Morgunblaðið - 05.11.2009, Síða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
✝ Yngvi MagnúsZophoníasson
fæddist á Stórubýlu í
Innra-Akraneshreppi
2. ágúst 1924. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 31. október
2009. Foreldrar hans
voru Ingibjörg Gísla-
dóttir frá Hvítanesi í
Skilmannahreppi, f.
20. des. 1891, d. 12.
mars 1993, og Zop-
honías Friðrik
Sveinsson húsasmið-
ur, f. á Staðarhöfða í
Innra-Akraneshreppi, f. 2. sept.
1886, d. 12. sept. 1963. Systkini
Yngva sammæðra voru Hallfríður
Lára Gunnarsdóttir, f. 17. sept.
1913, d. 25. apríl 1914, Ásta Laufey
Gunnarsdóttir, f. 1. sept. 1914, d. 9.
apríl 1999, Soffía Friðrikka, f. 6.
des. 1919, d. 5. ágúst 1985, Sig-
urður, f. 8. sept. 1922, d. 6. mars
2006, Kjartan Reynir, f. 20. júlí
1930, og Sveinbjörg, f. 2. ágúst
1931.
Yngvi kvæntist 10. okt. 1948
Ólínu Jóhönnu Valdimarsdóttur, f.
14. feb. 1930, þau skildu. Sambýlis-
kona Guðbjörg Sigríður Hauks-
dóttir. 4) Hafþór Yngvason, f. 8.
maí 1957, kvæntur Söruh Browns-
berger, f. 14. apríl 1959. Dætur
þeirra: Sólrún Droplaug, f. 26. júní
1985, gift Ólafi Má Jónssyni, f. 19.
mars 1985. Sonur þeirra Jón Þór
Ólafsson, f. 18. maí 2008. Bryndís
Lillian, f. 4. sept.1990.
Yngvi stundaði nám við héraðs-
skólann í Reykholti á árunum 1942-
1944. Hann lauk sveinsprófi í hús-
gagnasmíði við Iðnskólann í
Reykjavík 1949 og meistaraprófi
1953. Hann vann við smíðar til
starfsloka að undanskildum 5 árum
er hann var á millilandaskipum,
sem timburmaður. Hann vann lengi
á trésmíðaverkstæðinu Silfurtúni,
var með eigin rekstur, vann hjá Ár-
mannsfelli og á Líkkistuvinnustofu
Eyvindar Árnasonar. Yngvi hafði
yndi af tónlist og söng með kórum á
yngri árum. Hann var félagi í „Ljóð
og saga“ og í félögum og klúbbum
sem tengdust útivist og fjall-
göngum.
Yngvi bjó í Innra-Akraneshreppi
til 1944, en þá flutti hann til
Reykjavíkur og bjó á höfuðborg-
arsvæðinu allar götur síðan, að
undanskildum 5 árum, þegar hann
bjó í Grundarfirði. Síðustu tvö árin
bjó hann á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Yngva fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 5. nóvember, kl. 11.
Jarðsett verður í Garða-
kirkjugarði.
kona hans 2004-2008
var Kristín Jónína
Sigurjónsdóttir, f. 23.
júlí 1932.
Yngvi og Jóhanna
eignuðust fjögur
börn, þau eru: 1) Guð-
rún Björt, f. 13. maí
1948, gift Jóni Bjarna
Þorsteinssyni, f. 30.
sept. 1948. Börn
þeirra: Þorsteinn
Yngvi, f. 4. júní 1975,
kvæntur Gerði Guð-
mundsdóttur, f. 6.
apríl 1971. Dóttir
þeirra er Telma Guðrún, f. 11. des.
2008. Dætur Gerðar; Aðalheiður
Ósk Magnúsdóttir, f. 2. maí 1990,
og Viktoría Ósk Arnardóttir, f. 28.
sept. 1994. Ingibjörg Hanna, f. 3.
des. 1976, gift Emil Þór Vigfússyni,
f. 14. feb. 1974. Synir þeirra: Tómas
Nói, f. 21. jan. 2003, og Jón Bjarni,
f. 18. des. 2006. 2) Valdimar Borg-
þór, f. 26. jan. 1952, d. 29. ágúst
1953. 3) Borgþór, f. 3. mars 1955,
kvæntur Svanhildi Sigurðardóttur,
f. 2. des. 1957. Synir þeirra: Yngvi
Magnús, f. 26. mars 1975, og Ólafur
Jóhann, f. 15. júní 1981 sambýlis-
Það er erfitt að kveðja þá sem
hafa fylgt manni allt lífið, þá leitar
hugurinn til dýrmætra minninga.
