Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 20
20 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Í KJÖLFAR ástæðulausrar brottvikningar Ólafs Stephensen úr stóli ritstjóra Morgunblaðsins lýsti undirritaður því yfir á feis- bókarsíðu sinni að hann hygðist segja upp áskrift sinni að blaðinu. Einhverjir fjölmiðlar greindu frá þessu og eitthvað fóru þessar fréttir öfugt í útgefanda Morg- unblaðsins sem fullyrti í Kast- ljósþætti að undirritaður væri ekki áskrifandi að blaðinu. Þetta var leiðrétt strax í kjölfarið; enda félag í eigu undirritaðs áskrifandi til margra ára. Sérkennilegt var hins vegar að sjá hinn mikla rann- sóknarblaðamann Agnesi Braga- dóttur taka sömu vitleysuna upp eftir útgefandanum í pistli sem undirritaður gat lesið í vefútgáfu blaðsins með því að slá inn lyk- ilorð notandans Sveinn Andri Sveinsson. Var undirrituðum mik- ið áfall að uppgötva annars vegar að Agnes kannaði ekki stað- reyndir máls áður en hún sendi frá sér greinar í blaðið og hins vegar að hún fylgist ekkert með öðrum fjölmiðlum. Er við lestur pistla Agnesar ekki annað hægt en að harma uppsagnir hæfra blaðamanna á Morgunblaðinu. Sveinn Andri Sveinsson Rangur misskilningur Höfundur er hæstaréttarlögmaður og áskrifandi að Morgunblaðinu. FRÉTTASTOFA RÚV nýtur mests trausts allra fjölmiðla skv. könnunum. Fimmtudagskvöldið 24. september fjallaði fréttastofan í þætti sín- um Kastljós um þá ósk tveggja stjórnarmanna í VR að Fjármálaeft- irlitið tæki til endur- skoðunar hvort ég væri hæfur til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þeir vísuðu til þess að ég var stjórnandi fyrirtækis sem átti hlut að svonefndu samráðsmáli kortafélaga. Mér kom á óvart að fá ekkert að vita fyrirfram um þessa umfjöllun og hélt reyndar að traust RÚV leyfði ekki svo einhliða máls- meðferð. Umsjónarmaður þáttarins brást hins vegar vel við hringingu minni og las athugasemd mína bæði á undan og eftir þættinum, þess efnis að ég hefði ekki verið málsaðili og ekki notið andmæla- réttar. Forstjóri Samkeppn- iseftirlitsins kom óvænt í viðtal innan umfjöll- unar Kastljóss. Í þá 18 mánuði sem málið var í rannsókn sá stofnunin aldrei ástæðu til að ræða við mig. Ég undr- aðist það og bað ítrekað um fund en við því var ekki orðið. Það var for- stjórinn sem synjaði mér um andmælarétt, vegna þess að ég var ekki talinn málsaðili. Ekki taldi hann heldur þörf á mér sem vitni. Þar með fékk ég ekki tilefni til að afhenda stofnuninni skýrslu mína um samkeppnismál kortafélaga. Málinu lauk með sátt. Mér kom á óvart, með hliðsjón af framangreindu, að forstjórinn skyldi gefa kost á viðtali í tengslum við mál- ið, nú einu og hálfu ári síðar. Menn geta verið málsaðilar eða vitni, en ef menn eru hvorugt eiga þeir að vera lausir mála og enn frekar ef þeim hefur verið synjað um rétt til and- mæla. Hafi stofnunin gert sátt í máli á hún að vera sátt. Þessar tvær rík- isstofnanir, fréttastofa RÚV og Sam- keppniseftirlitið, þurfa að hugsa sinn gang. Þær eru kostaðar með al- mannafé, eiga að vera faglegar og fara með verkefni sín af fyllstu ábyrgð. Það er freistandi nú um stundir að tala eins og ætla má að aðrir vilji heyra. Samrýmist það hlut- verki þeirra? Eru markmið þeirra ekki háleitari? Hvorki málsaðili né vitni Eftir Ragnar Önundarson »Menn geta verið málsaðilar eða vitni. Ef menn eru hvorugt eiga þeir að vera lausir mála og enn frekar ef þeim hefur verið synjað um rétt til andmæla. Ragnar Önundarson Höfundur er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. ÞETTA gæti verið viðkvæði margra