Morgunblaðið - 29.09.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.09.2009, Qupperneq 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 KONAN sem varð til þess að Bítlarnir sömdu lagið Lucy In The Sky With Diamonds er látin, 46 ára. Hún hét Lucy O’Donnell. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins Independent. Að sögn Julians Lennon, eldri sonar Bítilsins Johns, voru þau Lucy saman á leikskóla þegar hann teiknaði mynd af stúlkunni árið 1966 og sýndi föður sínum. „Þetta er Lucy In The Sky With Diamonds,“ kveðst Julian hafa sagt föður sínum þegar hann sýndi honum teikn- inguna. Myndin varð John slíkur innblástur að lagið varð til, að sögn Julians. Þetta lag þeirra Lennons og Pauls McCartney kom út á hinni byltingarkenndu plötu Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band árið 1967 og vakti strax miklar deilur vegna meintrar skírskotunar til ofskynjunarlyfsins LSD. Fram kemur í frétt Independent að þessir fyrrverandi skólafélagar, Julian og Lucy, hafi endurnýjað vináttu sínu nýlega sína eftir að sonur Bítilsins komst að því að hún barðist við sjaldgæfan sjúkdóm sem herjaði á ónæmiskerfið. „Lucy in The Sky“ látin Sýrðir Bítlarnir, 1967. JOHNNY Depp bjargaði lífi Courtney Love eitt sinn. Leikarinn þurfti að blása lífi í söngkonuna þegar hún hné niður eft- ir mikla fíkniefnaneyslu. „Ég meina, ég var við það að deyja í nokkur skipti. Johnny Depp lífgaði mig við í eitt skipti. Það er það næsta dauð- anum sem ég hef komist,“ sagði Love í viðtali við Style tímaritið. Love, sem er ekkja Kurt Cobain, sagði líka að ókunnugir hefðu gefið henni pen- inga þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum fyrr á þessu ári. Hún og 17 ára gömul dóttir hennar og Cobain, Frances Bean, búa á hóteli í New York á meðan verið er að gera upp íbúð í borginni fyrir þær. Depp blés lífi í Love Reuters Courtney Love Reuters Johnny Depp TÓNLISTARMAÐURINN Chris Brown mun birtast aftur á sviði eft- ir nokkurt hlé í næsta mánuði. Brown hefur ekki komið fram á tónleikum síðan hann beitti fyrr- verandi unnustu sína, Rihanna, lík- amlegu ofbeldi í febrúar. Hann ætl- ar að koma fram á Power 105.1’s Powerhouse ’09 tónleikunum ásamt Keri Hilson, The-Dream, Trey Songz, Mario, Day26 og Ginuwine þann 27. október. Innanbúðarmenn í tónlist- arbransanum segja að Brown taki skref niður á við með því að koma fram á þessum tónleikum miðað við hvernig viðburðum hann kom fram á fyrir árásina. „Þetta er algjör C- flokks hópur. Þetta er ekkert eins og það tónlistarfólk sem hann kom fram með fyrir ári síðan. Hann var mjög stór og þetta eru tónleikar sem hann hefði aldrei komið fram á áður en hann kom sér í vandræði,“ sagði einn í bransanum. Brown veit að hann þarf að byggja feril sinn upp á ný. Tón- leikahaldarar vita að þeir taka miklu áhættu með því að bóka hann. Ímynd hans er í molum en þrátt fyrir að hann hafi játað að hafa lagt hendur á unnustu sína hafa ekki allir aðdáendur hans yf- irgefið hann. Brown játaði að hafa barið, sparkað og hálfkæft Rihanna eftir að þau sóttu partí fyrir Grammy verðlaunin í febrúar. Hann var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og sex mánaða samfélags- vinnu í ágúst. Einnig var honum bannað að hafa samband við eða hitta Rihanna í fimm ár. Reuters Rihanna Á velgengni að fagna. Reuters Chris Brown Byggir upp ferilinn. Byggir upp feril- inn að nýju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.