Morgunblaðið - 05.11.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 05.11.2009, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 ✝ Baldvin LeifurÁsgeirsson, fv. framkvæmdastjóri, fæddist á Gauts- stöðum á Svalbarðs- strönd 23. sept- ember 1917. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 28. októ- ber 2009. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Jóhanns- dóttir, f. 9.9. 1874, d. 21.5. 1941, og Ás- geir Stefánsson, f. 6.5 1868, d. 10.2. 1964. Systkini Baldvins Leifs voru Elín, f. 10.2. 1895, d. 1987, Jenný, f. 29.10. 1898, d. 1995, Stefán, f. 5.2. 1902, d. 1993, Jó- hann Gauti, f. 3.11. 1903, d. 1922, Baldvin Leifur, f. 6.2. 1906, d. 1911 og Skarphéðinn, f. 3.3. 1907, d. 1988. Baldvin Leifur kvæntist 1. október 1939 Heklu Ásgríms- dóttur frá Akureyri, f. 25. mars 1919, d. 4. september 2004. Þau bjuggu allan sinn búskap á Ak- ureyri, síðast til heimilis að Fu- rulundi 15c, Akureyri. Þau eign- uðust átta börn sem öll eru á lífi: 1) Ívar tæknifræðingur, f. 19.11. 1939, var kvæntur Jóhönnu Stein- dórsdóttur, þau eiga þrjú börn: Ómar, maki Hildur Alma Björns- dóttir, þau eiga þau tvö börn og tvö barnabörn, Baldvin Leifur, eiga tvær dætur: Svava og Hekla, maki Hlynur Pétursson, þau eiga tvö börn. 6) Gunnhildur leiðbein- andi, f. 6. júlí 1950, var gift Þresti Guðjónssyni, dætur þeirra eru: Bergljót, maki Jón Ívar Rafnsson, þau eiga tvö börn, Ása Sigríður, á einn son, sambýlis- maður Jóhann Jóhannsson, hann á tvö börn, og Margrét Kristín. 7) Aðalbjörg framkvæmdastj., f. 4.3. 1952, giftist Björgvini Ingi- mari Friðrikssyni, fv. fram- kvæmdastjóra, f. 31.1. 1951, d. 29.8. 2008, börn þeirra eru: Elv- ar, maki Aldís Ósk Óladóttir þau eiga þrjá syni, Eva, maki Andrés Þór Björnsson, þau eiga þrjú börn, og Ómar, maki Ragnheiður Birgisdóttir, þau eiga þrjá syni. 8) Stefán Jóhann, f. 12.7. 1953, maki Árdís Gunnur Árnadóttir, þau eiga fjögur börn: Baldvin, móðir Erla Stefánsdóttir, Árni, Atli Steinn og Sigurður Árni. Ungur maður var Baldvin Leif- ur kominn í vinnu og má þar fyrst nefna vinnu fyrir Bretana á hernámsárunum, einnig vann hann hjá bróður sínum Skarp- héðni við smíði leikfanga. Hann stofnaði sína eigin leikfangaverk- smiðju sem hét Leifs-leikföng og starfaði við leikfangasmíði í 25 ár, hann stofnaði einnig Þvotta- húsið Mjallhvíti til húsa á Hóla- braut 18 á Akureyri sem starf- rækt var í 25 ár. Baldvin gekk í Oddfellowregluna 1957 og var atkvæðamikill í starfi. Útför Baldvins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 5. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar maki Steiney Kristín Ólafsdóttir, þau eiga 4 börn, og Hekla Björk. Síðari kona var Eva Baldvinsson frá Filippseyjum, þau eiga tvo syni: Ásgeir Vincent og Ásgrímur Hervin 2) Valur rafvirkja- meistari, f. 9.1. 1941, kvæntur Sigrúnu Bernharðsdóttur. Börn þeirra eru: Bernharð, maki Elva María Káradóttir, þau eiga tvo syni, Hilmir, maki Gunnhildur Magnúsdóttir, þau eiga sex börn, og Vala. 3) Óttar rafvélavirki, f. 15.4. 1944, var kvæntur Ragnheiði Sigfúsdóttur, þau eiga fjögur börn: Þórunn, maki Jón Sveinsson, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn, Sig- fús, maki Helga Ósk Einarsdóttir, þau eiga 2 börn, Úlfhildur, maki Arnar Sigmundsson, þau eiga þrjú börn, og Snorri, maki Að- alheiður Rúnarsdóttir, þau eiga þrjú börn. 4) Ásrún innheimtuftr., f. 29.11. 1945, var gift Gunnari Sigurðssyni, börn þeirra eru: Örn, maki Helga Rún Guðmunds- dóttir, þau eiga tvö börn, og Ella María, á einn son, faðir Gunnar Karl Gunnarsson. 5) Vilhjálmur prentari, f. 4.1. 1949, kvæntur Vigdísi Skarphéðinsdóttur, þau Elsku afi minn er látinn. Afi sem var svo góður, frábær og skemmti- legur og mér þótti óendanlega vænt um. Hann var afi sem hægt var að leita til og spjalla við um allt. Afi var einn duglegasti maður sem ég hef kynnst um ævina, hann gat allt. Ég sakna hans svo mikið. Það er undarleg tilfinning að fara ekki í Furulund þegar ég kem norður, leggjast upp í sófa og spjalla eða bara horfa á sjónvarpið með afa. Síðastliðin fimm ár sem ég hef búið í Reykjavík þá hefur sambandið auðvitað minnkað en afi á og hefur alltaf átt sérstakan sess í mínu hjarta og mínu lífi. Heimili afa og Heklu ömmu var góður staður, það var svo gott að koma til þeirra, svo hlýtt. Afi skellti vatni í ketil fyrir instant kaffi og hrærði í vöfflur. Það eru ótal minningar sem ég á um afa og ömmu. Ég get ekki annað en talað um þau saman af því að fyrir mér voru þau eitt. Í Hólabrautinni, þar sem minn- ingarnar byrja gerðist svo margt. Við systur eyddum svo miklum