Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
„MISKU
NARLA
US
SKEMM
TUN“
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
KEFLAVÍK OG AKUREYRI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
EIN ALLRA BESTA DISNEY-
PIXAR MYND TIL ÞESSA
Í REYKJAVÍK
ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG
KNOCKED UP. STÓRKOSTLEG GRÍNMYND
MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN
OG ERIC BANA.
A REACH FOR EXCELLENCE THAT TAKES BIG RISKS.“
100/100 – SAN FRANCISCO CHRONICLE
„IT’S THE WORK OF A MAJOR TALENT.“
88/100 - ROLLING STONES.
„CAREFULLY WRITTEN DIALOGUE AND CAREFULLY PLACED
SUPPORTING PERFORMANCES --
AND IT’S ABOUT SOMETHING.“
88/100 – CHICAGO SUN-TIMESSÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í KRINGLUNNI
/ KRINGLUNNI
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6D - 8:10D L DIGITAL
HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 8 - 10:10 16
DISTRICT 9 kl. 8:10 - 10:30 16
FINAL DESTINATION kl. 10:103D 16 DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 6 L
UP m. ensku tali kl. 63D L DIGITAL 3D
/ ÁLFABAKKA
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6D - 8D L DIGITAL BANDSLAM kl. 5:45 - 8 L
FUNNY PEOPLE kl. 5 - 8 - 10 12 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L
DISTRICT 9 kl. 8 - 10:20 16 DRAG ME TO HELL kl. 10:50 16
DISTRICT 9 kl. 5:50 - 8 - 10:20 LÚXUS VIP THE PROPOSAL kl. 10:50 L
REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 10:20 16 HARRY POTTER kl. 5 - 8 10
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN...
FUNNYPEOPLE
UPP(UP) m. ísl. tali
DISTRICT9
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
FJÖLDI fólks safnaðist saman í
Stokkhólmi í gær þar sem 339
munir úr eigu kvikmyndaleik-
stjórans Ingmars Bergmans voru
boðnir upp. Margir munanna
seldust á rúmlega tíföldu viðmið-
unarverði.
Munirnir voru allir af heimili
Bergmans á eyjunni Fårö í
Eystrasalti en hann mælti svo
fyrir í erfðaskrá sinni að mun-
irnir yrðu boðnir upp til að koma
í veg fyrir deilur erfingja um
eignir hans. Bergman eignaðist 9
börn með sex konum.
„Ég er undrandi á því hvað
munirnir seljast á,“ sagði Tom
Österman, uppboðshaldari, við
AFP þegar hlé var gert á upp-
boðinu síðdegis. „Nú sjáum við
hve Bergman var í raun mikils
metinn.“
Módel af sviðsmynd, sem metið
var á 15 þúsund sænskar krónur,
seldist á 1.025.000 krónur, jafn-
virði rúmlega 18 milljóna ís-
lenskra króna. Mynd af Bergman
með rússneska tónskáldinu Ígor
Stravinskí, sem metin var á 2000
sænskar krónur, seldist á 27 þús-
und krónur. Auglýsingaspjald
fyrir myndina Fanny och Alex-
ander, sem var metið á 4 þúsund
krónur seldist á 22 þúsund
sænskar krónur. Þá seldist mynd
eftir norska málarann Edvard
Munch af sænska skáldinu Aug-
ust Strindberg á 540 þúsund
sænskar krónur.
Boðið var í hlutina gegnum
síma, tölvupóst og netið og einnig
gátu viðstaddir boðið á uppboð-
inu.
Bergman lést 30. júlí 2007, 89
ára að aldri. Hann leikstýrði yfir
40 kvikmyndum á rúmlega hálfr-
ar aldar ferli sínum.
Breska uppboðshúsið Christie’s
mun bjóða upp hús Bergmans á
Fårö.
Eftirsóttur Ingmar Bergman.
Gríðarlegur
áhugi á
munum
Bergmans
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
STÓRSÖNGVARINN ástkæri Ragnar Bjarna-
son hélt tvenna tónleika á laugardaginn var í
Laugardalshöllinni. Tilefnið var 75 ára afmæli
kappans og glöddust bæði áhorfendur og fjöldi
hljómlistarmanna með Ragnari. Óhætt er að segja
að söngvarinn sé fyrir löngu orðinn nokkurs kon-
ar þjóðareign og heillandi fas hans og smitandi
lífsgleði hittir landsmenn í hjartastað, hvort held-
ur þeir eru fimm ára eða 95.
Mugison tók ekki Nirvana
„Ég er ennþá í 30.000 feta hæð!“ segir Ragnar
og hlær sínum innilega hlátri þegar hann spurður
um líðanina eftir tónleikana. „Hann Ómar verður
bara að koma upp og sækja mig á Frúnni!“
Og nú tekur söngvarinn bakföll af hlátri.
