Morgunblaðið - 02.11.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 02.11.2009, Síða 16
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur JÓLAGJAFIR FRÁ FYRIRTÆKJUM Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfs- fólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 12. nóvember. Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskipta- vinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. JESÚS Kristur stofnaði kirkjuna, hann er einnig við stýrið og stefnir skip- inu í örugga höfn. Meðlimir kirkjunnar eru ekki fullkomnir, hvorki leiðtogar hennar né hinn fjöl- menni söfnuður. Kirkjusagan er saga sigra og ósigra, „allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“, – segir í helgri bók. Það er því kraftaverk að kirkjan skuli hafa lifað af í 2000 ár þrátt fyrir oft misvitra leiðtoga og meðlimi. Þjóðkirkjan á Íslandi er traust og öflug stofnun, hún er hluti af kirkju Krists og leitast við að vera biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja í íslensku samfélagi. Starfsstöðvar kirkjunnar eru um allt land, enda tilheyra flestir Íslendingar þessu félagi, þiggja þjónustu af ýmsum toga og taka þátt eftir því sem á stendur hverju sinni. Ljóst er að safnaðarstarf hefur aukist til mikilla muna síðustu ár og áratugi. Þetta á við um allar greinar kirkjustarfsins. Auk hefð- bundins helgihalds er víða boðið upp á fjölbreyttar kyrrðarstundir, bænastundir, morgunmessur og kvöldmessur. Barna- og unglinga- starf er mjög öflugt, sérstaklega í þéttbýli, reynt er að höfða til allra aldurshópa, en fermingarund- irbúningur skipar þar mikilvægan sess. Foreldramorgnar er vinsælt samkomuform sem margir nýta sér, en mikill vöxtur hefur verið í þessu starfi síðustu misserin þar sem ég þekki til. Fræðslustarf hefur aldrei verið meira en nú, boðið er upp á fyrir- lestra um áhugaverð efni, nokk- urra kvölda námskeið, biblíulestra, sjálfshjálparhópa svo eitthvað sé nefnt. Tónlistar- og listastarf er víða mjög öflugt í kirkjunni. Mörg þús- und manns á öllum aldri syngja í barnakórum og kirkjukórum safn- aðanna um allt land. Í nokkrum kirkjum hafa verið stofnuð lista- og listvinafélög, sem skipuleggja öflugt og fjölbreytt listastarf í söfnuðunum, mörgum til blessunar og gleði. Kvenfélög safn- aðanna eru rótgróin og hafa starfað öt- ullega í áratugi og eru enn að. Kven- félagskonur hafa ver- ið óþreytandi við að safna peningum til að styrkja safn- aðarstarfið. Sérþjónusta kirkjunnar er fjöl- breytt, en í Reykjavík eru t.d. starfandi 16 sérþjónustuprestar og 4 djáknar á sjúkrahúsum og stofn- unum. Þessir þjónar kirkjunnar mæta þörfum skjólstæðinga sinna með helgihaldi, samtölum, fræðslu, hópastarfi o.fl. Þjóð- kirkjan hefur einnig stofnað Hjálparstarf kirkjunnar og Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar, sem hafa unnið ómetanlegt starf á und- anförnum árum. Sjálfboðaliðar hafa komið að kirkjustarfi alla tíð, má þar nefna meðhjálpara og kirkjuverði sem lengst af voru í sjálfboðnu starfi. Síðustu þrjú árin hefur nýtt form á sjálfboðnu starfi orðið til, en það eru svokallaðir messuþjónar. Undirritaður sá hvernig messu- þjónar störfuðu við einn söfnuð í Lundi í Svíþjóð vorið 2006. Ég kynnti mér þessa þjónustu og sótti nokkrar messur þar sem messuþjónar komu að þjónustunni með prestunum. Þegar heim kom stakk ég upp á því að við reyndum þessa aðferð í Hallgrímskirkju og nú hafa 9 söfnuðir á höfuðborg- arsvæðinu bæst í hópinn. Aðferðin er fólgin í því að stofna 4-5 messuhópa með 6-10 manns í hverjum. Hóparnir skiftast á að þjóna að messunni. Fyrir hverja messu er undirbúningsfundur. Messuhópurinn hittir prestinn um miðja vikuna, þar er hlutverkum skipt á messuþjónana, einhverjir koma snemma og undirbúa mess- una með starfsfólki kirkjunnar, einn til tveir standa í kirkjudyrum og taka á móti söfnuðinum, hóp- urinn gengur með kross og ljós inn kirkjugólfið við upphaf mess- unnar, tveir lesa ritningarorð, aðr- ir lesa kirkjubænina, aðstoða við útdeilingu sakramentisins, hjálpa til við að ganga frá eftir messu, aðstoða við kirkjukaffið eða súp- una ef boðið er upp á eitthvað slíkt og þannig mætti lengi telja. Hlutverkin þurfa ekki að vera eins frá kirkju til kirkju, hver söfnuður finnur sinn takt og raðar hlut- verkum eftir því sem fólk kemur sér saman um. Mælt er með að hafa dreifðan aldur í hópunum. Á undirbúningsfundinum eru textar sunnudagsins lesnir og leiðir presturinn samtal um textana sem sannarlega nýtist honum við ræð- ugerðina. Oft verða líflegar um- ræður um ræðuefni dagsins, en hver fundur endar með bæn fyrir messunni. Reynslan af þessu starfi er mjög góð. Messuþjónarnir