Morgunblaðið - 05.11.2009, Síða 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
FÖRGUN sorps hef-
ur verið vandamál sem
fylgt hefur manninum
frá örófi alda. Fyrst
voru menn með sorp-
hauga rétt við bæj-
arhúsin, svo var sorp-
inu hent í ár og sjó
samkvæmt máltækinu
„lengi tekur sjórinn
við“. Slíkt gekk auðvit-
að ekki til lengdar og
var farið að safna sorpinu með skipu-
legum hætti (Elliðaár, Gufunes o.fl.),
því næst með því að brenna það og nú
er það urðað (t.d. Álfsnes og Kirkju-
ferjuhjáleiga).
Flokkun er framtíðarlausn
Allt frá stofnun Sorpu bs. hafa
menn reynt að örva flokkun en með
takmörkuðum árangri, t.d. með
blaðagámum, endurvinnslugámum
og móttökustöðum. Megnið af sorp-
inu lenti samt sem áður á urðunar-
stöðum. Þá sáu menn að hægt væri að
framleiða metangas (CH4) til þess að
knýja áfram bifreiðar og flokkunará-
huginn dvínaði.
Hvati til flokkunar var t.d. útflutn-
ingur á pappa, blöðum, fernum o.fl.
Því hærra verð, þeim mun meiri
hvati. Þessi útflutningur
hefur gengið upp og nið-
ur þar til síðustu árin að
einkafyrirtæki í sorp-
hirðu hafa sinnt þessum
mikilvæga útflutnings-
markaði í auknum mæli.
Með því að flokka
sorpið betur minnkar sá
hluti sem fer í urðun og
verðmætasköpun eykst
með aukinni endur-
vinnslu.
Tilraun í Kópavogi –
Hugsum áður en við hendum
Nokkur sveitarfélög hafa í sam-
vinnu við einkaaðila farið út í að flokka
allt sorp sem til fellur í bæjarfélögum
og hefur það skilað góðum árangri.
Kópavogsbær ákvað að fara í til-
raunaverkefni í samvinnu við Íslenska
gámafélagið, sem sér um sorphirðu í
Kópavogi, um flokkun á sorpi í Nón-
hæð í Kópavogsdal þar sem er blönd-
uð 1.500 manna byggð. Fyrstu tölur
sýna að árangurinn af flokkun er ald-
eilis frábær, þ.e. um 60% af sorpinu
eru flokkuð. Það fer ekki í urðun held-
ur verður að útflutningsverðmætum
eða næringarríkum áburði. Með
áframhaldandi flokkun held ég að það
eigi að nást frekari árangur og það
magn sem fer í urðun verði mun
minna.
Aukin flokkun gæti
lækkað sorphirðugjald
Það er ljóst að aukin flokkun þýðir
lægri urðunarkostnað og lægri sorp-
hirðugjöld. Sorpa bs. hefur verið með
hugmyndir um rándýra brennslustöð
sem á að framleiða rafmagn án þess
að vitað sé hvernig það reiknings-
dæmi lítur út. Stofnkostnaður er tal-
inn í mörgum milljörðum króna.
Með aukinni flokkun mun kostn-
aður íbúa lækka, aukin útflutnings-
verðmæti skapast fyrir þjóðarbúið og
hlutfall þess sem urðað er lækka að
mun. Þar af leiðandi minnkar kostn-
aðurinn við land undir urðun og vökt-
un þess.
Þegar tilrauninni með flokkun á
Nónhæð verður lokið vonast ég til að
allt sorp verði flokkað í Kópavogi og
það verkefni verði boðið strax út á
næsta ári.
Flokkun er framtíðin
í sorphirðu
Eftir Gunnar I.
Birgisson » Fyrstu tölur sýna að
árangurinn af flokk-
un er aldeilis frábær,
þ.e. um 60% af sorpinu
eru flokkuð.
Gunnar I. Birgisson
Höfundur er fv. bæjarstjóri
í Kópavogi.
SÖKUM núverandi
efnahagsörðuleika á
Íslandi er nauðsyn-
legt að skoða alla
mögulega valkosti
sem gætu hjálpað til
við að styðja upp-
byggingu á efnahags-
kerfinu og íslensku
krónunni. Ein leið
sem hefur kannski
ekki verið skoðuð í
þaula er sú hugmynd að bjóða ein-
staklingum rétt á dvalarleyfi gegn
beinni fjárfestingu á Íslandi. Slík
hugmynd var framkvæmd í Hong
Kong árið 2003, þegar Hong Kong
var að berjast við sína eigin
kreppu sem hafði skollið á sökum
SARS-veirunnar. Til að fá inn
fjármagn til borgarinnar byrjaði
Hong Kong að bjóða upp á svo-
kallað „Captial Entrant Residency
Scheme“ sem mætti þýða sem
„dvalarleyfi gegn fjármagni“.
