Morgunblaðið - 23.09.2009, Síða 23
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Í Morgunblaðinu 9.
september sl. var greint
frá niðurstöðum skýrslu
vistheimilisnefndar um
aðbúnað barna á stofn-
unum ríkisins á seinni
hluta síðustu aldar. Þar
kemur fram að hluti
vandans virðist hafa
verið kerfislægur og
liggja í skorti á eftirliti.
Á þeim tíma sem um
ræðir var vitneskja um
að illa væri farið með börn þögguð
niður og þeir sem létu annað í ljós
voru ekki teknir trúanlegir. Und-
anfarin ár hefur þekkingu fleygt fram
vegna þverfaglegrar samvinnu ólíkra
fagstétta og nýrra rannsókn-
araðferða. Nú er vitað að ill meðferð á
börnum hefur áhrif á þroska heila- og
taugakerfis og heilsu þeirra í framtíð-
inni. Ill meðferð og áföll í æsku skaða
einstaklinginn og hindra hann í að
njóta þess sem lífið, í samfélagi við
annað fólk, hefur upp á á bjóða. Barn
þarf á jákvæðu viðmóti að halda til að
byggja upp hæfni sína til að njóta og
gleðjast. Það þarf að hafa notið góðr-
ar umönnunar og öryggis fyrstu árin
hjá fólki sem það treystir svo heilinn
þroskist eðlilega og geti svarað slíku
áreiti, með framleiðslu
dópamíns og endorfíns,
sem framkalla vellíðan.
Sú staðreynd að heila-
þroski barna verður
fyrir miklum áhrifum
frá umhverfinu á fyrstu
mánuðum og árum æv-
innar, bæði góðum og
slæmum, gerir kröfur
til okkar sem störfum
með foreldrum ungra
barna í heilbrigðis- og
félagskerfinu. Kröfur
um að sú þekking sem
er fyrir hendi nýtist
þeim sem þjónustunnar njóta.
Í okkar góða forvarnarkerfi heilsu-
gæslunnar, meðgöngu-, ung- og smá-
barnavernd hafa verðandi foreldrar
og foreldrar með ung börn tíð sam-
skipti við heilbrigðiskerfið. Hvernig
getum við nýtt þessi tíðu samskipti
betur til að stuðla að bættum hag
barna og bættri lýðheilsu lands-
manna? Ljósmæður og hjúkr-
unarfræðingar eru þær fagstéttir
sem hitta svo til alla verðandi og ný-
orðna foreldra. Standa þarf vörð um
þá þjónustu sem veitt er í dag og
tryggja að hún byggist á gagnreyndri
þekkingu um hvað eflir þroska og
heilbrigði barna og fjölskyldna. Finna
þarf þá einstaklinga sem eru við-
kvæmir og í áhættuhópi og þarfnast
sérhæfðari þjónustu en veitt er í
heilbrigðiskerfinu á þessum tímamót-
um. Við þekkjum áhættuþættina og
þurfum að bregðast við á fyrstu stig-
um. Fyrir suma getur lítið inngrip
gert gæfumun en aðrir þurfa meiri
stuðning yfir lengri tíma.
Ég hvet stjórnvöld, núna þegar
máli skiptir hvernig hverri krónu er
varið, til að hafa hugrekki til að efla
frumþjónustu heilsugæslunnar og
styðja þannig við verðandi og ný-
orðna foreldra. Með breyttum
áherslum geta ljósmæður og hjúkr-
unarfræðingar stutt enn betur við
þann hóp sem þarf stuðning til heilsu-
eflandi atferlis, fundið þann hóp sem
þarf sérhæfðari þjónustu og vísað
honum á viðeigandi úrræði.
Við viljum ekki að þau börn sem
eru að fæðast í dag segi við okkur eft-
ir 40 ár að við höfum brugðist þeim.
Börn geta ekki beðið.
Mun kerfið bregðast börnum?
Eftir Stefaníu Birnu
Arnardóttur » Þroski barns byggist
m.a. á því að það
njóti góðrar umönnunar
og öryggis fyrstu árin
hjá fólki sem það treystir
og nýtur samvista við.
Stefanía Birna
Arnardóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
AÐ UNDAN-
FÖRNU hefur verið
nokkur umfjöllun um
niðurskurð á fjár-
framlögum til háskóla
og meðal annars
fjallað um framlög til
ríkisháskóla í sam-
anburði við aðra há-
skóla. Í grein í Morg-
unblaðinu eftir dósent
í Háskóla Íslands hinn
14. september síðastliðinn var vegið
ómaklega að menntamálaráðherra
sem hefur verið að reyna að vinna
sem best úr þröngri stöðu. Hér
verður látið nægja að leiðrétta stað-
reyndavillur sem komu fram í þeirri
grein. Það er staðreynd að rík-
isskólar fá mun meiri fjárframlög
beint og óbeint frá rík-
inu en aðrir háskólar
og þeir síðarnefndu
þurfa því að taka
skólagjöld til að ná
endum saman í rekstri.
