Morgunblaðið - 05.11.2009, Page 16

Morgunblaðið - 05.11.2009, Page 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég er ekkert að glápa ámeistarabréfið mitt áhverjum degi þó þaðhangi hér innrammað uppi á vegg, en sonur minn kom í heimsókn í sumar og rak augun í ár- talið 1959 á þessu plaggi. Hann krafðist þess að ég gerði eitthvað í tilefni þess að nú eru víst orðin heil fimmtíu ár frá því ég varð formlega klæðskerameistari,“ segir Fær- eyingurinn Árni Gærdbo sem hefur undanfarin fjögur ár rekið klæð- skerafyrirtækið Skraddarann á horninu við Lindargötu. Hann ætlar auðvitað að hlýða syni sínum og verður með opið hús föstudaginn 13. nóvember klukkan sex. „Allir eru velkomnir til að fagna með okkur en þetta verður tvöfalt afmæli, því sjálf- ur verð ég 78 ára á veisludaginn,“ segir Árni sem er fjarska hress og jákvæður. „Ég er eins og blómi í eggi, ég held ég yngist bara með hverju árinu. Ég hef gaman af lífinu og nú sem aldrei fyrr. Ég er búinn að læra að njóta hvers dags af því hann kemur aldrei aftur. Ég get ekki kvartað, ég hef það bara gott, ég á mitt eigið fyrirtæki og skulda engum neitt. Ég er þakklátur fyrir að geta unnið á hverjum degi. Ég lét skipta um augastein í öðru auganu í haust og fljótlega á að gera það sama við hitt augað. Það var mikil bót af því fyrir mig, ég var hættur að sjá nógu vel til að þræða nálarnar á saumavélunum.“ Fæ mér staup á hverju kvöldi Árni segist ekki vita hverju hann megi þakka að hann hafi svo góða heilsu sem raun ber vitni, hann seg- ist ekki hafa farið neitt sérstaklega vel með sig um ævina. „Ég reykti bæði sígarettur og vindla og tók í nefið á tímabili, en þegar ég lét víkka út æðarnar í hjartanu þá steinhætti ég að reykja. Danskur læknir sagði fyrir mörgum áratugum að ég væri allur útataður í krabbameini en ég fór aldrei í neina meðferð. Í hvert sinn sem ég fer til Danmerkur þá heilsa ég upp á lækninn sem gaf mér þessa sjúkdómsgreiningu, svona rétt til að minna hann á að ég lifi enn,“ segir Árni og hlær og bætir við að hann fái sér ævinlega eitt eða tvö staup af sætum líkjör á hverju kvöldi áður en hann fer að sofa. Er orðinn meiri Íslendingur Árni hóf klæðskeranámið árið 1952 hjá Andrési Andréssyni á Laugavegi 3. „En ég var löngu far- inn að sauma áður en ég fór að læra. Þessi hálfa öld sem ég hef verið klæðskeri hefur verið góður tími, auðvitað stundum upp og stundum niður eins og gengur. Ég byggði verkstæði árið 1979 í Færeyjum og hafði mikið umleikis, var með tutt- ugu manns í vinnu. Mér fannst það allt of mikið, ég nennti þessu ekki og lokaði sjoppunni. Seinna opnaði ég litla saumastofu á Káta horninu í miðbænum í Þórshöfn og kunni bet- ur við það.“ Árni skrapp í eina viku í sumar heim til Færeyja og finnst alltaf gaman að koma þangað. „En nú finnst mér ég eiginlega vera orðinn meiri Íslendingur en Færeyingur. Ég bjó hér í um þrjá áratugi, var giftur íslenskri konu og eignaðist með henni þrjá syni. Tveir þeirra búa hér en einn í Svíþjóð og nú á ég líka nokkur barnabörn,“ segir Árni sem fer tvisvar í mánuði að dansa færeyska dansa hjá Færeyinga- félaginu á Íslandi. „Ég vil halda við þessari gömlu kunnáttu.“ Þakka Guði að ég seldi ekki Það er brjálað að gera hjá Árna og hefur aukist mikið síðan kreppan skall á. Hann hefur vart undan en nýtur aðstoðar ungrar stúlku sem er klæðskeri og vinnur hjá honum hluta úr degi nokkrum sinnum í viku. „Ég ætlaði að selja fyrirtækið mitt rétt fyrir kreppu, en ég þakka Guði að ég hætti við það. Ég er eini karlmaðurinn í félagi klæðskera hér á landi og kann því vel að vera með stelpunum, þær eru góður fé- lagsskapur. Við komum þó nokkuð saman og ég fór með þeim til Ak- ureyrar um daginn og við áttum saman frábæra helgi fyrir norðan. Við heimsóttum meðal annars eina konu sem er nýbúin að opna verk- stæði