Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
! "#$
%&' ()*)
+++,-$ ,
Nudd
Temple Massage
Whole Body Healing Massage based
on Tantric principles. For men,
women and couples. Tel. 698 8301.
www.tantra-temple.com
Húsnæði í boði
Stúdíó
60 fermetrar Vesturbergi 195. Jarð-
hæð sérinngangur. Kettir og hundar
velkomnir, langtímaleiga. Íbúðin er
ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði
þar af leiðandi fást ekki húsaleigu-
bætur. Kr. 70000, tveir mánuðir fyrir-
fram, kr 140.000. Útsýni yfir
höfuðborgina. Sími 861 4142 frá 10
til 17 en ekki á öðrum tímum.
Atvinnuhúsnæði
Bæjarlind 14-16
Til leigu verslunar- eða skrifstofu-
húsnæði í Bæjarlind 14-16 á jarðhæð
(neðstu) – norðurendi, 2-400 m².
Innkeyrsludyr, næg bílastæði og góð
aðkoma. Hagstæð leiga. Upplýsingar
í síma 895 5053.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Velúrgallar
Velúrgallar - ný sending
Bómullar- og velúrgallar
fyrir konur á öllum aldri.
Margir litir.
Stærðir S - XXXL
Verið velkomin
Sími 568 5170
Vandaðar og þægilegar herra-
mokkasíur úr leðri og með
skinnfóðri
Litur: Svart.
Stærðir: 41-46.
Verð: 14.700.-
Sportlegir og vandaðir herraskór
úr mjúku leðri og með skinnfóðri
Litur: Brúnt.
Stærðir: 41-46.
Verð: 17.550.-
Vandaðir herraskór úr mjúku
leðri og með skinnfóðri. Henta
vel breiðum fæti og hárri rist.
Litir: Svart og brúnt.
Stærðir: 40-45.
Verð: 14.700.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18,
lau. 10 -14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Nýkomið – Bolir
Einlitir, röndóttir.
Litir: Svart, hvítt, lilla, app-
elsínugult, fjólubátt, blátt.
St. S – XXL.
Sími 588 8050.
Teg. 7273 - létt fylltur og mjög
flottur í BC skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-,
Teg. 6579 - mjúkur og æðislegur í
CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl
á kr. 1.950,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugard. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Eigum nýjar hvítar 80 x 200
innihurðir með karmi og gerektum á
aðeins 24.000 með vsk.
Húsgagnasprautun Gjótuhrauni 6,
Hafnarfirði, sími 555-3759.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
KRINGLUBÓN ekið inn stóri-
litli turn. Opið mán.-fös. 8-18,
lau. 10-18. S. 534 2455
GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj.
Firðinum (undir verslunarm.)
Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái og leðurhreinsun
Viðgerðir
Bilhusid.is - bilhusid@bilhusid.is
Varahlutir
www.netpartar.is
PARTASALA ...NOTAÐIR VARAHLUTIR Í NÝLEGA BÍLA
486 4499
486 4477
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið
úrval. Frábær gæði og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Námskeið
Microsoft kerfisstjóranám
Bættu Microsoft í ferilskrána. MCITP
Server Administrator 2008 með Win-
dows 7 hefst 2. nóv. Hagstætt verð.
Rafiðnaðarskólinn, www.raf.is,
sími 863 2186.
Til sölu
Nýir og notaðir vetrarhjól-
barðar. Gott verð
Kaldasel ehf.
hjólbarðaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Smáauglýsingar augl@mbl.is
Farðu inn á mbl.is/smaaugl
✝ Magnús ÞórarinnSigurjónsson
fæddist í Kópavogi 31.
ágúst, 1918. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 21. sept-
ember síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Sigurjóns
Ólafssonar, starfs-
manns hjá Mjólk-
urfélagi Reykjavíkur,
f. 1889, d. 1946 og
Önnu Pétursdóttur, f.
1890, d. 1958. Magnús
átti systur, Kristínu,
sem dó í æsku.
