Morgunblaðið - 23.09.2009, Page 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
✝ Helgi Hóseassonvar fæddur
21.11. 1919. Hann
lést að dvalarheim-
ilinu Grund, sunnu-
daginn 6. september
síðastliðinn.
Helgi fæddist að
Höskuldsstaðaseli í
Breiðdal.
Hann var sonur
hjónanna Hóseasar
Björnssonar, tré-
smiðs, f. 25.12. 1885,
d. 9.1. 1985, og Ingi-
bjargar Bessadóttur,
f. 22.3. 1894, d. 19.6. 1991.
Helgi var næstelstur fjögurra
systkina, en elstur þeirra var
Kristinn, f. 17.2. 1916, d. 8.4.
2008, hann var giftur Önnu Þor-
steinsdóttur og áttu þau 2 kjör-
börn, þá kom Helgi, f. 21.11.1919,
d. 6.9. 2009, næstyngst var Ragn-
heiður, f. 3.6. 1921. Sambýlis-
maður hennar var Björgvin Magn-
ússon og eignuðust þau fjögur
börn. Ragnheiður býr nú á Fá-
skrúðsfirði. Yngst er svo Sigrún,
f. 28.4. 1924, gift Sigurði Þor-
steinssyni, búsett í Reykjavík og
eiga þau tvö börn.
Einnig ólust upp á heimilinu
með þeim systkinum Ragnheiður
og Hjördís Ragnarsdætur sem Hó-
seas og Ingibjörg ólu upp sem sín
hús í Skipasundi 48 í Reykjavík og
bjuggu þar alla ævi. Helgi var
lærður húsasmíðameistari og lauk
námi frá Iðnskólanum í Reykja-
vík. Helgi starfaði lengst af sem
smiður. Helgi var einstaklega
greiðvikinn maður og eru þeir
ófáir sem Helgi aðstoðaði við
smíðar eða önnur tilfallandi verk-
efni. Þegar fátt var um vinnu í
borginni, réð Helgi sig til starfa á
millilandaskipi og einnig fór hann
til Svíþjóðar til starfa við húsa-
smíði. Helgi var mikill áhugamað-
ur um land sitt og flóru og þreytt-
ist hann aldrei á að fræða
fjölskyldu sína um allt það er að
náttúru landsins sneri. Helgi var
ófeiminn við að miðla visku sinni
til allra þeirra sem á hann vildu
hlusta. Helgi hafði einnig mikinn
áhuga á Íslendingasögunum og
ferðaðist hann með fjölskyldu
sinni á söguslóðir og rifjaði þar
upp sögurnar.
Helgi var mikill áhugamaður
um íslenska tungu og sér í lagi
forníslensku. Margt sem Helgi
skrifaði var ritað á forníslensku
og því var það ekki allra að lesa
skrif Helga. Helgi var einnig frjór
í notkun íslenskrar tungu og var
ófeiminn að kasta fram nýyrðum í
skrifum sínum.
Þótt Helgi hafi búið öll sín bú-
skaparár í Reykjavík, þá hafði
hann alltaf sterkar taugar til
sinna æskuslóða austur í Breiðdal.
Útför fór fram fimmtudaginn
17. september í kyrrþey.
eigin börn.
Helgi giftist Jó-
hönnu Jakobsdóttur
frá Þverá í Miðfirði,
f. 26.11. 1919, d.
11.3. 2003 og gengu
þau í hjónaband á
25. afmælisdegi Jó-
hönnu þann 26.11.
1944.
Helga og Jóhönnu
varð ekki barna auð-
ið, en barngóð voru
þau, og tóku þau að
sér systrabörn Jó-
hönnu og systra-
barnabarn og ólu upp sem sín eig-
in.
