Morgunblaðið - 02.11.2009, Qupperneq 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
✝ Elín Sverrisdóttirfæddist í Reykja-
vík 27. júní 1948. Hún
andaðist á heimili sínu
í Brämhult í Svíþjóð
14. október sl. For-
eldrar hennar eru
Ingibjörg Marteins-
dóttir húsfreyja, f. í
Reykjavík 2. júní
1927, og Sverrir Hall-
dórsson gullsmiður
frá Stykkishólmi, f.
10. ágúst 1913, d. í
Reykjavík 16. júní
1957. Stjúpfaðir El-
ínar var Halldór G. Sigurðsson, f.
10. október 1921, d. 30. desember
1982.
Elín giftist 11. nóvember 1967
Hilmari Þór Hálfdánarsyni lækni, f.
29. desember 1947, d. 22. desember
1993. Foreldrar hans voru Hálfdán
V. Einarsson tollvörður, f. 31. maí
1917, d. 26. nóvember
2005, og Ingibjörg Er-
lendsdóttir húsfreyja,
f. 17. október 1919, d.
22. júní 2001. Börn El-
ínar og Hilmars eru:
Sverrir Þór læknir, f.
21. ágúst 1965, Hilm-
ar Þór, tölvunarfræð-
ingur, og tvíburabróð-
ir hans, Hálfdán Þór,
læknir, fæddir 4.
ágúst 1972, Halldór
Þór, byggingarverk-
fræðingur, f. 16. ágúst
1979, og Erlendur
Þór, byggingarverkfræðingur, f. 23.
nóvember 1980.
Elín starfaði lengstum hjá sveit-
arfélaginu Brämhult, þar sem hún
starfaði á fjármálasviði.
Elín verður jarðsungin frá Graf-
arvogskirkju í dag, 2. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku amma, takk fyrir allar
samverustundirnar sem við höfum
átt síðustu 13 árin. Það verður
tómlegt að koma aftur til Svíþjóð-
ar þegar þú ert ekki þar. En ég
veit að þú ert á góðum stað núna
og að þú vakir yfir okkur. Þegar
ég rifja upp allar góðu og fallegu
minningarnar um samverustundir
sem ég átti með þér þá eru jólin
efst í huga. Jólin sem voru alltaf
haldin á Tyllgatan hjá ömmu. Þeg-
ar komið var inn þá var allt svo
hlýlegt og jólalegt, búið var að
leggja á borð og þú búin að baka
loftkökur og aðrar smákökur fyrir
jólin.
Elsku amma mín, ég á eftir að
sakna þín mjög mikið. Takk fyrir
allt.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þín
Sara Björk.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ók.)
Það er svo ósanngjarnt og ótíma-
bært að kveðja mágkonu mína
svona fljótt. Ég var aðeins 11-12
ára þegar hún kom inn í líf mitt,
þegar hún og Hilmar bróðir byrj-
uðu saman, kornung. Fljótlega
fæddist fyrsti gullmolinn þeirra, sá
fyrsti af fimm, og fékk ég oft að
passa eða öllu heldur leika mér með
hann.
Tvíburarnir fæddust sjö árum
síðar og þá var gaman og alvöru-
mömmuleikur tók við. Fjölskyldan
flutti til Svíþjóðar árið sem strák-
arnir urðu 12 og fimm ára, þegar
Hilmar fór í framhaldsnám. Ég
saknaði þeirra svo mikið að ég var
komin í fyrstu heimsóknina aðeins
nokkrum vikum eftir að þau fluttu.
Í Svíþjóð bættust við tveir ynd-
islegir strákar.
Snemma var höggvið stórt skarð
í þessa fjölskyldu þegar bróðir
minn lést tæplega 46 ára, og þá var
Ella fjarri öllum ættingjum ein með
strákana sína. Ella helgaði þeim
alla sína krafta og kom þeim öllum
áfram til náms, hún var algjör of-
urmamma, fylgdi þeim alltaf vel
eftir í öllum þeirra áhugamálum og
voru þeir alltaf það fyrsta sem talað
var um þegar við ræddum saman í
síma sem við gerðum mjög oft. Mér
er alveg óskiljanlegt hvað lífið get-
ur verið óréttlátt, þegar ungarnir
eru flognir og farið að styttast í
annan endann á vinnudeginum þá
ríður þetta reiðarslag yfir, Ella
hafði hugsað sér að vera meira
heima á Íslandi að afloknum
löngum vinnudegi og hafði fest
kaup á íbúð á Íslandi en sá draum-
ur rættist ekki.