Dvalarleyfi gegn fjármagni gefur
einstaklingum frá flestum löndum
möguleika á að fá dvalarleyfi í
Hong Kong, gegn því að fjárfesta
að minnsta kosti US$ 833.000 (ca.
104 milljónir íslenskar) í fyrirfram
skilgreindum eignaflokkum í Hong
Kong. Frá og með 30. júní 2009
hafði Hong Kong gefið 4.350 ein-
staklingum slík dvalarleyfi og á
móti tekið inn um 4 milljarða
Bandaríkjadollara (ca. 500 millj-
arða íslenskra) og skapað mörg
störfum í Hong Kong. Að auki
hafa 1.241 ein-
staklingar fengið
bráðabirgðasamþykki
fyrir slíku dvalarleyfi,
sem mun taka inn 1
milljarð Bandaríkja-
dala til viðbótar. Hug-
myndin sem slík er
ekki ný af nálinni.
Fleiri þjóðir hafa boð-
ið upp á dvalarleyfi
gegn fjárfestingu,
með mismunandi ár-
angri.
Til að mynda
kynntu Bandaríkin svipað kerfi ár-
ið 1992 (EB-5 Program), sem gef-
ur einstaklingum sem fjárfesta á
milli US$500.000-1.000.000 að fá
græna kortið, gegn því skilyrði að
einstaklingurinn geti sannað að
fjárfestingin skapi í það minnsta
10 störf. Ameríska kerfið hefur
ekki verið eins árangursríkt og
kerfið í Hong Kong sökum
strangra reglna og einstaklega
flókins umsóknarferlis. Eingöngu
6.000 græn kort hafa verið gefin
út á þessu ameríska kerfi síðan
1992. Ísland ætti að íhuga það
vandlega að setja á fætur svipað
dvalarleyfiskerfi og Hong Kong
þar sem hagur Íslands gæti verið
verulegur. Til að reyna að áætla
hversu mikið fjármagn slíkt kerfi
gæti laðað til Íslands er vert að
skoða eftirfarandi dæmi.
Ef við gefum okkur þær
forsendur að Ísland gæfi út jafn
mörg dvalarleyfi og Hong Kong,
reiknað út frá stærð vergrar
landsframleiðslu hvers ríkis, ætti
Ísland að geta laðað til sín um það
bil 36 milljarða á næstu 6 árum,
gegn því að gefa út 300-350 dval-
arleyfi á sama tímabili. Dvalarleyfi
gegn beinni fjárfestingu á Íslandi
gæti verið markaðssett til er-
lendra fjárfesta frá löndum þar
sem mikill árlegur hagvöxtur á
sér stað, t.d í Kína, Brasilíu, Rúss-
landi og öðrum þróunarlöndum.
Kerfið gæti verið markaðssett
sem „Réttur til dvalarleyfis“ sem
mundi ekki endilega þýða að ein-
staklingar sem fjárfestu á Íslandi
þyrftu að nýta sér réttinn til
dvalarleyfis strax, þó að þeir fjár-
festu strax. Öruggur og áskilinn
réttur til dvalarleyfis á Íslandi,
ásamt þeim möguleika að geta
orðið íslenskur ríkisborgari myndi
ekki eingöngu veita efnuðum fjár-
festum í þróunarlöndum töluverða
öryggistilfinningu. Réttur til dval-
arleyfis mun einnig veita fjárfest-
inum og hans fjölskyldu þann
aukaávinning að geta búið, unnið
og stundað nám, hvar sem er í
Evrópu. Það er ávinningur sem
fjárfestar frá flestum ríkum
þróunarlöndum hafa ekki í dag.
Búsetuleyfi á Íslandi – leið
til að fá inn erlent fjármagn
Eftir Þröst
Jóhannsson » Ísland ætti að íhuga
það vandlega að
setja á fætur svipað
dvalarleyfiskerfi og
Hong Kong.
Þröstur Jóhannsson
Höfundur er framkvæmdastjóri í
Hong Kong.