„Eiginlega er ekkert bratt, aðeins
mismunandi flatt,“ sagði pabbi,
þegar hann hvatti mig áfram í
minni fyrstu fjallgöngu. Þá var
mamma heima með nýfæddan son
og annan tveimur árum eldri, en við
pabbi að njóta frelsis fjallanna.
Þetta var eftirminnileg ferð sem
mér leiddist þó í byrjun. En pabbi
kenndi mér á skemmtilegan hátt
margt sem hefur reynst mér gott
veganesti. Hann sagði að maður
ætti aldrei að gefast upp, það væri
mikilvægt að geta sagt: „Sérðu
tindinn, þarna fór ég.“ En það er
ekki bara að komast á tindinn, held-
ur að njóta leiðarinnar þangað.
Þess vegna fann hann leið til að láta
mig njóta leiðarinnar á þennan tind.
Hann kenndi mér kvæði Tómasar
„Fjallganga“, sem mér fannst
skemmtilegt. Það urðu því fleiri
fjallgöngur þetta sumar og mörg
skemmtileg kvæði.
Pabbi var trúaður maður. Hann
naut leiðsagnar séra Friðriks Frið-
rikssonar og var stoltur af árituðu
sálmabókinni frá honum. Kirkju-
kórinn í sveitinni æfði í litlu stof-
unni þeirra við organleik afa. Pabbi
var góður tenór og söng í kórum
framan af en þegar röddin var ekki
lengur tær spilaði hann frekar á
orgel sér til skemmtunar. Afi var
smiður og áhugasamur um varð-
veislu gamalla muna. Pabbi valdi
svipaða leið en skapaði nýja hluti.
Húsgagnasmiðir voru þá bæði
hönnuðir og smiðir. Sem lítil stelpa
var ég löngum stundum hjá honum
á verkstæðinu. Hann sagði mér
hvaðan ýmsar viðartegundir komu
og ég sá heiminn í gegnum tekk,
eik og furu, þá var ekkert sjónvarp.
Pabbi gaf mér nokkrar spýtur og
sagði mér að búa til eitthvað fallegt.
Maður varð að finna út hvað hægt
var að gera úr þessu, þannig örvaði
hann sköpunarkraft og útsjónar-
semi. Þá starfaði mamma við kjóla-
saum og hönnun, hún gaf mér efn-
isbúta, svo margt var skapað. Við
systkinin og börnin okkar höfum
fengið eitthvað að þessum eiginleik-
um, við höfum þörf fyrir að skapa.
Pabbi var alltaf fínn í tauinu,
smekkvís og spengilegur. Hann
gekk mikið og synti daglega. Hann
fór oft með mig í sund og ég var
ekki lítið stolt, þegar hann stakk
sér af hæsta brettinu. Ekki var
heldur ónýtt að fara með pabba á
skauta á Reykjavíkurtjörn, ég átti
alltaf flinkasta pabbann.
Á unglingsárum mínum var pabbi
í millilandasiglingum. Hann kom
aldrei tómhentur heim, pabbi
þekkti upp á hár hvað var í tísku og
hvað passaði á dótturina, ég gat
ekki verið ánægðari.
Eftir skilnað foreldra minna tal-
aði pabbi um hve gott honum þótti
að vera einn og engum háður en var
þó félagslyndur og elskaði fjöl-
skylduna. Hann var sjálfstæður og
sjálfbjarga og hélt fínt heimili. Það
kom að því að hann þráði öryggi og
félagsskap og fannst höfuðborgin
orðin þrúgandi. Þá flutti hann til
Grundarfjarðar. Pabbi eignaðist þar
nýja vini, þar á meðal Kristínu. Síð-
ustu tvö árin bjó pabbi á Hrafnistu
í Reykjavík, leið vel og var þakk-
látur fyrir góðan aðbúnað og
umönnun sem ég þakka fyrir.
Minning mín er um góðan föður
og samband sem einkenndist af
gagnkvæmu trausti og virðingu.
Guðrún Björt Yngvadóttir.
Pabbi er látinn, en eftir standa
hlýjar minningar og skýr mynd af
merkum manni. Pabbi var sjálf-
stæður í skoðunum og hirti ekki um
flokkslínur. Hann komst að eigin
niðurstöðum um menn og málefni.