í Borgarnesi. Það er fullt af klæðskerum um allt land. Við erum tæplega hundrað í félaginu og ein þeirra, hún Selma Ragnarsdóttir sem er bæði klæðskeri og hönnuður, hún er með saumastofu hér í ná- grenni við mig á Vatnsstígnum. Hún er mikil vinkona mín og við tölum saman á hverjum degi. Við vinnum á ólíkum sviðum, hún hannar og saum- ar föt og búninga fyrir ýmsar sýn- ingar og kvikmyndir en ég er ein- vörðungu í fatabreytingum og viðgerðum,“ segir Árni sem er af gamla skólanum og gefur sér góðan tíma til að spjalla við viðskiptavini sína, ef þeir eru þannig stemmdir. Ég hef gaman af lífinu Morgunblaðið/RAX Stoltur Árni hefur fulla ástæðu til að vera ánægður með fyrirtækið sitt Skraddarann á horninu, sem gengur vel. Árið 1982 Þessi mynd var tekin af Árna í stóru klæðskeraverksmiðjunni sem hann átti í Færeyjum og birtist í færeyska blaðinu Sosialurin. Ég er eins og blómi í eggi, ég held ég yngist bara með hverju árinu. Ég hef gaman af lífinu og nú sem aldrei fyrr. Ég er búinn að læra að njóta hvers dags af því hann kemur aldrei aftur. Ég get ekki kvartað, ég hef það bara gott og skulda engum neitt. Skraddarinn á horninu hefur nóg að gera eftir að kreppan skall á. Hann hefur starfað sem klæð- skerameistari í hálfa öld og verður sjálfur 78 ára í næstu viku. Ekkert farar- snið er á honum, hann blæs í lúðra og ætlar að hafa opið hús í tilefni tvöfalda afmælisins. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „VEGNA þeirrar staðreyndar að sí- fellt fleiri leita til Mæðrastyrks- nefndar eftir hjálp, þá langaði okk- ur til að gera eitthvað fallegt fyrir jólin. Núna er þröngt í búi hjá mörgum og kannski hafa ekki allir efni á að kaupa vettlinga á börnin sín, en kuldinn úti vex með hverjum degi,“ segir Ágústa Jónsdóttir prjónakona með meiru, en hún fékk þá snjöllu hugmynd að bókaútgáfan Salka og Mæðrastyrksnefnd stæðu saman að vettlingasöfnun. „Ey- mundssonbúðirnar eru með okkur í þessu verkefni og þar er tekið á móti vettlingum. Fólk getur því komið með vettlinga í hvaða versl- un Eymundsson sem er, hvar sem er á landinu, nú eða þá sent þá í pósti,“ segir Ágústa og bætir við að átakið standi til 27. nóvember og að allar mæðrastyrksnefndir á landinu muni njóta góðs af. Tók upp prjónana eftir tíu ára hlé Ástæða þess að Ágústa á hlut að máli í vettlingasöfnunni er sú að Bókaútgáfan Salka gaf út í sept- ember vettlingabók hennar Hlýjar hendur, þar sem er að finna 53 upp- skriftir að fallegu vettlingamunstri. Bókin hefur trónað efst á met- sölulistum og af því má ljóst vera að Ágústa er ekki ein um að hafa áhuga á að prjóna vettlinga. „Ég hef prjónað alveg frá því ég var barn og aðallega peysur eftir að ég varð fullorðin. Ég var búin að vera í tíu ára prjónapásu þegar ég tók mig til og fór að prjóna vett- linga til jólagjafa handa mínum nánustu um síðustu jól. Amma og mamma höfðu aðallega séð um vettlingaprjón í fjölskyldunni og mér fannst tími til kominn að ég gerði eitthvað í þessu. Ég komst að því að ekki var auð- velt að finna fallegar uppskriftir svo ég hannaði sjálf alls konar munstur á vettlinga. Maðurinn minn stakk svo upp á að ég gæfi þetta út á bók og það hefur heldur betur sýnt sig að þörfin fyrir slíka bók er mikil núna á þessum tímum þegar fólk vill frekar gera hlutina sjálft en kaupa allt tilbúið úti í búð, enda má spara þó nokkra peninga á því.“ Engu barni skal vera kalt á fingrum Morgunblaðið/Golli Kuldaboli Gott er að hafa hlýtt á höndunum þegar frostið nístir. Greiðslujöfnun íbúðalána Lán Íbúðalánasjóðs verða greiðslujöfnuð frá og með 1. desember 2009 Áætluð lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði er allt að 17% Afþakka þarf greiðslujöfnun fyrir 20. nóvember Nánari upplýsingar ásamt tilkynningu um afþökkun er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.