Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK
STIEG LARSSON
FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO
KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG
STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA.
Yfir 50.000 manns
í aðsókn!
AÐEINS
3 DAGA
R EFTIR
!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Jennifer‘s Body kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Bionicle (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ
The Ugly Truth kl. 8 B.i. 14 ára
The Final Destination kl. 10 B.i. 16 ára
STÚLKA
N SEM L
ÉK SÉR
AÐ ELD
INUM
FRUMSÝ
ND 2. O
KTÓBER
FORSAL
A Í FULL
UM GAN
GI Á MI
DI.IS
HHHHH
“ein eftirminnilegasta
mynd ársins og ein
sú skemmtilegasta”
S.V. - MBL
HHHH
„Gargandi snilld
allt saman bara.“
Þ.Þ – DV
Íslens
kt
tal
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Blóðugur spennutryllir
frá handritshöfundi Juno
Hin sjóðheita Megan Fox
leikur kynþokkafulla og
vinsæla menntaskólastelpu
sem vill aðeins
óþekka stráka!
Með Amanda Seyfried
(úr Mamma Mia).
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Ekki fyrir
viðkvæma
„Afskaplega undarleg, gríðarlega
óvenjuleg og skringilega fullkomin!“
- Damon Wise, Empire
„Frammistaða Dafoe og Gainsbourg er
óttalaus og flokkast sem hetjudáð....
Ég get ekki hætt að hugsa um þessa
mynd. Þetta er alvöru kvikmynd og
hún yfirgefur huga minn ekki. Von
Trier hefur náð til mín og komið mér
úr jafnvægi.“
- Roger Ebert
Uppáhalds
BIONICLE®-hetjurnar
vakna til lífsins í
þessari nýju og
spennandi mynd
650kr.
NORDISK PANORAMA
25–30 SEPTEMBER
Í REGNBOGANUM
DAGSKRÁ ER AÐ FINNA Á:
NORDISKPANORAMA.COM
HHHH
„Verður vafalaust
titluð meistarverk...“
– H.S., Mbl
600 k
r.
600 k
r.
600 k
r.
600 k
r.
600 kr
.
ATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS OG 3-D MYNDIR Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói e
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 á.
Antichrist kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 á. Sólskinsdrengurinn kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ
Fyndið fólk er nýjasta myndhins athyglisverða spaug-ara, Judds Apatow, aðvenju er hann jafnframt
höfundur handritsins. Þó að það liggi
engin býsn eftir hann þá sanna verk-
in að maðurinn er óumdeilanlega vel
yfir meðaljóninn hafinn, Fyndið fólk
skyggnist um í þröngum heimi uppi-
standarans, þeir lifa á því að vera
sniðugir og koma áhorfendum í gott
skap. Apatow setur söguhetjuna sína
hins vegar í ófyndna aðstöðu; George
Simmons (Sandler), er víðfrægur
skemmtikraftur sem fær að vita að
hann á skammt eftir ólifað. Það hjálp-
ar ekki grínaranum að hann á í fá hús
að venda þegar á bjátar. Löngu frá-
skilinn og þunnskipaður „vinahópur“
byggist á því hvernig honum vegnar.
Hann gerir sér fulla grein fyrir því og
af þeim sökum sækir hann sífellt
meira í félagsskap Ira Wright (Rog-
en), ungs manns sem er að byrja að
koma undir sig fótunum í uppistandi
og lítur á Simmons sem fyrirmynd.
Simmons hefur séð neista í
Wright og fær hann til að semja fyr-
ir sig brandara. Smám saman verður
Wright stoð hans og stytta í lífinu,
ekki síst baráttunni við óttann sem
ásækir á skemmtikraftinn í síaukn-
um mæli, enda hefur læknirinn hans
(Torsten Voges), verið vondaufur
um að tilraunalyfið sem hann gefur
honum, virki.
Fyndið fólk nýtur góðs af vel
kunnu skopskyni Apatows, sem sjálf-
ur lagði út í skemmtanaheiminn sem
uppistandari. Hann þekkir þetta
umhverfi eins og fingurna á sér, ekki
síst þversögnina sem fylgir því: Að
lifa á því að koma fólki í stuð en vera
sjálfur afsetinn þeirri ánægju, ein-
samall í flissi aðdáenda, falslofi já-
manna og öfundsjúkra keppinauta.
Vinátta Wrights styttir honum
stundirnar en veitir ekki viðvarandi
lífsfyllingu frekar en annað í alls-
nægtaheimi Simmons, það kemur í
ljós í óvæntum endakafla Fyndins
fólks.
