Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 19

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 19
DÆGRADVÖL 19 „Collins var með óráði, þegar eg sá hann“, sagði hann loks. „Faðir Renaud segir, að hann tali ekki um annað en „þorp dauð- ans“ og einhvern stein. Hvað ... ?“ „Eg veit ekki, Westman. Eg heyrði það líka. Það skilur enginn“, greip Mac fram í. „Hver hefir á hendi umsjón með gullvinnslunni þarna uppfrá?“spurði Westman. „Arabi nokkur, Abd-el-Hussan að nafni, svaraði Macrae. „Það mun Kilimi vel líka“, sagði Westman og brosti; „forfeðrum hans mun hafa verið snúið til Múhameðs- trúar á dögum svörtu þrælasölunn- ar. Það er þess vegna sem hann notar þessa rauðu húfu; hann hugs- ar meira um hana en allar fallegustu stúlkurnar í Mbeni ... Þessi Abd-el- Hussan?“ spurði hann allt í einu, „er hann ráðvandur eða ekki?“ „Hvernig á eg að vita það?“ sagði Mac gremjulega; „hann er látinn hafa umsjón með þessu, af því að hann er sá eini, sem getur haldið hinum innfæddu í skefjum og látið þá vinna, eftir því sem sagt er. — Skýrslur hans hafa allt af borið vott um gott álit hans á námunum, þegar hann hefir sent þær. En upp á síð- kastið hefir hann sagt, að hann ætti erfitt með að stjórna hinum inn- fæddu, og þegar við höfum sent honum fyrirspurnir um hvarf þess- ara manna, hefir hann svarað með því, að vara okkur við, að senda hvíta menn þangað upp eftir, því að svertingjarnir séu fjandsamlegir. En fjandinn hafi hann, við verðum að komast til botns í þessu, eða .. „Jordon“, greip Westman fram í og sneri sér að vini Macraes; „heyrð- uð þér nokkuð af því, sem Tamwa sagði, svertinginn sem kom méð Collins? Þér skiljið eitthvað í mál- lýzkunni“. „Lítið nema Bakazan ...“. „Bakazanzi!" Fílaveiðarinn greip orðið á lofti og brá við. Ed Jordon fölnaði. „Viltustu menn Iturihéraðs- ins — mannæturnar — þeir eru blóð- þyrstari en tígrisdýrin. Macrae leit undrandi á Westman; hann hafði heyrt margar voðalegar frásagnir um þennan dularfulla, villta mann- ætuflokk, en hann hafði ekki trúað þeim. Nú fór hrollur um hann, er hann sá og heyrði hver áhrif það hafði á hinn hugrakka fílaveiðara, þegar minnst var á hann. Hann minntist nú þess, sem Jor- don vinur hans hafði sagt við hann á leiðinni heim: „Þú ert ekki í Boma, Mac! Mundú, að nú átt þú að etja við grimmd og græðgi, hindurvitni og fávizku, svarta, villta menn“. Nú fann hann, að Jordon hafði rétt að mæla. Nokkra stund var þögn í herberginu. Inn um glugg- ann heyrðist suðan í flugunum og fiðrildunum.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.