Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 11

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 11
DÆGRADVÖL 11 Áður en hún gat orði upp komið var hann horfinn, og hún var ein eftir með farseðilinn í hendinni ... farseðilinn til lífsins. Robert stóð við hliðina á hinum stóra „luxus“-bíl, sem hafði beðið eftir Mabel í þrjá daga, við landa- mærin. Mabel sat sjálf við stýrið. „En hvernig fóruð þér að þessu, kæri Robert? Þér voruð ekki einu sinni tekinn fastur sjálfur". „Það var í rauninni ofur einfalt, Mabel. Eg skrifaði nafnið mitt aft- an á farseðilinn, eins og eg er allt af vanur að gera. Síðan gekk eg fram í fremsta vagninn í lestinni, og þegar liðsforinginn kom þangað og bað mig að skila farseðlinum, sagði eg honum að hann hefði þeg- ar fengið hann, og hefði eg þá verið aftarlega í lestinni. Hann vildi ekki trúa því, sem von var. Sagði eg þá, að eg héti Robert Sinclair, og væri fulltrúi hins brezka sendiherra, og sýndi honum skjöl mín. Síðan bað eg hann að gá að, hvort hann sæi ekki farseðilinn í bunkanum hjá sér, því að eg væri vanur að skrifa nafn mitt á farseðilinn, þegar eg ferðaðist með járnbrautum. Hann leitaði í bunkanum og fann hann. Það var allt og sumt“. „Ö, Robert, þér vitið eins vel og eg, að þér hafið teflt lífi yðar í hættu, til þess að bjarga mínu“. Og lágt og innilega bætti hún við: „Ro- bert! Þú hefir bjargað lífi mínu. Bið þú mig um hvað sem þú vilt...“. „Elskulega Mabel!“ sagði hann alvarlega. „Þú veizt, að eg vildi helzt biðja þig að verða konan mín, en þú ert bundin. Við skulum reyna að gleyma hvort öðru. Vertu sæl, Mabel ...“. Hann ætlaði að flýta sér í burtu, en hún greip í handlegginn á hon- um og hélt honum föstum. „Elsku Robert! Veizt þú ekki að frændi minn giftist systur minni fyrir þrem mánuðum síðan?“ Á þeirri stundu var Robert ham- ingjusamasti maður í heiminum. STOPPUÐ HÚSGÖGN reynast ávalt bezt frá Húsgagnaverzlun ERLINGS JÓNSSONAR Bankastræti 14.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.