Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 9

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 9
DÆGRADVÖL Sögusafnið. bezta, ódýrasta og útbreiddasta sögurit Iandsins. Kemur út einu sinni í viku, 32 blaðsíður í senn, og kostar að eins 35 aura hvert hefti. — Nýja sagan, sem nú er að byrja að koma í Sögusafn- inu, heitir Tvífarinn, afbragðs góð og skemmtileg skáldsaga, eftir Charles Garvice. — Gerist áskrifendur að Sögusafninu á afgreiðslu þessa blaðs, Laugaveg 68. Þar fást þær sögur, sem komið hafa í Sögusafninu frá byrjun, mjög ódýrar. afli og hljóp áfram. Og ef Sinclair hefði ekki staðið á stigbrettinu og hjálpað henni upp í lestina, þegar hún kom að henni, hefði hún orðið eftir, því að lestin var komin á ferð. Hún ætlaði að fara að þakka Sin- clair fyrir hjálpina, en þegar hún leit framan í hann, brosti hún og roðnaði. „Nei, eruð það þér, Robert", sagði hún undrandi; „eg þekkti yður ekki. En hvað það er gaman að hitta yður aftur“. „Þakka yður fyrir, ungfrú Tomp- son“, sagði Robert, „mér þykir vænt um að sjá yður, þó að eg hefði held- ur óskað að hitta yður undir skemti- legri kringumstæðum". „Eg hefi hugsað mikið um yður“, sagði hún lágt. „Þakka yður fyrir, það gleður mig“, mælti Sinclair og roðnaði. Allt það, sem Robert hafði reynt að gleyma, sá hann nú fyrir hug- skotsjónum sínum. Ungfrú Tompson hafði verið í borginni síðastliðinn vetur, og þauj höfðu verið mikið saman. Bráðlega hafði honum orðið ljóst, að hann elskaði hana; og á dansleik einum, sem haldinn var, daginn áður en hún átti að fara heim til hallar föður hennar, hafði hann beðið hennar. Hún hafði orðið hrygg og sagt hon- um með tárin í augunum, að hún væri bundin með loforði, sem hún

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.