Morgunblaðið - 02.11.2009, Side 22
22 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÁTTURINN Í KVÖLD
VERÐUR FRÁBÆR!
EÐA ER ÞAÐ
ÞÁTTURINN
Á MORGUN?
BÍDDU...
Í KVÖLD?
Á MORGUN?
Í KVÖLD?
Á MORGUN?
GREINILEGA
EKKI Í KVÖLD,
FÉLAGI
KOMSTU
HONUM Á
ÓVART?
HELD
ÞAÐ
VAR HANN
ÁNÆGÐUR?
JÁ, ÉG ER NOKKUÐ
VISS UM ÞAÐ
HRÓLFUR,
AF HVERJU
ERTU MEÐ
ÖLL ÞESSI
VOPN?
ÉG VAR AÐ KOMA
AF VÍGVELLINUM
VARSTU
AÐ KOMA FRÁ
ENGLANDI?
NEI, ÚR BIÐ-
STOFUNNI ÞINNI
PASSAÐU ÞIG Á
ÞESSUM. EIGANDI HANS
VINNUR Í BANKA
EF ÞÚ
SNERTIR HANN
ÞÁ HENDIR
HANN ÞÉR BEINT
Á HAUSINN
MÉR LÍKAR EKKI HVERNIG
ÞESSI PÍTSA ER ELDUÐ.
VILTU HITA NÝJA FYRIR MIG?
KEMUR
EKKI TIL
GREINA
ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ VERA
SVONA MATVÖND. EF
ÞÚ VILT EKKI NEITT ÞÁ
GETUR ÞÚ BARA FENGIÐ
ÞÉR SAMLOKU Í
KVÖLDMATINN!
ALLT Í
LAGI!
HVAÐA
OSTUR ER
ÞETTA?
EF KÓNGULÓARMAÐURINN HEFÐI
BARA GETAÐ STÖÐVAÐ VULTURE!
ÉG LOFAÐI M.J. AÐ VERA
HEIMA ÞANGAÐ TIL ÉG ER
LAUS VIÐ FLENSUNA
EN HVAÐ EF ÉG ER SÁ
EINI SEM GETUR STÖÐVAÐ
ÞENNAN GLÆPAMANN?
Yngsta kynslóðin unir sér jafnan glöð í öruggum höndum innan girðingar
leikskólans síns. Þessum börnum sem eru í leikskólanum við Hlíðarbraut í
Hafnafirði lék þó forvitni á að vita hvað færi fram utan girðingar þegar
ljósmyndari átti þar leið um.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikskólavinir
Útigangsfé
MIG langar að þakka
fyrir leiðarann í Morg-
unblaðinu 30. október
síðastliðinn, um sauðféð
sem hefur hingað til
bjargað sér sjálft, án
þess að valda neinum
skaða eða troða nokkr-
um um tær, en má það
ekki lengur. Margar
kindur hafa í gegnum
árin verið á vetrar-
útigangi og menn hafa
dáðst að seiglu þeirra
við að lifa af hörð vetr-
arskilyrði landsins.
En nú ætla menn að
„bjarga“ fé frá veðri og fjalla-
óbyggðum með því að lóga því. Rökin
eru að þær brjóti gegn reglugerðum.
Er til meiri rökleysa? Í öðrum lönd-
um ganga geitur og fleiri dýrateg-
undir frjálsar um víðáttur, auðnir og
fjöll, og lifa það af án þess að vera
slátrað fyrir vikið. Það verður eftirsjá
að þessum íslensku útilegukindum,
kraftmiklum fórnarlömbum skamm-
sýnna manna.
Svo velti ég fyrir mér hvers önnur
dýr sem ganga úti á Íslandi eiga að
gjalda, t.d. refir og mýs. Verður ekki
að bjarga þeim líka frá því að þurfa
að bjarga sér sjálf ef lífsbjörgin reyn-
ist þeim eitthvað erfið? Með góðri
kveðju og þökk fyrir að taka upp
hanskann fyrir frjálsa fjallaféð sem
mér finnst kjarkmikið, harðduglegt
og aðdáunarvert.
Gunnar Hrafn Birgisson.
Þvílík rausn
ÉG vissi ekki hvort ég ætti heldur að
hlæja eða gráta þegar ég heyrði aug-
lýsingu Kaupþings um nýjasta fram-
lag þeirra til æsku þessa lands.
