Morgunblaðið - 23.09.2009, Side 26

Morgunblaðið - 23.09.2009, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 ✝ Svanberg TeiturIngimundarson fæddist í Keflavík 21. des. 57. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 14. sept. sl.. Hann var sonur hjónanna Jónu Hjaltadóttur, f. 10.10. 1934, og Ingi- mundar Péturs- sonar, f. 16.7. 1925, d. 8.1. 1977. Systkini Teits eru Sigurdís, f. 7.7. 1953, búsett í Gol í Noregi, Sigbjörn Guðni, f. 25.7. 1955, búsettur í Keflavík, Særún, f. 24.4. 1960, maki Hlynur T. Tómasson, búsett í Mosfellsbæ, Sævar Már, f. 21.1. 1963, búsettur í Bamberg í Þýska- landi. Teitur giftist 4.7. 1981 Elsu Ingibjörgu Svavarsdóttur, f. 25.5. 1961. Börn þeirra eru Fjóla Kristín, f. 15.8. 1983, d. 9.8. 2000, og Haf- þór Ingi, f. 20.4. 1985. Þau skildu. Teitur var í sambúð með Lilju Matthíasdóttur, f. 25.6. 1964, dóttir þeirra Sóley Ingunn, f. 16.7. 1992. Þau slitu samvistum 2008. Teit- ur lauk vélstjóranámi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann starfaði við vélstjórn og önn- ur tengd störf. Útför Teits fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 23. september, og hefst athöfnin kl. 13. Nú er komið að kveðjustund, Teit- ur mágur og vinur er fallin frá eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm þó uppgjöf hafi aldei verið til í hans huga. Teitur lifði í núinu og tók þátt í lífinu til hinstu stundar. Naut sam- veru með vinum og ástvinum fram á síðasta dag og lét sig hvergi vanta hversu veikur sem hann var. Hann var alltaf bjartsýnn á hlutina og ekk- ert volæði í gangi og alltaf jafngott að hitta hann. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Leiðir okkar Teits lágu fyrst sam- an um það leyti er við Særún fyrst kynntumst. Stóru amerísku bílarnir, rúnturinn og allt gamanið sem var í gangi á þessum árum var ofarlega í huga okkar þá. Man alltaf eftir græna flotta LTD Fordinum þínum sem við rúntuðum á. Já ýmislegt var brallað. Eina vorvertíð vorum við líka á sjó saman á gömlum 40 tonna eikarbát í Keflavík sem valt eins og korktappi – jafnvel í blanka logni.En svo er haldið á veg alvörunnar. Við báðir urðum uppteknir við að stofna fjölskyldur, börnin, þak yfir höfuðið og allt sem því fylgir. Þú ætíð boðinn og búinn að hjálpa í húsbygg- ingunni eða bara í því sem verið var að gera hverju sinni – aldrei neitt mál. Leiðir okkar skildu um tíma, ég hélt til náms erlendis og ílengdist þar. Þú flytur til Raufarhafnar og finnur þar nýjan flöt á lífi þínu. En árin liðu og hugur þinn lá aftur hér suður til vina og ættingja. Fjölskyldutengslin voru treyst. Allar heimsóknirnar, jólaboðin og svo hin árvissu fjöl- skyldu gamlárskvöldsboð með risa kalkún máltíð. En lífið var ekki alltaf jafngott. Einn sumardag í ágúst árið 2000 fékkst þú fréttir sem ekkert foreldri vill fá, að hún Fjóla Kristín dóttir þín hefði dáið í hörmulegu bílslysi. Þetta voru erfiðir tímar en þú horfðir bara fram á veginn og varst viss um bjart- ari tíma. Þegar Þjórsárdalurinn kom inn í myndina hjá okkur Særúnu, í kringum 2002 þá varst þú þar mættur til að hjálpa við uppbyggingu og smíðar. Fljótlega búinn að taka ást- fóstri við þennan fallega stað og mættir þar hverja þá stund er hægt var til að geta verið með vinunum, glaðst á góðri stundu og ætíð tilbúinn að hjálpa öllum. Ein af þínum síðustu ferðum út fyrir bæjarmörkin var einmitt farin þangað núna í enda ágúst ásamt systkinum og móður. Það var orðið ljóst þessar síðustu vikur að veikindin voru að draga úr þér allan mátt þótt enn héldir þú í vonina. Sunnudaginn 13. september sl. þá mættir þú að vanda til að horfa á formúluna með okkur félögunum þó svo að orkan og krafturinn væri alveg að þverra. Að- eins 12 tímum seinna ert þú farinn frá okkur og komin á guðs vegu. Í dag er hugurinn hjá Sóley og Haffa sem hafa misst svo mikið. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í dag og alla daga.Minningin um Teiti mun svo lifa í huga okkar. Hlynur Trausti Tómasson. Svanberg Teitur Ingimundarson Margs er að minnast, margt er að þakka. