Morgunblaðið - 05.11.2009, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
✝ Arndís Ágústs-dóttir fæddist á
Bíldudal 5. september
1917. Hún andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 29. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ágúst Sigurðs-
son, f. á Desjarmýri í
Borgarfirði eystra 3.
ágúst 1886, og Jak-
obína Pálsdóttir, f. á
Prestbakka við
Hrútafjörð 5. október
1892. Þau létust 18.
febrúar 1943, þegar vélskipið Þor-
móður fórst við Garðskaga. Arndís
var ein sjö systkina og tveggja fóst-
ursystra og eru nú þrjú þeirra á lífi
Jakob, Hrafnhildur, og Ingibjörg,
en látin eru Sigríður, Unnur,
Hjálmar, Páll og Karolína.
Arndís giftist 23. maí 1942 Jóni
Jóhannssyni, f. á Bíldudal 27. júlí
1915, d. 23. maí 2006. Foreldrar
hans voru hjónin Jóhann Eiríksson
bóndi, f. 5. maí 1874, d. 10. sept.
1937 og Salóme Kristjánsdóttir
húsfreyja, f. 24. júní 1888, d. 18.
og c) Elías og á hann eitt barn, Em-
ilíu Rós. 3) Kolbrún Dröfn, f. 22.
sept. 1959, maki Kristófer Krist-
jánsson, f. 19.11. 1957. Börn þeirra
eru Kristófer, Kristrún og Kristján
Arnar. Arndís og Jón bjuggu
lengst af í Valhöll á Bíldudal.
Arndís ólst uppá Bíldudal og
vann við ýmis störf þar til hún gift-
ist, en helgaði sig þá að mestu
heimilinu, en vann allmörg ár í
Rækjuverksmiðjunni á Bíldudal.
Arndís vann einnig með manni sín-
um við heyskap á sumrin, en þau
voru með töluverðan fjárbúskap í
fjölda ára. Arndís tók virkan þátt í
starfi Kvenfélagsins þar sem hún
var kjörin heiðursfélagi og slysa-
varnardeild kvenna á Bíldudal.
Arndís söng í kirkjukór Bíldudals-
kirkju frá fermingu og fram á sjö-
tugsaldur Arndís og Jón fluttu til
Reykjavíkur þegar aldur færðist
yfir og bjuggu í tíu ár á Kleppsvegi
62 í Reykjavík og studdu hvort
annað í ellinni. Eftir að Jón lést
2006 flutti Arndís á Skjól og naut
síðustu árin frábærrar umönnunar
þess góða starfsfólks sem starfar á
Skjóli.
Útför Arndísar verður gerð frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 5.
nóvember, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
febrúar 1943. Jón og
Arndís eignuðust
þrjú börn. Þau eru: 1)
Gústaf Adolf, f. 5.
okt. 1944, kvæntur
Erlu Árnadóttur, f.
28. sept. 1946. Börn
þeirra eru; a) Hulda,
gift Hinriki Braga-
syni, þau eiga tvö
börn, Eddu Hrund og
Gústaf Ásgeir, b)
Árni, kvæntur Krist-
rúnu Ástvaldsdóttur,
þau eiga þrjú börn,
Emil, Ársól Erlu og
Kára, c) Ómar, kvæntur Jóhönnu
Guðrúnu Guðmundsdóttur, þau
eiga þrjár dætur, Agnesi, Eyvöru
og Ragnhildi, og d) Arnar. 2) Jak-
obína, f. 17. nóv. 1948, maki Sig-
urþór Lúðvík Sigurðsson, f. 21.
apríl 1948. Börn þeirra eru; a) Jón
Arnar, kvæntur Margréti Katrínu
Guðnadóttur, þau eiga þrjú börn,
Helenu Jakobínu, Ólaf Vernharð
og Katrínu Jóhönnu, b) Ólafur
Hrafn, kvæntur Ragnheiði Gunn-
arsdóttur, þau eiga þrjú börn, Dag,
Arndísi Dóru og Guðrúnu Salvöru,
Elsku mamma mín, mig langar til
að kveðja þig með nokkrum orðum.