Ragnar er auðheyranlega afar sáttur við hvern-
ig til tókst enda ekkert til sparað að gera tón-
leikana sem veglegasta og þannig var stöðugur
straumur af gestum upp á svið sem tók með hon-
um lagið, allt frá Bó og Megasi til Mugisons, Þórð-
ar húsvarðar og Óla Gauks.
„Það er varla hægt að lýsa þessu,“ segir Raggi.
„Þetta var alveg æðisgengið og ég var með tárin í
augunum þetta kvöldið – margsinnis.“
Raggi tiltekur að þegar hann hafi sungið lagið
„Minningar“ hafi kökkurinn í hálsinum orðið hvað
stærstur.
„Svo komu þeir Mugison og Megas og voru al-
gerlega óborganlegir. Ég hafði ætlað að syngja
þetta „Smells like Teen Spirit“ þarna með Mug-
ison en þá hafði hann, upp á sitt eindæmi, valið sér
lag sjálfur; „Vertu sæl mín kæra“, sem ég söng
’65. Hann söng þetta einn með gítar og trompet-
leikara. Við föðmuðumst eins og lávarðar í end-
ann. Hann er góður drengur, hann Mugison. Al-
veg yndislegur hreint.
Megas og Raggarokkið
Nú svo var komið að honum Megasi,“ segir
Raggi hlæjandi og er kominn á skrið.
„Hann spilaði svokallað „Raggarokk“ þar sem
hann tíndi til hin og þessi textabrot úr lögum sem
ég hef gert fræg. Hann vildi að ég fraseraði með
honum og við höfðum æft okkur dálítið en maður
lærir ekki að frasera með Megasi á einum degi!
(hlær hátt). En svo kláruðum við þetta með glans
að sjálfsögðu.“
Raggi segir að það hafi nefnilega síst skort á
galsann þetta kvöldið, alls kyns „djók“ og
gleymska hafi flotið með og stemningin hafi verið
innileg og heimilisleg.
„Elskan mín …“ segir hann reffilega. „Sumar-
gleðin kom þarna t.d. eins og hún lagði sig og við
sungum þessi vitleysingalög eins og „Prinspóló“.
Ragnar segir að þessum degi muni hann aldrei
gleyma svo lengi sem hann lifi.
„Ég söng 87 lög alls þennan dag! Tvennir tón-
leikar, klukkan fjögur og níu, og svo generalprufa
um morguninn. Ég var ekkert svo þreyttur í rödd-
inni þó, aðallega í bakinu af því að ég var búinn að
standa svo lengi. Svo voru skórnir að drepa mig
og hún konan mín yndisleg sá til þess að ég skipti
um þá þegar leið á síðari tónleikana. Gerði það á
spani á milli númera!“
Morgunblaðið/Eggert
Heimilislegt Niðjar Ragga létu sig ekki muna um það að syngja með honum lag eða tvö við góðar undirtektir áheyrenda.
„Ennþá í 30.000 feta hæð!“
Raggi Bjarna er skýjum ofar eftir vel heppnaða afmælistónleika
Söng 87 lög á tvennum tónleikum á einum degi, 75 ára gamall maðurinn
Afmælisfögnuður Ragga
er svo varðaður með
glæsilegri safnplötu,
þremur geislaplötum sem
spanna árin 1953-2009,
alls 69 lög. Gnótt ljós-
mynda fylgir, auk grein-
argóðs yfirlits yfir ferilinn sem Þorgeir Ást-
valdsson hefur tekið saman. Er það
Sena/Íslenskir tónar sem gefur út.
„Ég hafði svona aðeins puttana í þessu,“
segir Raggi hógvær. „Þetta voru um 300 lög
sem þurfti að fara í gegnum.“
Raggi segir að m.a. séu þarna tvö lög sem
séu nokkuð söguleg, það er fyrstu tvö lögin
sem hann hljóðritaði. Þetta var árið 1953 og
Ragnar ekki nema átján ára. Lagið „Ég býð
þér koss, mín kæra“ söng hann með stór-
söngvaranum Sigurði Ólafssyni en hitt,
„Blómarós frá Barcelona“, söng hann einn
síns liðs.
„Þetta var að undirlagi pabba,“ rifjar Raggi
upp. „Ég skalf og nötraði en það sem bjargaði
mér var að skrifstofa FÍH, sem pabbi stofnaði
’32, var eldhúsið heima. Þannig að menn eins
og Alfreð Clausen og Haukur Morthens voru
tíðir gestir. Ég var því orðinn vanur því að um-
gangast stórsöngvara,“ segir stórsöngvarinn
Ragnar Bjarnason og hlær.
Yfir hálfrar aldar ferill