Kjörbörn þeirra voru: Sigrún
Harðardóttir, f. 4.11. 1950, Ástríð-
ur Hjörleifsdóttir, f. 25.7. 1967, og
Gísli Jónsson, f. 16.3. 1951. Hóseas
og Ingibjörg, foreldrar Helga,
bjuggu seinni hluta ævi sinnar hjá
Helga og Jóhönnu í Skipasundinu.
Börn Sigrúnar og Ástríðar litu á
Helga og Jóhönnu sem afa sinn og
ömmu, og bjuggu Hafdís Kristný,
dóttir Sigrúnar, og Hafrún Ósk og
Stefán börn Ástríðar hjá þeim til
skamms tíma. Af þessu má sjá að
Helgi og Jóhanna voru ávallt
tilbúin að skjóta skjólshúsi yfir
ættingja sína og er þessi listi alls
ekki tæmandi.
Helgi og Jóhanna byggðu sér
Okkur systkinin langar í örfáum
orðum að minnast afa okkar. Þær
voru ófáar stundirnar sem við Stefán
áttum í Skipasundi 48. Þar kynnt-
umst við öðrum hlutum en við áttum
að venjast heima hjá okkur. Helgi las
fyrir okkur sögur, þar var lítið um
sjónvarp og engir tölvuleikir, ónei.
Við fórum með honum í gönguferðir
niður í Laugardal þar sem við fórum
oftast í sund eða í Húsdýragarðinn.
Stundum fórum við með honum niður
í bæ í Kolaportið og alltaf var hann
með spjald með sér. Lengi reyndi
Helgi afi að kenna okkur marías sem
okkur fannst flókið og erfitt spil en
aldrei gafst Helgi afi upp og hélt
áfram að kenna okkur marías. Þetta
segir okkur hvað hann gat verið þol-
inmóður og staðráðinn í að láta ekki
okkar heimsku trufla sig í að upp-
fræða okkur. Það er kannski sorglegt
að segja frá því að honum mistókst al-
gjörlega að kenna okkur marías en
hann reyndi svo sannarlega.
Stundum fórum við í ferðalag með
honum út á land. Eitt sinn fórum við
með rútu út á land í heimsókn til ætt-
ingja sem við höfðum aldrei hitt. Ekki
gekk rútan alla leið og þurftum við að
ganga drjúgan spöl frá þjóðveginum
heim að bæ. Ég fékk vænt stuð á milli
fóta þegar ég reyndi að klofa yfir raf-
magnsgirðingu á leið heim að bænum
sem við vorum að heimsækja. Sú
minning lifir enn góðu lífi hjá okkur
systkinunum. Sagan af þessari rútu-
ferð lýsir Helga vel. Hann tók oft slík-
ar skyndiákvarðanir og lagði bara af
stað fyrirvaralítið. Eina stundina var
maður að bíða eftir því að fá hádeg-
ismat en áður en maður vissi var mað-
ur lagður af stað út í óvissuna.
Alltaf var afi að fræða okkur um
allt mögulegt. Hvað fjöllin heita, hvað
gerðist þar, hvað árnar heita, af
hverju nafnið er tilkomið og hvað
blómin og trén hétu o.s.frv. Hann var
eins og alfræðiorðabók þegar kom að
landinu okkar, gróðrinum og Íslend-
ingasögunum. En efst í huga er minn-
ing um barngóðan mann sem vildi allt
fyrir okkur gera. Og ekki má gleyma
Jóhönnu ömmu sem var stoð og stytta
Helga afa alla sína tíð.
Elsku afi, megir þú vera sáttur
hvar sem þú ert niðurkominn og von-
andi ertu búinn að finna hana Jó-
hönnu þína.
Hafrún Ósk og Stefán.
Elsku Helgi minn. Með tár í augum
kveð ég þig nú. Þó ég vissi að þú ættir
ekki langt eftir, þá var ég engan veg-
inn tilbúin að sjá þig fara. Hvað ég
gæfi mikið fyrir að gefa þér eitt faðm-
lag í viðbót, fyrir að segja þér einu
sinni enn hvað mér þykir vænt um
þig, fyrir að sjá þitt bros og finna þína
hlýju. Þó við værum ekki blóðtengd,
þá varstu mér alltaf alveg eins og afi.
