Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 16

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 16
16 DÆGRADVÖL hans. „Þorp dauðans!" hvíslaði hann ákafur. Röddin var hás og mátt- vana. Augun störðu út í loftið. „Þorp dauðans!" hvíslaði hann aftur, „bak við steininn!" Hann tók á öllu sem hann átti til, er hann sagði síðustu setninguna. — Síðan misti hann meðvitundina aftur. Tamwa, svertinginn, stundi ein- hverju upp á Bantu-mállýzku. Hann var ataður storknu blóði og hafði flakandi sár á bakinu og handleggj- unum. Jordon spratt á fætur. „Flýttu þér, Mac!“ hrópaði hann. „Náðu í einhverja af mönnum þín- um. Þeir eru báðir að deyja. Við verðum að fara með þá til trúboðs- læknisins. Fljótur nú!“ „Ef til vill getur faðir Renaud gert eitthvað". Macrae kinkaði kolli hörkulega, gekk út og kallaði á menn sína. Nokkrum augnablikum seinna var lagt af stað með hina særðu til trúboðslæknisins; voru þeir bornir á 8júkrabörum. Macrae og Jordon hlupu ú und- an. Faðir Renaud stóð á tröppunum er þeir komu. Hann leit dapurlega á þá, sem lágu á sjúkrabörunum. Augu h'ans báru vott um fórnfýsi og göf- ugmennsku. Hann lagðist á kné við börurnar, sem Oollins lá á, velti honum við og benti á stórt, flakandi sár milli herðablaðanna. „Eitursár", sagði hann eins og við sjálfan sig og hrÍ3ti höfuðið. Síð- an sneri hann sér að börunum, sem svertinginn lá á. „Hann er þungt haldinn af Spirr- illum-hitasótt“, sagði hann um Jeið og hann stóð á fætur. „Eg skal gera allt, sem í mínu valdi stendur; en það er engin von með þá“. Scotty og Jordon litu þegjandi hver á annan og gengu heim á leið. Hitinn var aftur orðinn mikill, og svitinn rann af þeim. II. KAPÍTULI. Ed Jordon rauf þögnina. „Jæja“, sagði hann lágt. „í gær- kveldi vorum við að hugsa um, hvað svarið mundi verða. Þetta er svar- ið, Mac!“ „Já, þetta mun vera svarið", játaði Scotty, „en eg er ekki hættur enn þá, skaltu vita", bætti hann við grimmdarlega og kreppti hnefana. „Varaðu þig, Scotty!“ sagði Jor- dan og sneri sér að vini sínum. „Þú veizt ekki, hvað þú átt við að etja. Þú ert ekki í Boma núna eða heima á Englandi. Mundu, að þú ert inni í miðjum frumskógunum. Mundu, að nú átt þú við grimmd og græðgi að etja, hindurvitni og fávizku, svartan töfrakraft, svarta vilta menn. Eg er búinn að vera hér í Kongo í tíu ár, og eg veit ekkert meira núna, en eg vissi daginn sem eg kom hér, um hvað gerist hinum megin við skóg-

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.