Magnús kvæntist aldrei en eign-
aðist fimm börn. 1) Ólafur, rafveitu-
stjóri og skákmeistari, f. 1938,
kvæntur Jónu Guðjónsdóttur. Þeirra
sonur er Geir, í sambúð með Helgu
Úlfsdóttur, þau eiga eina dóttur. 2)
Jónína, f. 1940. Hún á sex börn. Með
Geir Sigurðssyni á hún: Sigurð,
kvæntan Jóhönnu Waage, þau eiga
þrjú börn og fimm barnabörn; Við-
ar, kvæntan Jóhönnu Sævarsdóttur,
þau eiga fjögur börn og tvö barna-
börn; Hannes, kvæntan Ernu Arn-
órsdóttur, þau eiga tvö börn. Með
Jóhannesi Þórðarsyni á hún: Anton;
lengi sjómaður, en á sjötta áratugn-
um hóf hann störf á Keflavíkurvelli
og starfaði þar um árabil, síðast sem
verktaki. Seinna var hann fisksali í
Vesturbæ og afgreiðslumaður í
Málningu og járnvörum við Lauga-
veg. Í Gistiskýlinu við Þingholts-
stræti starfaði hann sem umsjón-
armaður frá árinu 1969 uns hann lét
af störfum fyrir aldurssakir árið
1985. Magnús var áberandi maður í
bæjarlífinu og pólitíkinni. Hann var
dyggur sjálfstæðismaður og um
langt skeið virkur í starfi flokksins,
stýrði meðal annars einu af hverfafé-
lögunum og skrifaði fjölda blaða-
greina. Árið 1973 gekkst hann ásamt
nánum vini sínum, Hreggviði Jóns-
syni, fyrir undirskriftasöfnun meðal
áhrifamanna í sjávarútvegi til stuðn-
ings kröfunni um yfirráðarétt yfir
200 mílna fiskveiðilögsögu. Leiddi sú
undirskriftasöfnun til pólitískra
átaka og varð Magnús þá um tíma
mjög áberandi í þjóðmálaumræð-
unni. Margir munu minnast Magn-
úsar vegna vináttu hans við Albert
Guðmundsson, en þeir voru í hópi
manna sem um árabil komu saman
við hringborðið á Hótel Borg og
ræddu landsmálin. Margir þeirra
eru nú látnir og hópurinn hefur fyrir
löngu fært sig á annað kaffihús í
grenndinni, en þangað kom Magnús
þó enn dag hvern til að hitta félag-
ana þótt kominn væri á tíræðisaldur.
Magnús verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag, 29. september,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Guðríði, gifta Jaap De-
Wagt, þau eiga tvö
börn; Guðjón, kvæntan
Guðrúnu Péturs-
dóttur, þau eiga fimm
börn. 3) Gylfi Þór flug-
maður, f. 1946. Hann á
tvo syni með Krist-
björgu Ástu Ingvars-
dóttur: Ingvar Þór, í
sambúð með Söru
Huld Örlygsdóttur,
þau eiga eina dóttur;
Magnús Þór, í sambúð
með Kristrúnu Ýr
Óskarsdóttur. 4) Anna
Sigurlaug kennari, f. 1948, gift Frí-
manni Inga Helgasyni og eiga þau
tvö börn: Helga, í sambúð með Svövu
Gísladóttur og Örnu, í sambúð með
Guðjóni Snæland Péturssyni. 5) Sig-
urjón rithöfundur, f. 1955, kvæntur
Helgu Tryggvadóttur, þeirra börn
eru Kristín og Magnús Jökull.
Magnús naut stuttrar skólagöngu
en fróðleiksþorsti hans og vilji til
mennta var mikill og sérstaklega
hugleikin var honum saga þjóð-
arinnar, ekki síst fyrstu aldir Ís-
landsbyggðar, og þær bókmenntir
sem þá urðu hér til. Framan af ævi
gegndi hann ýmsum störfum, var
Leiðir okkar Magnúsar lágu saman
fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar ég
hóf sambúð með Sigurjóni, syni hans.
Tókst þá með okkur vinátta sem hélst
alla tíð svo aldrei bar skugga á. Börn-
unum reyndist hann frammúrskar-
andi afi, enda kunnu þau vel að meta
leikgleðina og fjörið sem fylgdi hon-
um. Enginn sem kynntist Magnúsi
komst hjá því að hrífast af persónu-
töfrum hans. Hann var gamansamur,
greindur og skýr, með ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum, og
hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboð-
um. Ekki er hægt að minnast hans án
þess að nefna áhuga hans á Íslend-
ingasögunum og öðrum miðaldafræð-
um. Hann gat rakið ættir fornkapp-
anna og sagt frá afrekum þeirra af
geysimikilli þekkingu. Iðulega mátti
fjölskyldan búast við spurningum um
það efni, og spunnust oft af því tilefni
umræður á milli þeirra feðga sem
fljótlega fóru að vekja forvitni hinna
yngri svo uppeldisgildi þessa var
ómetanlegt. Og hver veit nema nú
hafi Magnús loksins fengið svar við
spurningunni miklu, hver sé höfund-
ur Njálu. Betri tengdaföður er vart
hægt að hugsa sér. Lengi vel sá hann
samviskusamlega um að ég eignaðist
stellið Hearts and Flowers. Um hver
jól bætti hann í safnið, og ekki lét
hann þar við sitja því einhver glæsi-
flík að vali tengdadótturinnar varð að
fylgja með. En nú er langri ævi lokið
og var það mikil gæfa fyrir okkur öll
að hann skyldi halda fullri reisn og
skýrleika allt til enda.
