Morgunblaðið - 05.11.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.11.2009, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sveitarstjórn-arkosningareru fram- undan. Málefni þeirra hafa verið í skugganum und- anfarið ár, sem ekki er að undra. Athyglin hefur beinst að umbrotum í efnahagskerf- inu eftir að í ljós kom að útrás- in var spilaborg og hröð upp- bygging bankakerfisins til að þjónusta hana var einnig á sandi byggð. Hið opinbera, sem svo er kallað, bæði ríki og sveitarfélög, hafði auðvitað belgt sig út í bólunni og ein- hverjir leiðtogar á þeim bæj- um gert ráð fyrir að eilífð- argóðæri væri skollið á. Og vissulega hefur margt mynd- arlega verið gert fyrir stór- auknar tekjur sveitarfélag- anna. Því miður hafa ekki allir látið þar við sitja, en stokkið um borð í hraðlestina að hruni og skuldsett sveitarfélögin verulega til viðbótar við tekju- aukann, sem þau höfðu fengið. Því sjá sum þeirra fram á erf- iða tíma, þar sem aðhalds og niðurskurðar er þörf. Þess háttar boðskapur er sjaldnast kosningavænn. En vel má vera, að í því andrúmslofti sem nú er falli mönnum slíkur mál- flutningur betur en endranær. Þeir sem lofa gulli og grænum skógum við núver- andi aðstæður hljóta að hafa holan hljóm. Þýðingarmikið er að kosningabar- áttan sem í hönd fer verði mál- efnaleg, hreinskilin og hóg- vær. Kjósendur hafa brýnni þörf fyrir þess háttar umræðu nú en við kyrrlátari kringum- stæður. Málatilbúnaður, sem menn hafa nýlega orðið vitni að í höfuðstaðarpólitíkinni, lofa ekki góðu um framhaldið. Ef þær nálarstungur, sem þar eru stundaðar til að koma höggi á Sigmund Davíð Gunn- laugsson, eru dæmigerðar fyr- ir kosningabaráttuna verður kjósendum ekki mikill sómi sýndur í henni. Og er þá auka- atriði, að þeir sem hefja leik- inn með þessum hætti eru sjálfir berskjaldaðir í honum þegar að er gáð. Stundum er litið á sveitarstjórnarkosn- ingar sem eins konar mælingu á fylgi flokka í alþingis- kosningum. Það er óþörf van- virðing við það mikilvæga starf sem fram fer í sveitar- stjórnum. Það starf á rétt á að fá sína eigin mælingu á sínum eigin forsendum og í fram- haldi af upplýsandi og heiðar- legri kosningabaráttu. Málefnaleg og hógvær kosninga- barátta mikilvæg} Vond byrjun á borgar- stjórnarkosningum Fjármálaráð-herra segist „spá því“ að skattprósenta ein- staklinga á næsta ári verði lægri en í Svíþjóð og Dan- mörku, en þar eru hæstu skatt- hlutföll 58% og 59%. Eftir að 5% hátekjuskattur var lagður á allar tekjur yfir 700.000 krónum á mánuði hér á landi um mitt ár er hæsta skatthlut- fallið komið í rúmlega 43%. Einhverjum hefði þótt nóg um, og talið rétt að líta til þeirra þjóða sem telja leiðina út úr kreppunni fremur liggja í gegnum lægri álögur en hærri. Hér á landi taka stjórnvöld hins vegar þann kost að horfa þangað sem skattarnir eru hæstir og „spá því“ drýg- indalega að Íslendingar lendi ef til vill ekki í sömu aðstæðum og þeir sem hafa það verst. Hér mega menn prísa sig sæla ef fjármálaráðherrann hlífir þeim við að fara með skatthlut- fallið upp í tæp 60%. Um eða yfir 50% hlutfall er það sem ís- lenskir skattgreiðendur skyldu búa sig undir, ef marka má skilaboð ráð- herrans. Þessi niðurdrep- andi skilaboð eru sett fram á tímum þegar efnahags- lífið þarf nauðsyn- lega á örvun að halda. Skilaboð stjórnvalda ættu að vera hvatning til fólks og fyrirtækja um að skapa meiri verðmæti, en í staðinn er hótað umtals- verðum skattahækkunum. Skýringarnar á skattahækk- ununum munu vera tekjutap vegna kreppunnar. Samt vita allir að hátekjuskattar skila sáralitlum tekjum en eru að- allega til þess fallnir að draga kraft úr efnahagslífinu. Ætli ríkisstjórnin sér að ná í tekjur sem máli skipta með skatta- hækkunum á einstaklinga er ljóst að hækkanir eru fyr- irhugaðar á aðra hópa en þá sem hærri tekjur