Morgunblaðið - 05.11.2009, Page 25

Morgunblaðið - 05.11.2009, Page 25
glampi var enn til staðar fram á síð- asta dag. Hann talaði oft um drauma og fólkið að handan. Hann dreymdi mikið Valdimar son sinn sem dó þegar hann var aðeins eins og hálfs árs. Þeir áttu í miklum samskiptum þrátt fyrir að vera hvor í sinni vídd- inni. Valdimar var þarna orðinn fullorðinn maður sem var mikið að passa upp á pabba sinn en hann gat líka verið dálítið stríðinn. Mér finnst yndislegt að hugsa til þess að þeir séu nú loksins saman á ný þrátt fyrir að við hin sem erum enn hérna megin munum sakna hans. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Yngva Magnús Zophonías- son. Þegar litið er yfir farinn veg þá rifjast upp hjá okkur bræðrum margar hlýjar minningar um góðan afa sem var okkur afar kær. Þó landfræðilega væri langt á milli, þá var hann alla tíð duglegur að fylgj- ast með okkur. Þannig sýndi hann áhuga á öllu því sem við tókum okk- ur fyrir hendur og hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Hann fylgdist með öllu því sem gerðist í fótboltanum og guðfræðináminu og öðru því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann spurði, spjallaði og skrafaði um þessi áhugamál okkar og önnur þau málefni sem honum voru hugleikin. Honum var tíðrætt um gamla tímann, sagði okkur frá aðstæðum á uppvaxtarárum og margar sögur er hann sigldi heims- horna á milli og fékk þar tækifæri til að koma til ólíkra landa. Það var gott og lærdómsríkt fyrir unga peyja að hlusta á reynslusögurnar frá fyrri hluta og miðri 20. öldinni. Afi var afar fórnfús og hjálp- samur, hann vildi alltaf allt fyrir okkur gera. Þegar við þurftum að bregða okkur í borgina gistum við yfirleitt hjá honum í Stóragerðinu, og er engum ofsögum sagt af því að afi var höfðingi heim að sækja. Hann sótti okkur og skutlaði, eldaði fyrir okkur og fór meira að segja sjálfur í svefnsófann svo við gætum sofið í rúminu og fengið góða næt- urhvíld. Eftir að við fengum bílpróf stóð bílinn okkur alltaf til boða. Það var gott að dveljast hjá honum og eiga með honum spjall- og sam- verustundir. Það var ekki síður gaman að heimsækja hann eftir að hann fluttist á Grundarfjörð. Ánægjan skein úr andliti hans og maður efaðist ekki um það eina stund að í því fagra umhverfi leið honum afskaplega vel og undi því vel að geta gengið á bryggjurnar og spjallað. En nú er komið að kveðjustund, við kveðjum kæran afa með söknuði og biðjum góðan Guð um að blessa minningu hans. Far þú í friði, elsku afi, friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Yngvi Magnús og Ólafur Jóhann Borgþórssynir. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson.) Tómas Nói og Jón Bjarni. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 ✝ Yngvi Jónssonfæddist á Fossi í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp 22. febrúar 1930. Hann lést á heimili sínu 28. október sl. Foreldrar hans voru Aðalheiður Soffía Bjarnadóttir og Jón Erlendur Jónsson. Yngvi var fóstraður af Jóni Fjalldal á Melgraseyri frá 9 ára aldri. Systkini Yngva á lífi eru Guðvarður, Sigurbjörg og Guð- björn. Látin eru Þorgerður, Gunn- jóna Fanney, Svavar, Hjörleifur og Hreiðar. Yngvi kvæntist 25. október 1952 Katrínu Árnadóttur frá Skógum í Öxarfirði, f. 27. september 1932. Foreldar hennar voru Sigríður Guð- mundsdóttir og Árni Gunnarsson. Börn Yngva og Katrínar eru: 1) Árni Þór, f. 30. september 1951, d. 12. febrúar 1986. Kona hans Bjarn- ey Jóna Valgeirsdóttir, f. 25. júlí og c) Sæþór Kristjánsson, f. 29. mars 1990. 