Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
VIÐ hjónaleysin fórum í Borgarleik-
húsið laugardaginn 31.10. á sýn-
inguna Dauðasyndirnar. Við keypt-
um miðana á netinu í ágúst
síðastliðnum og vorum mætt örfáum
mínútum fyrir sýningu við sætin sem
við völdum gaumgæfilega á midi.is.
Þá kom í ljós að í öðru sætinu okk-
ar var ókunnugur maður og eftir að
hafa bent honum kurteislega á að
hann væri í sætinu okkar vísaði hann
á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
sem sat innar á sama bekk og tjáði
okkur að við yrðum að ræða við hana
um þetta mál. Umrædd kona sat þar
ásamt ónefndri vinkonu sinni og var
Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi
leikhússtjóri, í sætinu á næsta bekk
beint fyrir framan. Ég spurði þær
stöllur kurteislega hvað væri í gangi
og af hverju ég fengi ekki sætið
mitt? Þær sögðu mér að þær væru
þrjár saman og vildu sitja saman og
ég skyldi bara flytja mig um sæti og
láta mér það vel lynda, eins og öll
sætaröðin virtist þurfa að sætta sig
við að gera – hvort sem leikhúsgest-
unum líkaði betur eða verr. Ég lét til
leiðast af góðmennsku einni og sé
mest eftir því að hafa látið þetta yfir
mig ganga nánast orðalaust. Ef mað-
ur á ekki sætin sem maður pantar á
leiksýningu hver á þau þá?
Þvílík ókurteisi og þvílíkur yf-
irgangur. Þarna fengum við al-
gjörlega ókeypis kennslustund í
fyrstu dauðasyndinni sem er nefni-
lega hroki. Því vil ég af mínu alkunna
umburðarlyndi veita þessum vinkon-
um smákennslu í því sem heitir al-
menn kurteisi: Hvernig hefði nú ver-
ið að spyrja okkur vinsamlega hvort
okkur væri sama um að við flyttum
okkur um eitt sæti til hliðar fjær
sviðinu? Eða hreinlega bjóðast til að
leyfa okkur að sitja nær miðjunni og
færa sig sjálfar til hliðar og sitja
saman á endanum? Spyr sá sem ekki
veit. En sá vægir líka sem vitið hefur
meira.
Sýningin var dásamleg og lifir í
minningunni um skemmtilegt kvöld
og leikhúsupplifun af bestu gerð.
STEFÁN HALLDÓRSSON,
Einarsnes 36, Reykjavík.
Hroki – fyrsta dauðasyndin
Frá Stefáni Halldórssyni
ÉG RAKST á grein eftir dr. Gayal,
prófessor sem starfar nú við kjarn-
orkumálastofnun Bandaríkjanna.
Hann gefur fyrirbyggjandi ráð gegn
H1N1 sem gætu komið mörgum að
gagni og því þýddi ég inntak hennar.
Leið veirunnar er inn um nef og
munn. Nánast útilokað er að komast
ekki í snertingu við veiruna í þessum
heimsfaraldri – þó má sleppa við
smit.
Ráðin eru einföld og á allra færi.
1) Handþvottur (í 20 sekúndur).
Víðast er þó lögð áhersla á hand-
þvott.
2) Aldrei snerta andlit nema til að
matast og þvo sér.
3) Skola kokið tvisvar á dag með
volgu saltvatni eða listeríni (fleiri
tegundir fást í lyfjabúðum). Van-
metið ekki þetta ódýra, einfalda og
áhrifaríka ráð sem hindrar sýkingu.
4) Hreinsa nasirnar daglega með
volgu saltvatni. Gott er að snýta sér
hraustlega og þrífa svo nasirnar með
eyrnapinnum sem dýft hefur verið í
saltvatn. Það drepur þær margar.
5) Taka inn sterkt C-vítamín
(fæstir fá nóg af því úr fæðunni).
Upptaka þess í líkamanum er betri
ef zink er tekið með.
6) Drekka mikið af volgum vökva
(tei, kaffi o.s.frv.) Ég leyfi mér að
bæta íslenska vatninu við. Þetta hef-
ur sömu áhrif og að skola hálsinn
nema að maginn tekur við veirunni
sem þar á sér enga lífsvon.