tala gjarnan um að þetta nýja hlutverk í kirkjunni hafi opnað nýja sýn á messunni og kristinni trú almennt. Messuþjónarnir hafa einnig kallað eftir fræðslufundum og auknu samfélagi. Síðastliðin tvö ár höfum við endað vetrarstarfið með því að boða alla messuþjóna prófasts- dæmisins til messuþjónahátíðar sem hefur verið mjög uppbyggileg og góð samvera. Auk alls þessa starfs, sem ég hef lauslega farið yfir, er kirkjan í samstarfi við marga aðila í þjóðfélaginu, bæði í opinbera geiranum en einnig við aðrar stofnanir, s.s. Ráðgjaf- arstofu heimilanna, Rauða kross- inn, aðrar kirkjudeildir og fulltrúa annarra trúarbragða. Eftir að hafa talað við marga presta, djákna og fulltrúa sóknarnefnda í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra á þessu hausti fullyrði ég, að kirkj- an sé á góðri siglingu þetta haust- ið. Kirkjan á góðri siglingu Eftir Jón Dalbú Hróbjartsson » Í táknmáli kirkj-unnar er kirkjunni gjarnan líkt við skip. Skipið er á siglingu yfir lífsins ólgusjó. Jón Dalbú Hróbjartsson Höfundur er sóknarprestur í Hall- grímskirkju og prófastur í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra. UNDANFARNAR vikur hafa sprottið upp umræður um upp- byggingu atvinnutæki- færa á Suðurnesjum. Sitt hefur þar sýnst hverjum, og kastað hefur verið fram ýms- um spurningum, og mörgum svörum sem erfitt hefur verið að henda reiður á. At- hyglinni hefur verið beint að ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur, og sagt að sú ákvörðun tefji nú allar frekari framkvæmdir. En minna hefur ver- ið rætt um önnur mál, sem þrátt fyrir allt skipta líka máli um fram- gang þeirra verkefna sem nú eru í burðarliðnum. Í þau mál þarf að fá hreinar línur áður en áfram er haldið. Málefni Gagnavers Verne Hold- ing er eitt þeirra mála sem dregin hafa verið inn í umræðuna og sagt að ríkið dragi varðandi fjárfest- ingasamninga og að frestun Suðvesturlínu tefji þá framkvæmd. Þar hefur raforka verið tryggð, nú- verandi kerfi tryggir þá orku, og undirrituð hafa verið drög að fjárfestingarsamningi. Þar eru hreinar línur. Álver í Helguvík hef- ur verið stóri ásteytingarsteinninn. Þar virðast því miður flest ágrein- ingsefnin vera. Það er rétt, að mikil seinkun á Suðvesturlínu getur haft áhrif á hraða fram- kvæmdarinnar. Þar virðist þó vanta svör um, hvar á að fá þá orku sem til þarf til að knýja það álver, sem nú í miðri kreppu hef- ur verið stækkað upp í 360.000 tonna árs- framleiðslu. Áður hafði verið samþykkt og gengið frá samningum fyrir álveri sem ætlað var að framleiða allt að 250.000 tonn á ári, og gengið hafði verið frá útvegun raforku til 1. áfanga þess fyrir 150.000 tonn. Ennþá vantar að gera grein fyrir hvernig, hver og hvar menn ætla að útvega þá orku sem upp á vant- ar. Það er ekki nóg að segja bara að hún sé til. Þar þarf meira til. Þar þarf hreinar línur. Undirstaða flestra þeirra framkvæmda er snúa að atvinnuuppbyggingu á Suð- urnesjum er sú höfn sem ætlað er að þjónusta þau fyrirtæki sem þangað hafa boðað komu sína. Ljóst er að Reykjanesbær, sök- um gríðarlegrar skuldsetningar, getur ekki einn klárað það verkefni sem höfnin er, og bæjarstjórinn segir að kosta muni um það bil tvo milljarða króna. Lán vegna hafn- arinnar eru samt komin í rúmlega 3,6 milljarða. Þar vantar hreinar línur og útskýringar á hvers vegna svo er komið í framkvæmd sem menn hafa gefið í skyn í mörg ár að væri á hreinu, og var forsenda þess í upphafi að samningar tókust við Norðurál um staðsetningu ál- versins. Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum snýst uppbygging á Suðvest- urlínum fyrst og fremst um öryggi. Núverandi línulagnir eru komnar til ára sinna og fullnægja ekki lengur þeim öryggissjónarmiðum sem uppi eru. Hvar og hvernig hún er lögð skiptir miklu máli fyrir framtíðaruppbyggingu og lífsskil- yrði þeirra sem seinna skulu njóta. Þeim sjónarmiðum má ekki fórna á altari þess að ekki hafi gefist tóm til að hyggja að þeim. Þrátt fyrir að nú liggi mikið á að koma þeim verkefnum í gang sem fyrir liggja skulum við samt gefa okkur tíma til að sjá samhengi hlutanna. Að ekki verði af stað far- ið fyrr en ljóst sé að við náum þeim leiðarenda sem að er stefnt. Að fyr- ir liggi hreinar línur um hvað það er sem við viljum til framtíðar, og að ekki verði ráðist í stærri verk- efni en ljóst er að við getum með góðu móti sætt okkur við. Hreinar línur Eftir Hannes Friðriksson » Að fyrir liggi hreinarlínur um hvað það er sem við viljum til fram- tíðar, og að ekki verði ráðist í stærri verkefni en ljóst er að við ráðum við. Hannes Friðriksson Höfundur er innanhússarkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.