hafa. Slík að- gerð væri hins vegar ekki að- eins til þess fallin að draga all- an mátt úr atvinnulífinu. Hún yrði einnig óþolandi kjara- skerðing fyrir allan almenning sem nú þegar ber nægar byrð- ar. Ríkisstjórnin lítur á skattahækkanir sem eina helstu lausn efnahagsvandans} Spá eða hótun? Þ að hljóta fleiri að gera þetta en hann,“ var svar móður nokkurrar þegar hringt var í hana úr skóla 10 ára gamals sonar hennar. Orð hennar vísuðu í erindi skólastjór- ans sem hringdi á heimilið til að láta vita að sonur konunnar ástundaði einelti gagnvart tveimur krökkum í bekknum. Hvort þessi orð báru vott um það að eineltið hlyti að vera í lagi af því að fleiri stunduðu það er ekki gott að segja til um. Í þessum bekk voru tveir nemendur sem urðu fyrir alvarlegu einelti af hendi nokkurra. Skólinn gat á engan hátt brugðist við, hvorki kennarinn né skólastjórnendur. Fyrir utan þetta símtal hringdi kennarinn á heimili hvers einasta krakka í bekknum og nafngreindi þá sem fyrir eineltinu urðu. Það er erfitt að trúa þessu en þetta er staðreynd engu að síður. Þvílík og önn- ur eins mistök er erfitt að trúa að menntaður kennari geri. Um leið og þolandinn er nafngreindur er nafn hans nefnilega komið í umræðuna á hverju heimili. Þolandinn er orðinn vandamálið í víðum skilningi. Eineltisumræðan á Íslandi hefur um margt verið ein- kennileg eftir að hún komst í loftið. Þó má segja að gott sé að nú sé málið rætt, en það er bara yfirleitt alltaf á röngum forsendum. Þeir sem urðu fyrir einelti sem börn eiga ekki létt með að koma fram á síðari tímum og við- urkenna að hafa verið þolendur. Þá beinist nefnilega at- hyglin að þeim enn á ný. Og það er í rauninni vandinn. Þolendur eineltis eru álitnir vera vandamálið. Það er rangt. Sá sem er gerandi er vandamálið. Í ofangreindu tilfelli hefði kennaranum verið nær að hringja í alla foreldra og nafngreina þá sem ástunduðu eineltið. Þá hefði athyglin beinst að þeim í staðinn fyrir þolendurna. Yfirleitt er það þannig að sá sem leggur aðra í einelti á við vandamál að stríða. Það er eitthvað að hjá viðkomandi. Þess vegna ættu skólastjórnendur og foreldrar að beina allri athyglinni að gerendum, en veita þolend- unum hljóðan stuðning. Foreldrar eru líka oft vandamál. Þeir trúa ekki að litli anginn þeirra sé vondur við aðra. Oft er þetta líka óvita- skapur í krökkunum og þeir gera sér ekki grein fyrir hversu mikið þeir geta sært aðra með orðum sínum og gerðum. Þá er aftur komið að foreldrunum. Þeir þurfa að setjast niður með börnum sínum og útskýra fyrir þeim hvað er rangt og rétt í umgengni við jafnaldrana. Og jafnvel þó að barnið leggi engan í einelti er rétt að taka umræðuna. Barnið segir við mömmu og pabba: En ég hef ekkert gert! Gott og vel. Trúum barninu en útskýrum samt fyrir því málið. Gerum barninu grein fyrir að ger- endur í eineltismálum eru þeir sem þurfa hjálp og að at- hyglin á að beinast að þeim. Gerum börnunum grein fyrir að ef þeir verða vitni að ofbeldi gagnvart jafningjum sín- um eiga þau að láta vita af því. Foreldrar verða líka að líta í eigin barm og hugsa sinn gang. Allir foreldrar skipta máli því börnin trúa að allt sem þeir segja sé hið rétta. Foreldrarnir eru stærsta for- vörnin. sia@mbl.is Sigrún Ásmundar Pistill Fleiri en hann! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is H vers vegna hrundi fjár- málalífið á Íslandi? Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að menn tóku allt of mikla peninga að láni og þegar þrengdi að gátu þeir ekki staðið und- ir öllum þessum skuldum og allt hrundi. En hvað varð um skuldirnar? Þó að útlendingar sem lánuðu Íslend- ingum hafi þurft að taka á sig miklar afskriftir standa miklar skuldir enn eftir sem þjóðin verður að borga. Skuldir fóru úr 29% af landsframleiðslu í 136% Þegar allt lék í lyndi kom fjár- málaráðherra fram í fjölmiðlum einu sinni á ári og kynnti fjárlaga- frumvarp sem sýndi að skuldir rík- issjóðs voru sífellt að lækka. Árið 2001 námu skuldir ríkissjóðs 44% af landsframleiðslu, en árið 2007 var þetta hlutfall komið niður í 28,7%. Frábær árangur myndi einhver segja. En þegar stutt var í að rík- issjóður yrði skuldlaus dundu ósköp- in yfir. Í ár verða skuldir ríkissjóðs 125% af landsframleiðslu og útlit fyr- ir að á næsta ári verði þær 136% af landsframleiðslu. Á skömmum tíma hafa skuldir ríkissjóðs því hækkað um sem nemur einni landsfram- leiðslu, en hún er í dag um 1.470 milljarðar. Heildarskuldir ríkissjóðs á næsta ári verða því tæplega 2.000 milljarðar. Ef þessari tölu er deilt niður á alla landsmenn skuldar hver einstaklingur um 6,3 milljónir króna. Það er þung byrði að bera. Spáir lækkun skulda Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að skuldir ríkissjóðs fari að lækka árið 2011 og verði komnar niður í 114,7% af landsframleiðslu árið 2014. Sjóðurinn setur ýmsa fyrirvara við þessari spá. Í fyrsta lagi skiptir end- urheimt eigna miklu máli. Sjóðurinn bendir á að fyrri reynsla af banka- kreppum sýni að hlutfall end- urheimtar eigna geti orðið mjög lágt. Í öðru lagi skipti lánakjör miklu máli. Ísland skuldar mikið og traust er- lendra lánastofnana á landinu er lítið. Við þessar aðstæður versna lánakjör og það getur hækkað skuldirnar. Í þriðja lagi getur gengi krónunnar haft veruleg áhrif á skuldatölurnar. Skuldir í krónum talið hækkuðu mik- ið við fall krónunnar. Gengið er núna í sögulegu lágmarki, en það er samt ekki hægt að útiloka að það geti fallið enn frekar. Í fjórða lagi geta verri viðskiptakjör þjóðarbúsins aukið skuldir ríkissjóðs. Verð á útflutnings- vörum okkar gæti lækkað og einnig skiptir miklu máli hvort efnahagslíf heimsins batnar eða tekur nýja dýfu. Í fimmta lagi er ekki hægt að útiloka að staða ríkissjóðs versni vegna þess að nýjar skuldir komi í ljós. Nokkur óvissa ríkir um gæði lána bankanna og hvaða áhrif það hefur á endur- reisn þeirra. Sá mikli samdráttur í efnahagslíf- inu sem varð með hruni bankakerf- isins hefur leitt til þess að tekjur rík- issjóðs hafa dregist mikið saman. Útgjöldin hafa á sama tíma aukist m.a. vegna þess að ríkið þarf að greiða um 100 milljarða á ári í vexti af hækkandi skuldum. Hver einstaklingur skuldar 6,3 milljónir Skuldir ríkissjóðs á næsta ári verða um 136% af landsfram- leiðslu sem þýðir að þær verða tæplega 2.000 milljarðar. Ým- islegt getur haft áhrif á hvernig þessar skuldir þróast. Skuldir ríkissjóðs 2004-2014 hlutfall af landsframl. 2004 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 2014 140 120 100 80 60 40 20 0 % Spá 2009-2014 Hvernig eru skuldir ríkissjóðs Íslands í samanburði við ríkisskuldir nágrannalanda okkar? Flest nágrannalönd okkar hafa verið að auka skuldir sínar hratt að undanförnu. OECD spáir því að árið 2014 nemi skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna um 110% af lands- framleiðslu og ríkissjóða Þýska- lands og Frakklands um 90% af landsframleiðslu. Metið á þó jap- anski ríkissjóðurinn, en því er spáð að árið 2014 skuldi hann um 240% af landsframleiðslu sem er miklu meira en Ísland skuldar. Hvernig fer Ísland að því að borga niður allar þessar skuldir? Eins og allir vita sem hafa tekið stór lán tekur langan tíma að borga þau niður. Ríkissjóður er rekinn með miklum halla og til að geta lækkað skuldir verður að byrja á því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Ríkissjóður þarf á næsta ári að borga 100 milljarða í vexti. Þegar skuldirnar eru orðnar svona miklar skipta lánakjör miklu máli. Sömuleiðis verður rík- issjóður að hafa aðgang að lánsfé til að geta endurfjármagnað lán sem komin eru á gjalddaga. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.