Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 13

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 13
DÆGRADVÖL 13 En „römra er só taug', er rekka dregur föðurtúna til", sagði skáldið. Það sannaðist á honum, hann þráði að sjá aftur Montmarte og æsku- stöðvar sínar. Hann ferðaðist heim til Parísar; hann hélt að lögreglan væri búin að gleyma fanganum sem sendur var til Djöflaeyjunnar fyrir 24 ár- um síðan. Dag nokkurn situr hann inni á veitingahúsi við kaffidrykkju, reyk- ir vindling sinn og hugsar til æsku- áranna. Lítill maður gengur að borði hans, tekur upp skammbyssu og miðar á hann. „Upp með hend- urnar!“ og tekur hann fastan. Jean Fleaudoux er nú 48 ára gam- all. Allir sem hafa þekkt hann síðan hann sneri af glæpabrautinni bera honum gott orð. Nú hefir forseti Frakklands verið beðinn um að náða hann. Bardagi við tígrisdýr. Hinn frægi dýratemjari, Carl Ha- genbeck, segir nýlega frá eftirfar- andi atviki: „Einhver hugrakkasti temjari, sem eg hefi þekkt, er Richard Sawade. Fyrir nokkrum árum, þegar hann var framkvæmdastjóri fyrir Hagen- back-cirkusnum, sýndi hann eftir- minnilega hugrekki sitt. — Dag nokkurn fóru tveir af aðstoð- armönnum cirkusins út að skemmta sér, og komu þeir aftur um kvöldið og voru þá drukknir. í ölæðinu fór annar jæirra inn í búrið, sem 15 tígrisdýr voru í, og vildi sýna, að hann væri ekki hræddur við óarga- dýrin. Varla var hann kominn inn, er þau réðust á hann. Sawade var sem betur fór ekki langt í burtu, og heyrði hann öskrið í þeim. Hann hljóp að búrinu, greip trékylfu sem var þar rétt hjá, og stökk inn í búrið. Lét hann nú högg- in dynja látlaust á tígrisdýrunum, sem voru farin að togast á um mann- inn. Þau réðust að honum hvað eftir annað, en honum tókst að berja þau frá sér jafnóðum, og áður en búið var að ná í menn til að hjálpa hon- um, var hann búinn að reka þau út í eitt hornið á búrinu og hræða þau svo, að þau þorðu ekki að ráðast á hann aftur. Tók hann nú hinn drukkna að- stoðarmann og bar hann út úr búr- inu. Var hann þá svo bitinn eftir tígrisdýrin, að hann var fluttur á sjúkrahús, og var marga múnuði frá verki. En hvergi var skráma eða skeina á Sawade, þó að föt hans væru rifin og tætt undan klóm dýr- anna. — Þó að tígrisdýr séu að vísu grimm- ustu villidýrin — segir Hagenbeck, þá er hægt að bjóða þeim byrgin, ef maður hefir nóg hugrekki, því að þau eru ekki eins hugrökk og þau eru grimm“.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.