Morgunblaðið - 02.11.2009, Page 1

Morgunblaðið - 02.11.2009, Page 1
M Á N U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 296. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «HREKKJAVÖKUPARTÍ Á NASA KÚREKAR, NUNNUR OG BLEIKI PARDUSINN «LISTASKÓLI BARNA Undur og gersemar í myndverkunum GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R.  Til stendur að segja forstöðu- mönnum allra félagsmiðstöðva í Hafnarfirði upp. Félagsmiðstöðv- arnar eru sex talsins. Ólafur Stef- ánsson, forstöðumaður Setursins, er mjög óhress með hvernig að mál- inu hefur verið staðið. Forstöðu- mennirnir hafi heyrt af málinu fyrst eftir að bæjarfulltrúi tjáði ein- um þeirra óformlega hvað stæði til. Mikil óvissa ríki, enda hafi þeim ekki formlega verið kynnt hverjum verði sagt upp né hvenær. „Það er mjög erfitt að halda fullu þjón- ustustigi þegar við vitum í fyrsta lagi ekki hvort við verðum áfram við störf og í öðru lagi hvar verður skorið niður næst.“ »4 Forstöðumönnum allra félagsmið- stöðva sagt upp Morgunblaðið/RAX  Skatttekjur Borgarbyggðar skerðast um 100 milljónir króna í ár og um 50 milljónir á næsta ári. Í róttækustu niðurskurðar- tillögum stjórn- enda sveitarfé- lagsins, sem kynntar verða íbú- um næstu daga, er gert ráð fyrir að þremur af fimm grunnskólum sveit- arfélagsins verði lokað og tíminn sem leikskólar eru opnir verði styttur. Byrjað verður að kynna tillög- urnar í kvöld. »9 Verður þremur grunnskólum lokað? Leikskólinn á Hvanneyri  Trú íslenskra kennara á eigin getu er með því besta sem gerist. Mikill meirihluti kennara telur sig hafa afgerandi áhrif á menntun nemenda sinna, og að þeir geti náð góðum árangri, jafnvel með erf- iðustu nemendur. Gott andrúmsloft í kennslustofunni, ásamt góðu sam- starfi við nemendur og foreldra, skipti og meira máli fyrir starfs- ánægju kennara en einkunnir nem- enda. Þetta eru niðurstöður Talis, alþjóðlegrar samanburðarrann- sóknar sem unnin var fyrir mennta- málaráðuneytið í samvinnu við OECD. »14 Gott samstarf talið mikilvægara en einkunnir Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is FINNUR Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings, segir í samtali við Morgunblaðið að engar afskriftir hafi enn átt sér stað á skuldum 1998 ehf., eigenda smávöru- verslanakeðjunnar Haga. Finnur játti því hvorki né neit- aði að afskriftir myndu mögulega eiga sér stað hjá 1998, í samtali við Morgunblaðið. Í verklagsreglum Nýja Kaup- þings um úrlausnir á skuldavanda fyrirtækja segir, að áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda byggist á því að þeir njóti trausts og þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins. Finnur segir að innan bankans sé í einu og öllu farið eftir áðurnefndum verklagsreglum. Jafnframt segir hann 1998 ekki njóta sérmeðferðar hjá Nýja Kaup- þingi við úrlausn sinna skuldamála. Skuld 1998 við Nýja Kaupþing nemur 48 milljörðum króna, en skuldin stofnaðist þegar 1998 keypti Haga af Baugi á síðasta ári. Hagar eru eina eign 1998, en Hagar skulduðu 22 milljarða króna í lok ágúst 2008 sé miðað við árshlutauppgjör frá þeim tíma. Högum var því vænt- anlega ætlað að standa undir sínum eigin skuldum sem og skuldum 1998, en þær nema á áttunda tug milljarða. Stjórn bankans þögul sem gröfin Erna Bjarnadóttir, stjórnarformaður Nýja Kaup- þings, sagðist ekki vilja tjá sig um einstök mál innan bankans. Hins vegar væri ávallt unnið að því að hámarka virði bankans. Enginn þeirra stjórnarmanna Nýja Kaup- þings sem í náðist við vinnslu fréttarinnar vildi tjá sig um málefni 1998. Greint var frá því í fréttum í gær að Jón Ás- geir Jóhannesson, ásamt öðrum fjárfestum, gæti eignast 60% í Högum með því að koma inn með 7 milljarða af nýju hlutafé. Nýja Kaupþing myndi síðan eignast 40% hlut á móti. Í áðurnefndum verklagsreglum bankans seg- ir að skuldir fyrirtækja séu ekki felldar niður eða þeim breytt í hlutafé nema önnur úrræði séu fullreynd eða ekki talin líkleg til árangurs. Jafnframt er kveðið á um að samkeppnissjónarmið og gagnsæi skuli höfð að leiðar- ljósi í ákvörðunum er varða skuldaniðurfellingar. Tugmilljarða afskriftir? Morgunblaðið/Golli Bankaleynd Hvorki bankastjóri Nýja Kaupþings né stjórn bankans tjáir sig um málefni eigenda Haga. Forsvarsmenn Nýja Kaupþings játa hvorki né neita því að tugir milljarða verði afskrifaðir hjá eigendum Haga  Engin sérmeðferð | 6 „ÉG myndi vilja fá betri útskýr- ingar á því hvers vegna fyr- irtækið er ekki losað undan stjórn þeirra sem hafa keyrt það í þrot,“ seg- ir Lilja Mós- esdóttir, þing- maður VG og formaður viðskiptanefndar, um fréttir þess efnis að Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélagar hans muni eignast 60% hlut í Hög- um, gegn því að leggja fram 7 milljarða. Ræða þarf skilyrði fyrir afskriftum Ljóst er að Kaupþing þarf að afskrifa tugi milljarða, ef þetta verður niðurstaðan. Lilja segir að meiri umræða þurfi að fara fram um það hvaða skilyrði eigi að setja þegar skuldir sem þessar eru afskrifaðar. „Þetta er málefni sem betur þarf að ræða, bæði inn- an ríkisstjórnarinnar og eins á Al- þingi.“ Vill frekari útskýringar á viðskiptunum Lilja Mósesdóttir Snorri Steinn Guðjónsson er ánægður með lífið hjá Rhein- Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann kveðst vera kominn í mikið æv- intýri sem hann ætli sér að njóta. Snorri er ánægður hjá RN Löwen Framkonur eru komnar í sextán liða úrslitin í Áskorendabikarnum í handknattleik eftir tvo sigra í Tyrklandi um helgina. Þær ætla sér lengra í keppninni. Framkonur unnu tvisvar í Tyrklandi Njarðvíkingar sigruðu Íslands- meistara KR og Stjarnan lagði ÍR að velli á Íslandsmóti karla í körfu- bolta. Njarðvík og Stjarnan eru á toppnum með fullt hús stiga. ÍÞRÓTTIR Njarðvík og Stjarnan eru efst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.