for- eldra við spurningum barna sinna sem eiga það til að spyrja erf- iðustu spurninga á hin- um ótrúlegustu tímum. Það er ekki skrítið að börnin okkar spyrji spurninga um kynlíf sem virðist vera alls staðar í samfélaginu okkar, í útvarpinu, í bílnum, í blaðinu og í auglýsingum. Barnið spyr um leið og því dettur spurn- ingin í hug hvort sem það er í Bónus eða röðinni í bankanum og við- kvæðið „Þetta er góð spurning, elsk- an, og við ræðum þetta heima“ er gott og gilt, svo fremi sem þetta verður rætt heima. Það er algengur misskilningur að kynfræðsla og samræður um getn- aðarvarnir við börn og unglinga hvetji þau til að stunda kynlíf og gera tilraunir á kynlífssviðinu. Rannsóknir sýna að því er einmitt öfugt farið. Þar kemur fram að góð og opin umræða um kynlíf og getn- aðarvarnir er líkleg til að skila sér í því að börn og unglingar byrja seinna að stunda kynlíf og eru ábyrgari í kynlífi og minnka með því tíðni kynsjúkdóma, ótímabærra þungana og fóstureyðinga. Börn og unglingar þurfa að fræð- ast um jákvæðar hliðar kynlífs eins og þær neikvæðu. Með því að sýna barninu þínu að það sé í lagi að tala um kynlíf og getnaðarvarnir sendir þú þau jákvæðu skilaboð að barnið geti leitað til þín með spurningar og aðstoð við að kaupa getnaðarvarnir, ásamt því að kenna þeim að óhætt sé að ræða um kynlíf og tilfinningar sín á milli þegar þau verða fullorðin. Börn og unglingar munu leita sér upplýsinga um kynlíf í fjölmiðlum, á netinu, í sjónvarpsþáttum, kvik- myndum og tónlistarmyndböndum. Þetta getur leitt til þess að börn og unglingar fái mikið af misvísandi skilaboðum um kynlíf sem geta leitt til ranghugmynda um hvað telst vera eðlilegt kynlíf. Samfélag okkar í dag býður upp á greiðan aðgang að alls konar upplýs- ingum um kynlíf aðrar en þær upp- lýsingar sem koma frá fjölskyldunni og skólanum. Því er nú enn mik- ilvægara en áður að foreldrar gefi sér tíma til að ræða við börn sín um kynlíf og getnaðarvarnir og skapi mótvægi við þær misvísandi og oft á tíðum villandi upplýsingar sem börnin hafa aðgang að. Foreldrar ættu að segja frá sínum viðhorfum og gildum og fá að vita hvaða hug- myndir börnin hafa um kynlíf og hjálpa þeim að mynda sér sín gildi þegar komið er á ung- lingsár. Kynlíf er eðli- legur hluti af lífinu og ætti að ræða saman um það eins og hvert annað málefni. Með fræðslu og opinni umræðu efla foreldrar ábyrgð- artilfinningu barna til eigin kynheilbrigðis og auka líkur á ábyrgu kynlífi þeirra í framtíðinni. Foreldrar eiga oft erfitt með að ræða um kynlíf við börn sín. Ein- hverjir geta átt erfitt með að líta á eigin börn sem kynverur og við- urkenna fyrir börnum sínum að þau sjálf séu kynverur. Margir ólust upp við að kynlíf væri eitthvað sem ekki væri talað um eða telja sig jafnvel skorta þekkingu. Best er þó að vera hreinskilin og segja börnunum frá því ef þið eruð ekki vön að tala um kynlíf. En takið það fram að þið vilj- ið geta rætt þessi mál og að óhætt sé að leita til ykkar. Ef þið vitið ekki svar við spurningu frá barninu er best að segja það og finna svo út svarið í sameiningu. Gott er að byrja snemma og hafa samræðurnar sem eðlilegastar. Ræðið þetta oft og hversdagslega. Reynið að láta barn- ið finna að þetta séu ekki einhverjar sérstakar og öðruvísi umræður. Börn og unglingar þurfa fullvissu um það að tilfinningar þeirra, hugs- anir og spurningar séu eðlilegar. Samkynhneigðir þurfa oft enn meiri stuðning en gagnkynhneigðir og nauðsynlegt er að beina talinu að kynhneigðum þegar talað er um kynlíf. Unglingar verða einnig að fá að vita hvernig