Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
JÁKVÆÐUSTU
fréttir síðustu viku
að mínu mati voru
þær að okkur hefur
tekist að halda vel
utan um unga fólkið
okkar í kreppunni
eins og fram kom í
niðurstöðum rann-
sóknar um líðan
barna sem Rannsókn
og greining gerði í
febrúar sl. Þar kemur fram að
andleg líðan barna hefur batnað
milli ára þrátt fyrir ástandið í
efnahagslífinu.
Skólamálin eru langstærsti
málaflokkur sveitarfélaganna og
eru skólarnir með stærstu vinnu-
stöðum þeirra þegar horft er til
fjölda nemenda og starfsfólks.
Nemendur eyða stórum hluta
dagsins í skólum og því er mik-
ilvægt að þeim líði vel í skól-
anum. Mikill metnaður hefur ver-
ið lagður í skólastarf á
Seltjarnarnesi í gegnum tíðina.
Við höfum lagt mikið í að end-
urbæta skólahúsnæði og aðstöðu
nemenda og kennara og sér-
kennsla er líklega hvergi öflugri
hér á landi. Það hefur skilað sér í
markvissari kennslu og betri
þjónustu við alla nemendur hvort
sem þeir eru hægfara eða bráð-
gerir í námi. Við bjóðum upp á
heitan mat í skólunum okkar
gegn vægu gjaldi þar sem mat-
seðlar eru samhæfðir milli skóla-
stiga. Foreldrar geta nýtt sér
lengda viðveru fyrir nemendur
upp í 4. bekk þar sem lögð er
áhersla á að allir notendur fái
þjónustu við hæfi. Mikill metn-
aður er einnig lagður í að hafa
vinnudag nemenda samfelldan og
fengum við sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir það frá Heimili og
skóla. Mikið og gott samstarf er
á milli leikskóla, grunnskóla og
tónlistarskóla þannig að nem-
endur geta farið úr tíma í grunn-
skóla til að sinna tónlistarnámi að
hluta og boðið er upp á kennslu í
tónlist í leikskólunum.
Það var mikil framsýni hjá
þeim sem byggðu upp Seltjarn-
arnesið að hafa alla þjónustu á
einum og sama staðnum. Þannig
eru grunnskóli, tónlistarskóli,
íþróttaaðstaða, leikskólar, fé-
lagsmiðstöð, sundlaug, bókasafn
og heilsugæsla á sama svæðinu
þannig að auðvelt og öruggt er
fyrir nemendur að fara á milli
stofnana. Þetta hefur gert okkur
kleift að samtvinna skóla- og
tómstundastarf barnanna þannig
að þau klára sinn vinnudag í sam-
fellu. Þar hefur líka skipt sköpum
gott samstarf allra sem koma að
umönnun, kennslu og þjálfun
barna og unglinga á Seltjarn-
arnesi. Án náins samstarfs þess-
ara aðila væri fyrirkomulag sem
þetta ógerlegt. Það skiptir okkur
máli að foreldrar geti verið
áhyggjulausir og við þurfum að
geta treyst því að börn okkar og
unglingar séu í góðum höndum
hvort heldur sem er í skólanum,
íþróttum eða því tómstundastarfi
sem boðið er uppá í bæjarfélag-
inu.
Mikið hefur verið rætt um
niðurskurð á ýmsum sviðum
vegna efnahagsástandsins bæði
hjá ríki og sveitarfélögum enda
ekki vanþörf á að bregðast við
aðsteðjandi vanda. Skólamál eru
stærsti einstaki liður í útgjöldum
Seltjarnarnesbæjar eins og í
flestöllum öðrum
sveitarfélögum á
landinu eftir yf-
irfærslu grunnskól-
ans frá ríki. Þar er
stærsti kostnaðarlið-
urinn launakostnaður
enda færi víst næsta
lítið fram í skólum án
kennara og annars
starfsfólks. Það er
því óhjákvæmilegt að
sá málaflokkur komi
fyrst upp í hugann
þegar rætt er um niðurskurð á
þjónustu. Það er að vissu leyti
auðvelt að taka skólakerfið og
skera þar niður enda þjónusta
sveitarfélaga í skólamálum oft
langt umfram lagaskyldu eins og
reyndin er á Seltjarnarnesinu.
