Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
Flúðir | Þess var minnst á Flúðum hinn 30.
október að 80 ár og þremur dögum betur er
síðan Flúðaskóli tók til starfa. Skólinn var
jafnframt fyrsta húsið á Flúðum. Fjölsótt há-
tíðardagskrá var í Félagsheimilinu þar sem
sungið var og saga skólans tengd ákveðnum
árum og atburðum. Helgu Teitsdóttur var
færður blómvöndur fyrir farsælt starf við
skólann. Á milli atriða fóru nemendur með
kúnstug svör sem nemendur hafa svarað í
tímum og vöktu svörin kátínu.
Kvenfélag Hrunamannahrepps gaf skól-
anum 80 þúsund kr. og foreldrafélagið gaf
100 þúsund kr. Þá var opið hús í skólanum
þar sem nemendur sýndu verk sín. Boðið var
upp á átta metra langa rjómatertu, Mjólk-
urbú Flóamanna gaf rjómann sem fór í tert-
una.
Nú eru 172 nemendur í skólanum sem tek-
inn var í notkun árið 1966. Nemendur í 8.-10.
bekk koma einnig úr Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi. Kennarar eru um 20. Fyrsti skóla-
stjóri skólans var Ingimar Jóhannesson, en
alls hafa verið 14 skólastjórar við skólann.
Núverandi skólastjóri er Guðrún Péturs-
dóttir.
Átta metra rjómaterta í
afmælisveislu Flúðaskóla
Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson
Gaman saman Nemendur í 1.-5. bekk og skólakór Flúðaskóla sungu nokkur lög.
Rjúpnaskyttur
eru hvattar til að
koma vængjum
af þeim fuglum
sem þær veiða til
Náttúrufræði-
stofnunar svo
hægt sé að ald-
ursgreina þá.
Heimilisfangið
er: Náttúru-
fræðistofnun Ís-
lands, Pósthólf 5320, 125 Reykja-
vík.
Fyrir þá sem koma með pokana
er Náttúrufræðistofnun við Hlemm
í Reykjavík. Pokarnir skulu merkt-
ir með nafni og netfangi. Einnig
skal halda aðskildum fuglum af
mismunandi svæðum. Vængina má
klippa eða slíta af við ysta lið (úln-
liðinn), þannig pakkast þetta vel og
eins haldast flugfjaðrirnar saman,
en það eru einmitt þær sem þarf til
að aldursgreina.
Rjúpnaskyttur skili
vængjum til Nátt-
úrufræðistofnunar
Rjúpa Safna á
vængjunum.
SÝNINGIN „Við þjónum þér“ verð-
ur haldin í sýningar- og reiðhöllinni
í Borgarnesi dagana 6. og 7. nóv-
ember nk. Á sýningunni munu fyr-
irtæki kynna vörur og þjónustu fyr-
ir forráðamönnum sveitarfélaga,
stofnana þeirra og fyrirtækja. Mikil
breidd einkennir sýninguna þar
sem fyrirtæki úr mörgum greinum
viðskiptalífsins kynna vörur sínar
og þjónustu, en yfir 30 fyrirtæki
taka þátt í sýningunni.
Framkvæmdarstjórn sýningar-
innar er í höndum Seláss ehf. í
Borgarnesi en skipuleggjandi er
Markfell ehf. í Reykjavík.
Vörur og þjónusta
kynnt sveitarfélögum
Breidd Fjölbreytni er á sýningunni.
SAMTÖK at-
vinnulífsins,
Heimili og skóli,
og Félag leik-
skólakennara
standa nk. þriðju-
dag, kl. 8-11, fyr-
ir ráðstefnu á
Grand Hótel
Reykjavík um
barnvænt sam-
félag. Markmiðið
er að vekja samfélagið til vitundar
um hversu mikilvægt er að hlúa að
börnum og gera samfélagið barn-
vænt. Einn mikilvægasti þátturinn í
því er samstarf við atvinnulífið.
Skráning fer fram á vef Samtaka at-
vinnulífsins og er þátttaka ókeypis.
Hvatt til barnvæns
samfélags
Börn að leik
í Kópavogi.
GRÆNN
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
.
RAUÐU
RTILBÚ
INN TIL
NOTKU
NAR
hálsi 3 -
110 R.
HVÍTUR
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
.
GULUR
TILBÚINN
TIL NOTK
UNAR
lsi 3 - 11
0 R.