jú allt prótín! Nú er rétt að taka skýrt fram að undirritaður er ekki að mæla með betrunarvist af þessu tagi. En fyrr má nú rota en dauðrota. Það er al- vitað í Austur-Evrópu að vist í ís- lensku fangelsi er á við hóteldvöl: Hlý einmenningsherbergi, sjónvörp, tölvur, læknisheimsóknir og ágætur heitur matur nokkrum sinnum á dag. Launuð vinna fyrir þá sem það vilja og oft nám fyrir aðra. Í stuttu máli sagt: Dvöl í íslensku fangelsi er langtum betri en í Austur- Evrópu. Jafnvel betri en á eigin heimili þar – allavega ódýrari! Fyrir margt austurevrópskt fólk sem býðst að flytja fíkniefni til Ís- lands er valið einfalt: Ef smyglið heppnast er það vel borgað – ef ekki bíður þess ókeypis „hóteldvöl“ við leik og störf á Íslandi. Er nokk- ur furða að fátækir atvinnuleys- ingjar sjái þetta sem tækifæri – ekki áhættu. Við verðum að miða afstöðu þessa fólks við aðstæður þess. Þessu ástandi, sem setur börn okkar og unglinga í sívaxandi hættu, mun ekki linna fyrr en við breytum þeim móttökum sem þess- ir sölumenn dauðans – og glæpa- gengi – fá hér á landi. Lausnin Hluti vandans liggur í opnum landamærum, en það út af fyrir sig er efni í heila grein – grein sem undirritaður reyndar skrifaði í Mbl. fyrir tíu árum. Erlendum smyglurum og glæpa- mönnum á að snúa við ef þeir þekkjast við komuna til landsins til baka til lögreglu síns heimalands með skilaboðum um að þeim sé um alla framtíð óheimilt að koma til Ís- lands. Þeir sem sleppa gegnum flugvöllinn en nást við iðju sína í landinu skulu strax færðir til dóm- ara og eftir athæfi sínu sendir úr landi án tafar – engar flótta- mannabúðir eða áfrýjanir – eða vistun í fangelsi hér. Þá erum við komin að fangelsis- skortinum. Þeir íslensku brotamenn og útlendingar sem stunda ofbeldis- glæpi og eitra fyrir æsku landsins með fíkniefnum eiga ekki að búa í „hótel-fangelsum“. Þeim skal finna annan stað – og hann er til og nær tilbúinn. Uppi á hálendi Íslands, skammt frá Kárahnjúkavirkjun, standa vinnubúðir sem ríkið á. Þessar búð- ir, sem töldust nógu góðar fyrir er- lenda verkamenn í hundraðatali, eru vissulega meira en nothæfar fyrir ótínda glæpamenn. Það þarf að styrkja læsingar, girða svæðið eða hluta þess og hafa þar nokkra vopnaða fangaverði. Engin sjónvörp, engar tölvur, engin þægindi – aðeins það lífsnauðsyn- legasta. Matargerð, þrif og þvotta annast fangarnir sjálfir undir vopnuðu eft- irliti. Þetta ætti að losa mörg af- plánunarpláss í venjulegum fang- elsum og þar með útrýma hinum ósanngjörnu biðlistum. Fari hrollur um einhvern sem dettur í hug sovéska gúlagið, þá skal minnt á til hvers þessir brota- menn komu hingað. Lögum og er- lendum samningum sem kunna að standa í vegi fyrir þessu á að breyta eða segja sig frá. Númer eitt er að vernda land okkar og þjóð. Endurhæfa þá Ís- lendinga sem hægt er, halda hinum frá almenningi og senda þá og út- lendinga í „gúlagið“ og síðan heim með þær fréttir að íslensk fangelsi séu ekki eftirsóknarverðir dvalar- staðir. Fangelsavandinn leystur Eftir Baldur Ágústsson » Þessar búðir sem töldust nógu góðar fyrir erlenda verka- menn í hundraðatali eru vissulega meira en not- hæfar fyrir ótínda glæpamenn. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningunum 2004. bald- ur@landsmenn.is – www.lands- menn.is. ÞVÍ er iðulega beitt í áróðri af hálfu Evrópu- sambandssinna hér- lendis, að þeir sem and- vígir séu aðild að auðvaldsklúbbnum stóra í Brussel, séu þröngsýnir og aðhyllist einhver afgömul torf- kofaviðhorf sem eigi ekki við í nútímanum. Því er til að svara að þröngsýnin er þvert á móti bundin við Brussel-sinna, sem sjá ekki skóginn fyrir trjám fremur en heiminn fyrir Evrópu. Það er því nokkuð hlægilegt að heyra þá tala um víðsýni sem hafa augun föst við skráargat skammsýn- innar og einblína á Brusselklúbbinn sem lausn allra mála. Evrópa er vissulega þýðingarmikill hluti af veröldinni en hún er engan veginn allur heimurinn. Og Evrópu- sambandið og Evrópa er heldur ekki eitt og hið sama. Annarsvegar erum við að tala um pólitíska valda- samsteypu sem er þannig upp byggð að hún getur ekki varað til langframa, og hinsvegar erum við að tala um heimsálfu sem á sér litríka sögu mik- illa þjóðmenninga langt aftur í aldir. Evrópusambandið sem slíkt hefur hinsvegar ekki verið neinn hvati að eflingu þjóðmenning- arlegra gilda. Miðstýr- ingarvaldið í Brussel vill helst steypa öllum þjóðum Evrópu í eitt mót þannig að með- færilegra sé að deila og drottna. Sá andi sem þar býr að baki er ekki nýr og hefur sýnt sig í ýmsum myndum gegn- um aldirnar og aldrei skilað sér til góðs fyrir mannkynið. En það er alltaf til nóg af fólki sem sækist nánast eftir því að falla fyrir blekkingum og það vantar heldur ekki þá manngerð í hjörðina sem lofsyngur Brussel- báknið og heldur að þar sé verið að hanna himnaríki á jörð. En það sem í valdi því felst sem Evrópusambandið hefur safnað að sér með allskonar pólitískum hrossa- kaupum og grímuklæddum yfirgangi, á undanförnum árum, er ekkert ann- að en það kúgunarinnihald sem við Íslendingar höfum alltaf viljað forð- ast. Við höfum bitra reynslu af er- lendu valdi og þó að margir nú á tím- um virðist halda að mannkynið sé orðið upplýstara og betra en það hafi nokkurn tíma verið, vil ég leyfa mér að efast um að það sé rétt. Því er ekki síður varasamt í dag að gangast undir erlent vald og það var hér áður fyrr. Undirrótin að ásælni annarra þjóða er alltaf hin sama – arðrán og kúgun þegar fram í sækir. Fyrst er boðið upp á sætan rétt – beitu sem ginið er við – svo koma klærnar í ljós þegar bráðin er orðin föst í netinu og þá er of seint að iðrast eigin skammsýni og heimsku. Það virðist sem sumir telji sérstakt lag nú til að koma Íslandi inn í Evr- ópusambandsdilkinn, þar sem ís- lenska þjóðin hafi ekki náð vopnum sínum á ný, eftir að sofandi stjórnvöld létu gráðuga fjársýslumenn komast upp með alla hluti, sem svo leiddi til hruns og viðvarandi þjóðarógæfu. Ég verð að lýsa þeirri skoðun minni, að einkennilega séu þeir menn innréttaðir til anda og sálar, sem virð- ast helst hugsa um það við slíkar að- stæður, að greiða þjóðlegu sjálfs- forræði okkar banahögg. Heimssýn eða Evrópusýn? Eftir Rúnar Kristjánsson »Miðstýringarvaldið í Brussel vill helst steypa öllum þjóðum Evrópu í eitt mót þann- ig að meðfærilegra sé að deila og drottna. Rúnar Kristjánsson Höfundur er húsasmiður á Skagaströnd. – meira fyrir áskrifendur Mannauður Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Verðmætasta auðlind allra fyrirtækja er mannauðurinn. Sá sem hefur besta fólkið stendur best að vígi. Í sérblaðinu Mannauðurinn skoðar Viðskiptablað Morgunblaðsins leiðir til að bæta starfsandann og styrkja starfsfólkið. • Hvernig má efla hópinn á erfiðum tímum? • Hvað þurfa stjórnendur að temja sér til að ná því besta úr starfsfólkinu? • Hvaða námskeið og hópeflislausnir eru í boði? • Hvernig getur símenntun og sjálfsstyrking bætt mannauð fyrirtækisins? • Hvað í vinnuumhverfi og kjörum skiptir mestu máli? • Hvernig má laða að - og halda í - hæfasta fólkið? Mannauðsmálin verða krufin til mergjar í veglegu sérblaði 8. október. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir 569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Auglýsingapantanir eru í síma 569 1134 eða sigridurh@mbl.is til 5. október.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.