Við hjónin vorum í heimsókn í
Svíþjóð hjá henni aðeins rúmum
mánuði fyrir andlátið, okkur grun-
aði ekki hvað stuttur tími var eftir,
við fórum eitthvað á hverjum degi
og hún alltaf með, síðasta daginn
okkar keyrðum við hana í skoðun
upp á sjúkrahús og ekkert hafði
versnað, í dag sé ég hana fyrir mér
koma labbandi þar út, há og grönn
og alltaf stórglæsileg og vel til höfð,
ekki síðri í þetta skiptið.
Meðan við dvöldumst í Svíþjóð
var farið að tala um fermingu Söru
næsta vor og í hana ætlaði hún að
koma. Einng var mikil tilhlökkun
fyrir brúðkaupi Hálfdáns og Ann,
sem stóð til næsta vor og var mikil
tilhlökkun fyrir því, en þau létu
draum hennar rætast og giftu sig á
dánarbeði hennar að hennar ósk.
Það var henni mikil gæfa að eiga
svo góða fjölskyldu og tengdadótt-
irin gerði allt sem í hennar valdi
stóð til að gera síðustu stundirnar
bærilegri. Ég hef mikið hugsað um
það hver ræður veru okkar hér,
þetta er svo stuttur tími sem þessi
hjón fengu hjá börnunum sínum,
hver er tilgangurinn? Ekki get ég
svarað því, en eitt er ég alveg viss
um, þau hafa nú hist á ný Ella og
Hilmar, hún hafði saknað hans sárt
öll þessi ár. Eins og við ræddum
um fyrir rúmum mánuði, hvað
hvarf hans var ótímabært, og nú
þeirra beggja.
Ég bið góðan Guð að vaka yfir
strákunum og fjölskyldum þeirra,
missir þeirra er mikill og móður
hennar, að kveðja yngsta barnið
sitt.
Elsku Ella mín farðu í Guðs friði
og þakka ég allar góðar samveru-
stundir sem við áttum bæði hér
heima og í Svíþjóð.
Guðrún.
Ella, mágkona mín, var ung að
árum þegar hún trúlofaðist Hilmari
bróður mínum. Hún hefur verið
svona 16 ára, hann árinu eldri. Þá
var fjölmenni á æskuheimili okkar,
systir ömmu, amma rúmliggjandi,
systkini mín, Erlendur og Guðrún,
Hrefna, kærasta Kjartans bróður
og tvö ung börn þeirra og við bætt-
ist Sverrir, sonur Hilmars og Ellu.
Ég var yngstur og ekki leiddist
mér fjölmennið því að vinir og
kunningjar eldri systkina voru tíðir
gestir. Ella gerði ekki mun á fólki
eftir aldri; eitt af því fyrsta sem ég
gerði eftir að ég kynntist Regínu,
konu minni, var að keyra með hana
norður á Siglufjörð þar sem Hilm-
ar, læknanemi á 3. ári, leysti af sem
héraðslæknir, til að heimsækja þau.
Þau tóku okkur menntaskólakrökk-
unum fagnandi; eins og gamlir, góð-
ir félagar hefðu komið í heimsókn.
Hún kunni líka að skemmta sér og
njóta lífsins án þess að nokkuð færi
nokkurn tíma úr böndunum. Alltaf
síðar þegar við hittumst fannst mér
hún vera eins og þegar ég sá hana
fyrst. Dætur okkar voru sama sinn-
is. Þeim fannst gaman að koma til
Borås að hitta frændur sína og Ellu
sem voru þeim svo góðir vinir.
Ella var fremur hávaxin, grönn
og lagleg. Hún var afskaplega skap-
góð og hláturmild og í minningunni
man ég hana aldrei skipta skapi.
Dugnaðarforkur var hún til vinnu
og sá fyrir fjölskyldunni meðan
Hilmar var við læknisfræðinám
með skrifstofuvinnu. Síðar eftir að
fjölskyldan flutti til Svíþjóðar, þar
sem hún hefur öll búið síðan, varð
hún sjúkraliði.
