Morgunblaðið - 02.11.2009, Side 32
Í HNOTSKURN
»Er verkefnið hófst fyrir jólin 2004 söfnuðust500 skókassar, árið eftir voru þeir um 2.600 og
sl. þrjú ár hafa skókassarnir verið um 5.000 tals-
ins.
»Lokaskiladagur í Reykjavík er 7. nóvember.Tekið er á móti jólagjöfum í skókössum í aðal-
stöðvum KFUM og KFUK, Holtavegi 28, virka
daga frá kl. 8-17. Síðasti skiladagur í Reykjavík er
laugardaginn 7. nóvember frá kl. 11-16. Þá fer
fram kynning á verkefninu, léttar veitingar verða
í boði og eru allir velkomnir.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
„MÁ gefa sleikjó?“ var fyrsta fyrirspurnin sem Einari
Helga Ragnarssyni barst frá stelpunum sem tóku þátt í
starfi KFUK í Lindakirkju á föstudag. Jú, Einar Helgi
fullvissaði þær um að það væri í góðu lagi að gefa sleikjó
líkt og annað nammi – bara ef hófs væri gætt. Stelpurnar
höfðu mætt til fundarins vel birgar af leikföngum, fatnaði,
sælgæti og svo að sjálfsögðu með tannbursta og tann-
krem, sem samviskusamlega var skipt niður í skókassa
sem nú verða færðir munaðarlausum börnum í Úkraínu í
sjötta skipti.
Margir hafa lagt verkefninu lið og er það m.a. orðið fast-
ur liður í starfi deilda KFUM og KFUK á Íslandi, grunn-
skólar og leikskólar hafa einnig lagt söfnuninni lið, þótt
Einar Helgi segi að e.t.v. verði eitthvað minna um það
þetta árið. „Við höfum svolítið verið að fá þau skilaboð að
skólarnir vilji ekki taka þátt í verkefnum sem kosta pen-
ing,“ segir hann og kveður ómögulegt að segja fyrir
hversu vel söfnunin gangi þetta árið. Landsbyggðin hafi
einnig staðið sig vel undanfarin ár.
Bratz, barbí og sætindi
Í Lindakirkju pakka stelpurnar gjöfum sínum inn af
mikilli vandvirkni, fyrst kassanum og svo lokinu – svona ef
vera skyldi að tollurinn vildi kynna sér innihald kassanna.
Sumar láta sér heldur ekki nægja bara einn kassa, heldur
pakka jafnvel ofan í fleiri kassa heima. Og þær eru ekki
allar nýliðar í þessu starfi. Þær Laufey, 10 ára, og Diljá, 11
ára, sem tóku m.a. þátt í verkefninu í fyrra, segja gaman
að geta látið gott af sér leiða. Í kassana rata vel með farnar
bratzdúkkur sem Diljá kveðst hætt að leika sér með, litir,
fatnaður af systur Laufeyjar og svo smásætindi.
Sigrún, 10 ára, virðist ekki síður áhugasöm þar sem hún
kemur forláta barbídúkku fyrir í sínum kassa. „Ég á fullan
poka af þeim heima,“ segir hún og fannst sjálfsagt að deila
því með öðrum. Margrét, 9 ára, er ekki síður gjafmild á sín
leikföng, er hún kemur bleikri tösku og skopparabolta fyr-
ir í kassanum. „Það er skemmtilegt að gefa,“ segir hún og
hefur lítinn tíma fyrir blaðamann og ljósmyndara.
„Skemmtilegt að gefa“
Verkefnið Jól í skókassa orðinn fastur liður í starfi deilda
KFUM og KFUK Þátttaka skóla gæti orðið minni í ár
Gjafmildar Fjölmörg leikföng rata í pakkana.
Morgunblaðið/RAX
Láta gott af sér leiða Sumar stelpurnar útbúa einnig pakka heima fyrir börnin í Úkraínu.
