Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 31
orðið heima á Selfossi. Siggi Kalla var atkvæðamikill til allra verka, hann byggði hægt en af hyggindum traustan grunn að efnahag sínum og afkomu og var sannkallaður gleði- gjafi hvar sem hann kom, söngmað- ur góður og hrókur alls fagnaðar, traustur og vinfastur og vinmargur. Langt um aldur fram er hann nú kvaddur með virðingu og þökk. Sel- fossbúar sjá hér á bak manni sem setti svip á bæinn. Ástvinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Árni Valdimarsson. Ég mun sennilega seint gleyma þeim degi sem ég kynntist Sigurði Karlssyni eða Sigga Kalla eins og hann var jafnan kallaður. Það var 10. ágúst 2007, sama dag og lang- þráður draumur minn um að verða flugmaður rættist. Ég hafði tekið prófið um morguninn og sat ég seinna um kvöldið, nokkuð ánægður með daginn, í götugrilli á Grænu- völlum. Þar sem Siggi þekkti til for- eldra minna og heyrði talað um flug- ið gaf hann sig á tal við mig og var það spjall mín fyrstu kynni af Sigga. Eftir það rakst ég á hann öðru hverju á flugvellinum og oftar en ekki ræddum við um flug eða daginn og veginn. Næsta vor sem svo oft áður var ég á vappi á Selfossflugvelli þegar Siggi kemur þar við; eftir stutt spjall spyr Siggi mig hvort ég sé ekki til í að fljúga með hann um sumarið á HAL-inu þar sem hann sökum veik- inda sinna fékk ekki endurnýjað læknisvottorð. Ég þurfti ekki að hugsa mig um og sagði hiklaust já og var það upphaf að þætti í lífi mínu sem ég mun aldrei gleyma. Allar hinar ógleymanlegu og skemmtilegu stundir með Sigga, hvort sem það voru flugferðir á borð við stutta túra um flóann bara rétt til að lyfta okkur upp, ferðir til Eyja með uppstoppaða fugla sem brot- lentu í jarðskjálftanum 2008 eða að horfa á fótboltaleik, karmelluflug, lágflug fram hjá kunningjum Sigga, Akureyrarferð eða hinar fjölmörgu stundir sem fóru í spjall meðan stússað var í hinu og þessu. Siggi var sérstaklega ljúfur og skemmtilegur karakter sem vildi alltaf gera öllum vel. Hann hugsaði alltaf vel um náungann og lagði allt- af sitt af mörkum. Þó að undir það síðasta hafi hann getað gefið minna af sínum líkamlegu kröftum fann hann alltaf leið til að taka þátt. Get ég ekki gleymt því þegar ég var að vinna í Reykjavík og ákvað að fara fljúgandi á Selfoss og til baka aftur um morguninn. Svo vel vildi til að Siggi var á flugvellinum þegar ég lenti og fékk ég far hjá honum heim. Þegar Siggi sá að allir bílar voru á burt og ég var einn heima fór hann fram á að ég kæmi út að borða með honum og Ingunni. Eða þegar við vorum að þrífa HAL-ið fyrir 17. júní-útsýnisflug og ég þurfti að skreppa til Reykjavíkur að máta vinnuföt, þá stóð nú ekki á Sigga og bauð hann mér að skjótast á vélinni til Reykjavíkur. Sagði það vera miklu þægilegra, skemmtilegra og flottara að mæta á vélinni og komast strax aftur heim. Þegar ég fékk fréttirnar um að Siggi væri farinn þá trúði ég því ekki almennilega og tók það mig tölu- verðan tíma að átta mig á því að þetta væri satt. En eitt af því sem ég lærði af Sigga og mun hafa í háveg- um í framtíðinni er að lífið er stutt og getur alltaf tekið óvænta stefnu svo manni ber að nýta öll þau tæki- færi sem gefast. Siggi Kalla mun seint renna mér úr minni og fái ég vott af góðmennsku og hlýleika hans mun ég una sáttur við mitt. Nú hef- ur Siggi lagt upp í sína síðustu flug- ferð og þá lengstu hingað til og veit ég að hann mun vera hjá okkur áfram og líta yfir okkur. Áki, Dagur, Gauti, Snorri og Ing- unn, þið eigið mína dýpstu samúð og megi Guð hjálpa ykkur á þessum erfiðu tímum. Daníel Pétursson. 31AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Orlofshús til leigu miðsvæðis á Akureyri. Þrjú svefnherbergi (78 fm). Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt internetsam- band. Upplýsingar í síma 618-2800 eða www.saeluhus.is AKUREYRI Sumarhús (130 fm) til leigu við Akureyri. 4 svefnherb. + svefnloft, 2 baðherb, rúm fyrir 11 manns, verönd og heitur pottur, glæsilegt útsýni yfir Akureyri. www.orlofshus.is eða Leó, sími 897 5300. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Microsoft kerfisstjóranám Bættu Microsoft í ferilskrána. MCITP Server Administrator 2008 með Win- dows 7 hefst 2. nóv. Hagstætt verð. Rafiðnaðarskólinn, www.raf.is, sími 863 2186. Tómstundir Öflugir fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í miklu úrvali Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is. Til sölu Nýir og notaðir vetrarhjól- barðar. Gott verð Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Glæsilegt fullbúið raðhús Þorlákshöfn - Til sölu 3ja herbergja miðjuraðhús með 40 fm bílskúr. Hellulagt bílaplan, tilbúinn garður með flottum sólpalli. Afhendist við kaupsamning. Upplýs. í s. 893-1901. Glæsileg penthouse-íbúð 220 Hafnarfirði - 3 herbergja penthouse- íbúð, sérsmíðaðar innréttingar, bað, eldhús, þvottahús og fataskápar. Uppþvottavél, amerískur ísskápur og gardínur í öllum gluggum frá Z-braut- um. Gegnheilt parket og flísar á gólfi, gólfhiti. Stórar hellulagðar svalir. Upplýsingar s. 893 1901. Óska eftir Óska eftir að kaupa gott og vel útlítandi píanó, óskalitur brúnt þó ekki skilyrði. Áhugasamir sendi inn uppl. á agnesv@simnet.is Vinsamlegast sendið mynd með, ef tök eru á. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Ýmislegt Þessi vinsæli BH nýkominn aftur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,-, Fínlegur og flottur í BCD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Mjög gott snið og heldur vel í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vandaðar leðurmokkasíur skinnfóðraðar með leðursóla. Litir: svart og bordo. Stærðir: 41 - 48. Verð: 7.950.- Mjúkir og þægilegir leðurskór skinnfóðraðir á góðum sóla. Litur: svart. Stærðir 40 - 47. Verð: 11.950. Léttir og sportlegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Góð breidd. Litur: svart. Stærðir: 41 - 48. Verð: 12.650.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. TILBOÐ Dömuskór úr leðri. Verð: 2.500. Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Gína Vantar gínu sem hentar vel fyrir peysur og skartgr. og gínuhöfuð fyrir húfur. Einnig fót fyrir sokka. Uppl. í síma 843 5307 eða sendið uppl. á ask@simnet.is Eigum nýjar hvítar 80 x 200 innihurðir með karmi og gerektum á aðeins 24.000 með vsk. Húsgagnasprautun Gjótuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 555-3759. Veiði Litlá Kelduhverfi Stór sjóbirtingur og laxavon, ódýr veiðileyfi, fallegt umhverfi. Uppl. á svfr.is eða í síma 568 6050, og hjá Báru og Sturlu í Keldunesi í síma 465 2275. Gisting í boði þar. Hinn 20. sept- ember sl. varð