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Kveðja, Helgi og Erna. HINSTA KVEÐJA Á kveðjustund við útför Einars Gísla- sonar langar okkur í vinahópi hans að þakka honum fyrir einstaklega góð kynni undanfarin mörg ár. Við vorum sex samstarfskonur á Sjúkrahúsi Akraness sem fórum að hittast reglulega utan vinnutíma, og þá helst sem saumaklúbbur. Góð vinátta myndaðist með hópnum og fljótlega fóru makarnir að taka þátt í félagsskapnum. Sérstaklega eru minnisstæðar ánægjulegar ferðir okkar til ýmissa borga Evrópu; m.a. Einar Gíslason ✝ Einar Gíslasonfæddist á Akra- nesi 7. nóvember 1944. Hann lést á heimili sínu, Brekku- flöt 2 á Akranesi, 15. september sl. og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 22. september. Meira: mbl.is/minningar er í minnum höfð ferð Saumaklúbbsins Bót- hildar ásamt Brunalið- inu til Kaupmanna- hafnar árið 2007. Þar var gengið um slóðir Jónasar Hallgríms- sonar og heimsóttir margir frægir staðir svo sem Hviids Vinstue, Skinbuksen og fleiri slíkir, einnig Nýhöfnin og Strikið. Þarna urðu til margar skemmtilegar uppá- komur, ekki síst fyrir tilverknað hins fjölhæfa Einars. Við félagarnir tókum sérstaklega eftir því að meðan við stöldruðum við á uppáhaldsstað Jónasar, Hviids Vinstue, lifnaði yfir Einari og virtist sem honum fyndist hann loksins hafa uppfyllt einhverja ósk, sem hann hefði lengi borið í brjósti. Sjúk- dómur sá sem að lokum dró Einar til dauða var þarna farinn að gera tölu- vert vart við sig, en hann gaf sig hvergi og sýndi mikinn dugnað í þessari ferð okkar um Kaupmanna- höfn. Einar var hrókur alls fagnaðar í þessum ferðum. Þekking hans á hin- um fjölbreyttustu sviðum var óbrigðul, og húmorinn aldrei langt undan, eins var honum létt að kasta fram fyndnum athugasemdum eða vísum á þeim skemmtilegum stund- um sem voru daglegt brauð á þess- um ferðum okkar. Seinustu mánuð- irnir í lífi Einars hafa verið eins og í ferðinni til Kaupmannahafnar, æðruleysi og mikill kjarkur allt fram á seinasta dag. En fyrst og síðast naut hann frábærrar umhyggju eig- inkonu sinnar og fjölskyldu, en sú góða hjúkrun sem Auður veitti hon- um síðustu mánuðina gerði honum kleift að dvelja heima með fjölskyldu sinni til hinstu stundar, ósk sem honum var svo mikils virði. Einar var góður félagi, sem við söknum. Hans pláss verður vand- fyllt. Við sendum eiginkonu hans, Auði, og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur okkar. Guðfinna og Gylfi, Helga og Guðmundur, Inga og Jón, Jónína og Ásmundur, Sólveig og Þórir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, HAUKUR HALLGRÍMSSON málmsuðukennari, Kleppsvegi 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 18. september. Pálína A. Lórenz., Guðleif Helgadóttir, Aðalheiður G. Hauksdóttir, Ágúst V. Árnason, Hallgrímur L. Hauksson, Ingveldur María Tryggvadóttir, Ása Hauksdóttir, Benóný Ægisson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR JÓNSSON, Gulli, hárgreiðslumeistari, Seljavegi 19, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. september kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Svan Gunnar Guðlaugsson, Inese Babre, Alísa Svansdóttir, Alda Svansdóttir, Tinna Svansdóttir, Mikella Rós Svansdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir okkar, tengdafaðir og afi, DAVÍÐ KR. GUÐMUNDSSON, Grænumýri 12, Seltjarnarnesi, andaðist í Kaupmannahöfn sunnudaginn 20. september. Útförin verður auglýst síðar. Geirlaug Helga Hansen, Guðmundur Pétur Davíðsson, Kristjana Ólafsdóttir, Guðjón Ómar Davíðsson, Sigurlín Baldursdóttir, Kristín Davíðsdóttir, Ólafur Jón Kristjánsson, Úlfar Þór Davíðsson, Einar Björgvin Davíðsson, Sverrir Davíðsson, Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, Selma Guðbjörnsdóttir, Sveinn Anton Sveinsson, Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Svanur Kristinsson, Hildur Guðbjörnsdóttir, Kristján Örn Jónsson, Björk Þráinsdóttir, Hlynur Sigurjónsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL KARLSSON bóndi, Klaufabrekknakoti, Svarfaðardal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 19. september. Útför hans fer fram frá Urðakirkju laugardaginn 26. september kl. 13.30. Lilja Hallgrímsdóttir, Halla Soffía Karlsdóttir, Atli Friðbjörnsson, Jónasína Dómhildur Karlsdóttir, Gunnlaugur Einar Þorsteinsson, afabörn og langafabörn. ✝ Systir okkar og frænka, AUÐUR RÚTSDÓTTIR, Hlíðarvegi 25, Kópavogi, lést sunnudaginn 20. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Finnbogadóttir, Sigrún Finnbogadóttir, Sesselja Friðriksdóttir og systrabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BENEDIKT SIGURJÓNSSON vélvirki, Mánagötu 24, Reykjavík, lést mánudaginn 21. september. Sigríður Sigurðardóttir, Ingi Gunnar Benediktsson, Drífa Konráðsdóttir, Sigrún Björk Benediktsdóttir, Valtýr Valtýsson og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.