Ég kveð tengdaföður minn með
hlýju og þakklæti.
Helga Tryggvadóttir.
Kveðjustundin er runnin upp. Afi
er dáinn og það er mikill missir því
hann skipaði alla tíð stóran sess í lífi
mínu. Nú streyma fram í hugann
margar góðar minningar sem tengj-
ast honum.
Ég minnist þess úr æsku þegar við
ferðuðumst saman um bæinn þveran
og endilangan í strætisvögnum, gáf-
um öndunum á Tjörninni brauð og
röltum um Kolaportið. Hann var
óspar á bíóferðirnar og voru það mikil
forréttindi fyrir unga stelpu að hafa
yfirleitt séð allar nýjustu kvikmynd-
irnar. 17. júní fór hann lengi vel með
mig niður í bæ og gætti þess þá að
hafa áður kynnt sér skemmtidag-
skrána vel svo að dagurinn yrði bæði
viðburðaríkur og eftirminnilegur.
Afi var einstaklega rausnarlegur
og ég man vel eftir spennunni sem
fylgdi því þegar hann kom heim úr
sólarlandaferðum sínum og dró upp
úr töskunni gjafir handa okkur í fjöl-
skyldunni. Alltaf virtist hann vita
hvað hver og einn vildi helst. Hann
var líka góður sögumaður og oft
spunnust umræður á heimilinu um
eitt helsta áhugamál hans sem voru
fornbókmenntirnar. Alltaf var stutt í
glens og grín hjá honum, og það
breyttist ekkert þótt árin færðust yf-
ir. Að mörgu leyti var ótrúlegt hvað
hann hélt sér vel á gamals aldri. Þrátt
fyrir að kveðjustund sem þessi sé
aldrei auðveld er þó gott að geta kvatt
afa eins og ég vil muna eftir honum.
Ég er þakklát fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Kristín Sigurjónsdóttir.
Það hefur ávallt yljað mér um
hjartarætur að hitta eldheita Vals-
menn sem bera sanna umhyggju fyrir
félaginu og láta aldrei sitt eftir liggja
þegar leitað er til þeirra. Þessir ein-
staklingar styðja félagið sitt í gegnum
súrt og sætt og er auðvelt á sjá Vals-
glampann í augum þeirra. Magnús
Þórarinn Sigurjónsson var einn
traustasti Valsmaður sem ég þekkti.
Hann var fastagestur á vellinum þeg-
ar ég sleit takkaskónum á Hlíðar-
enda, ómissandi þáttur á leikdegi
ásamt fleiri fræknum köppum sem
höfðu sterkar skoðanir og létu í sér
heyra.
Slíkir kappar heyra nánast sögunni
til, kappar sem létu aldrei kappið
bera fegurðina ofurliði. Stuðningur
þeirra var ómetanlegur, þægileg
nærvera og hávær hróp. Það að
hlaupa inn á völlinn og sjá styrkustu
stoðir Vals á hliðarlínunni gaf okkur
Valsmönnum ákveðið forskot, innan
vallar sem utan.
Magnús Sigurjónsson var ein af
perlum miðbæjarins, hnarreistur,
fjallmyndarlegur, snyrtilega klædd-
ur, ákveðinn, brosmildur, viðræðu-
snjall og síðast en ekki síst sannur
Valsmaður. Við hittumst oft á göngu
eða á kaffihúsum og hann var ávallt
skemmtilega sprækur og unglegur og
forvitinn um okkar ástkæra félag.
Hann og vinir hans áttu sín sæti á
Hótel Borg árum saman enda þurfti
að útkljá margt yfir kaffibolla, ráða
lífsgátuna eða kitla hláturtaugarnar.
Með Magnúsi er genginn merki-
legur maður, traustur Valsmaður.
Fyrir hönd leikmanna meistaraflokks
Vals í knattspyrnu á níunda áratug
síðustu aldar votta ég fjölskyldu hans
samúð.
Þorgrímur Þráinsson.
Magnús Þórarinn
Sigurjónsson
Fleiri minningargreinar
um Magnús Þórarin Sigurjóns-
son bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.