4) Hrefna, f. 19. desem- ber 1958, börn hennar eru a) Yngvi Jón Rafnsson, f. 29. október 1978, maki Sigrún Sigurðardóttir, 26. október 1980, dóttir þeirra Emilía Sól, b) Heiða Rafnsdóttir, f. 10. nóv- ember 1980, maki Baldur Fannar Halldórsson, f. 7. apríl 1979, börn þeirra, Alexander Breki, Katrín Ýr og Olgeir Aron, c) Rafn Rafnsson, f. 30. júlí 1982, maki Sigríður Maggý Árnadóttir, f. 18. desember 1983, dóttir þeirra Ragnheiður Júlía, og d) Árni Þór Rafnsson, f. 14. nóv- ember 1986. Yngvi útskrifaðist sem garð- yrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins og starfaði í þeirri grein á yngri árum en einnig vann hann ýmis önnur störf. Lengst af starfaði hann sem bílstjóri og síðar sem verkstjóri hjá flutningadeild Varn- arliðsins. Yngva voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir Verkstjórafélag Suðurnesja og Verkstjórasamband Íslands og var hann heiðursfélagi hjá þeim báðum. Útför Yngva fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 5. nóvember, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar 1950. Sonur þeirra er Valgeir Yngvi, f. 28. ágúst 1973, maki Rósa Gunnarsdóttir, f. 7. apríl 1979, sonur þeirra er Viggó. Stjúpdóttir Árna og dóttir Bjarneyjar er Fanney Jóna Gísla- dóttir, f. 14. október 1982, börn hennar eru Ragnar Björn og Gísli Valgeir. 2) Gunnar Már, f. 7. apríl 1953, kona hans Ásta Pálína Stefánsdóttir, f. 25. apríl 1959. Börn þeirra eru a) Sara Rut, f. 11. mars 1980, dóttir hennar er Birgitta Rún, og b) Davíð Már, f. 17. febrúar 1989, unnusta Dagbjört Kristín Helgadóttir, f. 6. nóvember 1992. 3) Sigríður, f. 11. janúar 1955, börn hennar eru a) Ellen Mörk Björnsdóttir, f. 26. ágúst 1973, maki Magnús Vignir Eðvaldsson, f. 12. maí 1976, börn þeirra eru Daníel Ingi, Ásdís Aþena og Valdís Freyja, b) Garðar Þórisson, f. 23. apríl 1980, Elsku besti pabbi minn. Mikið brá mér er ég frétti andlát þitt. Þrátt fyrir erfið veikindi þin bjóst enginn við því að kallið kæmi svona snögglega, en ég veit að þú hefðir fremur viljað fara svona í svefni, heldur en að fara aftur á sjúkrahús og heyja þitt dauðastríð þar. Ég þykist vita að Árni Þór bróðir minn og aðrir farnir ástvinir hafi tekið vel á móti þér handan landamæranna. Við hin sitjum eftir með sorg og sökn- uð í hjarta, en þó glöð yfir því að þú þurfir ekki lengur að þjást. Þú varst alltaf kletturinn í fjölskyldunni, sá sem við gátum alltaf leitað til og treyst á þegar erfiðleikar steðjuðu að. Ég gæti notað mörg falleg lýsing- arorð um þig en ef ég mætti bara nota eitt orð þá myndi ég nota orðið traust- ur. Líf þitt var ekki alltaf dans á rós- um, en þú áttir samt að mörgu leyti gott líf. Þú varst lengst af heilsu- hraustur, farsæll og vinsæll í starfi og skilur eftir þig marga afkomendur og vini sem öllum þótti vænt um þig. Ég var vanur að heilsa ykkur mömmu með orðunum, hér sé Guð, en þú svaraðir of með skondnum athuga- semdum um tilvist himnaföðurins á heimilinu. Ég á eftir að sakna þess mikið að sjá ekki lengur glettnina og hlýjuna í fallegu brúnu augunum þín- um. Að lokum vil ég gera fleyg orð að mínum; það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Vertu sæll að sinni. Þinn elskandi sonur Gunnar Már. Hetja í mínum huga er sá sem mæt- ir örlögum sínum af æðruleysi. Leysir þau mál sem hægt er að leysa en lætur annað hafa sinn gang. Þannig varst þú, pabbi minn, rólegur og hlýr og þegar við bætist kímnin, sem aldrei var langt undan hjá þér, er komin full- komin blanda af góðum manni. Ég þakka þér fyrir, að fá að deila með þér lífinu sem dóttir. Elsku pabbi minn, ég veit að vel hef- ur verið tekið á móti þér og margir þér kærir hafa verið glaðir að fá þig til sín. Við munum hugsa vel um mömmu fyr- ir þig, nú þegar hún hefur misst klett- inn í sínu lífi. Ljós og kærleikur sé með þér og öllum þínum. Þín dóttir Sirrý. Elsku hjartans pabbi minn. Ég vildi bara alls ekki trúa Sirrý systur þegar hún hringdi og sagði mér að þú værir búinn að kveðja okkur um sinn. Mínar fyrstu minningar eru frá Norðurkoti þegar þú varst að kenna mér margt og mikið og mamma þín að kenna mér olsen olsen og svo komst þú úr vinnunni af Vellinum og auðvit- að með m&m-kúlur handa mér. Síðan fengum við systkinin vasapening um helgar, Árni Þór bróðir fjólubláan s.s. 