Morgunblaðið - 05.11.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.11.2009, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 299. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is Smáralind - Kringlan Kjóll 2.990 «DAGLEGTLÍF ÁRNI HEFUR LÆRT AÐ NJÓTA HVERS DAGS « GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Á nokkrar senur með Ben Kingsley 96 ára EIGENDUR Fjárfestingafélagsins Máttar, sem átti verulegan hlut í Icelandair, fengu ekkert svigrúm til að reiða fram auknar tryggingar eða leggja aukið eigið fé inn í félagið til að halda eignarhlut sínum. Gunnlaugur Sigmundsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Máttar, segir í samtali við Morgunblaðið að veðkall hafi borist frá Íslandsbanka fyrirvaralaust: „Við fengum engan umþóttunartíma.“ Gunnlaugur segir góðar ábyrgðir hafa legið að baki lánum Máttar og mikið eigið fé hafi verið fyrir hendi í félaginu. Efast um jafnræði Gunnlaug grunar að ekki gangi það sama yfir alla þegar ákvarðanir eru teknar innan ríkisbankanna um hvort eigendur skuldsettra fyrir- tækja fái tækifæri til að koma áfram að fyrirtækjum sínum eftir að end- urskipulagning á þeim hefur átt sér stað. Jafnframt lýsir hann furðu sinni á því að Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra segi að óvið- eigandi sé fyrir ráðamenn að hlutast til um einstök mál innan bankanna, þegar augljóst sé að Steingrímur hafi haft áhrif á val stjórnarmanna Icelandair eftir að flugfélagið komst að stórum hluta í eigu ríkisbanka. Mikil umræða hefur spunnist um málefni eignarhaldsfélagsins 1998 á undanförnum dögum. Eina eign fé- lagsins er smásöluverslanakeðjan Hagar, en samanlagðar skuldir Haga og 1998 nema um 60 millj- örðum króna. Greint hefur verið frá því að eigendur 1998 eigi nú mögu- leika á því að koma með sjö millj- arða eiginfjárframlag inn í félagið og halda í framhaldinu meirihluta í Högum. „Fengum engan umþóttunartíma“ Ekki er vissa um hvort sama gangi yfir alla í endur- skipulagningu skuldsettra eignarhaldsfélaga  Óvíst hvort | Viðskipti PÉTUR Thomsen ljósmyndari sést hér með öfluga linsu á vél sinni í morg- unskímunni í grennd við Reykjanesvita í gærmorgun. Fulltrúar japanska Nikon-fyrirtækisins kynntu í gær framleiðslu sína tólf íslenskum atvinnu- ljósmyndurum. Öflugar linsur af þessu tagi kosta á bilinu ein til tvær millj- ónir króna, að sögn Péturs. Myndefnið var einnig af dýrustu gerð; úfið Atl- antshafið og stórbrotið landslag Reykjanesskagans. LINSUVEISLA VIÐ REYKJANESVITA Morgunblaðið/Kristinn  Sex manna fjölskylda á höfuð- borgarsvæðinu hefur búið inni á ættingjum síðan bankarnir hrundu sl. haust og er í raun á vergangi. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til hárra vaxta á lánum sem tekin voru til kaupa á byggingarlóð í nýju hverfi árið 2006. Auk lóðarláns var tekið sk. brúarlán til að byggja nýja húsið og átti sala þáverandi heim- ilis þeirra að greiða upp lánið og rúmlega það. Þegar selja átti húsið var fasteignamarkaðurinn hins vegar á leið í botnlaust frost og langan tíma tók að selja. »6 Sex manna fjölskylda neyð- ist til að búa hjá ættingjum  Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa verið opnuð í 16 borgum í Sví- þjóð, fimm hafa verið opnuð í Nor- egi, eitt í Danmörku og Grænlandi og Finnar hafa sýnt áhuga. Hins vegar vill svo til að reykvísk börn gefa ekki skýrslu í Barnahúsi held- ur í dómhúsinu í Reykjavík. »4 Barnahús á Norðurlöndum en ekki í Reykjavík Þó að nýju bankarnir séu óðum að taka á sig mynd verður ekki sagt að þeir standi traustum fótum. Jón Daníelsson hagfræðingur segir stöðu bankakerfisins bágborna. Viðskipti Bankarnir á brauðfótum Sérfræðingar á álmarkaðnum eru sumir hverjir ekki sérlega bjartsýn- ir á langtímahorfur í greininni. Verðlækkun er í kortunum vegna offramboðs og minni eftirspurnar. Yfirvofandi lækk- un á álverðinu „Ef til þess kemur að skuldir eru afskrifaðar í stórum stíl hjá einstökum fyrirtækjum og eigendur hafa ekki bolmagn til þess að endurfjármagna þau, þá eiga fé- lögin að sjálfsögðu að fara í gagngera endur- skipulagningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon í samtali við Morgunblaðið. Fjármálaráðherra tekur undir sjónarmið forsætisráðherra um skuldir eig- enda fyrirtækja og útboðsmál. Ráðherrann segir að ekki sé sjálfgefið að eigendur fyrirtækja sem hafa fengið felldar niður miklar skuldir komi áfram að rekstri þeirra. Endurskipulögð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Steingrímur J. Sigfússon Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.