Morgunblaðið - 05.11.2009, Síða 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
Með svarta glansandi hárkollu,
gerviaugnhár, gloss og mjaðma-
hnykkina á hreinu flutti listamað-
urinn fjölhæfi Egill Sæbjörnsson
lagið „Crazy Like a Bee“ í Kastljós-
inu í fyrrakvöld. Atriðið hefði getað
orðið glatað en varð ótrúlega töff,
eiginlega bara ótrúlega, ótrúlega
töff. Ekki skemmdi skemmtilegur
hópur föngulegra dansara í bak-
grunninum heldur fyrir.
Það er spurning hvort gjörn-
ingur Egils í Hafnarhúsinu í kvöld
verður eins flottur. Klukkan átta í
kvöld flytur Egill nefnilega gjörn-
inginn „The Mind“ ásamt listakon-
unni Marcia Moraes í Listasafni
Reykjavíkur. Egill er líka með sýn-
inguna Staðarandi og frásögn í
Listasafninu og er sýningin og
gjörningurinn unnin í samstarfi við
Sequences-gjörningahátíðina sem
nú stendur yfir.
Verður hárkollan svarta kannski
í Hafnarhúsinu í kvöld?
Ótrúlega töff Egill
í Kastljósinu
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG ER poppplötusnúður og það fylgir því oft mikil kvöl og kvöð
að þurfa að spila popp út í eitt. Tónlistin sem ég spila er ekki
endilega innan míns áhugasviðs og þá kemur upp löngun til að
breyta aðeins til svo öll kvöld verði ekki eins. Að setja þetta band
saman var fluga sem ég fékk í hausinn og tónlistin sem við spilum
er tónlist sem höfðar mikið til mín,“ segir Atli Rúnar Her-
mannsson, oft nefndur skemmtanalögga, um nýtt band sem hann
hefur sett saman. Bandið nefnist A+ og heldur sína fyrstu tónleika
í kvöld.
A+, sem vísar til Atli plús fleiri, samanstendur af Atla Rúnari
sem er plötusnúður, Steinari Sig saxófónleikara, Jóhanni Hjör-
leifssyni slagverksleikara og Davíð Sveins bassaleikara.
„Þetta er svona bræðingur, það er ekkert æft eða
ákveðið eða farið eftir nótum. Ég þeyti skífum og svo
koma þeir yfir og spinna út frá tónlistinni svo úr verð-
ur svokallaður bræðingur. Allt er spilað eftir eyranu,
stemningunni og fílingnum.
Við munum mestmegnis spila hús- og sálartónlist,
funk og diskó og þá er ég ekki að tala um „WMCA“.
Þetta verður grúví,“ segir Atli og bætir við að þeirra
markaður verði kokkteilboð, opnanir og fyrriparts kvöld
um helgar, þar sem tónlist þarf að vera en á ekki að vera
í aðalhlutverki.
Fyrsta opinberlega framkoma A+ verður í kvöld á Póst-
húsinu, Pósthússtræti 13 í Reykjavík.
Spilað eftir eyranu, stemningunni og fílingnum
Og enn af Sequences. Í dag kl. 17
verða sýndar kvikmyndir og mynd-
bandsverk eftir ýmsa listamenn í
Regnboganum. Til sýnis verða
myndirnar Vitaskuld, Auðvitað! frá
gerningi Gjörningaklúbbsins við
Garðskagavita í vor. Verkin Four
New York Minutes og Ode to An
Ode eftir Curver. Verkið an Exqui-
site Corpse in Nikisialka um dvöl 16
íslenskra og pólskra listamanna
sem störfuðu í Póllandi sumarið
2008 og að lokum verður sýnd 30
mín. heimildarmynd um það þegar
Sirkus bar var fluttur af Kling &
Bang gallerí til London á Frieze-
lista-kaupstefnunni, haustið 2008.
Aðgangur er ókeypis og verða
myndirnar einungis sýndar í þetta
eina skipti.