Synir Ellu og Hilmars hafa feng-
ið að kynnast sorginni. Hilmar dó á
45. aldursári eftir stutt veikindi.
Síðan þá hefur líf Ellu snúist um
syni sína og fjölskyldur þeirra. Fyr-
ir tveimur árum dó Susie Rut,
frænka þeirra, sem þeim þótti svo
mikið vænt um. Og nú þetta. – Það
lýsir Ellu vel að nú undir það síð-
asta hvatti hún Halldór, son sinn,
til ferðar sem hún hafði gefið hon-
um. Það dró fljótt af henni þá fáu
daga sem ferðin stóð. Hún hélt sér
vakandi þar til hann kom og náði að
kveðja mömu sína. Þá fyrst gat hún
kvatt.
Frændum mínum til huggunar vil
ég segja þetta: Stuttu eftir lát Susie
Rutar dreymdi bestu vinkonu henn-
ar draum. Henni fannst Susie Rut
sýna sér spiladós með fjórum lif-
andi myndum. Enginn þekkti þær
nema foreldrar hennar, reyndar
bara annað okkar hvern atburð sem
myndirnar sýndu, og Susie Rut sem
vissi um einungis þrjár þeirra.
Kristur sagði ekki ósatt og að vonin
sem Guð gaf okkur um endurfundi
er ekki byggð á sandi. Og vaktu nú,
Guð minn, yfir sonum hennar,
tengdadætrum, barnabörnum og
móður hennar.
Einar S. Hálfdánarson.
Elín Sverrisdóttir
Fleiri minningargreinar um Elínu
Sverrisdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Hlíf Gestsdóttirfæddist í Syðra-
Garðshorni í Svarf-
aðardal 13. maí 1916.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Skóg-
arbæ 18. október sl.
Foreldrar hennar
voru Gestur Vil-
hjálmsson, f. 1894, d.
1985 og Sigrún Júl-
íusdóttir, f. 1894, d.
1976. Systkini Hlífar
voru Björn, f. 1918,
d. 1997, Ríkarður, f.
1920, d. 1995, Jó-
hanna María, f. 1925, d. 2003 og
Kristín, f. 1930, d. 2008.
Maki Hlífar var Sigurgeir Sig-
fússon, f. 24.7. 1907, d. 1985. For-
eldrar hans voru Sigfús Vigfússon,
f. 1868, d. 1948 og Gróa Gests-
dóttir, f. 1874, d. 1958. Börn Hlíf-
maki Sigrún Guðmundsdóttir, f.
1950. Börn þeirra eru Rúnar og
Ingunn.
Hlíf ólst upp í Svarfaðardal, fyr-
ir utan 2 ár á Ólafsfirði, hjá for-
eldrum sínum og systkinum. Þau
bjuggu lengst af í Bakkagerði.
Sumarið 1936 kynntist hún eig-
inmanni sínum. Bjuggu þau í
Reykjavík, fyrst í miðbænum. Síð-
an fluttu þau í Kleppsholtið, að
Langholtsvegi 58. Hlíf var heima-
vinnandi húsmóðir til fjölda ára,
en upp úr 1960 fór hún út á vinnu-
markaðinn. Hún vann lengi versl-
unarstörf, bæði í KRON og Liver-
pool og endaði starfsferilinn á
saumastofunni Dúk. Eftir að Sig-
urgeir lést flutti Hlíf fljótlega í
íbúð í Ljósheimum og bjó þar
þangað til heilsan fór að bila. Um
tíma var hún með íbúð í Furu-
gerði og síðustu mánuðina bjó hún
á Skógarbæ.
Útför Hlífar fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 2. nóvember, kl.
13.
ar og Sigurgeirs eru:
1) Unnur, f. 1937, d.
1979, maki Raymond
La Croix, f. 1932.
Þeirra börn eru Ant-
hony, Marie, Diane
og Michael Sigfús. 2)
Gestur, f. 1938, d.
2008, maki Svala
Ingimundardóttir, f.
1942. Þeirra börn
eru Sigrún, Hlíf,
Ingimundur og El-
ísabet. 3) Sigfús, f.
1940, d. 1969, barns-
móðir Anna Gréta
Þorbergsdóttir, f. 1944. Dóttir
þeirra er Kristín. 4) Gunnar, f.