Sandler fær tækifæri til að teygja
sig út fyrir rammann sem hann skóp
sér í fyrstu myndunum, Simmons er
ekki einn þeirra léttgeggjuðu gal-
gopa heldur persóna sem maður fær
samúð með og nær að tengjast í
hans mjög svo jarðtengdu raunum.
Rogen hefur vakið athygli sem
slyngur gamanleikari sem sýnir á
sér nýja hlið í Fyndnu fólki, þeir fé-
lagar eru mun dýpri og alvarlegri en
maður á að venjast eða átti von á og
bæta myndina með þessari óvæntu
breidd. Aukahlutverkin eru vel
skrifuð og túlkuð, ekki síst lækn-
irinn í höndum Voges og fyrrverandi
eiginkona Simmons, sem er hlý og
notaleg í skilningsríkum náðarfaðmi
Leslie Mann.
Þó að efnið sé grafalvarlegt lokar
Apatow Fyndnu fólki á gamansaman
og viðunandi hátt. Hann er nú einu
sinni í hópi fyndnustu leikstjóra og
handritshöfunda dagsins, en gægist
jafnframt dýpra undir yfirborðið í
leiðinni og hefur sjaldan tekist það
betur en nú.
Sambíóin, Laugarásbíó
Funny People
bbbbn
Leikstjóri: Judd Apatow. Aðalleikarar:
Adam Sandler, Seth Rogen, Leslie Mann,
Eric Bana, Jonah Hill, Jason Schwartzm-
an. 145 mín. Bandaríkin. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Funny People „Þó að efnið sé grafalvarlegt þá lokar Apatow Fyndnu fólki á gamansaman og viðunandi hátt.“
Glens er ekkert grín
Í TILEFNI þess að rokksveitin
Alice in Chains gefur út breiðskífu
eftir langþráða bið verður blásið til
Alice in Chains-heiðurstónleika á
fimmtudaginn á Sódómu, Reykja-
vík. Slíkir tónleikar voru haldnir í
fyrra og var þá húsfyllir og vel það.
Í þessari viku kemur út platan
Black Gives Way To Blue, fyrsta
plata sveitarinnar í fjórtán ár. Á
sínum tíma var forsöngvari sveit-
arinnar Layne nokkur Staley, en
hann lést árið 2002 eftir fíkniefna-
misferli. Saga hans var mikil sorg-
arsaga og nýtur Staley svokall-
aðrar költstöðu í rokkheimum í
dag. Um flutning sjá Jens Ólafsson
söngvari (Brain Police) Kristófer
Jensson söngvari (Lights on the
Highway), Franz Gunnarsson gít-
arleikari (Dr. Spock), Bjarni Þór
Jensson gítarleikari (Cliff Clavin),
Þórhallur Stefánsson trommuleik-
ari (Lights on the Highway) og Jón
Svanur Sveinsson bassaleikari
(Númer Núll).
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og
er aðgangseyrir 1000 kr.
Alice in
Chains-heið-
urstónleikar
Sorgarsaga Layne heitinn Staley,
söngvari Alice in Chains.
Framleiðandinn, handritshöfundurinn, skemmtikrafturinn og leik-
stjórinn Judd Apatow er aðeins rétt liðlega fertugur, en hefur komið
ótrúlega víða við á framabrautinni og það með glæsilegum árangri.
Gamanmál áttu jafnan hug hans allan og hóf Apatow að skemmta með
uppistandi innan við tvítugt, síðan lá leið hans í UCLA, þar sem hann
lagði stund á handritaskrif. Hann gerðist sjónvarpsþáttaframleiðandi
um sinn (gerði m.a. hina margverðlaunuðu The Ben Stiller Show og
Freaks and Geeks. Síðan tók við kvikmyndaframleiðsla mynda á borð
við The Cable Guy (’96), með Jim Carrey og Leslie Mann (sem varð
eiginkona hans og aðalleikkonan í Funny People). Anchorman: The
Legend og Ron Burgundy (’04), sló hressilega í gegn og nú ákvað
Apatow að taka alla stjórntauma í sína hendur: framleiðslu, handrit
og leikstjórn, og úr varð The 40-Year-Old Virgins (’05), risasmellur
hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Sömu sögu er að segja af næstu
mynd hans, Knocked Up (’06), og þá er aðeins fátt eitt talið.
Afkastamaðurinn Apatow