Hann sagði það sem honum bjó í
brjósti, hreinn, beinn og opinskár,
en var þó ávallt nærgætinn. Hann
hafði tilfinningu fyrir því hvernig
fólki leið. Hann var vinsæll og átti
trausta vini í áratugi. Hann gat ver-
ið léttur og skemmtilegur og þannig
held ég að fólk hafi yfirleitt þekkt
hann þó að vissulega hafi hann átt
erfið tímabil á ævinni. Hann var
strangheiðarlegur, vandaður í við-
skiptum og áreiðanlegur. Hann vildi
hafa öll sín mál á hreinu og ekki
skulda neinum neitt. Það var stolt
hans. Hann var líka hógvær, vildi
ekki að neitt væri haft fyrir honum.
Pabbi var andlegur maður, ber-
dreyminn og hafði djúp tengsl utan
þess efnislega veruleika sem við
hrærumst í. Hann var of sjálfstæð-
ur til að tilheyra trúfélagi, þó að
hann ætti marga vini innan kirkj-
unnar vegna starfs síns. Hann þoldi
ekki trúarhroka en hann gat
heillast þegar hann sá góða hluti
koma af trúarsannfæringu. Eins
var það með stjórnmál og önnur
mannleg samskipti. Allt oflæti var
óverjandi.
Það sem rís efst í huga mér þeg-
ar ég hugsa til baka er hversu ör-
látur pabbi var. Þegar fólk leitaði til
hans af einlægni fannst honum það
heiður að hjálpa þeim með vinnu og
vönduðum ráðum. Rausn hans við
mig og fjölskyldu mína var ótak-
mörkuð. Hann gekk úr rúmi fyrir
okkur oftar en einu sinni þegar við
komum í styttri og lengri heim-
sóknir þau ár sem við bjuggum er-
lendis. Einhvern veginn gerði hann
það mögulegt að þiggja það. Það
var alltaf gaman að koma til hans
og stelpunum mínum þótti vænt um
vinskap hann. Þannig veit ég að það
var líka um systkinabörn mín og
börn ýmissa vina og nágranna sem
lögðu leið sína á líkkistuvinnustof-
una á Laufásveginum þar sem hann
vann í mörg ár. Þau áttu alltaf at-
hvarf hjá pabba.
Kær minning frá því ég var
strákur er að einu sinni eignaðist ég
lítinn mótor, ekki stærri en eld-
spýtustokk, sem pabbi hjálpaði mér
að búa til litla hjólsög úr. Hann
festi tannhjól úr klukku við lítið
borð sem hann bjó til og notaði svo
teygju fyrir reim til að tengja tann-
hjólið við mótorinn. Með þessu litla
sagarblaði var hægt að saga þunn-
an pappír, rétt eins og pabbi sagaði
stórar plötur á sinni sög á verk-
stæðinu. Að umbreyta hlutunum á
svo einfaldan hátt er í mínum huga
sönn gullgerðarlist, og það gull er
minn dýrmætasti arfur.
Hafþór Yngvason.
Í dag kveð ég tengdaföður minn,
einstakt prúðmenni og mikinn höfð-
ingja. Ég minnist Yngva með djúpri
þökk og virðingu. Ég er ríkari mað-
ur eftir kynni mín við hann. Ég
varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá
að kynnast honum, þegar ég byrjaði
að vera í sambandi með frumburð-
inum Guðrúnu.
Það er erfitt að kveðja góðan vin
með fáum orðum. Yngvi var rétt-
sýnn og sérlega samviskusamur
maður. Hann var einstakur vinur
og félagi, til hans var gott að leita.
Yngva var ekki síst unnt að lýsa
sem vandvirkum og hófsömum ein-
staklingi með fágaða framkomu.
Hann var hjálplegur og góður fag-
maður, lærður húsgagnasmiður og
iðnaðarmaður af gamla skólanum. Í
störfum sínum vildi hann leysa
hvers manns vanda og ávallt var
honum borin afar vel sagan.
Við ræddum oft um landsins
gagn og nauðsynjar og pólitíkina.
Sjaldan kusum við sama flokkinn,
en þrátt fyrir miklar umræður og
oft heitar, var vinskapur okkar allt-
af einlægur og ég veit að við bárum
ótakmarkaða virðingu fyrir hvor
öðrum.
Hann var fagurkeri hvað klæða-
burð snerti og ávallt vel til fara.
Hann eignaðist 4 börn með Jó-
hönnu tengdamóður minni, en þau
slitu samvistum. Þau misstu son
sinn Valdimar sem varð aðeins eins
og hálfs árs. Þessi atburður hafði
mikil áhrif á Yngva og fylgdi honum
alla ævi. Nú hittast þeir á æðri
stöðum.
Oft ræddi hann við mig, hvað
Valdimar vitjaði hans oft og gaf
honum góð ráð, ef vel eða illa stóð
á.
