Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 28
20 pör og nú hefur annað eins bæst við,“ sagði Gulli rétt eftir
hádegi í gær. Þeir sem taka þátt þurfa ekki að koma fram undir
nafni, svo því sé haldið til haga, og Kaninn er ekki að óska eftir
kynlífslýsingum heldur lýsingum á andlegum áhrifum hinnar
miklu kynlífsiðkunar. Pörin verði líklega þrjú sem fylgst verði
með og þurfi að blogga eða gefa þáttarstjórnendum skýrslu
reglulega.
„Við frumflytjum bloggið hjá okkur og síðan fer það inn á blogg-
síðuna okkar,“ útskýrir Gulli. Þau Lísa ætli að velja pör í vikunni
og hefja tilraunina sem fyrst. En hvernig stendur á áhug-
anum, hinum miklu viðbrögðum? „Fólk er bara
orðið svo þreytt eftir alla útrásina,“ segir Gulli.
Nú þurfi það að líta inn á við og læra að njóta.
GULLI Helga og Lísa Einarsdóttir, stjórnendur morg-
unþáttar útvarpsstöðvarinnar Kaninn, lýstu fyrir sex dögum
eftir pari eða pörum sem væru reiðubúin til þess að stunda
kynlíf daglega í mánuð hið minnsta, í þeim tilgangi að sjá
hvort það hefði jákvæð áhrif á samskipti para. Hugmyndina
fengu Gulli og Lísa frá dagblaðinu The Sun sem stóð fyrir sam-
bærilegri tilraun og bað breskt par, Söru og Alex, um að
blogga daglega um árangurinn. Í seinustu færslu sinni segja
Alex og Sara að sjálfstraust þeirra hafi aukist til muna og þau
bera tilrauninni vel söguna. „Nú ætlar Kaninn að láta á
það reyna og sjá hvort það hafi sömu áhrif á ís-
lensk pör í miðri kreppu,“ segir í auglýsingu
Gulla og Lísu á vefsíðu Kanans. Gulli segir
viðbrögðin við auglýsingunni mikil, fleiri
tugir para hafi boðið sig fram í þessa merku
rannsókn. „Í morgun voru komin rúmlega Gulli Helga Riðið á vaðið á Kananum?
Munu stunda kynlíf daglega fyrir Kanann
Peter und Vlad er spennandi ævintýra-
leikur fyrir alla fjölskylduna. Í honum
segir af Sedov-bræðrum, Pétri og
Valda, og baráttu þeirra við stjórn-
lausa veðurvél á litlu setri í Þýska-
landi. Valdi er uppfinningamaður
sem sumir telja brjálaðan en aðrir
uppátækjasaman. Nýjasta sköp-
unarverk hans er framúrstefnuleg
veðurvél sem getur gengið fyrir
ull af kindum. Einn galli er á
gjöf Njarðar, Valdi gleymdi að
gera rofa til að slökkva á vél-
inni. Af þeim sökum fer allt úr
böndunum þegar vélin er sett í
gang og leikmenn verða að
hjálpa Pétri að koma sauðfénu í
fjárhúsið áður en veðurvélin
notar orkuna úr ullinni til þess
að valda umhverfisslysi. Þannig
er leiknum lýst í stuttu máli.
Veðurvél og sauðfé
Nánar upplýsingar á
expressferdir.is eða
í síma 5 900 100
Spennandi ferð í samvinnu
Express ferða og Borgar-
leikhússins.
Verð á mann í tvíbýli:
79.800kr.
5.000 kr. afsláttur fyrir kortagesti
Borgarferð
6.–9. nóvember 2009
Leikhúsferð til Berlínar
Fararstjóri: Magnús Geir Þórðarson
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
3
0
7
2
7
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
Sá er þetta ritar segir það og
skrifar, ósungnar hetjur hins ís-
lenska nýbylgjurokks eru og verða
naglbítarnir 200.000 sem komu
eins og hvítur stormsveipur inn í ís-
lenskt tónlistarlíf fyrir rúmum ára-
tug eða svo. Hljómsveitin treður
ekki oft upp og því er það sönn
ánægja að greina frá því að hún
verður með tónleika á Sódómu
Reykjavík nú á laugardaginn. Slög-
urum verður svipt upp auk þess
sem nýtt lag verður frumflutt.
Sjaldgæf heimsókn
frá 200.000 naglbítum
Fólk
Fríblaðið Limbó nýtur svo sann-
arlega þeirrar athygli sem skríbent
sá er hér ritar veitti því á dögunum,
einkum fyrir allsérstaka grein um
uppruna orðsins „pussy“ og illskilj-
anlega stefnuyfirlýsingu sem komið
hefur í ljós að var fengin að láni og
því í raun ekki manifestó ritstjórn-
ar Limbó. Ekki datt þeim skelegga
skríbent er hér ritar í hug að at-
huga hvort manifestóið væri frum-
samið og fær fyrir vikið ákúrur
þess efnis frá Limbó. „Stefnu-
yfirlýsing Dziga Vertov um mynd-
fléttuhreyfingu sovétmanna á
þriðja áratugnum,“ segir í nýjasta
leiðara Limbó.
