Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is „AUÐVITAÐ er leiðinlegt þegar svona gerist en það verður eitthvað undan að láta. Það mætti kannski segja að þetta væri fyrirboði þess sem koma skal ef þessar niðurskurðar- kröfur verða að raunveruleika,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, um dóm Hæstaréttar í gær en rétturinn felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem var í júlí síðastliðnum dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Maðurinn gengur laus en sætir farbanni til 22. desember nk. Hæstiréttur taldi óhæfilegan drátt hafa orðið á afgreiðslu dómsgerða til ríkissaksóknara en án þeirra kemst áfrýjunarmálið ekki á dagskrá. Helgi segir að allur gangur sé á hversu lang- an tíma taki að afgreiða dómsgerðir, oftast einn til tvo mánuði en geti þó tekið lengri tíma. Dómritarar sjá um vinnuna, sem er m.a. end- urritun allra yfirheyrslna yfir ákærða og vitn- um. Að mestu voru dómsgerðir unnar í yf- irvinnu en yfirvinnubann er í gildi hjá héraðsdómstólum vegna kröfu um niðurskurð. Helgi segir dómstólana leggja mikið á sig til að halda uppi skilvirkri málsmeðferð. Ástandið sé hins vegar þannig að ekkert megi út af bera. „Ég hygg að við sjáum aðeins toppinn á ísjak- anum. Við erum ekki farin að sjá neitt ennþá.“ Spurður hvort hann telji mat Hæstaréttar rétt, þ.e. að fjórir og hálfur mánuður sé óhæfi- legur dráttur, segir Helgi að „ef hagsmunir dæmds nauðgara vega þyngra en almannahags- munir þá er það mat Hæstaréttar“. Dæmdur nauðgari laus  Hæstiréttur felldi gæsluvarðhald úr gildi vegna dráttar á afgreiðslu gagna  Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir álagi á dómstólinn um að kenna Verktakafyrirtækið Ístak hefur látið smíða 19 metra langan borpramma. Hann fékk í gær nafnið Þrymur. Pramminn verður notaður við hafnarfram- kvæmdir í Stamsund, austan við Lófóten í norðanverðum Noregi, og er búist við að hann verði sendur af stað á næstu vikum. Hann er um 12 metrar að breidd, á honum eru 20 metra langir stálfætur sem hér sjást vísa til himins. Fótunum verður stungið niður í sjávarbotninn til þess að tryggja að borinn guli, sem sést fyrir miðju, sé stöðugur á pall- inum. Smíðin tók nokkrar vikur og fór að mestu fram á járnsmíðaverkstæði Ístaks á Tungumelum í Mosfellsbæ. BORPRAMMINN ÞRYMUR Í VÍKING Morgunblaðið/Árni Sæberg BÆJARSTJÓRN Álftaness sam- þykkti í gær tillögu meirihlutans um að senda eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga tilkynningu um slæma fjárhagsstöðu sveitarfélags- ins. Nefndin mun í kjölfarið láta fara fram rannsókn á fjárreiðum og rekstri. Samkvæmt lögum getur hún svo ráðlagt samgönguráðuneytinu, sem fer með sveitarstjórnarmál, að veita Álftanesi styrk eða lán úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Skiptar skoðanir voru um málið á fundinum. Fulltrúar minnihlutans töldu að um uppgjöf væri að ræða og réttast væri að skipa nýjan meiri- hluta í sveitarfélaginu, með öllum fulltrúum sem gætu unnið málið saman. Þá gagnrýndu fulltrúar minnihlut- ans það sem þeir nefndu óábyrgar yfirlýsingar í fjölmiðlum um málefni sveitarfélagsins. Þær hefðu truflað vinnu við að leysa úr vandanum og gefið viðskiptabanka sveitarfé- lagsins tilefni til að stöðva fyrir- greiðslur til þess, en það gerðist fyrir hálfum mánuði. Langtímaskuldir og skuldbind- ingar sveitarfélagsins eru áætlaðar 2,8 milljarðar króna og eru skamm- tímaskuldir áætlaðar 1,2 milljarðar. Álftanes til eftirlits Ákvörðun Fundurinn var í gær. Morgunblaðið/Heiddi Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „SKYTTURNAR þurfa að koma úr felulitunum,“ seg- ir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Rjúpnavertíðin hófst um síðustu helgi og strax þá komu upp nokkur tilvik þar sem rjúpnaskyttur týnd- ust þó að ekki þyrfti að bregðast við með víðtækri leit, eins og oft hefur þó hent. Sýslumaður telur hins vegar nauðsynlegt að nú nálgist veiðimenn málin með nýjum hætti og klæðist skærgulum eða appelsínulitum endurskinsvestum þeg- ar gengið sé til rjúpna. Slíkt dragi úr líkum á því að skyttur týnist og auðveldi jafnframt leit björg- unarsveitarmanna ef til þess komi. „Þetta er ekki bara mál veiðimannanna sjálfra. Ef þeir týnast varðar það fjölskyldur þeirra sem og hjálparsveitirnar og þá sjálfboðaliða sem þær skipa. Stundum fara þúsundir vinnustunda í einstök leitar- verkefni og því verðum við að nálgast þetta með fyrir- byggjandi aðgerðum,“ segir Ólafur Helgi. Hann vísar í þessu sambandi meðal annars til leitar að rjúpna- skyttu sem týndist á Skáldabúðaheiði í uppsveitum Árnessýslu síðastliðið haust og fannst ekki fyrr en á vordögum. Hvort hljómgrunnur sé fyrir þessari hugmynd telur Ólafur Helgi svo vera. Hugarfar veiðimanna sé að sín- um dómi breytt frá því sem var; magnveiðar séu úr sögunni og nú gangi menn til rjúpna sér einkum og helst til skemmtunar og því ætti þá að fylgja meiri og betri vitund fyrir sjálfsögðum öryggisatriðum. Vill skytturnar í skæra liti Auðveldar björgunarmönn- um leit að týndum skyttum Morgunblaðið/Ingó Skytta Taka skærir litir við af felulitunum? EUGENIO Daudo Silva Chipa, sem er þrítugur, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyr- ir að hafa veist að konu í húsasundi við Trönu- hraun í Hafnarfirði í maí síðastliðnum og nauðgað henni hrottalega. Í dóminum segir að hann hafi leikið konuna illa líkamlega en öllu verr andlega. Hann er nú í farbanni. Fjölmörg dæmi eru um að menn í farbanni hafi komist úr landi, t.d. pólskur karlmaður sem sakfelldur var fyrir nauðgun á Hótel Sögu seint á síðasta ári. Þá sluppu fimm menn í farbanni úr landi árið 2007. Lék fórnarlamb sitt afar illa NORSKI at- hafnamaðurinn Endre Røsjø mun ekki leggja fram 1.400 milljónir króna í MP- banka, að sögn Viðskiptablaðsins í dag. Heimildar- menn blaðsins segja að Røsjø hafi viljað kaupa enn stærri hlut eða jafnvel allan bankann en það hafi aðrir hluthafar ekki verið sáttir við. Haft er eftir stjórnarformanninum Margeiri Péturssyni í blaðinu að það sé grundvallaratriði að eignaraðildin sé dreifð. Røsjø verð- ur ekki með Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.