Þú sem hefur alltaf verið fastur
punktur í lífi mínu, fyrst mínu og svo
seinna þegar við Kristófer vorum
komin með fjölskyldu. Það var ynd-
islegt að eiga þig og pabba að. Þú
hefur kennt mér svo margt enda
bjartsýn og jákvæð. Það var gott að
alast upp í Valhöllinni okkar á Bíldu-
dal og í næsta nágrenni við ættingja.
Það var kært á milli ykkar systkina
og því samgangur mikill á milli húsa.
Og svo seinna meir þegar skólaárin
fyrir sunnan tóku við hlakkaði ég
alltaf til að koma heim. Þá voru Bíbí
systir og hennar fjölskylda einnig
búsett á Bíldudal. Svo seinna meir
þegar þið pabbi fluttuð í litlu íbúðina
á Bíldudal nutu börnin okkar Krist-
ófer og Dúdda góðs af. Og þegar við
fluttum svo í Grundarfjörð var erfitt
að kveðja afa og ömmu. Samveru-
stundirnar urðu fleiri þegar þið
fluttuð til Reykjavíkur og settust að
á Kleppsveginum. Það fór vel um
ykkur þar. Og ekki var nú verra að
þið voruð komin nær honum Gústa
bróður og Erlu hans sem voru ykkar
stoð og stytta. Þannig að Litla Val-
höll var oft full af vinum og ætt-
ingjum. Grundarfjarðarfjölskyldan
okkar, börnin okkar voru nú orðin
þrjú því að sá yngsti Kristján Arnar
sem var skírður í höfuðið á ömmu
sinni hafði nú bæst við, kom þar æði
oft við.
Þú þurftir þó oft á jákvæðninni að
halda því að líf þitt var ekki alltaf
dans á rósum, misstir mjög ung for-
eldra og fleiri ættingja í Þormóðs-
lysinu og sást einnig á eftir ungum
börnum þínum og svo seinna systk-
inum. Einnig hrjáðu þig um skeið
mjög erfið veikindi.
Árið sem pabbi lést var þér einnig
erfitt, þá varst þú einnig veik. Þá
heimsóttum við þig á sjúkrahúsið og
pabba á Kleppsveginn. Öllu þessu
tókst þú af sama æðruleysinu þó að
þú saknaðir sárt ættingja, góðra
vina og elskulegs eiginmanns.
Síðustu árin þín bjóst þú á Skjóli
v/Kleppsveg þar sem þú naust góðr-
ar umhyggju starfsfólks. Alltaf var
jafngott að heimsækja þig og þú
varst svo dugleg að sækja föndrið og
leikfimi en hafðir einnig tíma til að
spjalla við þá sem til þín sóttu. Við
og börnin okkar sóttum til þín og þú
heimsóttir okkur og alltaf var það
svo notaleg stund.
Núna í september þegar ég hélt
upp á afmælið mitt varst þú auðvitað
með mér ásamt ættingjum og vinum
og þá grunaði mig ekki að þetta væri
síðasta veislan okkar. Þarna varst
þú eins og alltaf, eins og drottning
og naust þín vel.
Þegar þú svo veiktist núna í lok
október og varst lögð inn á Land-
spítalann fannst mér gott að geta
verið hjá þér og haldið í höndina á
þér.
Við fengum flest tækifæri til að
kveðja þig en Dúdda mín sem er bú-
sett í Kaupmannahöfn og hann
Diddó tengdasonur þinn sakna einn-
ig kærrar ömmu og tengdamömmu.
Nú ertu farin úr þessum heimi en ég
trúi því að þú sért komin til pabba
og allra ættingjanna þinna hinum
megin og þau fagni þér.
Við eigum þér svo margt að þakka
við börnin þín, tengdabörnin, barna-
börnin og barnabarnabörnin. Þú
varst svo yndisleg við okkur öll!
Kolbrún Dröfn og fjölskylda.