1942, fyrri maki Sigrún Jóns-
dóttir, f. 1940, sonur þeirra er
Sigurgeir, Sigrún átti 7 börn fyrir,
seinni maki Anna Guðmundsdóttir,
f. 1945. 5) Vilhjálmur, f. 1949,
Elskuleg tengdamóðir mín, Hlíf
Gestsdóttir, er nú látin. Síðasta ár
var henni erfitt. Fyrst missti hún
yngstu systur sína og síðan son sinn,
þriðja barnið sitt. Við þetta hvarf
lífslöngun hennar. Hún var ekki sátt
við að vera upp á aðra komin og geta
ekki séð um sig sjálf eins og hún
hafði gert alla tíð þar til fyrir einu
ári.
Ég kom inn á heimili Hlífar og
Sigurgeirs þegar ég var 17 ára og
var strax tekið opnum örmum.
Börnin okkar Gests voru heimaln-
ingar þarna og amma þeirra dekraði
við þau alla tíð. Eftir lát Sigurgeirs
flutti hún í Ljósheimana. Þar var
hún alltaf með opið hús um áramót
þar sem börn, tengdabörn, barna-
börn og fleiri ættingjar komu.
Ferðalög voru henni mikils virði
og ferðuðumst við hjónin t.d. til
Kaupmannahafnar með henni og
ótal ferðir norður. Síðasta ferð var
við jarðarför Kristínar systur henn-
ar í fyrrahaust. Að endingu þakka
ég henni fyrir vináttu í hálfa öld.
Blessuð sé minning Hlífar Gests-
dóttur.
Svala Ingimundardóttir.
Nú er hún amma fallin frá 93 ára
að aldri. Aldrei ætlaði hún að verða
svo gömul, en sú varð þó raunin. Hún
amma okkar lifði tímana tvenna og
mátti horfa á eftir 3 börnum sínum,
eiginmanni og yngri systkinum áður
en hennar tími kom.
Það er margs að minnast. Þegar
við systkinin vorum lítil áttum við
heima í nágrenni við ömmu og afa á
Langó, eins og við kölluðum þau. Var
því oft gengið heim á Langó í ný-
steiktar kleinur. Stundum fengum
við að gista á flatsæng í stofunni. Þá
var alltaf boðið upp á ömmudesert,
þ.e. brytjaða ávexti blandaða saman
við þeyttan rjóma, sem okkur þótti
algjört sælgæti. Amma lét allt eftir
okkur að sögn föðurbræðra okkar
sem bjuggu þá heima.
Við munum eftir hvað amma var
alltaf fín og vel til höfð, með nagla-
lakk og perlufestar sem gaman var
að fá að punta sig með. Skápurinn
hennar var fullur af háhæluðum
skóm, höttum og öðru fíniríi sem
litlum stúlkum þótti spennandi. Ekki
var verra að amma vann lengi vel í
Liverpool, helstu leikfangaverslun
bæjarins. Þangað fórum við oft í
skólafríum til að „hjálpa“ að verð-
merkja og raða í hillur. Að launum
fengum við kók og prins póló í næstu
sjoppu.
Þegar amma var í sumarfríi tók
hún okkur með sér í bæinn, prúðbúin
og bauð okkur á kaffihús. Áhugamál
ömmu voru leikhús, listir, bók-
menntir og ferðalög. Hún hafði þann
sið að gefa okkur leikhúsmiða í af-
mælisgjöf og bækur auk þess sem
við fórum oft í ferðir með henni.
Seinna gátum við endurgoldið henni
það sem hún hafði kennt okkur að
meta. Við tókum hana með í leikhús,
á tónleika, í bíltúra og ferðir á ókann-
aða staði. Amma hafði gaman af því
að fræðast og vildi vita hvert hinir
ýmsu vegir á landinu lægju. Það var
gaman að gleðja ömmu með þessu,
það þurfti ekki mikið til því hún var
alltaf svo þakklát. Við höfum haft
þann sið í stórfjölskyldunni að hitt-
ast á aðventunni í yfir 20 ár og
steikja laufabrauð, drekka heitt
súkkulaði með rjóma og smakka á
ótal smákökutegundum. Einnig er-
um við vön að halda áramótin saman.