25 kr., Gunni og Sirrý bláa 10 kr. og ég (auminginn) rauðan s.s. 5 kr. og ég reif hann af reiði, sem var svo sjaldgæft að þú áttir hann enn þegar ég síðast vissi fyrir ca 10 árum. Svo þegar ég sat á brúsapallinum þegar systkini mín fengu að fara í skólann, ó, já, þá grét ég fögrum tárum. En það voru góðar stundir í heimsóknum til og frá. Við fórum í Fuglavík og svo má ekki gleyma Melabergi, þeim Ástu og Valla, þið fullorðnu að spila og við að leika, annars borgaði Ásta mér fyrir að greiða sér og klóra bakið, þetta var gaman. Nú veit ég að þau taka öll vel á móti þér Ásta, Valli, Árni Þór stóri (eins og nafni hans segir) ömmur og afar og bræður þínir og systur. Jæja, elsku pabbi minn, ég verð að kveðja þig núna en það er bara um sinn því ég kem til með að hitta ykkur öll þegar minn tími er kominn. Bless, ást- in mín. Við skulum öll passa hana mömmu okkar eins og þú hefur ætíð gert. Og þú munt passa litlu börnin (fóstrin sem við höfum misst). Nú er ég búin að vera að gera það sem þú kenndir mér svo vel, gera hreint, mála og svo prjóna til að eyða tímanum sem stundum er svo lengi að líða. Takk fyrir allt og allt. Samúðarkveðjur til ykkar allra. Þín dóttir Hrefna. Elsku afi Yngvi. Nú þegar þú hefur kvatt þetta til- verustig vil ég minnast þín með nokkr- um orðum. Allt mitt líf hafið þið amma Kata verið svo stór hluti af tilveru minni. Fyrstu minningar mínar eru af Hringbrautinni hjá ykkur. Ég var oft hjá ykkur og man sérstaklega þegar beðið var eftir því að þú kæmir heim úr vinnunni, oftar en ekki komstu með einhvern glaðning í vasanum, flottan penna eða annað spennandi sem aðeins fékkst uppi á Velli. Þau voru ófá ferðalögin sem við fór- um í; Húsafell, Egilsstaðir og Evrópu- ferðalagið okkar, þú sagðir mér oft sögur úr því þar sem ég var svo lítil og man það óljóst. Öll jólin okkar saman. Lengi vel hélt ég að jólin væru hvergi nema hjá ykk- ur ömmu. Þið voruð eiginlega jólin mín. Þú nenntir endalaust að spila við mig ólsen og rommý eða bara að spjalla. Þú varst vel inni í öllu, þegar ég var unglingur þekktir þú meira að segja vinsælustu böndin. Það fannst mér flott. Afi minn, þú fylgdist alltaf svo vel með því sem var að gerast hjá barna- börnunum, varst áhugasamur og for- dómalaus gagnvart öllu. Þú sást alltaf eitthvað jákvætt og gott í því sem ég tók mér fyrir hendur og hafðir óbilandi trú á mér. Þú sagðir mér að ég gæti allt. Hvattir mig. Þitt álit skipti mig máli. Þannig varst þú. Hvetjandi. Afi minn, þú varst líka glettinn og grínaðist mikið, þegar ég boðaði komu mína til ykkar ömmu varst þú fljótur að segja að ég gæti vel komið í mat, það væri nóg af arfa úti í garði og þannig gerðir þú góðlátlegt grín að því að ég borða ekki kjöt. Þannig varst þú. Með húmorinn í lagi. Afi minn, þú varst líka alltaf snyrti- legur, nýrakaður og ilmaðir svo vel. Þú vildir halda öllu snyrtilegu og fínu, bíll- inn þinn var alltaf glansandi, trén vel klippt og allt var í toppstandi. Þannig varst þú. Með allt á hreinu. Afi minn, allir kunnu vel við þig. Þú gast talað við alla og oftar en einu sinni sagði mér fólk sem hitti þig að það væri svo greinilegt hvað þú værir góður maður. Þannig varst þú. Góður maður með góða nærværu. Eftir að ég flutti norður saknaði ég þess að hitta ykkur ömmu ekki jafnoft og áður. Það var alltaf gott að koma til ykkar, þið komuð líka nokkrum sinn- um til okkar á Hvammstanga og gist- uð. Ég er svo glöð að við komum til ykkar helgina áður en þú fórst. Það var gott að fá að faðma þig og litla Valdís Freyja fékk að hitta langafa. Ég veit að þér leið ekki sem best, þú varst kvalinn og úthaldið lítið. En það var ómetan- legt að eiga þessa stund með þér. En nú ert þú kominn annað og þótt hjarta mitt sé fullt af sorg veit ég að nú líður þér betur og ég er viss um að þú munt halda áfram að fylgjast með okk- ur öllum. Ekki hafa áhyggjur af ömmu, hún spjarar sig, við gætum hennar