Því er haldið fram að
það kosti nærri milljón
krónum meira að
mennta einn viðskipta-
fræðing í einkareknum
háskóla, en sé það gert
við HÍ. Mikilvægt er í
allri umræðu um fram-
lög ríkisins til háskóla
að horft sé á öll framlög, bæði til
kennslu og rannsókna. Rannsóknir
eru óaðskiljanlegur hluti háskóla-
starfs og því nauðsynlegt að skoða
fjármögnun þeirra eins og allra
þátta starfsins. Framlög ríkisins til
háskólanna vegna kennslu eru
vissulega jafn há á hvern nemanda í
tilteknu fagi, en það er mikill munur
á framlögum ríkisins til háskólanna
vegna rannsókna og reyndar fleiri
hluta. Samkvæmt fjárlögum 2009 er
heildarframlag ríkisins til Háskól-
ans í Reykjavík tæpir 2,2 milljarðar
króna, og skv. vef Hagstofu Íslands
voru nemendur þar 2.974 árið 2008.
Framlag á hvern nemanda að með-
altali er því um 731.000 krónur á
árinu. Framlag ríkisins til Háskóla
Íslands er á bilinu 10-11 milljarðar
(eftir því hvort sjálfstæð framlög til
stofnana og sjóða sem tengjast HÍ
eru talin með eða ekki), og þar voru
nemendur 11.847 á árinu 2008 skv.
Hagstofuvefnum eða 844.000-
929.000 krónur á hvern nemanda.
Heildarframlag ríkisins á hvern
nemanda er þannig 15-27% hærra
hjá HÍ en HR. Munurinn skýrist að
miklu leyti af rannsóknasamningi
ríkisins og Háskóla Íslands, en
einkareknir háskólar hafa ekki sam-
bærilega rannsóknasamninga og
þurfa því í mun meiri mæli að fjár-
magna sínar rannsóknir með skóla-
gjöldum og rannsóknastyrkjum. All-
ur samanburður á milli háskóla og
mismunandi rekstrarforma er vand-
meðfarinn og taka þarf tillit til fjöl-
margra þátta. Sá samanburður
verður ekki skýrður með einni
blaðagrein. Hér má m.a. nefna að
auk beinna fjárframlaga frá rík-
issjóði nýtur Háskóli Íslands þess
að hafa einkarétt á peningahapp-
drætti sem skilar mörg hundruð
milljónum króna á ári til há-
skólabygginga, auk þess sem hann
fær bein framlög í vinnumatssjóð
prófessora, skattahlunninda vegna
VSK mála og nýtur í raun rík-
isábyrgðar. Af ofangreindu er ljóst
að það er rangt að það kosti milljón
meira að mennta hvern nemanda í
einkareknum háskóla hér á landi en
í ríkisreknum háskóla á borð við HÍ.
Í raun fá aðrir háskólar en ríkishá-
skólar lægra framlag frá ríkinu og
þurfa skólarnir að bæta sér það upp
með skólagjöldum. Kostnaður rík-
isins yrði því enn meiri ef öll há-
skólastarfsemi í landinu væri rík-
isrekin án skólagjalda.
Misvísandi umræða um bruðl í háskólarekstri
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson »Kostnaður ríkisins
yrði enn meiri ef öll
háskólastarfsemi í land-
inu væri ríkisrekin án
skólagjalda og aðeins
einn valkostur fyrir
nemendur og kennara
Þorkell Sigurlaugsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
fjármála- og þróunarsviðs HR.
Í BYRJUN tutt-
ugustu aldar var svo
komið á Íslandi að
víða horfði til land-
auðnar vegna upp-
blásturs og jarðvegs-
eyðingar. Íslendingar
sneru vörn í sókn og
ótrúlega gott starf
hefur verið unnið við
að binda jarðveginn.
En þótt skógrækt
og uppgræðsla eigi
rétt á sér hefur stundum viljað
brenna við að menn gleymi ís-
lensku jurtunum og telji þær ekki
gróður eða að minnsta kosti lítils
virði miðað við stórvaxnari erlend-
ar jurtir. Það eru sorgleg mistök
en nú er svo komið að víða hafa
ágengar plöntur lagt undir sig stór
landsvæði og kæft íslensku jurt-
irnar. Þetta eru einkum kerflar,
lúpína og risahvönn sem svona
fara að.