Vil- hjálmur Hjálm- arsson níutíu og fimm ára gamall. Ég heimsótti þenn- an ágæta frænda minn í sumar ásamt sonum, tengda- dætrum og tveimur afabörnum. Erindi þeirra var að end- urtaka gönguleið, sem við hjónin gengum sumarið 1949 milli heimila foreldra okkar á Norðfirði og Seyð- isfirði. Það var okkar brúðkaups- ferð. Ég ók hinsvegar að þessu sinni yfir fjallvegina ásamt barna- börnunum. Allur hópurinn gisti á Brekku og Vilhjámur borðaði með okkur. Það var sannarlega ánægjulegt að hitta Vilhjálm og hans fólk. Ekki bar mikið á, að Vilhjálmur væri þetta gamall. Hann fræddi okkur um sögu Mjóa- fjarðar, sem ég var að vísu tals- vert kunnugur. Ekki var að heyra, að gleymska hrjáði Vilhjálm, enda ótrúlega minnugur og sískrifandi. Hann ekur ennþá m.a. yfir Mjóa- fjarðarheiði og Fjarðarheiði, sem hvor tveggja eru bæði háir og miklir fjallvegir. Vilhjálmur lét af þingmennsku fyrir 31 ári að eigin ósk. Þá hafði hann setið á Alþingi með nokkrum hléum í samtals 30 ár. Árin 1974-1978 var Vilhjálmur menntamálaráðherra og gegndi því starfi með sóma. Þegar Ólafur Jóhannesson stakk upp á því við Vilhjálm, að hann tæki að sér ráð- herradóm færðist hann heldur undan og sagðist ekki vera nægi- Vilhjálmur Hjálmars- son á Brekku, 95 ára lega skólagenginn til þess. „En þú ert maður fólksins,“ svaraði Ólafur. Þrátt fyrir stutta skólagöngu er Vil- hjálmur gagn- menntaður maður, víðlesinn og fróður. Frásagnargáfa er honum í blóð borin, enda hefir hann verið sískrifandi síðan hann hætti þingmennsku. Hefir þegar gefið út hvorki meira né minna en 19 bækur og er enn að gefa út. Hann skrif- aði ævisögu Eysteins Jónssonar, sem er gagnmerkt heimildarrit um íslensk stjórnmál á 20. öldinni. Einnig skrifaði hann um ráðherra- árin. Þá hefir hann rakið mjög skilmerkilega sögu Mjóafjarðar og margt fleira mætti nefna. Í Mjóa- firði bjuggu í eina tíð um 400 manns. Það er því sagnfræðilegur fengur í að skrifa sögu byggð- arlagsins. Og enn er hann að gefa út bók. Ég hygg, að það sé nokk- urt einsdæmi, að svo aldraður maður skrifi bækur til útgáfu. Og nú, þegar Vilhjálmur á Brekku stendur á hálf tíræðu, senda vinir hans og samherjar um allt land honum og fjölskyldu hans inni- legar afmælisóskir með kærum þökkum fyrir vel unnin störf fyrir samfélagið. Hið fjölmenna fræn- dalið sendir nú hamingjuóskir að Brekku. Ég og fjölskyldan sendum sérstakar kveðjur og þökkum liðnu árin, en ekki síst heimsókn- ina að Brekku í sumar. Tómas Árnason. Ragnheiður Hannesdóttir ✝ RagnheiðurHannesdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, 4. sept. sl. Hún fæddist í Reykjavík 2. nóv- ember 1926. Ragnheiður var jarðsungin frá Bú- staðakirkju fimmtudaginn 17. sept. sl. Meira: mbl.is/minningar Hrafnhildur Vera Rodgers ✝ Hrafnhildur VeraRodgers var fædd í Reykjavík 16. apríl 1944. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Holtsbúð í Garðabæ þann 8. september 2009. Útför Hrafnhildar fór fram í kyrrþey þann 17. september síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Þorgrímur Jónsson ✝ Þorgrímur Jóns-son tannlæknir fæddist á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði 2. janúar 1926. Hann andaðist á St. Jós- efsspítala laugardag- inn 5. september. Útför Þorgríms fór fram í kyrrþey 17. september. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.