Morgunblaðið - 05.11.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
Síðastliðið vor furðuðu margir sigá að forsætisráðherra Íslands
hefði ekki krafist fundar með
starfsbræðrum sínum í Bretlandi
og Hollandi vegna óbilgjarnra
krafna, sem þeir gerðu á hendur Ís-
landi án fullnægjandi lagastoðar.
Mörgum vikum síðar lét Jóhanna
Sigurðardóttir undan kröfum og
hneykslun landa sinna og sendi bréf
með beiðni um fundi. Það var hinn
28. ágúst s.l.
Nú hefur húnverið spurð
hvers vegna
þessir fundir hafi
ekki farið fram
og hvenær þeir
séu fyrirhugaðir.
Þá er upplýst að
hvorki forsætis-
ráðherra Breta
né Hollendinga
hefur séð ástæðu
til að svara bréfum hennar!
Ekki að þeir hafi ákveðið að hafnafundarbeiðni, heldur hafa þeir
ekki virt forsætisráðherra Íslands
svars.
Þessi ókurteisi er dæmafá.
Getur verið að reynsla þessaraþjóða af samninganefnd um
Icesave sé slík að þær telji öruggt
að þessi framkoma muni ekki hafa
neinar afleiðingar? Hver hafa við-
brögð forsætisráðherrans verið við
meðvituðum dónaskap í hennar
garð og þar með Íslendinga?
Var það aldrei rætt innan rík-isstjórnar að bíða með frekari
viðræður um Icesave þar til að um-
beðnir fundir á milli forystumanna
ríkjanna hefðu farið fram?
Fóru sendiherrar Íslands í við-komandi ríkjum á fundi í utan-
ríkisráðuneytum til að biðja um
skýringar? Eða var samninga-
nefndinni um Icesave falið að at-
huga málið með öðrum smámálum
á hennar dagskrá?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ekki virt svars
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
„FJARVERA formanns Framsókn-
arflokksins [Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar] í skipulagsráði er
einsdæmi í borginni og full ástæða í
framhaldi af því að endurskoða regl-
ur borgarinnar,“ létu fulltrúar Sam-
fylkingarinnar og Vinstri grænna
bóka á fundi skipulagsráðs í gær.
Eftir að Sigmundur var kjörinn í
ráðið í ágúst 2008 hefur hann mætt á
19 fundi, verið sjö sinnum í leyfi frá
fundarstörfum og verið fjarverandi
og kallað út varamann á 19 fundi.
Meira en fundarseta
„Út frá upplýsingum um laun fyrir
setu í skipulagsráði má reikna að
Sigmundur Davíð hefur haft
1.006.276 í tekjur fyrir tímabilið. Þar
sem hann hefur mætt á 19 fundi ger-
ir það 52.962 kr. fyrir hvern fund.
Viðbótarkostnaður Reykjavíkur-
borgar við að kalla út varamenn á
sama tíma eru rétt tæpar 200 þús-
und,“ segir einnig
í bókuninni.
Sigmundur
Davíð gagnrýnir
útreikningana og
segir að síðustu
mánuði hafi hann
undantekningar-
laust misst af
fundum í skipu-
lagsráði vegna
umræðu um Evr-
ópusambandið eða Icesave á Alþingi.
„Ríkisstjórnin í mestu efnahags-
krísu í sögu þjóðarinnar heldur því
sjálf fram að hún hafi ekki komist í
önnur mál þrátt fyrir allt sitt emb-
ættismannakerfi. Að gera ráð fyrir
því að ég geti truflunarlaust sinnt
skipulagsmálum í Reykjavík við
þessar aðstæður er dálítið skrýtið.“
Þá segir Benedikt Sigurðsson, að-
stoðarmaður Sigmundar Davíðs, að
seta í skipulagsráði feli töluvert
meiri vinnu í sér en svo að mæta á
vikulega fundi, svo það sé villandi að
setja málið upp með þeim hætti sem
fulltrúar Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna gera.