Myndir mínar um hann eru sam-
settar úr punktum. Yngvi í heim-
sókn heima hjá okkur eða að hjálpa
til við smíðar í sumarhúsi okkar eða
aðrar samverustundir. Atburðirnir
er óteljandi og við munum ylja okk-
ur við þær minningar. Andi hans og
góðvild mun svífa áfram á heimili
okkar.
Hann hafði yndi af samveru við
sína nánustu og lék á als oddi þegar
hann kom og ófáar sögur sagði
hann okkur frá bernsku sinn og
uppeldi. Hann var stoltur af því að
vera frá Akranesi.
Með þessum orðum vil ég kveðja
ástkæran tengdaföður sem ég
fylgdist með í rúm 40 ár og þakka
vinsemd hans í minn garð og hjálp
við fjölskyldu mína. Eftir síðasta
áfall hans varð hann alvarlega veik-
ur en endurhæfingin var hafin. Svo
kom kallið, ekki óvænt, með trega
fyrir okkur öll en jafnframt létti yf-
ir að þjáningum hans er lokið. Feg-
urð hans var hrein og tær og heið-
arleg.
Börnum hans, tengdadætrum og
barnabörnum sendi ég mínar bestu
samúðarkveðjur. Hvíldu í friði, vin-
ur.
Jón Bjarni Þorsteinsson.
Í dag verður til moldar borinn
ástkær tengdafaðir minn, Yngvi
Magnús Zophoníasson. Nú þegar
komið er að samferðarlokum og
hugsað er til baka rifjast upp marg-
ar góðar minningar.
Ég var ekki nema rétt liðlega 16
ára þegar ég kom í fjölskylduna, vel
var tekið á móti manni og fékk ég
að njóta þess að eiga með honum
margar góðar stundir. Tengda-
pabba var alla tíð mjög umhugað
um sína fjölskyldu, börnin og
barnabörnin voru honum mikilvæg
og var hann ákaflega stoltur af öll-
um afkomendum sínum og fylgdist
vel með þeim í leik og starfi.
Hann var alltaf með útrétta
hjálparhönd og vildi allt fyrir okkur
gera. Eftir að við fluttum til Vest-
mannaeyja fundum við það sterk-
lega hversu gott var að eiga hann
að í bænum, hann tók alltaf hlýlega
á móti okkur og var boðinn og bú-
inn til að lána okkur bæði íbúðina
og bílinn, þannig að fjölskyldan
gæti haft það sem best í bænum. Í
fáum orðum er tengdapabba lýst
sem miklum handverksmanni, var
hjálpsamur, vandvirkur, samvisku-
samur og metnaðarfullur í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann hugsaði mikið um útlitið, vildi
alltaf vera vel til hafður og var yf-
irleitt í skyrtu og með þverslaufu.
Ég kveð kæran tengdaföður með
söknuði og megi minningin um góð-
an mann lifa í hjarta okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Svanhildur Sigurðardóttir.
Yngvi Zophaníasson var mér góð-
ur tengdafaðir. Hann bauð mig vel-
komna í fjölskylduna og sýndi aldr-
ei minnstu áhyggjur af því, að
sonur hans hafði valið erlenda eig-
inkonu. Þegar við bjuggum úti
hringdi hann iðulega og aldrei dvín-
uðu tengslin þótt lengi liði milli
heimsókna. Rausn hans var mikil,
þegar við komum í heimsókn vildi
hann alltaf lána okkur bílinn og
jafnvel eigin íbúð. En dýrmætust
var sú vinátta sem rausnin bar vitni
um, vaxandi og dýpkandi með ár-
unum. Hlýjar móttökur veitti hann
okkur ávallt. Á aðfangadagskvöld
2001 sauð hann hangikjöt og með-
læti handa okkur Bryndísi heima
hjá sér og voru þetta einlægustu
jólin sem ég man. Þann vetur labb-
aði Sólrún oft heim til hans úr skól-
anum og þau fylgdust oft með Ól-
ympíuleikunum, en þau Bryndís og
Yngvi höfðu sameiginlega ánægju
af tónlist og stundum stríðni. Á síð-
ustu árum kíkti hann oft til okkar í
Hafnarfjörð og þá var skemmtun af
Jóni Þóri langafabarni og jafnvel
Skype, þar sem við söfnuðumst í
kringum tölvuna til að heilsa upp á
Bryndísi, stadda í námi úti í Boston.
En dýptin. Sögur gat hann sagt af
ferðum sínum, enda var maðurinn
sigldur, og þá fengum við líka að
vinna á Fossunum í huganum og
kynnast bryggjusóparanum í
Moskvu, hattabúðarkonunni í Hels-
inki og Skakka loftinu í Gloucester.