Þessa siði munum við halda í þótt
amma sé farin enda var það henni
mikils virði að við ræktuðum frænd-
semina. Amma var glaðvær og já-
kvæð kona og það eru forréttindi að
hafa haft hana svona lengi hjá okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún, Hlíf, Ingimundur og
Elísabet Gestsbörn.
Reisn, stolt og seigla eru orðin
sem fyrst koma upp í hugann um
Hlíf frænku. Hún var elst systkina
sinna og elsta barnabarn Bakka-
hjónanna í Svarfaðardal, Kristínar
og Vilhjálms, og mikið eftirlæti
þeirra eins og oft vill verða með
fyrsta barnabarn í stórum ættum. Þá
naut hún þess að eiga að foreldrum
eitthvert ástríkasta fólk sem unnt er
að hugsa sér. Sennilega myndu
margir velja Sigrúnu og Gest í
Bakkagerði sem dæmið um einstakt
hjónaband.
Mér finnst að Hlíf hafi ávallt borið
með sér tign svarfdælsku fjallanna
og menningarvitund forfeðranna í
dalnum. Hún var Svarfdælingur.
Hlíf og fjölskylda voru þau skyld-
menni úr móðurættinni sem bjuggu
næst heimili foreldra minna og því
nánari samgangur við þau en flest
önnur ættmenni. Við gengum í
Langholtsskóla og t.d. eru Gunnar
og Eyjólfur bróðir jafngamlir. Fjöl-
skyldur okkar voru frumbýlingar í
Langholtshverfinu, vafalítið mynd-
ast sterkari strengir meðal fólks og
barna þegar hverfi eru að byggjast
upp ekki síst í kjölfar stríðsára þegar
skortur er á ýmsu. Hlíf vann alltaf
mikið og stundaði saumaskap lengi
heima við meðan börnin voru yngri.
Við saumavélina naut sín meðfædd
handlagni og sköpunargáfa. Mamma
sat aftur á móti við prjónavél og síð-
an höfðu þær vöruskipti á fatnaði.
Þannig var Langholtshverfið um
miðja síðustu öld. Ein sterk minning
er þegar við Eyjólfur vorum send til
fjölskyldunnar á Langholtsveginum
að vetrarlagi þegar langvinnt verk-
fall stóð yfir og skortur var á ýmsum
matvörum. Okkur hafði áskotnast
eitthvað af mjólk og vorum við syst-
kinin send til að færa þeim smávegis,
mikið fannst okkur þetta mikilvæg
för sem við tókumst á hendur.
Það er ekki hægt að segja að við
Hlíf höfum verið í daglegum sam-
skiptum en við hittumst alltaf á ein-
um helgum degi á árinu – Þorláks-
messu. Undanfarna áratugi höfum
við átt þessa góðu stund saman
ásamt Ingu frænku og fjölskyldu
minni. Sérstakur strengur myndað-
ist strax milli Ragnhildur dóttur
minnar og Hlífar. Það er ekki vafa
undirorpið að hún átti sæti ömmunn-
ar í huga hennar.
Hlíf frænka var tíguleg kona á
velli og kunni að klæða sig. Það var
eftir henni tekið þegar hún á sunnu-
dögum gekk uppábúin um götur
hverfisins á leið til kirkju. Hún
studdi mjög allt starf Langholts- og
Áskirkju, ekki síst lagði hún kven-
félögunum lið með handavinnu.
Sannarlega fór hún ekki varhluta
af áföllum í lífinu. Þrjú af fimm börn-
um hennar eru farin á undan henni
og Sigurgeir missti hún fyrir áratug-
um. Þegar hún elst systkina sinna
var ein eftir og Gestur sonur hennar
kvaddi var eins og lífsneistinn
slokknaði. Hlíf var snemma efnileg
og sagt er að hún og Kristján Eld-
járn forseti hafi keppt um forystu í
barnaskólanum í æsku þeirra í Daln-
um. Hún hefði sómt sér í sæti fyr-
irmanna.
Gengin er stolt, glæsileg og hæfi-
leikarík kona sem hélt ávallt reisn
sinni og lét aldrei deigan síga eða bil-
bug á sér finna. Slíkar konur eru
sannar fjallkonur Íslands. Blessuð sé
minning Hlífar Gestsdóttur.
Sigrún Magnúsdóttir.
Hlíf Gestsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Engin lengdar-
mörk eru á greinum sem birtast á
vefnum.
Minningargreinar