fyr- ir þig. Svo vona ég að það sé nóg af arfa hjá þér í garðinum, aldrei að vita nema ég kíki í mat seinna. Takk fyrir allt elsku afi minn. Mér þykir óendanlega vænt um þig. Hvíl í friði. Þín Ellen Mörk. Fallinn er frá kær vinur okkar, hann Yngvi. Við kynntumst Yngva sem ung- lingar en dóttir hans hún Sirry er vin- kona okkar og á unglingsárunum dvöldum við oft á heimili þeirra við Hringbraut 63 hér í bæ en þar stóðu ávallt opnar dyr fyrir okkur þó ærsla- full værum stundum. Þau hjónin Kata og Yngvi tóku okkur unglingunum vel og vorum við nánast eins og heima hjá okkur á heimili þeirra. Yngvi var róleg- heitamaður sem hafði þó skap sem braust fram ef svo bar undir en grunnt var á ljúfmennskunni og brosinu hans. Okkur er sérlega minnistætt ferðalag þar sem við heimsóttum þau Kötu og Yngva í Húsafell þar sem þau dvöldu í hjólhýsi, ekki stóð á móttökum og átt- um við þar saman skemmtilegan dag, við Yngvi aðallega við að reyna að veiða bíllykilinn hans sem hafði lokast í ferðatösku í skottinu á bílnum hans þegar eitthvað var sótt þangað, þetta var mikið þolinmæðisverk sem var unnið í gegnum lítið gat fyrir ljós á bretti með prik að vopni. Kom þarna berlega í ljós hversu þolinmóður Yngvi var og hafði hann sigur að lok- um og tóku þá allir gleði sýna á ný enda tryggt að allir kæmust akandi heim að fríinu loknu. Það er ávallt erfitt að sjá á eftir góðu samferðafólki en enn erfiðara er fyrir konu og afkomendur að sjá á efir góðum eiginmanni, föður, afa og lang- afa og missir fjölskyldunar er mikill. Við hjónin viljum flytja þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirri sorg sem þau takast nú á við. Minningin um góðan mann lifir. Dóra og Valþór. Mig langar að minnast Yngva Jóns- sonar verkstjóra með nokkrum orð- um. Leiðir okkar lágu fyrst saman á þingi Verkstjórasambands Íslands ár- ið 1985. Yngvi var ötull baráttumaður fyrir réttindum verkstjóra. Hann var ekki margmáll en þegar Yngvi talaði þá var hlustað. Mér er það minnis- stætt þegar hann sagði á stjórnar- fundi VSSÍ að verkstjórar yrðu að fara upp úr hjólförunum. Honum fannst stjórnin heldur fastheldin og íhaldssöm. Þessi orð hans hafa setið í mér síðan. Það var gott að leita til hans ef upplýsingar vantaði, hann naut þess að gefa af sér til okkar sem yngri vorum. Yngvi sat í stjórn Verk- stjórafélags Suðurnesja samfellt í 26 ár og í stjórn Verkstjórasambands Ís- lands í 16 ár. Í báðum þessum félögum var hann gerður að heiðursfélaga fyrir störf sín og sæmdur gullmerki félag- anna. Ég vil þakka Yngva fyrir góð kynni og það sem hann hefur gert fyr- ir okkur verkstjóra í gegnum tíðina. Ég votta Katrínu Árnadóttur, börnum og barnabörnum samúð mína, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ. Yngvi Jónsson Mig þrýtur orð, mér þrútna brár, því þú ert, vinur, látinn. Ef megna nokkurs mannleg tár, þú munt úr Helju grátinn. (Símon Jóh. Ágústsson.) Ástarkveðja, þín Katrín. Elsku besti afi. Þökkum fyrir allar frá- bæru stundirnar sem við fengum að eiga með þér. Það er svo margt sem flæðir í gegnum huga okkar núna. Hláturinn þinn, faðm- lög og kossar eru okkur hlýj- ar minningar um þig, afi okk- ar. Við vitum að núna líður þér vel og ert í faðmi ástvina þinna. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín afabörn, Yngvi Jón, Heiða, Rafn og Árni Þór. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JENNÝ HARALDSDÓTTIR, Langagerði 60, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 3. nóvember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 12. nóvember kl. 13.00. Valborg Davíðsdóttir, Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson, Kristrún Davíðsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Jóhann Bjarnason, Jenný Davíðsdóttir, Ólafur Einarsson, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Elsa María Davíðsdóttir, Þórhallur Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.