Morgunblaðið - 29.09.2009, Qupperneq 6
Eftirlitsstofnunin Transparency
International, sem berst gegn
spillingu, telur Danmörku minnst
spillta ríki heims í nýjustu rannsókn
sinni, en niðurstöður hennar eru birtar
árlega og vekja jafnan athygli.
Heimild: Transparency
International
SPILLING MÆLD
LISTI YFIR MAT Á SPILLINGU
Raðar 180 ríkjum á lista eftir því hve
spilling á hverjum stað er talin mikil.
Niðurstaðan er byggð á mati sérfræðinga
og skoðanakönnunum.
10,0
9,5
9,0
8,5
MINNST
SPILLT
Danmörk 9,3
Nýja-Sjáland 9,3
Svíþjóð 9,3
Singapúr 9,2
Finnland 9,0
Sviss 9,0
Ísland 8,9
Holland 8,9
Ástralia 8,7
Kanada 8,7
1.
4.
5.
7.
9.
2,0
1,5
1,0
0,5
0
MEST
SPILLT
Austur-Kongó 1,7
Miðbaugs-
Gínea 1,7
Tsjad 1,6
Gínea 1,6
Súdan 1,6
Afganistan 1,5
Haítí 1,4
Írak 1,3
Búrma 1,3
Sómalía 1,0
171.
173.
176.
177.
178.
180.
ÍSLAND deilir 7. sætinu yfir
minnst spilltu ríki heims á nýjum,
árlegum lista stofnunarinnar
Transparency International.
Spilling mælist minnst í Dan-
mörku.
Niðurstaðan fyrir Ísland er
byggð á 5 könnunum en til sam-
anburðar gerði stofnunin 9 kann-
anir í Singapúr, þar sem spilling
mælist minni en hér.
Tekið er fram að Ísland og
Holland eigi það sameiginlegt að
í hegningarlögum ríkjanna sé
ekki skýrt kveðið á um mútur þar
sem milligöngumenn koma við
sögu, en að bæði ríki telji núver-
andi lagaramma ná yfir slík brot.
Skýrslan, sem er 496 síður, er
aðgengileg á vef stofnunarinnar,
transparency.org. baldura@mbl.is
Spillingin
mælist lítil
á Íslandi
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
ÁRNI Páll Árna-
son félagsmála-
ráðherra segir
kostnað ríkis og
fjármálafyr-
irtækja við að
lækka greiðslu-
byrði lána og
lengja lánstíma
þeirra ekki liggja
fyrir, það muni
m.a. fara eftir þróun efnahagsmála
næstu árin. Kostnaðurinn fyrir rík-
ið eigi þó að vera viðráðanlegur.
„Allir átta sig á því að til einhvers
kostnaðar þarf að koma við end-
urskipulagningu skulda, miðað við
þær aðstæður sem eru uppi.“
Árni Páll segir það hlutverk rík-
isins að ganga á undan með góðu
fordæmi um að skapa greiðslubyrði
í samræmi við getu fólks. Íbúða-
lánasjóður sé tilbúinn að endur-
fjármagna íbúðalán bankanna.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÁÐUR en Alþingi kemur saman á
fimmtudag hyggst félagsmálaráð-
herra kynna áform um lækkun á
greiðslubyrði íbúða- og bílalána. Á
þetta við um öll verðtryggð og
gengistryggð lán, óháð því hvort
lántakendur eru komnir í vanskil
með lánin eða ekki. Verður
greiðslubyrðin færð aftur til þess
sem var í maí á síðasta ári og
framvegis tekið mið af svonefndri
greiðslujöfnunarvísitölu, sem sam-
anstendur af launavísitölu og at-
vinnustigi í landinu.
Gætu mánaðarlegar afborganir
lána lækkað að jafnaði um fjórð-
ung, og þá fyrst 1. nóvember nk.,
gangi áætlun stjórnvalda eftir.
Fyrir þau heimili sem greiða stór-
ar fjárhæðir af bæði íbúða- og bíla-
lánum getur greiðslubyrðin lækkað
um tugi þúsunda króna á mánuði.
Endanleg útfærsla á þessu ligg-
ur þó ekki fyrir en félagsmálaráð-
herra mun leggja fram frumvarp á
fyrstu starfsdögum Alþingis sem
gera á fjármálafyrirtækjum kleift
að breyta fyrirkomulagi afborgana.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins er ekki verið að tala um að
lækka höfuðstól verðtryggðra lána,
líkt og Íslandsbanki hyggst gera
og greint var frá í blaðinu í gær.
Er sú leið talin geta farið saman
með áformum stjórnvalda, þá helst
fyrir þá sem eru í söluhugleið-
ingum, en aðrir bankar hafa ekkert
gefið upp hvort þeir fara sömu leið
og Íslandsbanki.
Fyrst og fremst miða aðgerðir
stjórnvalda að því að létta greiðslu-
byrðina tímabundið. Ef ekki verður
búið að greiða íbúðarlánin niður í
lok lánstímans, sem er allt að 40
árum, verða þau mögulega fram-
lengd í skamman tíma. Að þeim
tíma loknum verða lánin vænt-
anlega afskrifuð ef með þarf.
