Morgunblaðið - 05.11.2009, Síða 44
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
124,34
205,54
117,22
24,654
21,72
17,608
121,42
1,3676
197,47
183,5
Gengisskráning 4. nóvember 2009
124,64
206,04
117,56
24,726
21,784
17,66
121,76
1,3716
198,06
184,01
236,5884
MiðKaup Sala
124,94
206,54
117,9
24,798
21,848
17,712
122,1
1,3756
198,65
184,52
Heitast 7°C | Kaldast 1°C
Víða hægviðri og úr-
komulítið, en norð-
austan 5-10 metrar á
sekúndu með skúrum á
Vestfjörðum. »10
Vel heppnað verk,
slungið og læsilegt,
saga fyrir börn í nú-
tíð og þátíð, segir
m.a. um Bókasafn
Ömmu Huldar. »37
BÆKUR»
Læsileg
barnabók
TÓN- OG LAGALISTINN»
Friðrik Ómar, Jógvan og
Muse. »40
Eru karlar ekki líka
stundum hlutgerðir,
er Smith Jarred eitt-
hvað meira en
vöðvastæltur leik-
fangastrákur? »38
AF LISTUM»
Karlar með
kippur
SJÓNVARP»
Kunnugleg andlit í ára-
mótaskaupinu. »41
TÓNLIST»
Halla Vilhjálms í úrslit
sænska Evróvisjón. »36
Menning
VEÐUR»
1. Haldið sofandi í öndunarvél
2. Fitch um Ísland: Ekkert þróað …
3. Ævintýri á bílastæði
4. Íslenskir handboltaleikmenn …
Íslenska krónan veiktist um 0,2%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Á dögunum var
Elín Björg Jóns-
dóttir kjörin for-
maður BSRB, fyrst
kvenna. Af því til-
efni færðu fulltrúar
Kvenréttinda-
félags Íslands El-
ínu Björgu viðurkenningu í gær. Svo
skemmtilega vildi til að einn fulltrúi
Kvenréttindafélagsins, Ragnhildur
G. Guðmundsdóttir, var fyrsta kon-
an sem kjörin var varaforseti BSRB.
Kvenréttindafélagið minnti á af
þessu tilefni að það hefur ekki alltaf
þótt sjálfsagt að konur gegndu
ábyrgðarstöðum í samfélaginu.
STÉTTARFÉLÖG
Kvenréttindafélag Íslands
heiðraði Elínu Björgu
„Ég iða í skinn-
inu eftir að komast
í leikinn á nýjan
leik. Ég er með
fiðring í maganum,
mér líður eins og
þegar ég var barn
og gat varla sofið
vegna spennu yfir að taka þátt í móti
daginn eftir,“ segir landsliðsmað-
urinn í handknattleik, Ásgeir Örn
Hallgrímsson. „Silfurdrengurinn“
frá því í Peking hefur ekki keppt í
handbolta í hálft ár vegna meiðsla en
í kvöld lýkur biðinni hjá Ásgeiri sem
leikur með GOG í dönsku úrvals-
deildinni.
HANDBOLTI
„Silfurdrengurinn“ Ásgeir
Örn með fiðring í maganum
Brúðuleik-
húsmaðurinn
Bernd Ogrodnik
hefur undanfarnar
tvær vikur verið að
sýna valda kafla úr
brúðusýningu sinni
Umbreyting – ljóð
á hreyfingu, í Michael Jay Fox leik-
húsinu í Vancouver, fyrir um 600
börn á sýningu. Verkið var frumsýnt
í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í maí
2006. Fullbókað er á sýningar
Ogrodnik í einar átta vikur en hann
sýnir um alla vesturströnd Kanada.
Sýningar fara fram bæði í leikhúsum
og grunnskólum.
LEIKHÚS
Ogrodnik sýnir brúðuleik-
hús á vesturströnd Kanada
STÚLKURNAR á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli voru í óða önn að föndra
fallega skartgripi fyrir fátæk börn í Úkraínu þegar ljósmyndara Morg-
unblaðsins bar að garði. Föndrið er liður í verkefninu Jól í skókassa en
jólagjöfunum er dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til
barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Á þremur frístundaheim-
ilum í borginni hafa verið útbúnar á annað hundrað jólagjafir.