Myndbandsverk í
Regnboganum í dag
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
GÍSLI Örn Garðarsson var afslapp-
aður að venju, á leið af æfingu á
Faust í Borgarleikhúsinu sem hann
leikstýrir, þegar blaðamaður náði tali
af honum í fyrradag. Tilefni símtals-
ins var þó ekki
Faust, heldur
stikla ein glæný á
netinu úr kvik-
myndinni Prince
of Persia: The
Sands of Time
þar sem Gísli fer
með hlutverk
skæðasta and-
stæðings Persíu-
prinsins, The Vi-
zier (Vesír á íslensku). Gísli er
allsvakalegur að sjá í þessari stiklu
(sjá mynd), afmyndaður í framan
með glær augu og snáka í höndum.
Skratti þessi er leiðtogi klíku sem
reynir að hafa hendur í hári prinsins,
sem Jake Gyllenhaal leikur, því
prinsinn hefur undir höndum mikinn
töfrahníf sem gerir mönnum kleift að
spóla aftur í tíma. „Mér er falið það
verk að verða mér úti um þennan
hníf,“ útskýrir Gísli líkt og hann sé að
tala um eitthvað jafnhversdagslegt
og að vera sendur út í búð að kaupa
mjólk.
Og færa hann enn verri gæja?
„Já, það er nú alltaf einhver fyrir
ofan einhvern annan,“ svarar Gísli, en
sá alversti er leikinn af Ben Kingsley.
Þessi mynd hlýtur að hafa verið
svolítið dýr...
„Já, ég held að þetta hafi bara ver-
ið dýrasta mynd síðasta árs, þær
verða ekkert dýrari,“ svarar Gísli og
af stiklunni að dæma gæti þetta vel
staðist hjá honum, enda framleiðandi
rándýrra mynda á bakvið verkefnið,
sjálfur Jerry Bruckheimer (Top Gun,
Pirates of the Caribbean-myndirnar
og The Rock, svo fáar séu nefndar).
Leitað að hesti í Madrid
Hvað varstu lengi í tökum?
„Ég var alveg off og on í sjö mán-
uði tengdur þessu verkefni, frá því ég
mætti fyrsta daginn í vinnu í Madrid
þar sem var verið að leita að hesti
handa mér, til þess að nota í mynd-
inni. Svo átti ég síðasta tökudaginn
minn sjö mánuðum síðar en ég var
náttúrulega ekkert við þetta allan
tímann, mér var flogið fram og til
baka eftir hentugleika. Þetta var tek-
ið upp í London og í Marokkó.“
Tökur fóru m.a. fram í Atlasfjöll-
unum í Marokkó, í þrjú þúsund metra
hæð og Sahara-eyðimörkinni. „Við
vorum á mjög mörgum stöðum,
þurftum að ferðast mjög mikið um
landið í þessari vinnu.“
Hvernig gekk að ríða þessum gæð-
ingi sem var valinn handa þér?
„Það gekk bara mjög vel, enda var
maður þjálfaður af mjög góðu fólki.
Svo er ég náttúrulega með þessar
linsur og þær blinda mann. Þannig að
stundum var maður ríðandi blindur í
bröttum fjallshlíðum á harðastökki.
Ég steig oft skjálfandi af baki.“
Var mikið af „green screen“-
brelluveseni í kringum þessa mynd?
„Miklu minna en ég hélt. Ég hélt
það yrði þannig en það var ótrúlegt
hvað þeir byggðu af leikmyndum og
gerðu þetta raunverulega. Það er
alltaf green screen einhvers staðar en
í grunninn var þetta allt byggt.“
Hvernig var Jake Gyllenhaal?
„Hann er bara góður gæi og dug-
legur leikari, lagði mikið á sig fyrir
þetta.“
Nú var svolítið talað um það í slúð-
urpressunni hvað hann hefði lagst í
mikla vaxtarrækt fyrir hlutverkið.
Varst þú samt ekki miklu massaðri?
„Jú, ég verð það alltaf,“ svarar
Gísli kíminn.
Er þetta ekki lítill gaur?
„Jaa, hann er nú nokkuð hár, ekk-
ert svo lítill.“
Leikið á móti Gandhi
Svo er þarna stórleikarinn Ben
Kingsley. Var ekki dálítið merkilegt
að hitta hann?