tíma þar. Í óteljandi skipti gistum við þar. Ég man að það var fram- reiddur ís með niðursoðnum ávöxt- um úr dós í brúnum hálfgegnsæj- um skálum við sjónvarpið á kvöldin. Fyrir jólin voru epla- og mandarínukassar niðri í geymslu og það var mjög erfitt að standast. Það var endalaus veisla hjá afa og ömmu. Hjá þeim lærði ég að vinna. Ég slapp við unglingavinn- una og vann í þvottahúsinu þeirra. Ég vann mig upp úr því að brjóta saman handklæði til þess að fara upp til ömmu og strekkja dúka. Mér finnst ég svo lánsöm að hafa fengið þennan langa tíma með afa og ömmu. Minningarnar eru margar og ekki þarf að tíunda þær allar hér, ég á þær meðal annarra um yndislegar manneskj- ur. Afi hefur hjálpað mér að svo mörgu leyti og hjá honum lærði ég margt um lífið. Hann var visku- brunnur og ég á honum margt að þakka. Auðvitað vildi ég að hann hefði ekki farið á þann veg sem varð en þar sem hann saknaði ömmu mjög og talaði svo mikið um hana, þá líður honum eflaust vel nú þegar hann hefur sameinast æskuástinni sinni. Elsku afi minn, ég sakna þín svo mikið og ég trúi að þér líði vel núna þar sem þú ert sáttur. Það er erfitt að sætta sig við skyndilega brottför þína úr lífi mínu en það er sennilega eigingirni. Ég minnist ykkar ömmu nú saman sem ynd- islegs fólks sem ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst. Þið eigið svo stóran þátt í lífi mínu. Minning ykkar er sterk og þið verðið alltaf hluti af mér og Ými. Ýmir er mjög lánsamur að hafa átt þig, langafa sinn, svo lengi og fengið að kynnast svo miklum manni. Takk fyrir allt og yndislega samveru, hvíldu í friði. Þín Ása. Baldvin Leifur Ásgeirsson ✝ Fyrrverandi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR ÞORLEIFSSON, áður til heimilis Árgötu 1, Reyðarfirði, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík föstudaginn 30. október. Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði, Garðabæ. Þórey Baldursdóttir, Baldur Hauksson, Sveinborg L. Hauksdóttir, Stefán Arinbjarnarson, Þóra Kristín Hauksdóttir, Davíð Jóhannsson og afabörnin. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, RAGNAR SÍMON MAGNÚSSON frá Söndum, Einigrund 4, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Ásta Magnúsdóttir Roberts, Aðalheiður Magnúsdóttir, Aldís Albertsdóttir, Guðmunda Stefánsdóttir, frændsystkini og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTBJÖRG ANNA NIKULÁSDÓTTIR frá Núpi í Öxarfirði, verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Ásta Hermannsdóttir, Hugrún Hermannsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær frænka okkar og systir, BJÖRG ERNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Gígí, Suðurgötu 8, Reykjanesbæ, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi Reykja- nesbæ föstudaginn 23. október, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigurveig Þorsteinsdóttir, Karl Hólm, Sigurveig Sigurðardóttir, Gunnar Þorkelsson, Þóra Guðný Sigurðardóttir, Gunnar Marel Eggertsson, Sigurður Friðriksson, Birgir Friðriksson og aðrir aðstandendur. ✝ Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTÍNAR FRIÐRIKSDÓTTUR frá Norður-Hvoli, Mýrdal, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni í Vík föstudaginn 23. október, fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 7. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjallatún. Bjarni Kristjánsson, Snjólaug Bruun, Elínborg Kristjánsdóttir, Baldur Jóhannesson, Ester Kristjánsdóttir, Bjarni Gestsson, Friðrik Kristjánsson, Auður Sigurðardóttir, Magnús Kristjánsson, Tordis A. Leirvik, Þórarinn Kristjánsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Antonsson, Sigurður Kristjánsson, Alfa V. Sigurðardóttir Hjaltalín, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR, Borgarholti, Ásahreppi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Kálfholtskirkju, Ásahreppi, laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Sigríður Kristinsdóttir Dittli, Oskar Dittli, Jón R. Kristinsson, Kristrún R. Benediktsdóttir, Sigurður Árni Kristinsson, Guðjón Kristinsson, Elke Osterkamp, Vilbergur Kristinsson, Jóhanna A. Gunnarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis Njörvasundi 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 26. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 11.00. Þuríður V. Lárusdóttir, Ari Leifsson, Þórdís Lárusdóttir, Rúnar Lárusson, Erla Ósk Lárusdóttir, Jóhannes I. Lárusson, Guðrún Reynisdóttir, Sveinbjörn Lárusson, Arnfríður L. Guðnadóttir, Halla Jörundardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.