Morgunblaðið - 05.11.2009, Side 34

Morgunblaðið - 05.11.2009, Side 34
34 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER EKKERT BETRA EN GÓÐUR GÖNGUTÚR... RÉTT HJÁ ÞÉR FYRIR SUMA OKKAR HRAÐAR! HRAÐAR! ÉG VAR AÐ LÆRA HNÚTA ÉG ER AÐ VINNA Í EINUM HJÓLAHNÚT ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ KOMA NÁLÆGT HJÓLINU MÍNU HRÓLFUR SAGÐI AÐ EF ÞESSI RÁNSFERÐ GENGI VEL... ÆTTI HANN NÓGAN PENING TIL AÐ SETJAST Í HELGAN STEIN JÆJA... HONUM HEFÐI HVORT EÐ ER BARA LEIÐST AÐ SITJA HEIMA ALLAN DAGINN OG GERA EKKI NEITT SESAR, ALLIR VEGIR LIGGJA TIL RÓMAR... ÞESS VEGNA ERUM VIÐ MEÐ ÞETTA INNFLYTJENDA- VANDAMÁL ÉG ER LEIÐ Á ÞVÍ HVAÐ KIDDA ER MATVÖND HÚN BORÐAR ÞAÐ SEM ER Í MATINN EÐA EKKERT EN HÚN Á EFTIR AÐ VERÐA ROSALEGA SVÖNG VENJULEGA ÞEGAR FÓLK ÁTTAR SIG Á ÞVÍ AÐ HEGÐUN ÞESS VELDUR ÞVÍ VANDRÆÐUM ÞÁ BREYTIR ÞAÐ HEGÐUN SINNI AF HVERJU HÆTTIR ÞÚ ÞÁ EKKI AÐ SAFNA STÖÐUMÆLA- SEKTUM? ÞAÐ ER ALLT Í LAGI VIÐ ERUM EKKI AÐ TALA UM MIG NÚNA M.J. SAGÐI PETER LEIÐINLEGAR FRÉTTIR... VORU ÁHORFENDURNIR EKKERT HRIFNIR AF ÞÉR Í KVÖLD? NÚ? ÞAÐ VITA ALLIR AÐ „MARVELLA“ KLÚÐRAÐIST LEIKFERLINUM MÍNUM ER LOKIÐ ÁÐUR EN HANN BYRJAÐI Veðrið undanfarna daga hefur verið mjög gott og viðrað vel til útiveru enda má víða sjá fólk á göngu sem er frábær og holl hreyfing. Samkvæmt veðurspá viðrar ágætlega á landinu í dag til útiveru. Morgunblaðið/Golli Á göngu við Vífilsstaðavatn Hvað svo? Í ÖLLU þessu fári sem er hér á þessu landi vantar svolítið upp á að það verði hugsað fram í tímann. Til dæmis varðandi at- vinnuleysisbætur, hvað á fólk að gera sem klárar það að vera þrjú ár á bótum, á maka sem er með þokkalegar tekjur og á þar af leiðandi ekki rétt í félagslega kerf- inu? Fólk er bara slegið út af borðinu. Það eina sem maður getur gert er að láta maka nota skattkortið og ekki er það neitt til þess að lifa á. Eða eru einhverjar aðrar leiðir til þess að fá tekjur, fyrir utan vinnu sem ómögulegt virðist að vera að fá? Svari mér einhver sem veit bet- ur. Einn sem virkilega vill vinna. Eru ekki allir jafnir? AF hverju er það alltaf inni í um- ræðunni að afskrifa skuldir Haga, eru Jón Ásgeir og Jóhannes ekki eigendurnir? Af hverju er ekki gengið að eignum þeirra, af nógu er að taka. Er það á valdi Nýja Kaupþings að taka þá ákvörðun, á ríkið ekki að gera það, það á bankann? Það er ekki sama hver á í hlut, Jón eða séra Jón. Einnig vil ég að við segjum okkur úr Schengen. Matthildur. Skýring óskast Á FORSÍÐU Frétta- blaðsins 28. október síðastliðinn er mynd af þremur litlum drengjum. Undir myndinni er svohljóðandi texti: „„Dagur bangsanna“. Alþjóðlegur bangsadagur var á leikskólum í gær, á afmælisdegi Theodore Roosevelt, sem hugtakið „Teddy Bear“ er kennt við.“ Ég fletti upp í dagatali, en fann enga skýringu á þessum degi, aftur á móti fann ég14. febrúar, „Valent- ínusardagur“, og 31. október, „hrekkjavaka“. Væri þakklát ef ein- hver gæti gefið mér skýringu á þessum nýjungum. Eldri kona. Ást er... ... að finna ylinn frá brosi hans. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, botsía 9,30, helgistund. kl. 10.30, leik- fimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist og bók- band eftir hádegi, almenn handavinna, kaffi/dagblöð, böðun. Á morgun kl. 10 er helgistund með sr. Hans Markúsi. Dalbraut 18-20 | Bókabíllinn kl. 11.15, danshópur kl. 13.30 og samverustund með sr. Bjarna Karlssyni kl. 15.15, barnakór Laugarneskirkju kemur í heim- sókn. Dalbraut 27 | Í tilefni 30 ára afmælis starfsemi Þjónustuíbúða aldraðra á Dal- braut 27 verður opið hús á morgun, föstudag, kl. 14-16. Sýning á handverki, tónlist og veitingar. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Rvk.| Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, myndlist kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, botsía og ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, línudans kl. 16.30 og jóga kl. 18. Félagsstarf Gerðubergi | Leikfimi (frítt) í ÍR heimilinu v/Skógarsel kl. 9, helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Frá hádegi er búta/perlusaumur og myndlist. Líkams- rækt í World Class kl. 13, umsj. Sigurður Guðmundsson íþróttakennari. Sunnud. 8. nóv. kl. 11 syngur Gerðubergskórinn við messu í Kópavogskirkju. Furugerði 1, félagsstarf | Tombóla á morgun kl. 14, ágóði rennur til Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Þeir sem vilja koma með muni á tombóluna komi í dag. Hraunbær 105 | Handavinna og postu- lín kl. 9, leikfimi kl. 10, botsía kl. 11, matur, félagsvist kl. 13.30, kaffi. Hraunsel | Rabb og samvera kl. 9, QI- Gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, gler- skurður kl. 13, pílukast og félagsvist kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.10. febh.is Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hann- yrðir kl. 13 hjá Jóhönnu, félagsvist kl. 13.30 – verðlaun, veitingar í hléi. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara kl. 15. Söngur, hug- vekja og veitingar. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi á morgun kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug og listasmiðja opin kl. 13-16 á morgun á Korpúlfsstöðum. Norðurbrún 1 | Handavinna og leirlist- arnámskeið kl. 9-12, botsía 10. Nám- skeið falla niður eftir hádegi í dag og myndlist á morgun kl. 9 fellur einnig niður. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-16, kertaskreytingar/Tiffany kl. 10, ganga kl. 11.30, matur, kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30, veitingar. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og sam- vera kl. 10, salurinn opnaður kl. 11, kaffi, ganga og útivist með Begga kl. 15.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.