Hún Dídí, tengdamóðir mín, er
öll. Allt fram í síðustu viku var hún
ótrúlega hress. Fyrir rúmum mán-
uði lét hún sig ekki vanta þegar
„stelpurnar“ frá Bíldudal hittust á
Jómfrúnni, en það er árlegur við-
burður. Þar naut hún sín best innan
um sínar gömlu vinkonur að
ógleymdri systur sinni Hrafnhildi
sem var hennar stoð og stytta og
heimsótti hana oft í viku, allan þann
tíma sem hún var á Skjóli og eftir að
hún missti hann Jón sinn fyrir
þremur árum.
Ég kynntist Dídi þegar ég kom í
Valhöll haustið 1967, en sonur henn-
ar Gústi hafði boðið mér á ball. Vorið
eftir kom ég aftur og þá sem kær-
asta sonar hennar með dóttur mína
Huldu. Mér var tekið sem prinsessu
og hlýjan frá þeim báðum Jóni og
Dídi var einlæg, bæði gagnvart mér
og dóttur minni Huldu, sem varð þar
með þeirra fyrsta barnabarn og var
það alla tíð. Aldrei bar skugga á
þessa væntumþykju og jókst hún
með árunum og var gagnkvæm frá
fyrstu stundu. Dídi var einstaklega
óeigingjörn, jákvæð og heil kona.
Alltaf var hún að hugsa um að gera
öðrum til góða í veitingum og var
ekki í rónni nema eiga eitthvað gott í
gogginn handa öllum sem í Valhöll
komu. Mjög gestkvæmt var á heim-
ili þeirra og voru allir velkomnir þar.
Sonur hennar man að eitt sumarið
svaf hann oft í tjaldi á túninu við
húsið þar sem öll rúm voru fullskip-
uð. Við hjónin fórum í nokkur ferða-
lög um landið með þeim hjónum, oft-
ast í tilefni stórafmæla þeirra. Þá
var Dídí í essinu sínu og áttum við
ógleymanlegar samverustundir í
þessum ferðum. Árið 1995 fluttu þau
hjón suður til Reykjavíkur, en Jón
var þá orðinn 80 ára og heilsutæpur.
Þau bjuggu sér fallegt heimili á
Kleppsvegi 62 og áttu þar saman 11
góð ár. Þar var líka gestkvæmt og
alltaf eitthvað til í búrinu ef gesti
bar að garði. Þau voru ákaflega
vinamörg, enda tóku þau öllum af
sömu hlýjunni sem umlukti þau hjón
alla tíð. Í mörg ár eftir að þau fluttu
suður var það fastur liður í tilver-
unni hjá okkur hjónum að borða
með þeim á fimmtudögum. Þá var
alltaf þjóðlegur matur á borðum og
nóg af honum.
Eftir að Jón féll frá fékk Dídí
pláss á Skjóli og var það síðustu ár-
in, en hún hafði fótbrotnað illa tvisv-
ar sinnum og gat því ekki búin ein í
íbúðinni á Kleppsvegi. Á Skjóli leið
henni vel og naut þar öryggis og ein-
staklega góðrar umönnunar hjá
elskulegu starfsfólki þar, sem hér er
þakkað fyrir. Dídí bar börnin okkar
á höndum sér og ekkert var henni
kærara en að halda á litlu barni, þá
brosti hún út að eyrum. Afkomend-
ur hennar eru nú 28 og þar af eru
barnabarnabörnin 15. Hennar fyrsta
spurning þegar maður kom til henn-
ar var hvort allir væru frískir, og
börnin okkar og barnabörnin væru
hress. Já, hennar er sárt saknað en
við huggum okkur við það að nú er
hún komin til hans Jóns síns og litla
drengsins sem hún missti í fæðingu
1943. Ég held að enginn geti óskað
sér betri tengdamóður en hana Dídí,
guð blessi minningu hennar og takk
fyrir að fá að kynnast henni og verða
henni samferða í 41 ár.
Elsku Kolla, Bíbí og makar, ég
samhryggist ykkur innilega og tek
þátt í sorg ykkar.
Erla Árnadóttir.
Ég ætla hér að minnast ömmu
Dídíar í örfáum orðum.