Kaupþing er búið að rústa fjárhag
margra foreldra og framtíðarmögu-
leikum margra barna, en nú á vænt-
anlega ekki að leita sökudólga og
sýta það liðna heldur horfa fram á
veginn og kaupa sér syndaaflausn
með því að gefa æsku landsins heilt
endurskinsmerki sem kostar heilar
10,50 kr. í framleiðslu. Það er aumk-
unarvert þegar menn ekki skynja
skilsmun skammar og heiðurs. Ja
þvílíkt.
Jón Símon Gunnarsson.
Foreldrastyrkur
HVERNIG má það
vera á tímum nið-
urskurðar í leikskóla-
og skólakerfinu að for-
eldrum séu borgaðar
35.000 kr. á mánuði fyr-
ir það eitt að sitja heima
með barnið sitt? Á þetta
við ef barnið er 9 mán-
aða eða eldra og er ekki
vistað á leikskóla eða
hjá dagforeldri. Finnst
mér þessum peningum
betur varið til að
styrkja aðstöðu í skól-
um borgarinnar. Væri
gaman að vita hvort
fólk viti almennt um þessar greiðslur.
Sólveig Antonsdóttir.
Heilræðavísur
Í ÖLLU því neikvæða umfjöllunar-
efni sem dynur á þjóðinni um þessar
mundir er ekki úr vegi að lofa fólki að
heyra örlítið jákvætt.
Þessar vísur bögglaði ég saman
þegar mér fannst bölmóðurinn úr hófi
kominn í fjölmiðlum.
Eitt bros getur dáðleysi í dugnað
breytt.
Eitt bros getur tárum af hvörmum
þér eytt.
Eitt bros getur huglitlum hugrekki
veitt.
Eitt bros er svo kröftugt og kostar
ei neitt.
Eitt orð getur saklausan sárlega
meitt.
Eitt orð getur oft framhjá átökum
sneitt.
Eitt orð getur einnig til illinda leitt.
Eitt orð er svo öflugt og andskoti
beitt.
Að gleðja er gjöf, sem öllum er
fær.
Að gleðja er gjöf, er að hjartanu
nær.
Að gleðja er gjöf, er á sérhyggju
slær.
Að gleðja er gjöf, sem öllum er
kær.
Hafsteinn Sigurbjörnsson.
Ást er...
... þegar þið sjáið eftir því
einu að hafa ekki látið til
skarar skríða fyrr.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30,
útskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handavinna
og smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist
kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna,
kaffi/dagblöð, leikfimi með Emmanuelle
Sólveigu byrjar í dag kl. 13. Anna Kristine
les upp úr bók sinni Milli mjalta kl. 14.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids og
kaffitár kl. 13, línudanskennsla kl. 17.30
og samkvæmisdans kl. 18.30 kennari Sig-
valdi. Blásarasveit FEB æfing kl. 19.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Gler- og
postulínsmálun kl. 9.30 og 13, boccia kl.
9.30, leiðb. í handavinnu til hádegis, lom-
ber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl.
17, tréskurður kl. 18, skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulíns-
hópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og
brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Breið-
holtslaug kl. 10.50. Spilasalur opinn frá
hádegi, kóræfing kl. 15. Á morgun kl. 9 er
leikfimi í ÍR heimilinu v/Skógarsel, staf-
ganga kl. 10.30. Uppl.í s. 575-7720.
Háteigskirkja | Félagsvist í Setrinu kl. 13-
16, verðlaun.
Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10, Gafl-
arakórinn kl. 10.30, gler og tréskurður kl.
13, boccia og félagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30, opin vinnustofa kl. 9, brids kl.
13, kaffi.
Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50,
Stefánsganga kl. 9.10, listasmiðja kl. 9, fé-
lagsvist kl. 13.30. Ókeypis leiðb. á tölvu kl.
13, kaffi kl. 15, skapandi skrif kl. 16.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga hjá Korp-
úlfum í Egilshöll kl. 10, gott að hafa
göngustafi meðferðis. Á morgun kl. 9.30
er sundleikfimi í Grafarvogslaug.
Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9-15.30,
boccia kl. 10, söngur og samvera með
djákna kl. 14.
Vesturgata 7 | Jólafagnaður verður fös-
tud. 4. des. kl. 17.