Prófessorinn biður um að þessum
einföldu ráðum sé dreift í von um að
sem flestir nýti sér þau og hindri þar
með smit.
ÁSTHILDUR SVEINSDÓTTIR,
þýðandi.
Vörn gegn svínaflensu
Frá Ásthildi Sveinsdóttur
MIKIÐ hefur verið
rifist um þá stefnu rík-
isstjórnarinnar skv.
áætlun AGS, að ætla að
taka lán upp á liðlega
600 milljarða til að
byggja upp gjaldeyr-
isvarasjóð, samanlagt
1.100 milljarðar. Á sama
tíma vofir yfir fallöxi í
formi krónubréfa, sem
sjálfsagt er engin til-
viljun, að einnig eru upp á cirka 600
milljarða. Þau voru seld á árum áður af
Seðlabankanum fyrir gjaldeyri, þá tal-
in hentug leið til gjaldeyrisöflunar fyr-
ir Seðlabankann. Vandinn er að þegar
það fé vill nú út, sennilega allt, þá snýst
flæðið við, þ.e. gjaldeyrir fer út, en
krónan fellur í verði, þar sem magn
hennar í hagkerfinu stóreykst. Afleið-
ingin: ný stórfelld gengisfelling henn-
ar, með kunnuglegum afleiðingum. Til
að koma í veg fyrir þetta, var tappi
settur í, á formi gjaldeyrishafta. En við
slík höft er ekki búandi árum saman,
en þá – hvernig losum við um þau?
Engin gallalaus aðferð til
Spurningin, þegar leiðir eru valdar,
er fyrst og fremst um hverjir tapa og
einnig hvernig tapinu er skipt á milli
aðila. Mann grunar, að plan rík-
isstjórnarinnar og AGS sé að sleppa
genginu lausu eftir að gjaldeyrislánin
hafa verið afgreidd til Íslands; og á
sama tíma verja gengið falli. Það sem
gerist þá, er að lánin hrökkva þá u.þ.b.
akkúrat til þess að borga krónubréfa-
eigendum út. Þeir fara þá frá Íslandi
með allt sitt borgað upp í topp, en al-
menningur borgar brúsann. En við-
bótarvaxtagjöld eru áætluð liðlegir 20
milljarðar á ári, sem ríkið, þ.e. almenn-
ingur, mun þurfa að standa undir. Á
móti, engin ný stór gengisfelling.
En eru aðrar leiðir í boði?
Það hefur verið nefnt sem leið B, að
verja ekki gengið. En að taka láns-
kjaravísitöluna tímabundið úr sam-
bandi á meðan. Krónubréfaeigendur
selja sín bréf, en að þessu sinni mun
verðfall krónunnar valda því að þeir fá
færri pund eða evrur
fyrir krónubréfin sín.
Aðgerðin kostar þannig
okkur Íslendinga, minna
í gjaldeyrisútstreymi.
Má vera að minnka megi
gjaldeyrislánin, t.d. um
helming, án of mikillar
áhættu. Hafa ber í huga,
að Ísland skuldar þegar
of mikið, svo öll minnkun
er til góðs. Á móti tapa
þeir sem skulda í erlend-
um gjaldeyri, og einnig
tapa þeir sem eiga inni-
stæður í krónum, vegna lækkunar
hennar um t.d. 30-40% ofan á fyrra
hrun. Á hinn bóginn er þessi viðbót-
arminnku, líkleg til að vera undirskot á
réttu markaðsverðmæti krónunnar, en
verðmætasköpun er enn öflug í ísl.
hagkerfinu; svo rétt markaðsgengi er
líklega ekki langt frá núverandi gengi.
Það þýðir að tap af krónu-innistæðum,
og einnig viðbótartap þeirra er skulda
í erlendri mynt, verður sennilega ekki
mjög mikið í reynd, þar sem krónan
muni rétta fljótt við sér aftur í gengi
sem væri nærri því sem það er í dag.
Mun krónan hækka
frekar í framtíðinni?