Sem barn var ég oft hjá ykkur Jó-
hönnu á sumrin og á ég margar minn-
ingar um þau sumur.
Ég man eftir óteljandi ökuferðum,
útilegum og berjatínslu. Man ég líka
eftir því þegar að þú last fyrir mig Ís-
lendingasögur og ævintýri og fórst
með kvæði fyrir mig á hverri nóttu.
Við spiluðum spil, við lékum í garð-
inum, þú kenndir mér að lesa og
synda, og fórum við í endalaust marga
göngutúra í Laugardalinn. Man ég þó
allra mest eftir Grasagarðinum. Þar
sagðir þú mér hvað hver planta, jurt
og tré héti og eyddum við tímunum
saman þar. Þó Grasagarðurinn virðist
ekki vera stór í dag þá fannst mér
hann þá vera alger ævintýrafrum-
skógur, þökk sé þér. Oftar en einu
sinni í þessum göngutúrum fundum
við tuttugu og fimm-eyring og man ég
vel eftir því þegar þú, ótrúlegt nokk,
virtist alltaf eiga auka tuttugu og
fimm-eyring í vasanum og hvernig þú
sýndir mér hvar við skyldum grafa þá
saman niður, svo að þeir yrðu ekki
einmana. Að vera hjá ykkur sem barn
var algert ævintýri.
Þegar ég flutti svo heim til Íslands
aftur eftir nokkurra ára útlandsdvöl,
tókst þú vel á móti mér og syni mín-
um. Bauðst okkur þak yfir höfuðið og
hjálpaðir okkur að koma fótum undir
okkur aftur. „Sambúð“ okkar var ekki
alltaf dans á rósum en þetta ár sem
við áttum með þér þar er mér mikils
virði. Þar fékk sonur minn að kynnast
þér og er ég þér endalaust þakklát
fyrir að hafa verið honum svo góður.
Þakklát fyrir að þú last fyrir hann
þær sömu sögur og þú last fyrir mig
og það var sama hvenær eða hversu
oft hann spyrði, alltaf varst þú tilbú-
inn að leggja allt frá þér til að eiga
stund með honum. Þú skipaðir stóran
sess í okkar lífi.
Ég veit að það var þér mjög erfitt,
þegar Jóhanna féll frá og oftar en
einu sinni sá ég þig gráta og óska þess
að komast til sameinuðu þjóðanna, að
komast til hennar. Núna ertu loksins
búinn að fá það sem þú vildir. Núna
ertu loksins kominn til Jóhönnu.
Gefðu henni koss og stórt faðmlag frá
mér, og passaðu upp á hana þangað til
ég kem til ykkar. Við munum aldrei
gleyma þér. Baráttu- og saknaðar-
kveðjur.
Þín
Hafdís úr mömmuvík.
Í um 60 vetur bjó Helgi í Skipa-
sundi 48 þar sem hann byggði sér, Jó-
hönnu, fósturbörnum þeirra og for-
eldrum sínum gott húsnæði.
Frá barnsaldri voru tengsl mín við
ykkur hjónin sterk og þið alltaf boðin
og búin að rétta lítilmagnanum hjálp-
arhönd. Er ég á uppvaxtarárum
heimsótti eða dvaldist með ykkur á
þekktum eða framandi slóðum hafði
umhyggja ykkar, atferli og álit ætíð
djúp áhrif á óharðnaðan unglinginn.
Helgi var húsasmiður en um tíma far-
maður á Drangajökli og fyrir tilstilli
ykkar fékk unglingurinn að sigla með
Helga til Finnlands, Rússlands og
Þýskalands. Mun sú ferð aldrei
gleymast auk þess sem þið hjónin átt-
uð þátt í fyrstu kynnum mínum af bú-
skap þegar ferðast var til bústólpa í
öllum landshlutum á Moskvits sem
Jóhanna ók.