Í skipulagsráði létu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins bóka: „Eins og flestum er
kunnugt hefur Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, nefndarmaður í
Skipulagsráði Reykjavíkur, tekið að
sér formennsku í stjórnmálaflokki
og hefur af þeim sökum mætt minna
á fundi en efni stóðu til í upphafi. Það
er hins vegar hefð fyrir því í stjórn-
kerfi Reykjavíkurborgar að fulltrúar
gegna trúnaðarstörfum víða og hafa
ekki verið gerðar athugasemdir við
það fyrr en núna. Nýjasta dæmið er
án efa fjarvera oddvita Samfylking-
arinnar, Dags B. Eggertssonar, síð-
astliðið ár þar sem hann hefur tekið
virkan þátt í stjórn landsmála á með-
an hann var á launum hjá borginni.
Ef Samfylkingin er að leggja til að
reglur verði skýrari en verið hefur er
réttast að hún byrji á sjálfri sér.“
Segja fund með Sigmundi dýran
Missti af fundum í skipulagsráði vegna umræðna um ESB og Icesave á Alþingi
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 3 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Algarve 24 léttskýjað
Bolungarvík 2 alskýjað Brussel 9 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað
Akureyri 5 alskýjað Dublin 8 skúrir Barcelona 20 léttskýjað
Egilsstaðir 6 rigning Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 8 skýjað London 12 léttskýjað Róm 13 skýjað
Nuuk -4 heiðskírt París 10 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað
Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 9 léttskýjað Winnipeg 1 léttskýjað
Ósló 1 skýjað Hamborg 3 þoka Montreal 3 skýjað
Kaupmannahöfn 3 skúrir Berlín 3 þoka New York 9 heiðskírt
Stokkhólmur 2 snjókoma Vín 3 skúrir Chicago 8 skýjað
Helsinki 1 alskýjað Moskva -2 skýjað Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
5. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.21 0,4 7.31 4,2 13.51 0,5 19.53 3,8 9:25 16:59
ÍSAFJÖRÐUR 3.31 0,2 9.31 2,3 16.04 0,2 21.55 1,9 9:45 16:49
SIGLUFJÖRÐUR 5.37 0,2 11.51 1,3 18.12 0,1 9:28 16:32
DJÚPIVOGUR 4.46 2,3 11.06 0,4 17.00 1,9 23.10 0,3 8:58 16:24
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag
Austan 10-18 m/s, hvassast við
suðurströndina og norðvest-
anlands. Rigning, einkum suð-
austantil. Hiti víða 2 til 7 stig.
Á laugardag
Norðaustlæg átt, 5-10 m/s
með vætu um tíma í flestum
landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag
Gengur í vaxandi suðaustanátt
með rigningu sunnan- og vest-
anlands, en þurrt fram eftir
degi norðaustantil. Hiti 2 til 8
stig.
Á mánudag
Suðlægar áttir með vætu, eink-
um suðaustanlands, en snýst til
norðlægrar áttar, fyrst vest-
anlands, síðdegis.
Á þriðjudag
Lítur út fyrir norðanátt með élj-
um og kólnandi veðri.
Tunglfylling: 89.55% fylling,
minnkandi (= ca. mínus 90%)
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Víða hægviðri og úrkomulítið,
en norðaustan 5-10 með skúr-
um á Vestfjörðum. Hiti víða 1 til
7 stig.
Opið hús í Árbæjarskóla, fimmtud. 5. nóvember, kl. 17.00 - 18.30
Umræður um framtíðarskipulag í þínu hverfi
Vinnuhópar með aðferðum Air Opera.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, kynnir stuttlega
vinnu við nýtt aðalskipulag áður en umræður hefjast.
Hugmyndasmiðja
Hugmynda- og teiknivinna með
ungum arkitektum.
Vinnustofa fyrir börn
Undir stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík.
www.adalskipulag.is