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Heitast 8°C | Kaldast 0°C
Austlæg átt, 10-15
m/s og rigning við SV-
ströndina. Hægari
vindur og úrkomulítið
annars staðar. »10
„Mér finnst æðislegt
þegar Nat King Cole
kemur með „Chest-
nuts Roasting“,“
segir Frostrósin
Margrét Eir. »25
TÓNLIST»
Jól að hætti
Frostrósa
BÓKMENNTIR»
Alvöru konur loks orðnar
söguhetjur. »23
Dustin Hoffman að
fá sér í svanginn og
Paris Hilton í
íþróttagalla að láta
snyrta á sér negl-
urnar. »29
FÓLK»
Enginn sori,
bara slúður
MYNDLIST»
Sequences hófst með
miklum gjörningi. »27
FLUGAN»
Flugan í leikhúsi, Hafn-
arhúsi og teiti. »24
Menning
VEÐUR»
1. Drap leðurblöku í miðjum leik …
2. Hluti af starfinu að sofa hjá Jagger
3. Getur ekki samþykkt Icesave
4. Fundu sex lík í húsi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Engar skuldir verið
afskrifaðar
Engin ákvörðun hefur verið tek-
in um afskriftir á skuldum eignar-
haldsfélags Haga, 1998 ehf., sem er
í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og fjölskyldu hans. Skuld 1998 við
Nýja Kaupþing nemur ríflega 48
milljörðum króna, en eina eign fé-
lagsins er Hagar. »Forsíða
Höftin afnumin
Seðlabankinn hefur tekið fyrsta
skrefið í afnámi gjaldeyrishafta.
Búið er að heimila innstreymi er-
lends gjaldeyris til nýfjárfestinga.
Þá hefur Seðlabankinn vísað 20
málum, þar sem grunur leikur á að
lög um gjaldeyrishöft hafi verið
brotin, til Fjármálaeftirlitsins. »8
Gagnsætt kjör útilokað
Abdullah Abdullah, andstæð-
ingur Hamids Karzais í forseta-
kosningunum í Afganistan, hefur
dregið sig í hlé. Hann segir úti-
lokað að kosningarnar sem halda
átti nk. laugardag yrðu gagnsæjar.
»12
Verðtryggingin síðasta
hálmstráið
Helgi Tómasson, prófessor í töl-
fræði við Háskóla Íslands, telur það
afleita hugmynd að afnema verð-
tryggingu í dag. Hún sé síðasta
hálmstrá trausts á íslenskum fjár-
málamarkaði. »11
Örúttektir meira áberandi
Meira mun bera á örúttektum en
stórum og viðamiklum úttektum í
verkefnavali hjá stjórnsýslusviði
Ríkisendurskoðunar næstu miss-
erin. »7
„ÞAÐ að ég hafi fengið neitun í 19
skipti á þeim 20 árum sem ég hef
sótt um starfslaun listamanna segir
sína sögu. Á tyllidögum talar sama
röddin um að það verði að örva
unglinga til að lesa. En það má alls
ekki styðja við bakið á þeim höf-
undi sem nær einna best til ung-
linga. Hugsanlega eru unglinga-
bækur ekki nógu fínar bókmenntir.
En mér leyfist alls ekki að tala um
þetta því þá mála ég mig enn meira
út í horn í þessum bókmennta-
heimi.“
Þetta segir rithöfundurinn Þor-
grímur Þráinsson meðal annars í
viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þor-
grímur fagnar í ár 20 ára rithöf-
undarafmæli og gaf nýverið út ung-
lingabókina Núll núll 9, tuttugustu
og þriðju skáldsögu sína. Núll núll 9
er sjálfstætt framhald tveggja ung-
lingabóka Þorgríms, Svölustu
7unnar og Undir 4 augu. | 23
Neitað 19 sinnum
um listamannalaun
20 ár Þorgrímur Þráinsson.
„ARNALDUR
stendur fremstur
íslenskra
spennu-
sagnahöfunda og
verður að segja
eins og er að
enginn kemst
með tærnar þar
sem hann hefur
hælana.
Víst státa
keppinautar hans stundum af flott-
ari morðum, hraðari atburðarás og
flottari búnaði, sumt eins og end-
urrit úr CSI-þáttum. Málið er bara
að Arnaldur kann að búa til alvöru
fólk sem okkur, lesendum, er ekki
sama um, fólk sem við viljum vita
hvað verður um og hvernig reiðir
af,“ segir m.a. í gagnrýni Árna
Matthíassonar um nýjustu spennu-
sögu Arnalds Indriðasonar, Svörtu-
loft.
Árni segir bókina sýna að Arn-
aldur sé enn að bæta sig sem höf-
undur. „Eitt það besta við bæk-
urnar um Erlend og félaga hans er
að í þeim öllum eru margar sögur
samtímis, ekki bara málið eina sem
glímt er við,“ segir Árni einnig í af-
ar jákvæðum bókardómi. | 29
Arnaldur enn
að bæta sig
sem höfundur
Arnaldur
Indriðason