Amma Dídí lést aðfaranótt
fimmtudagsins 29. nóvember síðast-
liðins eftir stutta sjúkdómslegu.
Réttum tveimur vikum fyrr hringdi í
hún í mig stálhress, seint að kvöldi
eins og hennar var stundum siður og
spurði hvort við hefðum það ekki
gott sem endranær, hvort ekki væru
allir frískir og sagði mér um leið að
hún væri hress og kát og hefði það
gott. Ekki var þá nokkurn bilbug á
henni að merkja en svona gerast
hlutirnir stundum hratt. Síðustu ár-
unum, eftir að afi Jón dó, varði hún á
Skjóli þar sem vel fór um hana. Í
Valhöll á Bíldudal bjuggu þau afi
Jón annars mestallan sinn búskap
en fluttu í bæinn fyrir 14 árum. Eftir
það bjuggu þau á Kleppsveginum í
notalegri íbúð sem bar öll merki Val-
hallarinnar, skiltið á hurðinni og
uppstoppuðu dýrin hans afa upp um
alla veggi. Og myndir af börnum,
barnabörnum og hinum óteljandi
vinum þeirra. Amma Dídí var alla
tíð óskaplega góð við mig. Ég var
elsta barnabarnið og varði öllum
sumrum sem barn á Bíldudal hjá og
á Þingeyri hjá ömmu og var það
mikið ævintýri og á ég þaðan ynd-
islegar minningar. Amma og afi
voru höfðingjar heim að sækja og
sérstaklega minnist ég kvöldkaffi-
sins hjá þeim; baunasalat og tekex
og brúnterta með hvítu kremi. Og að
kíkja í kalda búrið hjá ömmu var
ævintýri, alltaf eitthvert namm-
inamm í uppsiglingu. Veislur alltaf
hreint. Og ef eitthvað vantaði skaust
ég í Jónsbúð og sótti það um hæl.
Amma gaf mér líka alvöru kakó og
búðingsduft til að drullumalla með í
kofanum mínum fyrir ofan Valhöll.
Hún var hlý og góð og alltaf mundi
hún eftir afmælinu mínu, hringdi í
mig og óskaði mér til hamingju. Gaf
mér stundum pakka sem enginn
annar mátti vita um, svona laumaði
að mér smáræði og kyssti mig um
leið. Þetta hefur hún örugglega gert
við öll barnabörnin í laumi og haft
gaman af. Eftir að afi dó árið 2006
var hún á Skjóli og fór vel um hana
þar þótt mikið vantaði. Amma kom
tvisvar að heimsækja okkur hingað
austur á Árbakka og sýndi öllu hér
áhuga þótt ekki deildi hún hinum
mikla dýraáhuga afa.
Elsku amma mín, ég veit að þú
hefur það gott núna með afa en við
söknum þín samt og ég þakka allar
góðu stundirnar sem við áttum.
Hulda Gústafsdóttir.
Arndís Ágústsdóttir, móðursystir
mín, er látin. Dídí frænka átti far-
sælt lífshlaup, fædd og uppalin á
Bíldudal og bjó þar lengst af ásamt
manni sínum Jóni Jóhannssyni. Dídí
var ein sjö Valhallarsystkina á
Bíldudal. Ég sagði að Dídí hefði átt
farsælt líf og held að svo hafi verið.
En þar bar þó stóran skugga á sem
var Þormóðsslysið, þar fórust tugir
manna. Það var hræðilegt högg fyrir
allar þær fjölskyldur sem áttu um
sárt að binda eftir það slys á Bíldu-
dal. Dídí frænka mín missti þar báða
foreldra sína, tengdaforeldra og tvo
mága í þessu slysi. Höggið var gríð-
arlegt og furðu gegnir að fólk skuli
standa upprétt eftir slíka atburði. Ef
slíkur ætti sér stað í dag væri í boði
ýmis fagleg áfallaaðstoð til að takast
á við slíkt. En á þessum tíma var
ekkert slíkt í boði, fólk þurfti að
vinna úr slíku sjálft og að mestu ein-
samalt. En það er ekki þar með sagt
að það falli öllum til að geta unnið
sig út úr slíku áfalli einir og óstudd-
ir. Mér fannst ég ávallt sjá á Dídí og
systkinum hennar hversu áfallið var
þungt. Ávallt er þessi atburður var
rifjaður upp báru tilfinningarnar
þau ofurliði sem sýnir hve sorgin
hefur hvílt þungt í brjósti þeirra
eins og margra annarra Bílddæl-
inga.
