Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 2

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 2
2 DÆGRADVÖL Umhverfis jörðina. Fyrsti maðui'inn, sem fór í kring um jörðina var siglingamaðurinn Magelháens, og sannaði hann þar með að jörðin væri hnöttótt. Hann var 1083 daga á leiðinni. Árið 1889 fór amerísk kona, Nelly Bly blaðamaður, í kring um jörðina á 72 dögum og 6 klukkustundum. Árið 19,13 var það amerískur maður Mr. Mears, sem sló metið niður í 35 daga og 21 kl.stund. Árið 1924 flugu nokkrar flugvélar úr her Bandaríkj- anna í kring um hnöttinn á 14 dög- um og 15 kl.stundum. „Graf Zeppelin“ var 14 daga og 4 klst. á leiðinni, en hinir amerísku fluggarpar, Post og Gatty, færðu metið niður 18 daga og 16 klst. Hvenær skyldi Verða hægt að fara umhverfis jörðina á einum degi? Hinir rauðhærðu. 1 Englandi hefir lengi verið ríkj- andi sú hjátrú, að ekki sé hægt að reiða sig á rauðhærða menn. Af gefnu tilefni var þess vegna upplýst nýlega í ensku dagblaði, að hjátrúin væri frá þeim tíma, er hin- ir norrænu víkingar herjuðu þar í landi, því að meirihlutinn af þeim munu hafa verið rauðhærðir. Einkennileg atvinna. Nú á þessum kreppu- og atvinnu- leysistímum, er um að gera að finna sjer eitthvað til að hafa atvinnu af. Stúlka nokkur í London fann upp á því, núna nýlega, að auglýsa að hún væri sérfræðingur í matartil- búningi og að hún gengi í hús og bragðaði á mat fynr húsmæður, sem ætluðu að' halda matarveislur og gæfi þeim góð ráð ef að eitthvað væri að matnum. Nú hefir hún svo mikið að gera, að hún sér ekki út úr því og lætur borga sér ærna pen- inga fyrir að borða hjá öðrum. önnur stúlka í London gerðist ný- lega hundahárskeri. Setti hún á stofn hárskerastofu fyrir hunda. Strax sama daginn kom til henn- ar fjöldinn allur af hefðarfrúm með kjöltuhunda sína til klippingar. Hún hefir mikið meir en nóg að gera, en æðrast út af því, að hún skyldi ekki láta sér detta þetta snjall- ræði í hug fyr. Stúlka ein í New York fann upp annað snjallræði þegar hún var orð- in atvinnulaus. Hún gengur heim til ríkra hefðarkvenna eða pipar- kvenna og les fyrir þær eða spilar við þær þegar þeim leiðist og hefir af því góðar tekjur.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.