Við flestum spurningum óþrosk-
aðra unglinga þekkti Helgi svör og
gaf þau fúslega og alla jafnan af vin-
gjarnleik ef eftir var leitað. Sameig-
inlega kunnuð þið lausnir á flestum
vandamálum og réðuð mönnum ætíð
heilt þótt fyrir kæmi að eftir sumum
ráðum ykkar væri ekki farið. Man ég
sérstaklega hvað þið lögðuð hart að
mér að menntast og stunda heilbrigt
líferni. Er ég lauk háskólanámi fann
ég hversu stolt þið voruð af pilti enda
áttuð þið vissa hlutdeild í honum.
Við æskjum mannlífs, menntunar og
starfa,
svo megi öllum veitast umbun sú,
að vita gott af lífi sínu leiða
og landið gera betra en það er nú.
(Þórhallur Einarsson.)
Helgi var mjög sérstakur maður. Á
unglingsárum felldi Helgi sig ekki að
kenningum kristni og hóf fljótlega
baráttu fyrir riftun skírnar og ferm-
ingar en án árangurs. Í þeirri baráttu
komst hann að raun um að sá sem
skírður er til samfélags heilagrar
þrenningar á þaðan ekki afturkvæmt.
Þrautseigja Helga leiddi síðan til mót-
mæla hans á öðrum vígstöðvum gagn-
vart óréttlæti og yfirgangi í samfélag-
inu og því óumburðarlyndi sem ríkir í
garð þeirra sem aðhyllast annað en
kristna trú. Helgi var einlæglega á
móti ofbeldi og öll friðarmál voru
Helga hugleikin.
Stóran kafla í lífi sínu notaði Helgi
til að grúska í textum ýmissa helgirita
og fornsagna og notaði þann fróðleik
til að sýna fram á ósamræmi í kristn-
um kenningum. Helgi var bæði spak-
mæltur og yrkinn og bera mótmæla-
spjöld hans og ritverk þess merki.
Almenningur hefur hrifist af baráttu-
vilja, þrautseigju og staðfestu Helga,
sem í áratugi hefur staðið fyrir bæði
róttækum og hefðbundnum mótmæl-
um, og gefið honum sæmdarheitið
Mótmælandi Íslands. Á Íslandi eiga
að ríkja málfrelsi og trúfrelsi og því
eiga skoðanir Helga að hafa sama rétt
og skoðanir annarra. Þótt Helga hafi
ekki tekist það ætlunarverk sitt að fá
skírnarsáttmála sínum rift og hann
afmáðan úr opinberum skrám þá bera
aðstandendur þá von í brjósti að yf-
irvöld sjái að sér í þessu máli þótt
Helgi sé allur.
Helgi ber sér á báðum herðum
blóðugan mótmælakrans
og mótmæli eru ennþá á ferðum
í anda hans.
(Kristján Bersi Ólafsson.)
Með þessum orðum kveð ég Helga
og þakka fyrir allar þær stundir sem
hann og Jóhanna gáfu mér og mínum
í sínu lífi. Hvíl í friði.
Steinar Harðarson.
Mótmælandi Íslands, Helgi Hó-
seasson, er látinn. Helgi hefur um
áraraðir komið við hjörtu Íslendinga
og hann varð landsmönnum öllum að
fyrirmynd um staðfestu og baráttu
fyrir almennum mannréttindum og
sjálfsákvörðunarrétti manna.
Helgi var gæddur miklum mann-
kostum, var víðlesinn og fróður og
mjög barngóður.