En minningar mínar um Dídí
frænku fyrstu árin sem ég man eftir
henni eru allt aðrar og ljúfari. Ég
man hana sem einstaklega glæsilega
ljúfa og hlýja manneskju sem var
gott að vera hjá sem drengur. Ég og
Bæring bróðir minn dvöldum oft á
sumrum hjá Dídí frænku eða hjá
Sirrý sem ól mömmu upp eftir slys-
ið. Það rifjast upp að við gengum
þar í skóla vorið ’62 mamma var
ófrísk, meðgangan erfið og hún hafði
gefist upp á okkur og við verið send-
ir á Bíldudal. Upphaflega dvöldum
við báðir hjá Sirrý, en ég fór í Val-
höllina til Dídí eftir að við vorum
reknir úr skóla á Bíldudal fyrir
dólgslæti og dónaskap. Þá þótti rétt
að skilja okkur að. Frændgarðurinn
hló, Dídí kímdi svo lítið bar á en
Sirrý ekki. Mér er minnisstætt að á
þessum tíma leigðu þau út kjallar-
ann í Valhöll. Þar voru mjög sér-
kennilegir menn í rúmi, Leifi og
Lási. Dídí var ákaflega góð við karl-
ana en hafði áhyggjur af því að atast
væri í þeim. Þeir voru ólíkir karl-
arnir, Leifi rólegur og ljúfur, en
Lási styggari. Dídí og Jón höfðu fé í
Tófuhúsunum og við vorum ráðnir í
það hlutverk að smala og vorum í
engum vafa um að við værum bestir
á þessu sviði og héraðsbrestur yrði
er við létum af störfum. Þegar ég fór
að fullorðnast hafði ég það sem
reglu að koma við hjá Dídí þegar ég
kom á Bíldudal meðan þau bjuggu
þar.
Eftir að Dídí og Jón fluttu til
Reykjavíkur ’95 heimsótti ég þau
þegar ég kom því við. Ég hefði getað
tekið mér móður mína Hrafnhildi til
fyrirmyndar í því sem heimsótti Dídí
og Jón nánast daglega eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur og síðan Dídí
eftir að hún fór á Skjól. Dídí og Jón
urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að
börn þeirra Gústaf, Jakobína og
Kolbrún hafa verið þeim ákaflega
góð og hugulsöm alla tíð og borið
þau á höndum sér, ekki síst eftir að
þau fluttu til Reykjavíkur. Votta ég
þeim samúð mína. Guð blessi þig,
frænka mín.
Gísli Ólafsson.
Arndís Ágústsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
KRISTRÚNAR BIRGITTU
KRISTJÁNSDÓTTUR,
Víp,
áður til heimilis
Hellubraut 3,
Hafnarfirði.
Starfsfólk hjúkrunarheimilisins Grundar fær sérstakar þakkir fyrir frábæra
umönnun og góða framkomu.
Steindór Olsen,
Árný S. Steindórsdóttir, Bragi Jóhannsson,
Ásrún S. Steindórsdóttir, Rögnvaldur Þ. Höskuldsson
og barnabörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLI JÚLÍUS BJÖRNSSON
frá Siglufirði,
til heimilis á Urðarbraut 2,
Blönduósi,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 7. nóvember kl. 14.00.
Sigríður G. Pálsdóttir,
Sverrir S. Ólason, Björg V. Zophoníasdóttir,
Birna Óladóttir, Arnar E. Ólafsson,
Helga Óladóttir, Óskar B. Elefsen,
Júlía Óladóttir, Reynir Karlsson,
afa- og langafabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar.
Minningargreinar