MIKIÐ hefur geng-
ið á í samfélaginu á
undanförnum mán-
uðum. Ljóst er að
mikið fjárlagagat
blasir við ríkisvaldinu
og stefnt er að því að
loka því með aukinni
skattlagningu bæði á
atvinnulíf og almenn-
ing. Á undanförnum
mánuðum hefur al-
menningur stórlega dregið úr
neyslu og ljóst að margir eru að
undirbúa enn frekari niðurskurð
þar sem almenningur óttast enn
krappari kjör í kjölfar aukinnar
skattlagningar á næsta ári.
Fyrir nokkrum árum var ákveð-
ið að bjóða upp á séreignarlífeyr-
issparnað til að auka sparnað al-
mennings og tókst þessi
framkvæmd með ágætum. Und-
irritaður hefur tekið þátt í þessu
og bendir margt til þess að tekjur
undirritaðs hækki vegna þess þeg-
ar 60 ára aldrinum verður náð,
þ.e. að því gefnu að vinnu sé enn
að hafa. Ein leið sem nefnd hefur
verið er að skattleggja inn-
greiðslur lífeyrisgreiðslna í al-
menna kerfinu. Önnur leið að
skattleggja núverandi eign í
séreignarsparnaði og inngreiðslur
í slíkan sparnað til framtíðar.
Fyrri leiðin er eflaust flókin og
gera má ráð fyrir að lífeyrissjóð-
irnir finni henni allt til foráttu.
Síðari leiðin er hins vegar fé sem
þeir sem borgað hafa
inn eiga og mun alltaf
fást að fullu greitt út.
Undirritaður hefur
engan hitt enn sem
hefur verið ósammála
um að fara þá leið, né
hef ég heyrt nein rök
gegn því að fara
þessa leið. Nokkrar
tölur hafa verið
nefndar hversu háar
upphæðir þetta eru,
allt frá 30-60 millj-
arðar í skatttekjur.
Þetta færi langt með að loka fjár-
lagagati næsta árs sem virðist
vera þungt fjárlagaár. Slík skatt-
lagning ætti og að hafa jákvæð
áhrif á mörg sveitarfélög sem
berjast nú í bökkum. Þetta er
mun vænlegri leið en að auka
skatta á almenning, eða segja fólki
upp hjá hinu opinbera, sem mun
þá draga enn frekar úr neyslu.
Enn minni neysla veldur enn frek-
ara atvinnuleysi og kreppan frek-
ar dýpkar en hitt.
Ef búið er að skattleggja sér-
eignarsparnaðinn fæst hann
greiddur út á efri árum en verður
þá ekki skattlagður. Það er flest-
um sem ég þekki hulin ráðgáta
hvers vegna þessi leið er ekki
rædd frekar og ég skora á stjórn-
völd, lífeyrissjóði, verkalýðsfélög
eða hvern þann sem telur þessa
leið ekki færa að koma með rök
sem almenningur skilur. Fjöl-
miðlar ættu einnig að gera skoð-
annakönnun á því hvort ekki sé
mikill meirihluti fyrir slíkum að-
gerðum því þó að skattur yrði tek-
inn af öllum mínum séreign-
arsparnaði hefði það engin áhrif á
mitt daglega líf – hvorki nú né í
framtíðinni. Ég skora á stjórnvöld
að taka við sköttum af mínum sér-
eignarsjóði strax í dag.
Skattlagning
séreignar-
sparnaðar, já takk
Eftir Jón Björn
Skúlason
»Ef búið er að skatt-
leggja séreign-
arsparnaðinn fæst hann
greiddur út á efri árum
en verður þá ekki skatt-
lagður.
Jón Björn Skúlason
Höfundur er landfræðingur.
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan
TAKTU VEL Á MÓTI SÖLUFÓLKI OKKARReykjavík
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Sérhæð eða hæð og ris óskast
– góðar greiðslur í boði
Traustur kaupandi óskar eftir 150-200 fm sérhæð
eða hæð og risi. Þessir staðir koma vel til greina:
Vesturbærinn, Hlíðar eða nágrenni Miklatúns.
Allar nánari uppl. veita Sverrir Kristinsson
og Hilmar Þór Hafsteinsson.
Reykjavík
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Einbýlishús í Þingholtunum óskast
– góðar greiðslur í boði
Höfum kaupanda að 300-400 fm einbýlishúsi í
Þingholtunum. Sterkar greiðslur í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.