Til að heiðra minningu Helga hafa
Simmi og Jói samið ljóðið „Helgi
Hóse“. Ljóðið, sem er 5 erindi, lýsir í
grófum dráttum baráttu Helga fyrir
sjálfsögðum mannréttindum og því
mikilvægt að minningu hans verði
haldið á lofti um ókomna tíð, sbr. síð-
asta erindið:
Hann vaktina stóð alltaf einn
Á hornið mættur aldrei seinn
Hann stóð þar beinn og knarreistur
með skiltið
Nú Langholtsvegur tómur er
Því enginn Helga þar nú sér
En allir munu minnast Helga
Hóse/HelgiHóse
(Simmi og Jói.)
Nú þegar við kveðjum Helga
hinstu kveðju við ævilok þökkum við
fyrir lífshlaup hans og þeirra hjóna og
megi Helgi hvíla í friði með látnum
ástvinum hjá sameinuðu þjóðunum.
Aðstandendum og vinum vottum
við innilega samúð og megi von og
kærleikur veita okkur öllum styrk,
huggun og ró.
Valdís og fjölskylda.
Ég kynntist Helga ungur drengur
þegar afi minn og amma fengu leigt í
kjallaranum hjá þeim Jóhönnu í
Skipasundi 48. Löngu síðar þegar ég
þakkaði honum fyrir hve góð þau
hefðu verið þeim, segir hann: Sjaldan
veldur einn þá tveir deila ekki. Þetta
er ein snjallasta nýsköpun í máli sem
ég hef heyrt, enda Helgi afar málhag-
ur og orðvís. Helgi Hóseasson var
greiðvikinn og hjálpsamur svo af bar.
Um það mætti nefna ótal dæmi en eitt
er mér í fersku minni. Það sagði mér
kona úr Mosfellssveit. Maður hennar
veiktist skyndilega af botnlangabólgu
og hún stóð uppi hjálparlaus með
kúabúið og mörg ung börn. Hún vissi
af manni að norðan sem var tíma-
bundið í Reykjavík og datt í hug að
hringja í hann. Hann var þá farinn
aftur norður en Helgi svaraði í sím-
ann og spurði hvort hún gæti ekki
notast við sig. Kom hann svo til henn-
ar og hugsaði um búið á meðan þess
þurfti við. Þessi saga lýsir því vel
hvern mann Helgi Hóseasson hafði að
geyma. Nú er Helgi þekktur sem
Mótmælandi Íslands og munu aðrir
gera þeim þætti í ævi hans betri skil.
Barátta hans fyrir mannréttindum og
rík samúð með þjáðu fólki innanlands
og utan verður skráð á spjöld sögunn-
ar. Í mínum huga var Helgi Ingibjarg-
arson sönn hetja. Þeir eru ekki margir
sem hafa kjark til að fara gegn ríkjandi
hefðum og venjum, efast um það sem
öllum þorra manna hefur þótt sjálfsagt
að hlýðnast. Flest leyfum við óréttlæt-
inu að viðgangast vegna þess að okkur
skortir dug til að berjast við ofureflið. Í
baráttu sinni við geistleg og veraldleg
yfirvöld til að fá viðurkenningu á því að
hann hefði verið órétti beittur ómálga
barn með skírninni og að fá skírnar-
sáttmálanum rift var hann reiðubúinn
að kosta öllu til. Og það gerði hann svo
sannarlega. Hann setti líf sitt að veði
og lét það að miklu leyti í þeim ólgusjó.
Þar steytti hann á mennsku sinni. Það
kemst enginn óskaddaður í gegnum
það að vera úthrópaður og fyrirlitinn
árum saman. Vinunum fækkaði og á
þessum tíma átti hann sér ekki marga
stuðningsmenn. Að sjálfsögðu setti
það mark sitt á Helga. Hann einangr-
aðist og gat verið erfiður í umgengni,
orðljótur og ósveigjanlegur. Þeir emb-
ættismenn sem véluðu um þetta hjart-
ans mál Helga fá ekki góð eftirmæli.
