Morgunblaðið - 05.11.2009, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
Eftir Kristrúnu Karlsdóttur
kriskar@hi.is
STUTTMYNDAHÁTÍÐIN Ljós-
vakaljóð verður haldin í Norræna
húsinu í dag. Þetta er í fjórða sinn
sem Ljósvakaljóð er haldin, en þetta
er stuttmyndakeppni ungs fólks á
aldrinum 15 – 25 ára. Keppnisflokk-
arnar í ár eru þrír. Fyrstu tvö ár
keppninnar var keppt um bestu
stuttmyndina, en
í fyrra var bætt
við keppni um
besta „pitchið“,
en hún gengur út
á það að kepp-
endur segja frá
sínum hug-
myndum að kvik-
myndum. Á móti
fá keppendur upp-
byggilegar og
gagnlegar athugasemdir frá dóm-
nefndinni.
Í ár bættist enn einn flokkurinn
við en það er handritakeppnin. „Við
erum mjög spennt fyrir handrita-
keppninni, þetta er í fyrsta skipti
sem við erum með þennan flokk og
við renndum svolítið blint í sjóinn
með hann. En við fengum send inn
um tuttugu handrit sem dómnefndin
er að fara vandlega yfir núna,“ segir
Björg Magnúsdóttir, verkefnisstjóri
Ljósvakaljóða.
Fjörutíu stuttmyndir
Keppendur verða fleiri og yngri
með árunum. „Áhuginn hjá unga
fólkinu virðist vera mjög mikill sem
er mjög gaman,“ segir Björg. „Það
voru sendar inn fjörutíu stuttmyndir
þetta árið, sem er gríðarleg aukning
frá því í fyrra. Þetta eru myndir frá
öllum landshlutum og krakkar niður
í 15 ára og upp úr senda inn stutt-
myndir.“
Dómnefndirnar eru tvær þetta ár-
ið og eru þetta þjóðþekktir fagaðilar.
„Silja Hauksdóttir, Ragnar Braga-
son og Otto Geir Borg dæma stutt-
myndirnar og „pitchið“, en handritin
verða dæmd af Friðriki Þór Frið-
riksyni, Bergi Ebba Benediktssyni
og Yrsu Sigurðardóttur,“ segir
Björg.
Dagskráin hefst kl. 17.30, sjálf
stuttmyndakeppnin fer fram kl. 20
en þá verða sýndar þær myndir sem
keppa um aðalverðlaunin.
Aðgangur er ókeypis.
Fleiri
myndir
sendar inn
Stuttmynda-
keppni ungs fólks
fer fram í dag
Bergur Ebbi
Benediktsson
TÖKUR á Áramótaskaupinu hófust
mánudaginn sl. undir öruggri leik-
stjórn Gunnars B. Guðmundssonar
sem á m.a. að baki kvikmyndirnar
Astrópíu, Konunglegt bros og hlaut
jafnframt Edduverðlaunin árið
2003 fyrir bestu stuttmyndina,
Karamellumyndina.
Gunnar vildi eðlilega sem minnst
segja um skaupið þegar blaðamað-
ur ræddi við hann í gær, enda venj-
an sú að halda sem allra mestri
leynd yfir efnistökum allt fram að
frumsýningu á gamlárskvöld. Þó er
líklegt að kreppan komi eitthvað
við sögu.
Áramótaskaup Sjónvarpsins er
án efa vinsælasta sjónvarpsefni árs-
ins og það efni sem allir virðast
hafa skoðun á og ætlast til að sé
fyndið. Gunnar er ekkert stress-
aður yfir þessu og segist hlakka til
frumsýningarinnar. Meðfylgjandi
myndir voru teknar við Bæjarins
beztu í miðbæ Reykjavíkur í gær-
morgun og verða lesendur að geta
sér til um hvers konar atriði var
verið að taka upp.
helgisnaer@mbl.is
Algjört
leyndó
Gunnar leikstjóri Sést hugsi fyrir miðju með svarta húfu á höfði.
Eina með öllu? Tvær persónur Áramótaskaupsins, önnur kunnuglegri en hin.
Örn Árnason Einn þeirra fjölmörgu sem leika í skaupinu, með kollu í hendi.
Morgunblaðið/RAX
BEIN ÚTSENDING LAUGARDAGINN 7. NÓVEMBER KL. 18.00 (ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR)
ENDURSÝND MIÐVIKUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 18.30
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.OPERUBIO.IS
TURANDOT MARIA - GULEGHINA
LIÙ MARINA - POPLAVSKAYA
CALÀF MARCELLO - GIORDANI
TIMUR SAMUEL - RAMEY
PUCCINI
TURNADOT
Í REYKJAVÍK
SÝND Í KRINGLUNNI
FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG
KNOCKED UP. STÓRKOSLEG GRÍNMYND
MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN
OG ERIC BANA
HHHH
- S.V. MBL
ÞÚ S
PILA
R TIL
AÐ L
IFA
ÞESSI KEMUR ÞÉR Í „FEELING“
Frábær tónlist,
frábær dans,
frábær mynd!
DRAUMAR
GETA RÆST!
SURROGATES
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG SELFOSSI
EIN VINSÆLASTA
TEIKNIMYND ALLRA
TÍMA ER LOKSINS
KOMIN Í ÞRÍVÍDD
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ SELFOSSI
STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 8 - 10 16
JÓHANNES kl. 8 L
GAMER kl. 10:40 16
/ KEFLAVÍK
JÓHANNES kl. 8 L
STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 10 16
MORE THAN A GAME kl. 8 7
FUNNY PEOPLE kl. 10:10 12
/ AKUREYRI
kl. 8 12
kl. 8 16
25. janúar 2010.
WWW.NOMA.NU
Stórfréttir
í tölvupósti