Risahvönnin er sérstaklega
varasöm því hún er eitruð og get-
ur brennt húð fólks illa. Það er
safi sem lekur af blöðum hennar
og stönglum í samspili við sólarljós
sem veldur og dæmi eru um að
menn hafi hlotið alvarleg brunasár
vegna þessa. Ungt íslenskt barn
sem var að leik í garði afa síns og
ömmu á indælum sólardegi fékk að
reyna þetta því stór hluti líkama
barnsins var þakinn annars stigs
brunasárum.
Í Lettlandi og Litháen er risa-
hvönnin hálfgerð plága því henni
var plantað þar í stórum stíl til
skepnueldis. Fljótlega kom í ljós
að hún reyndist ekki vel til þess
brúks því anísbragð kom af mjólk
og kjöti þeirra dýra sem alin voru
á hvönninni. Þá var hins vegar
orðið of seint að snúa þróuninni
við og nú hefur risahvönnin lagt
undir sig stór landsvæði í blómleg-
um landbúnaðarhéruðum. Menn
geta ekki lengur gengið yfir engi
eða gegnum skóga því þá eiga þeir
á hættu að safi jurtarinnar sitji
eftir á útlimum þeirra og brenni
bera bletti sem sólin nær að skína
á.
Hvannir eru merkilegar plöntur
að því leyti að þær skapa samfélag
ef svo má að orði komast. Þær eru
ótrúlega fljótar að sá sér, breiða
sig yfir stór svæði og það er mjög
erfitt að uppræta þær. Af þessum
ástæðum er risahvönn á bannlista í
Bandaríkjunum og annars staðar á
Norðurlöndunum og víða eru sjálf-
boðaliðar kallaðir saman á hverju
ári til að rótstinga eða skera blóm-
krónurnar af. Hver blómhaus get-
ur borið um 5.000 fræ sem geta
spírað allt að fimm árum eftir að
þau eru þroskuð og falla til jarðar.
Það er því við ramman
reip að draga og betra
að stemma stigu við
útbreiðslunni eins
fljótt og auðið er.
Þetta eiga skóg-
arkerfill og spán-
arkerfill sameiginlegt
með hvönn. Þeir voru
ræktaðir í görðum hér
á landi og notaðir til
að krydda mat. Nú
hafa þeir náð að brjóta
af sér allar girðingar
og vaxa villtir víða og
eru farnir að breiða sig yfir stór
svæði. Hið sama má segja um lúp-
ínuna, hina hentugu uppgræðslu-
jurt, sem í stað þess að hörfa sæk-
ir stöðugt í sig veðrið.
Hvort í ergelsi út í þessar
plöntur fylgi einhvers konar mis-
munun er erfitt að segja. Ég kýs
að líkja þessu við þaulsætna gesti.
Þeir geta verið velkomnir fyrst
þegar þeir koma en ef geispi,
klukkuskoðun og ræskingar gest-
gjafa duga ekki til að hrekja þá
burtu er kominn tími til að grípa
til sterkari meðala. Það má hafa
ánægju af flestum jurtum og víst
er gaman að lífga upp á umhverfi
sitt með fallegum plöntum. En við
verðum að virða það sem fyrir er.
Það er okkar arfleifð og íslenskar
jurtir eiga sameiginlega sögu með
íbúum þessa lands. Þessi saga
glatast ef við spornum ekki við fót-
um. Á friðuð og vernduð svæði á
landinu eiga aðrar jurtir en þær
íslensku heldur ekkert erindi. Þar
ber okkur skylda til að halda öllu í
horfinu og skila af okkur þessum
stöðum lítt eða óbreyttum til af-
komenda. Ísland er eyjan þar sem
víðsýnið skín og okkar einstaka út-
sýni ber að vernda. Það er ein af
auðlindum þessa lands.
Æskilegar og
óæskilegar plöntur
Eftir Steingerði
Steinarsdóttur
Steingerður
Steinarsdóttir
» Íslenskar plöntur
eru hluti af menn-
ingararfleifð okkar. Á
friðuð og vernduð svæði
á landinu eiga því aðrar
jurtir en þær íslensku
ekkert erindi.
Höfundur er leiðsögumaður.
www.rannis.is/visindavaka
Magnús Árni Magnússon forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ fjallar
um umræður um ESB aðild Íslands og rökin sem notuð eru í henni af
fylgjendum og andstæðingum. Umræðan er borin saman við umræðuna á
Möltu og skoðað hvað er líkt og ólíkt með umræðunni á eyjunum tveimur.
er í kvöld
Þriðja VÍSINDAKAFFIÐ
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Menntamálaráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið
föðurlandssvikara
Harðsnúin klíka
23.september kl. 20:00 - 21:30
Súfistinn Iðuhúsinu
Allir velkomnir. Láttu sjá þig!
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n