þeir geta stundað ábyrgt og öruggt kynlíf. Kenna þarf hvernig á að nota getnaðarvarnir og allir unglingar ættu að vita að smokkurinn sé eina kynsjúkdóma- vörnin. Eins er mikilvægt að ung- lingar viti hvar er hægt að nálgast getnaðarvarnir eða að foreldrar út- vegi unglingnum sínum þær. Það ætti að vera jafn sjálfsagt og að kenna börnum okkar og unglingum að spenna bílbeltin. Takið frum- kvæði, grípið tækifæri þegar það gefst og ræðið við börnin ykkar og unglinga um ást, sambönd, getn- aðarvarnir og kynlíf. Nýlega tók Ísland þátt í al- þjóðlega getnaðarvarnardeginum í fyrsta skiptið og nú er tilvalið að opna umræðuna við börnin, ungling- inn eða makann. Góð spurning, elskan, við ræðum þetta þegar við komum heim Eftir Írisi Björgu Jónsdóttur »Kynlíf er eðlilegur hluti af lífinu og ætti að ræða saman um það eins og hvert annað mál- efni. Íris Björg Jónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslusamtaka um kynlíf og barn- eignir og skólahjúkrunarfræðingur Menntaskólans í Reykjavík. ✝ Kristinn ÁrniKjartansson fædd- ist í Reykjavík 3. mars 1955. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 19. sept- ember sl. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Unnur Árnadóttir, f. 9. júlí 1921, d. 23. júlí 1981, og Kjartan Ingi- marsson, f. 2. janúar 1919. Systkini Árna eru Þóra, f. 1994, maki Guðmundur H. Karls- son, f. 1932, Ingimar, f. 1948, Jón Kristján, f. 1953, d. 2002, og Björg Vigfúsína, f. 1964. Árni kvæntist hinn 27. maí 1978 Guðrúnu Júlíönu Ágústsdóttur, f. 28. nóvember 1957. Foreldrar hennar eru Steinunn Jónsdóttir, f. 15. júní 1921, og Ágúst Malmkvist Júlíusson, f. 4. ágúst 1914, d. 31. ágúst 1976. Börn Árna og Guð- rúnar eru: Ágúst Malmkvist Árnason, f. 23. nóvember 1978, sambýliskona Linda Garðarsdóttir, f. 18. júlí 1980, og Sig- urbjörg Unnur Árna- dóttir, f. 12. mars 1982, sambýliskona Lára E. Mathiesen, f. 27. des- ember 1985. Árni vann stærstan hluta lífs sín á vinnu- vélum og lengst af hjá bróður sínum Ingimar. Þá öðlaðist hann atvinnuréttindi til leigubifreiðaaksturs sem hann stundaði í nokkur ár. Síðustu árin rak Árni eigið vinnuvélafyrirtæki. Útför Árna fer fram frá Laugar- neskirkju í dag, 29. september, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku Árni minn, nú ertu búinn að kveðja okkur og farinn til mömmu og Kristjáns. Ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Kristján hefur klappað saman lófunum, faðmað þig, kysst þig á kinnina og sagt „ballý vú“ eins og hann var vanur þegar hann gladdist. Ég sakna þín, en ég veit að það er eig- ingirni, því nú ertu hættur að finna til og vonandi búinn að taka gleði þína á ný. Hættur að vera dapur yfir veikind- unum, þessari erfiðu reynslu sem þú og fjölskyldan þín eruð búin að ganga í gegnum. Í hvern á ég nú að hringja þegar ég rata ekki um götur borgarinnar og kíki ekki í símaskrána áður en ég legg af stað til að komast á ákvörðunarstað. Ég hugsaði bara: „Ég fer og kanna hvort ég finn þetta ekki, ef ég finn ekki staðinn þá hringi ég bara í Árna, hann veit hvar þetta er“. Minningarnar mínar um þig snúast um kærleika, léttleika og gleði. Þar sem þú syntir einhvern veginn í gegnum lífið. Straumurinn var að vísu misþungur í gegnum árin eins og lífið er hjá okkur öllum. Þegar ég hugsa til baka þá snúast minningarnar mínar um að þú varst að passa mig, litlu systur þína. Eitt sinn grenjaði ég þessi ósköp fyrir framan rúmið þitt af því ég fann engan í íbúð- inni nema þig. Ég var alveg undrandi þar sem mamma var nú alltaf heima. Þú vaknaðir ekki fyrr en eftir