Morgunblaðið - 23.09.2009, Síða 44
Lokatónleikar
Proms-hátíðar
Breska útvarpsins
BBC þykja einn
líflegasti listvið-
burður Lundúna-
borgar og eru
óhemjuvinsælir.
Tónleikarnir, sem
haldnir voru í
Hyde Park, voru
sendir í beinni út-
sendingu út um
allan heim.
Þrjár alþjóð-
legar stjörnur
voru kynntar til leiks; söngvararnir
Katherine Jenkins og Garðar
Thór Cortes og sérstakur gestur
á tónleikunum, bandaríski söngv-
arinn og lagasmiðurinn Barry
Manilow, en honum skaut upp á
stjörnuhimininn á áttunda áratugn-
um með lögum á borð við Mandy
og Copacabana. Í útsendingunni
frá BBC mátti varla á milli sjá
hvor karlstjarnan nyti meiri hylli,
Manilow eða Garðar Thór, en mikil
gleði ríkti í Hyde Park og áheyr-
endur margir.
Garðar Thór og Barry
Manilow saman á Proms
TÓNLIST
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 266. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
„Það var radd-
prófun í gær
[fyrradag], og ég
komst inn í kór-
inn,“ segir Magn-
ús Hlynur Hreið-
arsson,
blaðamaður og
fréttaritari Sjónvarpsins á Suður-
landi.
„Ég fer í annan tenór,“ bætir
hann við og upplýsir að aldrei hafi
fleiri nýliðar mætt á fyrstu söng-
æfingu Karlakórs Selfoss. „Við vor-
um 14 nýir og allir komust inn, við
vorum fleiri en sextíu á æfingu, því-
líkt stuð,“ segir hann og hlær inni-
lega. Magnús Hlynur hefur gengið
með draum um að vera í kórnum í
tíu ár. Hann fékk leyfisbréf um að
fara í kórinn frá konunni sinni í fer-
tugsafmælisgjöf. Hún hafði staðið
gegn kórástundun Magnúsar, sök-
um þess hversu önnum kafinn mað-
urinn er.
Verður annar tenór
í Karlakór Selfoss
KÓRSÖNGUR
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
+..-0*
**1-++
+2-21*
+*-.33
*4-.+.
*+.-*/
*-,213
*01-+,
*4*-00
5 675 ++# 89
6 +..0
*+,-,3
+.*-2.
**1-13
+2-1+,
+*-*+4
*4-./,
*+.-1*
*-,201
*01-4*
*4+-1.
+,2-+12.
&:8
*+,-31
+.*-40
**1-0.
+2-101
+*-*0.
*4-*+3
*+.-41
*-,1,2
*03-,0
*4,-.*
Heitast 10 °C | Kaldast 5 °C
Suðvestan 3-8, bjart
á Norðaustur- og Aust-
urlandi, annars víða
skúrir. Hiti 5 til 10
stig. » 10
Jón Kalman opnar
fyrirlestraröð þar
sem þekktir rithöf-
undar ræða um að-
komu sína að skáld-
skapnum. »35
BÓKMENNTIR»
Úr engu í
eitthvað
BÓKMENNTIR»
Hvernig er nýjasta verk
Dans Browns? »38
Poppfræðingurinn
Dr. Gunni gefur út
nýja og endurbætta
útgáfu af Eru ekki
allir í stuði?... á
næsta ári. »36
TÓNLIST»
Uppfærð
rokksaga
TÓNLIST »
Bubbi Morthens stofnar
fyrirtæki. »36
AF LISTUM»
Cave gefur út safn af
kvikmyndatónlist. »40
Menning
VEÐUR»
1. Þakið skarst af bílnum
2. Húsið fer ekki á útsölu
3. Klósettslanga loks handsömuð
4. Rekin fyrir að segja frá ofbeldi
Íslenska krónan veiktist um 0,02%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is
„HANN er náttúrlega ein mesta goðsögnin í þessum kvikmyndaheimi og
þegar hann mætti á tökustað sló þögn á mannskapinn,“ segir Snorri
Sturluson, kvikmynda- og auglýsingagerðarmaður sem gerði nýverið
auglýsingu með stórstjörnunni Dennis Hopper í Los Angeles. Snorri
gerði auglýsinguna með félaga sínum, Eiði Snorra Eysteinssyni, en sam-
an reka þeir fyrirtækið Snorri Bros. í New York ásamt Einari Snorra
Einarssyni.