Því er í lófa lagið að breyta þjón-
ustustigi í skólunum með minni
sérkennslu, breytingu á skipan í
bekkjardeildir og öðrum aðgerð-
um.
En er ráðlegt að ganga of
nærri þessari þjónustu? Er það
ekki hátt menntunarstig þjóð-
arinnar sem við bindum hvað
mestar vonir við að muni koma
okkur út úr kreppunni sem fyrst?
Mikið hefur verið rætt um að það
sé okkar helsta auðlind og er þá
rétt að ganga að skólakerfinu og
skera of mikið niður í skólum
landsins?
Það er mín skoðun að við eig-
um að fara varlega og vanda til
verks í þessum efnum. Grunn-
skóli og leikskóli teljast til grunn-
þjónustu sveitarfélaga og skipta
miklu máli fyrir okkar yngstu
borgara. Við eigum að standa
vörð um þessa þjónustu og gæta
þess að hún verði áfram til fyr-
irmyndar og settur verði metn-
aður í að gera skólana sem besta.
Það er vissulega hægt að hag-
ræða og er sjálfsagt að velta við
öllum steinum til að gera rekst-
urinn sem hagkvæmastan og má
segja að það sé skylda okkar
sveitarstjórnarmanna við íbúa að
gera slíkt. Að sjálfsögðu eigum
við jafnframt að gera kröfu um
árangur í skólakerfinu. En stíg-
um varlega til jarðar í hagræð-
ingu í skólakerfinu og stöndum
vörð um þessa grunnþjónustu við
yngri íbúana. Menntunarstig
þjóðarinnar, andleg og líkamleg
velferð barnanna skiptir alla máli
og til lengri tíma litið skilar alúð
við þessa þjónustu okkur sterk-
um, heilbrigðum og hæfum ein-
staklingum út í þjóðfélagið öllum
til góðs.
Stöndum vörð
um unga fólkið
Eftir Sigrúnu Eddu
Jónsdóttur
Sigrún Edda Jónsdóttir
»Er það ekki hátt
menntunarstig þjóð-
arinnar sem við bindum
hvað mestar vonir við að
muni koma okkur út úr
kreppunni sem fyrst?
Höfundur er formaður skólanefndar
Seltjarnarness.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Vetrartilboð
til Staðgreiðslukorthafa
Þessi tilboð gilda til 31. des. 2009
Rúðusköfur
Frostlögur
Sómasamlokur og langlokur
Quiznos-réttir
Bílaperur
Þurrkublöð
Rúðuhreinsir
Lásaspray og lásaolía
25%
afsláttur
25%
afsláttur
20%
afsláttur
20%
afsláttur
25%
afsláttur
25%
afsláttur
25%
afsláttur
25%
afsláttur
Þú getur sótt um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141.
3 kr
. af
sl. a
f eld
sne
ytis
lítra
num
2 kr
. (1
,5%
) af
sl. í
form
i
Vild
arp
unk
ta I
cela
nda
ir
Allt
af m
eð
Sta
ðgr
eiðs
luko
rtin
u:
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda einstaklinga er til húsa á 5. hæð í Hamrahlíð 17,
Reykjavík. Þar er opið alla virka daga kl. 9–16. Tímapantanir
og upplýsingar í síma 54 55 800 hjá ráðgjöfum, augnlækni
og sjónfræðingum. Nánari fróðleikur á www.midstod.is
AUGUN HVÍLA Á OKKUR
Sjónin er nauðsynleg til að rata um í
ys og þys nútímans. Þegar hana skortir,
geta einföld verkefni orðið flókin.
Þess vegna er mikilvægt að blindir,
sjónskertir, aðstandendur þeirra og
fagfólk, hafi aðgang að bestu hugsanlegu
tækni, aðstoð, þjálfun og upplýsingum
á einum stað. Miðstöðin er sá staður.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
JO
47
63
1
11
/0
9