smá- stund, þá huggaðir þú mig og sagðir mér að skríða upp í og fara að sofa. Öðru skipti man ég eftir, þá varstu kominn með bílpróf og ókst um á bjöllu. Þú tókst mig með á rúntinn og ég fékk pylsu og kók. En það hafði ég ekki upplifað áður, að kaupa pylsu í sjoppu. Ég man líka vel eftir þegar þú varst í skátunum með hattinn og gerð- ir þig rangeygðan í spegilinn og festir augun. Þú hristir þig til, til að losa þau. Ég man eftir þér að taka skátapróf. Ég man eftir þér að fara á skíði með vinum þínum. Mig langaði svo með en ég var svo lítið stýri að það var ekki hægt. Ég man þegar þú fórst með mig í dótabúð á afmælisdaginn minn og ég mátti velja mér hvað sem ég vildi. Ég man þegar þú brenndir þig á púströri á skellinöðru og þurftir að fara upp á slysó. Ég man þegar það komst upp að þú værir byrjaður að reykja, ó hvað ég vorkenndi þér þá. Ég grét fyrir þig, al- veg í rusli. Ég man eftir þegar þú fórst fyrst til útlanda og komst með margt fallegt handa mér til baka. Ég man þegar þú fluttir að heiman. Ég man þegar þið áttuð von á Gústa og seinna Unni. Ég man eftir þér léttum og kát- um í útilegum. Ég man hvað þú barst mikla virðingu fyrir allavega fólki og hvað þú varst góður við hann Kristján okkar. Ég man eftir þér þegar þú varst heill heilsu, hvað þér fannst gott að borða góðan mat. Minningin mín um þig er og verður full af kærleika og léttleika. „Þetta reddast“ var setningin þín. Við sökn- um þín öll hérna á Kirkjuteignum og ég sé hvað pabbi á erfitt með að horfa á eftir þér, öðrum syni sínum sem haldið hefur á vit forfeðranna. Ég kveð þig með sorg í hjartanu elsku Árni minn. Guð veri með þér, Guð- rúnu, Gústa, Unni, Lindu og Láru. Þín litla systir, Björg Vigfúsína Kjartansdóttir. Í dag verður til grafar borinn Kristinn Árni Kjartansson. Við kynntumst Árna, eins og hann var alltaf kallaður, fyrir 35 árum þegar hann var að gera hosur sínar grænar fyrir henni Gunnu. Ég var þá búinn að klófesta eldri systurina. Árni var góður drengur, alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd og geðgóð- ur var hann með afbrigðum. Aldrei á þessum 35 árum slettist upp á okkar vinskap, ekki eitt augnablik. Það voru forréttindi að þekkja þennan mann. Oft fórum við fjölskyldurnar saman í útilegur og veiðiferðir sem Árni hafði gaman af. Árni var alltaf til í að fara í útilegu og síðustu ferðina fórum við á Arnarstapa seinnipartinn í ágúst en þá var Árni orðinn mjög veikur af magakrabba sem hrjáð hafði hann í eitt og hálft ár. Síðustu vikurnar naut ég þeirra forréttinda að keyra hann milli stofnana og röbb- uðum við þá saman um heima og geima. Ég tók eftir því hvað hann tók þessu með æðruleysi og ró þótt hann vissi í hvað stefndi. Árni lést á líkn- ardeildinni í Kópavogi laugardaginn 19. september. Árni var góður félagi og við söknum hans. Um leið og við þökkum Árna sam- ferðina vottum við aðstandendum og vinum okkar innilegustu samúð og megi von og kærleikur veita öllum styrk og ró á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Brynjar og Erna. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessu ljóði viljum við kveðja Árna „frænda“ sem nú er fallinn frá á besta aldri eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Við viljum þakka Árna fyrir allar samverustundirnar sem við áttum í gegnum árin. Elsku Gunna, Ágúst, Unnur og aðrir aðstandendur. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Steinunn, Brynja Rut, Berglind og Erna Dögg. K. Árni Kjartansson  Fleiri minningargreinar um K. Árna Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.