Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 4

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 4
4 DÆGRADVÖL meðalaglasið og rússneskt te. Hann drakk alltaf rússneskt te á eftir meðalinu, til að fá meðalabragðið úr munninum á sér. Eg kom aftur eftir tæpan klukkutíma. JÞegar eg kom inn, sá eg hann liggja í þess- um stellingum fram á borðið, og hélt eg þá fyrst, að hann hefði sofn- að, en þegar eg komst að raun um, að hann var látinn, hringdi eg strax á lögreglustöðina". „Þér hafið þá ekkert hi'eyft?“ „Nei“. „Hafið þér lesið þetta?“ spurði Blair og sýndi Rutter blað með fá- einum setningum, sem skrifaðar voru með svörtu bleki. „Nei, hvað er það?“ spurðí Rutter. Blair las upphátt: „Eg er orðinn þreyttur á þessu. Hjartverkurinn fer allt af versnandi. Eg hefi gert upp. Nú bind eg enda á allt. Eg hefi tek- ið ...“. „Hvað hefir hann átt við með þessu: „Eg hefi gert upp“ Rutter?“ spurði Blair. Rutter virtist detta eitthvað í hug, gekk að skáp úti í horni, opnaði hann og kom aftur með stórt umslag og var það merkt „Halli- day“. „Eftir því, sem eg bezt veit, herrar mínir, mun húsbóndi minn á yngri árum hafa lent á einhverjum villi- götum. Seinna mun hann hafa séð sig um hönd og gerst veðlánari. Á þeim árum mun ekkert hafa truflað samvizku hans, en síðan hann fór að þjást af þessum hjartasjúkdómi og hugsa til dauðans, hefir hann gert allt sem hann hefir getað, til að bæta það upp, sem hann gerði illt áður. í þesum skáp getið þér fundið afrit af mörgum bréfum til þeirra, sem hann á yngri árum hef- ir haft fé út úr, og hefir hann sent meira og minna af peningum með hverju þeirra, með innilegri bæn um fyrirgefningu. 1 þessu umslagi er afrit af síðasta bréfinu, og með því sendi hann 20.000 sterlingspund“. Blair opnaði umslagið og tók úr því úrklippu úr dagblaði, var það auglýsing, svohljóðandi: „Ef frú Edna Halliday, eða dóttir hennar, er á lífi ennþá, er hún vinsamlega beð- in að skrifa mér, hvar hún sé niður komin. W. A. D. P.O. Box 3260“. Blair gáði betur í umslagið og fann svar við auglýsingunni og var það frá dóttur frú Halliday. „Þetta bréf er frá dóttur herra Dawson", mælti Rutter, „hann vildi ekki láta hana vita, að hann væri faðir hennar, en hann sendi henni 20.000 sterlingspund í fyrradag. Það voru síðustu peningarnir sem hann sendi. Það er þetta, sem hann á við, þegar hann skrifar: „Eg hefi gert upp“. „Þá höfum við víst ekki meira að gera hér“, mælti Blair, um leið og hann hélt áfram að skrifa niður frá- sögu Rutters.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.