Grænt ljós um samráð
Ekki stendur til að afskrifa er-
lend bílalán heldur lengja þau um
allt að þrjú ár. Margir bíleigendur
hafa nýtt sér möguleika á að frysta
afborganir af þeim lánum en
greiðslubyrðin gæti engu að síður
lækkað með boðuðum breytingum.
Flest öll fjármálafyrirtæki sem
veitt hafa þessi lán hafa fengið
kynningu á áformum stjórnvalda;
bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir
og eignaleigur, sem og aðilar
vinnumarkaðarins og Hagsmuna-
samtök heimilanna. Samkeppnisyf-
irvöld hafa fyrir sitt leyti gefið
grænt ljós á að fjármálafyrirtækin
hafi samráð í þessum aðgerðum.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka líf-
eyrissjóða, var meðal þeirra sem
áttu fund með félagsmálaráðherra
um helgina. Hrafn segir lífeyr-
issjóðina vera jákvæða gagnvart
því að koma til móts við lántak-
endur. Fyrst og fremst muni sjóð-
irnir skoða þann skuldahala sem
eftir verður, þ.e. hvort og hve mik-
ið þarf að afskrifa af íbúða-
lánunum. Erfitt sé að segja til um
fjárhæðir í þessu sambandi.
Greiðslubyrði allra lána lækkuð
Lokahönd lögð á aðgerðir stjórnvalda til lækkunar á afborgunum lána Aðrir
bankar en Íslandsbanki ekki ákveðið lækkun höfuðstóls Lán lengd eða afskrifuð
Mánaðarleg greiðslubyrði íbúða-
og bílalána gæti lækkað um tug-
þúsundir króna. Óljóst er hver
kostnaðurinn verður fyrir ríki og
fjármálafyrirtæki.
HAUSTBLÍÐAN lék við malbikunarmenn í höf-
uðborginni í gær. Þar var m.a. unnið við mal-
bikun stofnbrauta eins og á hluta Sæbrautar og
á hluta Miklubrautar.
Stórvirkar vinnuvélar byrjuðu að fræsa upp
Sæbraut milli Skeiðarvogs og Reykjanesbrautar
fyrir birtingu í gærmorgun. Svo komu tröllsleg
tæki og fylltu í sárið með nýju malbiki.
Sömu sögu var að segja af Miklubrautinni þar
sem malbiksslitlög voru endurnýjuð. Malbik-
unarvélin mjakaðist þar áfram undir dyn gaslog-
anna sem héldu bikinu rjúkandi heitu.
Skipt um malbikslag á hlutum stofnbrauta í höfuðborginni
Morgunblaðið/Ómar
Malbiksmenn bæta nýju lagi á Miklubraut
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TELPAN sem ráðist var á með hnífi
á sunnudagsmorgun var í gærdag
flutt af gjörgæsludeild Landspítala
yfir á Barnaspítala Hringsins. Henni
heilsast eftir atvikum vel. Konan
sem réðst á hana var í gær úrskurð-
uð í gæsluvarðhald í eina viku og
verður henni gert að sæta geðrann-
sókn.
Hending virðist hafa ráðið því að
atlagan fyrirlitlega beindist gegn
telpunni. Konan, sem er 22 ára,
bankaði að dyrum heimilis telpunnar
og virðist án undanfara hafa lagt til
hennar með hnífi þegar hún opnaði
dyrnar og stóð í gættinni. Telpan
hlaut stungusár á brjósti. Konan
hljópst hins vegar á brott.
Allt að sextán ára fangelsi
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu Suðurnesja beindist grunur
fljótlega að konunni. Hún var hand-
tekin á heimili sínu og fannst hníf-
urinn við húsið. Konan gekkst við
verknaðinum við yfirheyrslur, en
hún hefur áður komið við sögu lög-
reglunnar. Ekki fengust þó upplýs-
ingar um eðli þeirra afbrota.
Alda Jóhannesdóttir, staðgengill
lögreglustjóra, segir ekki tilefni til
að ætla að konan hafi verið í ann-
arlegu ástandi þegar árásin var gerð.
Engu að síður fer fram lyfjarann-
sókn, líkt og í viðlíka málum. Að öðru
leyti segir hún rannsókn miða vel.
Alda vildi ekkert gefa upp um hvort
og þá hvers kyns samskipti hefðu
verið á milli konunnar og foreldra
telpunnar fyrir árásina.
Sé konan sakhæf mun hún að öll-
um líkindum vera ákærð fyrir tilraun
til manndráps og til vara fyrir stór-
fellda líkamsárás. Viðurlög eru allt
að sextán ára fangelsisvist.
Konan úrskurðuð í gæsluvarð-
hald og til að sæta geðrannsókn
Telpan útskrifuð af gjörgæsludeild Flutt á Barnaspítala Hringsins
Í HNOTSKURN
»Telpan sem fyrir árásinnivarð er fimm ára. Heimili
hennar er í Reykjanesbæ.
»Foreldrar telpunnar voruheima og eldri systir.
Þau fluttu hana á slysadeild.
»Telpan fór í kjölfarið íaðgerð á Landspítala og
var í gær útskrifuð af gjör-
gæslu.
Kostnaður viðráð-
anlegur fyrir ríkið
Árni Páll Árnason