En hann sagði okkur líka frá
draumum sínum – sögur innri lífs-
reynslu. Og auk þess að hringja á
afmælum Sólrúnar og Bryndísar
hringdi hann líka á afmæli stúlku-
barnsins sem dó, hringdi ekki bara
fyrstu árin heldur þangað til hún
hefði verið orðin sjálfbjarga. Enda
hafði hann sjálfur með árunum lært
þessa lexíu sem er okkur flestum
ætíð svo óljós, að frelsi manns ligg-
ur í kærleik.
Sarah M. Brownsberger.
Tímamót sem þessi eru mér alltaf
erfið. Þau eru erfið því þau marka
óhagganlegan endapunkt. Enda-
punkt sem ég hefði vilja fá að hnika
til. En þrátt fyrir þennan enda-
punkt lifa minningar mínar um
Yngva afa áfram. Minningar sem ég
á sem barn, sem unglingur, sem
fullorðinn og sem faðir. Sem barn
man ég eftir væntumþykju afa.
Eitthvað sem ég skynjaði hjá hon-
um, og hann hjá mér. Þrátt fyrir
spéhræðslu unglingsáranna kynnti
ég stoltur afa fyrir vinum mínum.
Afi var svo hress, félagslyndur og
mikill húmoristi. Sem fullorðinn
upplifði ég einlægt þakklæti afa,
áhuga hans á högum mínum og fjöl-
skyldu minnar. Sem faðir upplifði
ég sérstaka tengingu milli afa og
dóttur minnar, Telmu Guðrúnar.
Yngvi afi var heillaður af þessum
litla einstaklingi, sem hann fullyrti
að væri fallegasta barn sem hann
hefði séð. Sem faðir gat ég ekki
annað en verið honum sammála.
Telma Guðrún virðist eiga gagn-
kvæmar tilfinningar í garð afa, því
hún naut þess að vera í fangi hans
og návist. Það var því gaman að
heimsækja afa á Hrafnistu. Heim-
sóknin gladdi okkur öll, sérstaklega
afa og Telmu Guðrúnu. Við Yngvi
afi eigum ýmislegt sameiginlegt
umfram að vera nafnar. Ég held að
ég sæki margt í hann. Það aug-
ljósasta er hinn ótakmarkaði áhugi
á græjum og einstakur sannfæring-
arkraftur að réttlæta tækjakaupin
(gagnvart okkur sjálfum). Vonandi
hef ég einnig baráttuviljann, seigl-
una og þá hreysti sem afi sýndi
fram á síðasta dag.
Guð blessi þig, afi minn, við sökn-
um þín.
Þorsteinn Yngvi Bjarnason.
Afi minn var dökkhærður, brún-
eygður, smekkmaður sem vildi
helst ekki fara á böll, því þá þyrfti
hann að dansa allt kvöldið. Afi minn
var góður maður sem vildi allt fyrir
aðra gera en átti afskaplega erfitt
með að þiggja nokkra hjálp eða
gjafir.
Hann var lærður húsgagnasmið-
ur og mjög handlaginn. Á síðari ár-
um smíðaði hann líkkistur og fannst
mér ótrúlega spennandi sem barn
að koma til hans í vinnuna og fylgj-
ast með. Kisturnar voru svo flottar
þegar þær voru tilbúnar, hvítar
með gylltu skrauti. Ég skildi aldrei
af hverju fólki fannst þetta starf
óhugnanlegt, hvað gat verið óhugn-
anlegt við að búa til svona fallegar
líkkistur? Afi minn hafði lifað
spennandi lífi, ferðast til margra
landa í starfi sínu sem timburmaður
á millilandaskipum og sagði oft sög-
ur frá þeim ferðum. Hann hafði líka
séð álfa sem drengur og velti ég því
enn fyrir mér hvort það hafi verið
satt eða bara verið saga til að segja
barnabarninu sem bankaði oft á
steina í von um að fá heimboð.
Ég held að afi minn hafi verið
þrjóskasti maður sem uppi hefur
verið. Það er því ótrúlegt til þess að
hugsa að bróður mínum og mér hafi
tekist að fá hann til að hætta að
reykja pípu með endalausum áróðri
þegar við vorum 7 og 6 ára.
Hann gat ekki beðið eftir að
verða langafi og fannst við barna-
börnin ansi róleg í tíðinni þegar
kom að barneignum. Þegar svo kom
að því að hann varð langafi þá fyllt-
ist hann miklu stolti. Ávallt þegar
hann hitti langafabörnin mátti sjá
gleðiglampa í augum hans. Sá
Yngvi Magnús
Zophoníasson