Það hefði nú ekki þurft stóran skammt
af umburðarlyndi og kristilegum kær-
leika til að leysa það mál. En merkilegt
nokk virðist hafa verið hörgull á slíku
hjá kirkjunnar mönnum í þessu tilfelli.
Virðingarleysi þeirra og fálæti í garð
Helga verður þeim til ævarandi
skammar.
Jæja, Helgi minn, þá er komið að
leiðarlokum. Þú búinn að fá hvíldina.
Leystur úr viðjum þjáningarinnar.
Talar ekki ljótt framar. Það var mér
vitandi eina syndin sem þú drýgðir, að
tala ljótt um trú annarra. Finnist þeir
himnafeðgar verða þeir örugglega
fyrstir til að fyrirgefa ljót orð í sinn
garð. Þeir ku þreifa meira til hjartans
en munnsins.
Ég kveð þig með djúpri virðingu.
Far þú í friði, vinur.
Eysteinn Björnsson.
Haustið 1946 fluttum við fjölskyldan
í hús sem faðir minn byggði í Skipa-
sundi. Steinsnar frá því húsi hafði
Helgi og fjölskylda fengið úthlutaða
lóð. Efst á sinni lóð hafði Helgi komið
upp bragga og þar bjuggu þau hjónin
ásamt foreldrum Helga þar til lokið
var byggingu húss neðar á lóðinni. Það
var mikil húsnæðisskortur í Reykjavík
á þessum árum, lán til íbúðabygginga
var hvergi að fá og húsbyggingar gátu
því dregist á langinn.
Veturinn 1941-1942 var Helgi í Iðn-
skólanum á Akureyri. Nemendum var
bannað að reykja innan veggja skólans
en skólastjóri og kennarar máttu
reykja alls staðar, líka í tímum. Helgi
ræddi þetta á fundi í bindindisfélagi
skólans. Skólastjóranum líkaði mál-
flutningur Helga illa og setti Helga þá
úrslitakosti að biðjast afsökunar eða
yrði rekinn úr skóla ella. Helgi gat ekki
beðist afsökunar, því hann hafði ekkert
gert af sér, og kaus að yfirgefa skól-
ann. Það kostaði hann mikið fé að sjálf-
sögðu en Helgi var fastur á sinni skoð-
un.
Helgi var mikill verkalýðssinni. Á
árunum kringum 1950 var mikið at-
vinnuleysi í Reykjavík. Helgi var í hópi
trésmiða sem höfðu vinnu. Þegar reynt
var að bæta svokölluðum „gervimönn-
um“, þ. e. mönnum sem ekki höfðu
réttindi húsasmiða, í þann hóp lét
Helgi Trésmíðafélagið að sjálfsögðu
vita, þótt hann mætti búast við að það
kostaði hann vinnuna.
Það mátti ekki reykja heima hjá
Helga og ekki í bíl hans. Helgi átti oft-
ast bíl og ók að sjálfsögðu „atkvæðum
á kjörstað“ eins og þá var siður. Eitt
sinn ætlaði atkvæðið að reykja í bílnum
og tók upp sígarettu. Helgi tók eftir
þessu og skipaði atkvæðinu að hætta
við eða yfirgefa bílinn ella. Úr eldhús-
glugganum heima blöstu við tröppurn-
ar hjá Helga. Eitt sinn tókum við eftir
manni á tröppunum sem stóð þar í
langan tíma. Ég var sendur út að at-
huga málið. Maðurinn var að reykja
þarna, mátti ekki reykja inni. Helgi var
þarna, eins og í mörgu öðru, langt á
undan sinni samtíð.
Þegar Guðmundur föðurbróðir minn
var jarðaður stóð Helgi með spjald í
brekkunni fyrir ofan kirkjuna en inn í
kirkjuna fór hann ekki. Ég hitti Helga í
Helgi Hóseasson