Dægradvöl - 14.01.1932, Page 3
DÆGRADVÖL
3
ni- — =11 =h 11= 'i □ □□ i .'-ii—-ir—: -ii= 13
I Rauða blekið. |
I' Leynilögreglusaga. J
. Lögreglulæknirinn leit á miðann, sagði þjónninn, um leið og hann
á tómu glasinu, þefaði úr því og
kinkaði kolli.
„Hann hefir víst þjáðst af hjarta-
bilun?“
„Já, hann var mjög slæmur fyr-
ir; hjartanu“, sagði þjónninn, „hann
háfði vont kast í morgun. Eg reyndi
að ná í læknirinn".
„Hver var læknirinn hans?“
„Dr. Reid. Eg hringdi til hans
3trax þegar eg hafði hringt á lög-
r^lustöðina. Hann var ekki heima
og mér var sagt, að hann kæmi ekki
heim fyr en klukkan sjö“.
„Hann gerir víst ekki mikið héð-
an af hvort sem er. Ætlar ,þú ekki
að taka skýrslu Blair?“ sagði lækn-
irinn.
Herra Blair leynilögregluþjónn
kinkaði kolli, tók upp vasabók sína
ag settist við borðið.
„Fullt nafn hins látna?“ spurði
hann.
„William Augustus Dawson", svar-
aði þjónninn.
„Staða?“
„Hann hafði enga, svo eg viti,
nen« að safna þessum hlutum“,
benti á nokkrar stórar frímerkja-
bækur, sem lágu opnar á borðinu,
fyrir framan líkið, sem hallaðist
fram á borðið, og hafði sjálfblekung
í hendi.
Blair leit á bælcurnar og sá, að
Dawson hafði gert athugasemdir
við mörg frímerkin, og voru þær
allar skrifaðar með rauðu bleki.
„Þér eruð þjónn hans, eða hvað?
Hvað heitið þér?“
„Já, Henry Rutter“, sagði þjónn-
inn.
„Hafið þér unnið lengi hjá hon-
um?“
„Bráðum í þrjú ár“.
„Búa fleiri á þessari hæð?“
„Nei, engir. Gömul kona kemur
á hverjum morgni, lagar til og þvær
gólfin; aðrir koma hér ekki“.
Blair hallaði sér 1 stólnum og leit
á Rutter.
„Látið þér okkur nú heyra, það
sem þér vitið um þetta“.
„Eg veit nú ekki mikið, herrar
mínir. Herra Dawson, var svo góð-
ur að gefa mér klukkutíma frí í eft-
irmiðdag. Jeg hafði fært honum