Umrædd auglýsing var fyrir sjónvarpsþættina Crash sem Hopper fer
með aðalhlutverkið í, en leikarinn góðkunni á að baki hlutverk í mynd-
um á borð við Rebel Without a Cause, Giant, Apocalypse Now og Blue
Velvet. | 36
Unnu með Dennis Hopper
Reuters
Nagli Dennis Hopper er án efa á
meðal þekktustu leikara heims.
HÓLMFRÍÐI Magnúsdóttur, lands-
liðskonu í knattspyrnu, stendur til
boða að spila í bandarísku atvinnu-
mannadeildinni á næsta ári. Í gær-
kvöld fór nýliðavalið fram og var
Hólmfríður valin af Philadelphia
Independence, sem verður nýliði í
deildinni. Hólmfríður er á mála hjá
sænska úrvalsdeildarliðinu Kristi-
anstad. | Íþróttir
Hólmfríður
var valin
Á buningurinn.is segir um faldbúninginn að hann dragi nafn sitt af höfuð-
búnaðinum, svonefndum faldi, sem lengi vel var gerður úr saman-
brotnum klútum sem vafðir voru um höfuðið.
Á seinni hluta 18. aldar tóku konur upp húfu við hversdagsbúning í
stað falds, á 19. öld var búningurinn einkum notaður sem sparibúningur
og á seinasta fjórðungi 19. aldar lagðist notkun faldbúnings af.
Á seinasta skeiði faldbúningsins voru helstu hlutar hans pils, skyrta,
upphlutur, treyja, stífur flatur kragi og faldur. Á pilsið var markað fyrir
svuntu með leggingum. Tveir klútar voru jafnframt bornir við búninginn.
Annar var vafinn um höfuðið og huldi neðsta hluta faldsins, hinn var bor-
inn um hálsinn, undir kraganum.
Dregur nafn sitt af höfuðbúnaðinum
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ÞANN 29. ágúst síðastliðinn voru
hjónin Guðni Páll Sæmundsson og
Bryndís Geirsdóttir gefin saman í
Reykholtskirkju. Athöfnin fór fram
eftir Grallaranum og voru hjónin
klædd eftir gamalli hefð. Sr. Geir
Waage gaf hjónin saman og fylgt
var gömlum íslenskum brúðkaups-
siðum þar sem brúðhjónin mætast á
miðju kirkjugólfi, bindast heitum
sínum og setjast svo saman á brúð-
arbekk, hlýða lestrum og fá fyrir-
bæn og blessun. Móðir brúðgum-
ans, Ólafía Margrét Magnúsdóttir,
tók að sér að sauma brúðarklæðin.
Guminn var klæddur í hefðbundin
18. aldar föt, hnésíðar buxur, hand-
prjónaða sokka með spjaldofnum
böndum, tvíhneppt vesti og jakka.
Brúðurin var klædd faldbúningi
sem mun hafa verið í tísku á 17. öld.
Það tók Ólafíu þrjú ár að vinna
klæðin enda mikil nákvæmnis-
vinna. Flest vann hún sjálf en naut
aðstoðar Guðnýjar Rósu Magn-
úsdóttur við að sauma út í pilsið og
Herdís Pétursdóttir sá um baldýr-
inguna. Ólafía skráði sig á nám-
skeið í faldbúningagerð hjá Heim-
ilisiðnaðarfélaginu en um
námskeiðaröð er að ræða sem tek-
ur þrjú ár. Búningarnir eru allir
handunnir. „Þetta er gert skref af
skrefi og eru sérnámskeið fyrir alla
hlutana sem mynda búninginn. Í
raun er um að ræða tvo búninga;
upphlut sem var eiginlega undirföt
í gamla daga og faldbúning sem er
aðalklæðin. Það er sér upphluts-
námskeið þar sem kennt er að
sauma gamla upphlutinn, svo getur
maður haldið áfram og farið á fald-
búningsnámskeið. Útlitið á faldbún-
ingnum er nokkuð fjölbreytilegt.
Hægt er að nota baldýringu, knipl,
orkeringu, flauelsskurð, perlusaum
og ýmiss konar útsaum.“
Aðspurð segist Ólafía sjálf hafa
klæðst öllu nútímalegri fötum við
giftinguna. „Ég á sjálf upphlut en
var ekki í honum þar sem mér
fannst að þau ættu að njóta sín í
sínum búningum.“ Klæðin munu
vera til sýnis í Reykolti næstu miss-
eri.
Giftu sig í íslenskum þjóðbúningum sem móðir brúðgumans saumaði
Brúðkaup að
gömlum sið
Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson
18. aldar brúðhjón Bryndís Geirsdóttir og Guðni Páll Sæmundsson.
Ákvað í barnæsku að hún skyldi ganga
upp að altarinu í 18. aldar faldbúningi