Þá segjast Limbó-menn hafa
ákveðið að birta „aðra endurunna
útgáfu af fyrirfram skrifaðri
stefnuyfirlýsingu“ og botna leiðara
sinn þannig: „Vofa gengur nú ljós-
um logum um Ísland – vofa
Limbó … Eða eigum við kannski
bara að sleppa þessu?“ Nú er spurn-
ingin þessi: Eru þessi örfáu orð hin
nýja, endurunna útgáfa eða
gleymdist að setja hana í blaðið?
Reyndar er manifestó nefnt í efnis-
yfirliti, með yfirskriftinni „Heldur
hrokinn áfram?“ og sagt vera á bls.
4. En á bls. 4 er leiðarinn „Við erum
Limbó og við stelum og stælum.“ Er
þetta einhver einkahúmor Limbó-
manna? Svo maður noti nú þann
frasa sem Sue Ellen var hvað tam-
astur: I’m so confused.
Metnaðarfullir Limbó-
menn njóta athyglinnar
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
NOKKURRA mánaða gamalt fyr-
irtæki, tölvuleikjaframleiðandinn
Dexoris, hannaði í sumar tölvuleik-
inn Peter und Vlad og kom á mark-
að fyrir Apple-græjurnar iPhone og
iPod Touch. Leikurinn er nú til sölu
í vefverslun Apple, Apple App
Store. Einn af stofnendum og
starfsmönnum fyrirtækisins, 22 ára
gamall stærðfræðingur að nafni Jó-
hann Þ. Bergþórsson, segir þann
möguleika að geta sent inn slíka
leiki til Apple til sölu á vefverslun
fyrirtækisins, veita skapandi Íslend-
ingum gríðarleg tækifæri.
„Ég var að vinna hjá Landsbank-
anum síðasta haust, í hlutastarfi
með námi. Þegar bankinn féll var ég
látinn fara. Í vor þegar ég útskrif-
aðist úr stærðfræðinámi fór ég að
hugsa hvað ég gæti gert skemmti-
legt og ákvað að hóa í nokkra félaga
mína og stofna tölvuleikjafyrirtæki.
Og það er fyrirtækið Dexoris og
þetta er fyrsti leikurinn sem var að
koma út á föstudaginn,“ segir Jó-
hann. Fyrirtækið stofnuðu þeir í
júní.
Unnu eins og brjálæðingar
Þetta hefur gengið hratt fyrir sig?
„Já, þetta er þessi Apple App
Store, hún gerir manni kleift að
vinna þetta svona hratt og örugg-
lega. Síðan höfum við líka unnið eins
og brjálæðingar. Leikirnir sem eru
seldir í þessari búð eru smáir í snið-
um, þetta eru afþreyingarleikir sem
þú grípur í fimm til tíu mínútur í
senn. Þannig að þetta þróunarferli
er ekkert eins og hjá þessum stóru
leikjum. Þetta er góður stökkpallur
inn í tölvuleikjaheiminn, þessi leikur
eins og við gerðum er eins og þver-
skurður af stórum leik, hann inni-
heldur allt sem stórir leikir inni-
halda en allt er minna í sniðum.“
Starfsmenn Dexoris eru fimm, þó
aðeins tveir í fullu starfi. Hinir þrír
vinna um kvöld og helgar, uppteknir
fjölskyldumenn. Menn eru með
ýmsa menntun að baki: stærðfræði,
grafíska hönnun, tölvunarfræði,
kerfisfræði, sálfræði og MBA-nám.
Fá 70% af sölutekjum
Er ekkert mál að selja Apple
svona leik?
„Nei, það er nefnilega galdurinn
við þetta. Þegar þeir hjá Apple gáfu
út iPhone opnuðu þeir þessa App
Store og opnuðu fyrir þriðja aðila.
Þú borgar inngöngugjald og þá get-
ur hver
sem er sent til þeirra leik sem þeir
fara yfir og síðan fer hann bara
beint í búðina. Þeir taka 30% af sölu
hvers leiks,“ segir Jóhann. Peter
und Vlad kosti þrjá dollara í versl-
uninni og því ólíklegt að Dexoris-
menn verði milljónamæringar á
næstunni. Enda stefnan tekin á að
byggja upp vörumerkið Dexoris. Jó-
hann segir samkeppnina gríðarlega
í leikjaheiminum og því verði menn
að vanda til verka.
„Góður stökkpallur
inn í tölvuleikjaheiminn“
Íslenskir leikjahönnuðir hafa komið á markað leik fyrir iPod- og iPod Touch,
Peter und Vlad Vefverslun Apple veitir skapandi Íslendingum mikil tækifæri
Morgunblaðið/Kristinn
Dexoris Pétur og Jóhann unnu eins og brjálæðingar að því að hanna leikinn sem er nú kominn á markað.
Nánar má kynna sér leikinn á
peter-und-vlad.com.