Morgunblaðið - 02.11.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.11.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu“ jafnframt í boði). Einnig bjóðum við frábært sértilboð á Club Green Oasis smáhýsunum með öllu inni- földu á hreint ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð frá kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 25 nætur. Stökktu tilboð 24. nóvember. Aukalega m.v. stökktu tilboð með „öllu inniföldu“ kr. 50.000. Aukalega m.v. 2 í smáhýsi á Club Green Oasis með „öllu inni- földu“ kr. 70.000. Aðeins örfáar íbúðir í boði! Kanarí 24. nóv. – 25 nætur frá kr. 99.900 Frá kr. 149.900 – með „öllu inniföldu“ ÍSLENSKA viðburðafyrirtækið Practical og Hilton Nordica hótel í Reykjavík hlutu á laugardag hin virtu, alþjóðlegu CRYSTAL– ferðaþjónustuverðlaun ásamt bandarísku viðburðafyrirtæki. Verðlaunin hlutu fyrirtækin fyrir 200 manna hvataferð á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis hingað til lands. Að sögn Marínar Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Practical, var yfirskrift ferðarinnar Land and- stæðnanna. „Þetta var fjögurra daga ferð sem innihélt dagsferðir, hátíðarkvöldverð o.fl.,“ segir Marín. „Einn daginn gat fólk valið sér ferð eftir áhugasviði og þá var m.a. í boði að fara í flúðasiglingar, hesta- ferð, skoðunarferð um Reykjavík og Gullna hringinn. Annan dag var farið með allan hópinn upp á jökul í jeppum og á vélsleðum, svo utan- umhaldið var mikið.“ Practical sá um alla skipulagningu ferðarinnar hér á landi en gestirnir gistu á Hil- ton Nordica, þar sem hátíðarkvöld- verðurinn fór einnig fram. Stærstu fyrirtæki í heimi Marín segir CRYSTAL–verð- launin mikinn gæðastimpil fyrir ís- lenska ferðaþjónustu en þau eru veitt af SITE-samtökunum, sem í eru um 2000 fyrirtæki á sviði ferða- þjónustu og skipulagningar við- burða. „Maður fann strax á laugar- dag fyrir mjög miklum áhuga á því sem við gerum. Við erum greinilega komin á kortið. Ferðaskrifstofurnar í samtökunum vinna fyrir stærstu fyrirtæki í heimi svo þetta skiptir virkilega máli fyrir okkar við- skipti.“ ben@mbl.is Á bólakafi Ferðalöngum gafst færi á að velja sér ferð eftir áhugasviði. „Erum komin á kortið“ Íslensk ferðaþjón- ustufyrirtæki fá alþjóðleg verðlaun Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is UMTALSVERÐIR fordómar eru á Íslandi gagn- vart einstaklingum með geðræn vandamál, en al- mennt þó minni en í öðrum löndum. Þetta sýna niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem kynnt verður á morgun en rannsóknin er hluti alþjóð- legrar könnunar á viðhorfum til geðrænna vanda- mála. Íslensku rannsóknina gerðu þau dr. Sigrún Ólafsdóttir, lektor í félagsfræði við Boston- háskóla, og dr. Jón Gunnar Bernburg, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Að sögn Sigrún- ar voru rúmlega þúsund Íslendingar heimsóttir árið 2006 til 2007 þar sem þeir voru spurðir staðl- aðra spurninga um viðhorf sitt til fólks með geð- ræn vandamál. Á sama tíma voru sambærilegar kannanir gerðar í öðrum löndum og nú liggja fyr- ir niðurstöður úr 14 þeirra. „Niðurstöðurnar sýna verulega fordóma á Ís- landi gagnvart fólki með geðræn vandamál og mælast meiri fordómar gagnvart geðklofa en þunglyndi,“ útskýrir Sigrún. „Hins vegar koma Íslendingar tiltölulega vel út í alþjóðlega saman- burðinum en þeir virðast vera með minni for- dóma en almenningur í hinum þátttökulönd- unum.“ Niðurstöður eru reiknaðar út frá hverri spurn- ingu fyrir sig. „T.d. telja tæplega 20% Íslendinga að einstaklingur með geðklofa sé líklegur til að vinna öðrum mein, og þegar einn fimmti allra Ís- lendinga er þessarar skoðunar hlýtur það að telj- ast umtalsvert. Meðaltöl annarra landa eru þó mun hærri en Ísland kemur lægst út á þessari mælingu,“ segir Sigrún en undirstrikar að það sé misjafnt eftir spurningunum. „Ísland er sjaldan yfir miðju hvað varðar fordóma en það er heldur ekki neðst í öllum spurningunum.“ Umræðan hafi áhrif Hún segir staðalmyndirnar afar slæmar fyrir einstaklinga sem glíma við geðræn vandamál. „Þessum viðhorfum mæta þeir í samfélaginu. Fordómarnir leiða m.a. til þess að við kynnumst viðkomandi ekki á hans eigin forsendum heldur notum við staðalmyndirnar til að búa okkur til mynd af því hvers konar einstaklingur þetta er.“ Ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á því hvers vegna Íslendingar koma betur út varðandi for- dóma en margar aðrar þjóðir. „Menn geta velt því fyrir sér hvort sú umræða sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2000 hafi haft einhver áhrif,“ segir Sigrún og vísar þar m.a. til Geðræktarverk- efnisins, geðfræðslu Hugarafls og þess að fólk hafi komið fram og greint opinberlega frá glímu sinni við geðsjúkdóma. „Ísland er líka tiltölulega lítið og einsleitt samfélag og við vitum út frá fé- lagslegum kenningum að oft er minna um for- dóma í slíkum samfélögum, því það er minni munur á milli samfélagshópa.“ Rannsóknin verður kynnt á opinni ráðstefnu á vegum Hugarafls á morgun, í Háskóla Íslands. Fordómar minni á Íslandi  Stór rannsókn á viðhorfum Íslendinga til fólks með geðræn vandamál kynnt á ráðstefnu á morgun  Rannsóknin hluti alþjóðlegrar könnunar á fordómum Morgunblaðið/Golli Fræðimenn Sigrún og Jón Gunnar segja meiri fordóma gagnvart fólki með geðklofa en þunglyndi. „ÞAÐ er búið að vera brjálað að gera og fólk hefur verið mjög ánægt,“ segir Jón Garðar Ögmunds- son, eigandi veitingastaðarins Metro, sem var opnaður í gær. „Bið- raðir hafa verið miklar, og röðin að bílalúgum ekki styttri en 50 metrar í allan dag.“ Jón Garðar var eigandi McDonald’s á Íslandi, en eins og kunnugt er hefur útibúum McDo- nalds hér á landi verið lokað og Metro opnað í þeirra stað. Jón Garð- ar segir að síðustu viku hafi um 100 til 110 þúsund manns snætt á McDo- nald’s-útibúunum á Íslandi. Nýr Metro fer vel af stað FRÁFARANDI fulltrúi mennta- málaráðuneytisins í KÍM, Fríða Björk Ingvarsdóttir, segir það ekki rétt að hún hafi hafnað sáttatillögum frá menntamálaráðuneytinu vegna kröfu Steingríms Eyfjörð, eins og hann hélt fram í Morgunblaðinu um helgina. Greint var frá því að hann hyggst höfða skaðabótamál gegn KÍM (Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar) vegna skemmda á lista- verkum sem hann sýndi á Feneyja- tvíæringnum árið 2007. Sagði Steingrímur að mennta- málaráðuneytið hefði haft milli- göngu um sáttatillögu sem Fríða Björk, þáverandi stjórnarformaður KÍM og fulltrúi ráðuneytisins, hefði hafnað. Steingrímur hafnaði sáttum „Ég hef ekki hafnað sáttatillögum frá menntamálaráðuneytinu vegna kröfu Steingríms Eyfjörð,“ segir Fríða Björk. „Þvert á móti hefur ríkt eining á milli mín, sem fulltrúa ráðu- neytisins í KÍM, og ráðuneytisins, um að leita sátta í málinu. Þeim sátt- um hefur Steingrímur hafnað.“ Hún segir öll gögn málsins hafa verið lögð fyrir stjórn KÍM allt frá því að það kom upp en þar eigi myndlistarmenn tvo fulltrúa meðal annarra. „Það hefur ríkt einhugur í stjórninni um hvernig hægt væri að bregðast við kröfum Steingríms og eftir þeim samþykktum hefur verið farið.“ Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu, vill lít- ið um málið segja. „Að vísu kom ég að þessu en það voru óformlegar til- raunir til að leiða menn saman.“ Að- spurður segir hann að ekki hafi kom- ið fram formleg sáttatillaga frá ráðuneytinu í málinu. „Nei, enda er þetta ekki mál ráðuneytisins.“ Hafnaði engum sátta- tillögum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is ÖLLUM forstöðumönnum félagsmiðstöðva í Hafn- arfirði verður sagt upp á næstunni, en uppsagn- irnar eru liður í skipulagsbreytingu hjá bænum. Einhverjum þeirra verður boðið aftur starf, en óljóst er hversu mörgum. Ólafur Stefánsson, forstöðumaður Setursins, er mjög ósáttur við hvernig að málinu hefur verið staðið, og segir sama gilda um fleiri forstöðumenn. Hann segir forstöðumennina hafa fyrst heyrt af málinu eftir að Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæj- arfulltrúi Samfylkingar, tjáði einum þeirra óform- lega að til stæði að segja þeim öllum upp. Mikil óvissa er meðal starfsmannanna, segir Ólafur, enda hafi þeim ekki verið formlega tilkynnt hvaða breytingar standi fyrir dyrum. „Við for- stöðumenn vitum ekkert hvort okkur verður sagt upp, né hvenær. Þegar er búið að skera gríðarlega mikið niður. Það er mjög erfitt að halda fullu þjón- ustustigi þegar við vitum í fyrsta lagi ekki hvort við verðum áfram við störf og í öðru lagi hvar verður skorið niður næst.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir að fundur með forstöðumönn- um sé fyrirhugaður, þar sem farið verði yfir skipu- lagsbreytingarnar. Hún segir ekki rétt að hún hafi sagt forstöðu- manni að uppsagnirnar stæðu til, enda sé það ekki í hennar verkahring. „Mér hefur verið tjáð að það hafi verið farið ítarlega yfir þetta með for- stöðumönnum,“ segir Margrét Gauja. Hún segir að gert sé ráð fyrir því að forstöðumönnunum verði sagt upp fyrir 1. febrúar og að breytingarnar taki að fullu gildi næsta haust. Forstöðumönnum sagt upp  Öllum forstöðumönnum félagsmiðstöðva í Hafnarfirði verður sagt upp  Forstöðumaður er ósáttur við hvernig að málinu er staðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.