Á annað hundrað jólagjafir útbúnar á þremur frístundaheimilum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Föndrað fyrir fátæku börnin
ÍSLENDINGAR hafa þurft að gefa ýmislegt eftir vegna
kreppunnar en eitt er það sem þjóðin ætlar greinilega
ekki að sleppa tökunum á og það er jólaskapið.
Jólatónleikar eru greinilega ómissandi liður í jóla-
undirbúningnum í margra huga ef marka má miðasölu á
tvenna stærstu tónleikana, Frostrósir og Jólagesti
Björgvins Halldórssonar, því ætla má að um 30.000 Ís-
lendingar muni sækja þessa tónleika. Þá eru ótaldir
smærri tónleikar, s.s. árlegir jólatónleikar Fíladelfíu og
tónleikar Mótettukórsins í Hallgrímskirkju.
Tónleikahaldarar bæði Frostrósa og Jólagesta Björg-
vins eru í skýjunum yfir viðtökunum og aukatónleikum
hefur verið bætt við á báða vegu. Frostrósir munu
syngja á sjö stöðum landið um kring og áætlar Samúel
Kristjánsson, forsvarsmaður þeirra, að um 18-20 þús-
und Íslendingar muni allt í allt hlýða á sönginn og segir
hann það algjört met.
„Þegar við gerðum okkar plön gerðum við ráð fyrir
að þetta yrði á svipuðu róli og í fyrra en ekkert meira.
Svo fórum við að finna mjög góða strauma og jákvæðni
og í þessari viku hefur þetta farið fram úr björtustu von-
um.“ Svipaða sögu segir Ísleifur Þórhallsson, skipu-
leggjandi Jólagesta Björgvins. Uppselt er á tvenna tón-
leika og hugsanlegt að þeim þriðju verði bætt við, en
það þýðir að 9.000 manns munu hlýða á Björgvin. „Við
erum alsæl með þetta því við vissum ekki alveg út í hvað
við værum að fara út af þessu ástandi í þjóðfélaginu,“
segir Ísleifur. Eflaust má að hluta rekja þessa góðu að-
sókn til þess að á hvorum tveggja tónleikanna hefur allt
verið gert til að halda miðaverðinu niðri og hefur það
t.a.m. ekki hækkað á tónleika Björgvins í 3 ár. Ísleifur
bendir á að hundruð manna, bæði tæknimanna og lista-
fólks, hafi vinnu af tónleikunum tveimur og veltan sé því
mikil. „Þetta er bara rosalega gleðilegt fyrir bransann.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólin Söngvar og jólatónlist eru ómissandi hluti af jóla-
haldi flestra Íslendinga enda flykkjast þeir á tónleika.
Tugþúsundir Íslendinga
flykkjast á jólatónleika
Þjóðin sleppir ekki
tökunum á jólaskapinu
SJÓNVARPSMAÐURINN Sölvi
Tryggvason hyggst færa í letur end-
urminningar athafnakonunnar Jón-
ínu Benediktsdóttur en ekki er enn
ljóst hvenær bókin kemur út og ekki
hefur enn verið samið við forleggj-
ara. Þau áttu fund í gær og er Sölvi
þegar kominn með mikið af gögnum
til að vinna úr.
Jónína var sem kunnugt er frum-
kvöðull í rekstri líkamsræktarstöðva
hér á landi og haslaði sér einnig völl í
Svíþjóð við mikinn orðstír. Hún er
einnig þjóðkunn vegna bloggs og
blaðaskrifa sinna þar sem hún hef-
urt meðal annars gagnrýnt harka-
lega viðskiptahætti Baugsfeðganna
og fleiri útrásarvíkinga.
Ritar sögu
Jónínu Ben
Sölvi
Tryggvason
Jónína
Benediktsdóttir
Sölvi Tryggvason
kominn með gögn