„Jú, ég á nokkrar senur með hon-
um. Það eitt og sér er bara sérkafli,
að leika á móti Gandhi. Hann er
svakalega góður leikari. Maður hefur
svo sem ekki séð hann neitt rosalega
mikið, heldur að hann sé svolítið ster-
íótýpískur. En hann er hrikalega góð-
ur leikari.“
Leikstjórinn Mike Newell er held-
ur enginn aukvisi, með Harry Potter
og Four Weddings and a Funeral
m.a. á ferilsskránni. Er hann líka
góður gæi?
„Já, mjög, og ég fékk þetta hlut-
verk líka beint út á Rómeó og Júlíu.
Þegar ég hitti hann og var að prufa
fyrir þessa mynd þá sagði hann:
„Bíddu, varst þú ekki í Rómeó og Júl-
íu?“ og ég sagði jú,jú. „Það er besta
leikhús sem ég hef séð á ævinni, ég vil
að þú leikir þetta hlutverk!“ sagði
hann þá. Þannig að það skilaði mér
þessu, sex árum seinna,“ segir Gísli.
Newell hafi séð uppfærslu Vestur-
ports á verkinu í London. Aðspurður
segir Gísli Newell ekki hafa látið
hann beita neinum fimleikabrögðum
við tökur, enda öryggis leikara gætt í
hvívetna og áhættuleikarar látnir
leika í mestu áhættuatriðunum.
„Maður gerði nú samt slatta af ein-
hverju stönti sjálfur, reyndi að fá að
gera eins mikið og maður gat af því.“
Sáttur við lífið
Er ekki búið að bjóða þér nein
kvikmyndahlutverk eftir þátttökuna í
þessari kvikmynd?
„Nei, ekkert sem hægt er að rekja
til þessarar myndar. Lífið bara held-
ur áfram,“ segir Gísli með stóískri ró.
Hann geri sér ekki vonir um slík til-
boð. „Ég tel mig vera að gera það
sem mig langar að vera að gera. Það
er fátt skemmtilegra en að vinna í ís-
lensku leikhúsi.“
Það er enda nóg að gera hjá Gísla
og leikhópnum Vesturporti sem er að
setja upp Faust í samstarfi við Borg-
arleikhúsið og kvikmyndirnar Brim
og Kóngavegur 7 báðar komnar í
klippingu.
Rómeó landaði Vesírnum
Gísli Örn segir það mikla upplifun að leika á móti Ben Kingsley Reið hálf-
blindur um Atlasfjöllin Leikstýrir Faust með Vesturporti í Borgarleikhúsinu
Kvikmyndin um Persaprinsinn
byggist á samnefndum tölvuleik.
Söguþráður myndarinnar er í
stuttu máli þessi: Dastan Persa-
prins og prinsessan Tamina
bjarga í sameiningu hníf einum
sem er gjöf frá guðunum. Hnífur
þessi er þeirri náttúru gæddur
að sá sem hefur hann undir
höndum getur stjórnað tím-
anum. En illmennið Nizam (Ben
Kingsley) girnist hnífinn og
sendir óþokka sína á eftir þeim.
Byggt á tölvuleik
Á gæðingi Jake Gyllenhaal sem Persíuprinsinn með leikkonunni Gemmu Arterton sem leikur prinsessuna Taminu.
Gísli sem Vesírinn Augnlinsurnar og förðunin gera hann óárennilegan.
Gísli Örn
Garðarsson
Leikkonan Halla Vilhjálms-
dóttir er komin með lag sitt „Who“
í úrslit sænsku Evróvisjón-söngva-
keppninnar. Lagið er eitt tíu laga
sem keppir til úrslita og miðað við
Facebook-færslur Höllu er hún í
skýjunum með árangurinn. Lögin
sem komust í úrslit voru fyrst valin
með netkosningu almennings og
síðan dómnefnd. Keppnin í Svíþjóð
skiptist í nokkra undanúrslitaþætti
og framlag Svía til Evróvisjón í ár
verður svo valið hinn 13. mars.
Halla hefur opnað sænska vef-
síðu undir slóðinni: http://heja-
halla.se.
Verður Halla Vilhjálms
keppandi Svíþjóðar?
Atli Rúnar Stofnaði bandið A+.
Fólk