Staðreyndin er sú, að við Íslend-
ingar erum með neikvæðan jöfnuð í
viðskiptum við útlönd, þrátt fyrir hag-
stæð vöruskipti. Ástæðan er sú að svo
margir innlendir aðilar skulda í er-
lendri mynt, sem ekki hafa eigin gjald-
eyristekjur. Þetta eru sveitarfélög,
stofnanir og opinber fyrirtæki, einka-
fyrirtæki og einstaklingar. Í dag, skv.
vef Seðlabanka Íslands, standa nettó-
skuldir þjóðarbúsins í 5.954 millj-
örðum eða 4,17 VLF. Á sama tíma seg-
ist ríkið skulda 2.313,2 milljarða eða
1,6 VLF. Mismunurinn er 3.641,8
milljarðar eða 2,57 VLF. Þó Gylfi
Magnússon tali kuldalega um að hluti
þessa muni afskrifast vegna gjald-
þrota og að ríkið þurfi ekki að standa
undir þessu, þá er punkturinn sá að til-
vist þessara skulda hefur samt mjög
veruleg áhrif á hagkerfið. Eina leið
þessara aðila til að greiða, er að skipta
krónum í gjaldeyri. Þar stendur hníf-
urinn í kúnni, þar sem um er að ræða
mjög stórfelldar skuldir, þá er það
streymi peninga úr hagkerfinu sem
orsakast einnig að sama skapi stór-
fellt. Svo stórt er það, að það er stærra
að verðmætum en núverandi hagn-
aður af hagstæðum vöruskiptum; ergo
– heildarjöfnuður þjóðfélagsins er í
reynd, neikvæður.
Neikvæður jöfnuður er ástæða
lággengis
Menn í fjölmiðlum hafa verið að
velta fyrir sér af hverju gengi krón-
unnar er ekki að hækka, þegar vöru-
skiptajöfnuður er hagstæður. En eins
og ég var að útskýra er heildarjöfn-
uður þjóðfélagsins við útlönd í reynd
neikvæður. Einmitt það skýrir viðvar-
andi lággengi krónunnar. Hægt væri
að laga þetta með því að framkalla
fjárstreymi á móti, þ.e. erlenda fjár-
festingu. En eins og mál standa, þá
hafa líkur þess að farið verði af stað
með tiltekin 2 álver og jafnvel stækk-
un í Straumsvík minnkað verulega. Ef
ekki koma til slíkar stórar fjármagns-
innspýtingar á móti, þá er einfaldlega
ekkert í farvatninu annað en áfram-
haldandi lággengi, svo lengi sem þetta
útflæði vegna erlendra lána, þeirra er
ekki hafa eigin gjaldeyristekjur, við-
helst.
Niðurstaða
Ég legg til, að gjaldeyrishöft verði
afnumin eins fljótt og hægt er, því þá
mun á ný verða hægt að versla með
krónur erlendis, eins og var fyrir
hrun. Það eru höftin, sem framkalla
tregðu erlendra aðila til að eiga við-
skipti með krónur. Ég legg til, að
krónan verði ekki varin falli á meðan
krónubréfin streyma út; en að á með-
an verði lánskjaravísitalan tekin úr
sambandi tímabundið. einarbb.blog.is.
Losum um gjaldeyrishöftin
hið snarasta
Eftir Einar Björn
Bjarnason » Staðreyndin er sú, að
við Íslendingar er-
um með neikvæðan jöfn-
uð í viðskiptum við út-
lönd, þrátt fyrir
hagstæð vöruskipti.
Einar Björn Bjarnason
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og Evrópufræðingur.
BRÉF TIL BLAÐSINS
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
JÓLABLAÐIÐ
Morgunblaðið gefur út stór-
glæsilegt jólablað föstudaginn
27. nóvember 2009
Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum
fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir
alla aldurshópa.
Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur
út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12
mánudaginn 23. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Meðal efnis verður :
Uppáhalds jólauppskriftirnar.
Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og
jólum.
Villibráð.
Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur.
Smákökur.
Eftirréttir.
Jólakonfekt.
Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa
hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð.
Jólasiðir og jólamatur í útlöndum
Jólabjór og vínin.
Gjafapakkningar.
Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum
jólahátíðina.
Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti.
Heimagerð jólakort.
Jólaföndur.
Jólabækur og jólatónlist.
Jólaundirbúningur með börnunum.
Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari
hátíð ljóss og friðar.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.